27. mars 2011
Árshátið starfsmanna Hveragerðisbæjar var afar vel heppnuð í gærkvöldi. Ljúffengur matur, bráðskemmtileg skemmtiatriði sem öll voru flutt af heimamönnum og dúndrandi fjör á ballinu. Hvað er hægt að biðja um meira! Jón "Skeiðamaður" sá um fjörið en hann er öldungis frábær við veislustjórnina. Hann segir reyndar að ég sé sennilega sinn helsti aðdáandi og er ég frekar stolt af því :-) ... Hann heldur uppi ótrúlega skemmtilegum böllum, klikkar aldrei :-)
En það var gaman að sjá að allir skemmtu sér hið besta og skemmtunin fór afar vel fram. Það er fátt betra fyrir samheldni og móral en góð skemmtun sem þessi.
Takk öllsömul fyrir frábært kvöld.
En það var gaman að sjá að allir skemmtu sér hið besta og skemmtunin fór afar vel fram. Það er fátt betra fyrir samheldni og móral en góð skemmtun sem þessi.
Takk öllsömul fyrir frábært kvöld.
Comments:
Skrifa ummæli