9. mars 2011
Umræðan hefur haldið áfram um einelti hér í dag. Það er afar sorglegt að svona margir skuli koma fram með sögur sem þessar. Þó vil ég meina að Hveragerði sé hvorki verri né betri staður en hver annar og ég veit að það er unnið ötullega í upprætingu eineltis í grunnskólanum. Unnið er í samræmi við Olweusaráætlunina og vel flestir kennarar hafa hlotið þjálfun í ART meðferðarforminu sem er leið til draga úr og fyrirbyggja óæskilega hegðun með því að kenna félagsvæna hegðun. Vel og skipulega hefur verið tekið á málum og því er afar sorglegt að sjá að enn skuli einelti þrífast hér. Við slíkt verður ekki unað og því munu verða kallaðir til sérfræðingar til að fara yfir vinnulag og það hvernig bæta megi aðferðir skólans til að koma megi í veg fyrir einelti. Ekki má þó missa sjónar á þeirri staðreynd að einelti er meinsemd sem öll bæjarfélög glíma við og ættu fleiri því að grípa til aðgerða nú þegar til að koma í veg fyrir þessa meinsemd í íslensku samfélagi. Við sem fullorðin erum ættum líka að horfa í kringum okkur og skoða hvort að eineltið sé ekki einfaldlega allt um kring. Ekki síður meðal fullorðinna en barna.
Í kvöld fórum við nokkur héðan á góðan aðalfund fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna í Árnessýslu utan Árborgar sem haldinn var að Borg í Grímsnesi. Góður og líflegur fundur þar sem varaformaður flokksins fór á kostum. Hún er lífleg og skelegg kona hún Ólöf.
Þar var þessi flotta mynd tekin af okkur lopapeysukonunum! Íslenskt já takk.
Umfjöllun um Hveragerði á Stöð 2 í kvöld
Í kvöld fórum við nokkur héðan á góðan aðalfund fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna í Árnessýslu utan Árborgar sem haldinn var að Borg í Grímsnesi. Góður og líflegur fundur þar sem varaformaður flokksins fór á kostum. Hún er lífleg og skelegg kona hún Ólöf.
Þar var þessi flotta mynd tekin af okkur lopapeysukonunum! Íslenskt já takk.
Umfjöllun um Hveragerði á Stöð 2 í kvöld
Comments:
Skrifa ummæli