26. nóvember 2008
Ég hætti fljótlega að skrifa um daglega iðju því hún felst þessa dagana yfirleitt í því sama. Legið er yfir fjárhagsáætluninni megnið af deginum.
Skrapp á leikskólann Óskaland í morgun til að hitta Gunnvöru leikskólastjóra. Á leikskólanum var mikið fjör enda foreldradagur sem er stór viðburður í starfi leikskólans. Við Gunnvör fórum yfir málefni sem snerta starfsemi leikskólans og náðum ágætis lendingu.
Eftir hádegi fundaði ég með Ólafi Sigurðssyni forstjóra Heilsustofnunar NLFÍ en það er afar vel rekin stofnun með mikla möguleika til frekari vaxtar. Þar hafa risið fjölmörg raðhús í tengslum við stofnunina og íbúarnir njóta þjónustunnar sem þar er í boði. Vilji er til byggingar fleiri slíkra húsa nær árbakkanum og greinilegt á eftirspurninni að þessi búsetukostur er kominn til að vera. Ég held að það séu ekki margir staðirnir af okkar stærð sem bjóða jafn fjölbreytt búsetu úrræði fyrir eldra fólk eins og hér er gert. Húsin á HNLFÍ, íbúðir Búmanna á tveimur stöðum og síðan Dvalarheimilið Ás. Allir ættu að geta fundið hentugan kost fyrir sig og það er gott.
Skrapp á leikskólann Óskaland í morgun til að hitta Gunnvöru leikskólastjóra. Á leikskólanum var mikið fjör enda foreldradagur sem er stór viðburður í starfi leikskólans. Við Gunnvör fórum yfir málefni sem snerta starfsemi leikskólans og náðum ágætis lendingu.
Eftir hádegi fundaði ég með Ólafi Sigurðssyni forstjóra Heilsustofnunar NLFÍ en það er afar vel rekin stofnun með mikla möguleika til frekari vaxtar. Þar hafa risið fjölmörg raðhús í tengslum við stofnunina og íbúarnir njóta þjónustunnar sem þar er í boði. Vilji er til byggingar fleiri slíkra húsa nær árbakkanum og greinilegt á eftirspurninni að þessi búsetukostur er kominn til að vera. Ég held að það séu ekki margir staðirnir af okkar stærð sem bjóða jafn fjölbreytt búsetu úrræði fyrir eldra fólk eins og hér er gert. Húsin á HNLFÍ, íbúðir Búmanna á tveimur stöðum og síðan Dvalarheimilið Ás. Allir ættu að geta fundið hentugan kost fyrir sig og það er gott.
25. nóvember 2008
Spennufall, FSu, hláka og vinaleikur ...
Það varð ákveðið spennufall í lok síðustu viku í kjölfar samþykktar fjárhagsáætlunarinnar á fimmtudaginn og útskriftarinnar í FSu á föstudag. Þar afhenti ég venju samkvæmt verðlaun fyrir hönd skólanefndar til þess sem best stóð sig á stúdentsprófi. Í þetta skipti var það Lilja Sigurbjörg Harðardóttir sem hlaut viðurkenninguna. Ég man þegar ég mætti fyrst á útskrift í FSu og bar hana saman við útskriftirnar úr MA sem fóru fram í Akureyrarkirkju á þeim tíma. Heldur var samanburðurinn FSu í óhag fannst mér þá. Nú hef ég aftur á móti verið á sjálfsagt 8-10 útskriftum í FSu og finnast mér þessar athafnir óskaplega hátíðlegar og skemmtilegar. Létt yfir öllum og góður andi ríkjandi. Við Hjörtur Þórarinsson höfum setið saman á þessum útskriftum öllum. Hann fyrir hönd Hollvinasamtakanna, ég fyrir hönd skólanefndar, alltaf verið gaman hjá okkur Hirti. Á föstudaginn aftur á móti tilkynnti ég að ég væri hætt sem formaður skólanefndar en ég hef setið í þeirri nefnd í 12 ár og sem formaður síðustu ár. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími en við höfum verið saman í nefndinni allan þennan tíma, ég, Valtýr Valtýsson, Kristján Einarsson og Helga Þorbergsdóttir. Nú yfirgefum við öll svæðið og nýir taka við. Það verður að endurnýja svona stjórnir öðru hverju, en ég á eftir að sakna FSu enda sagðist ég verða Hollvinur í fjarska í framtíðinni...
----------------
Asahláka gerði okkur lífið leitt í dag en mikill vatnselgur myndaðist á götum bæjarins. Niðurföllin höfðu engan veginn undan enda mikið magn af snjó sem bráðnaði á örskömmum tíma í hitanum í dag. Íbúar sýndu ástandinu mikinn skilning enda vissu svo sem flestir að í svona aðstæðum er vonlaust að hafa undan.
----------------
Vinaleiknum á skrifstofunni lauk í dag við mikinn fögnuð. Við höfum í heila viku verið afar hugmyndarík varðandi gjafir og annan glaðning til vinar sem við fengum úthlutað og hafa uppátækin mörg hver vakið bæði athygli og kátínu. Minn vinur var alveg yndislegur og vöktu orðsendingar og gjafir mikla lukku. Takk fyrir það Elfa ;-)
----------------
Enn þarf að vinna að málefnum vegna jarðskjálftans og í morgun sinnti ég einu slíku. Það er ekki enn búið að skoða öll hús í Hveragerði þannig að jarðskjálftinn og afleiðingar hans munu verða á dagskrá fram eftir næsta ári að minnsta kosti.
----------------
Gekk frá orðsendingu til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlunar en Sambandið heldur utan um þær aðgerðir sem sveitarfélögin grípa til þessa dagana. Það er gott að geta séð á einum stað hvernig önnur sveitarfélög standa að málum en samstaða sveitarfélaga er nauðsynleg á þessum tímum.
----------------
Bakstri jólanna lauk í kvöld með piparkökuskreytingum og sörubakstri, ekki seinna vænna því síðast þegar ég gáði þá er Þorláksmessa á morgun ! ! !
----------------
Það varð ákveðið spennufall í lok síðustu viku í kjölfar samþykktar fjárhagsáætlunarinnar á fimmtudaginn og útskriftarinnar í FSu á föstudag. Þar afhenti ég venju samkvæmt verðlaun fyrir hönd skólanefndar til þess sem best stóð sig á stúdentsprófi. Í þetta skipti var það Lilja Sigurbjörg Harðardóttir sem hlaut viðurkenninguna. Ég man þegar ég mætti fyrst á útskrift í FSu og bar hana saman við útskriftirnar úr MA sem fóru fram í Akureyrarkirkju á þeim tíma. Heldur var samanburðurinn FSu í óhag fannst mér þá. Nú hef ég aftur á móti verið á sjálfsagt 8-10 útskriftum í FSu og finnast mér þessar athafnir óskaplega hátíðlegar og skemmtilegar. Létt yfir öllum og góður andi ríkjandi. Við Hjörtur Þórarinsson höfum setið saman á þessum útskriftum öllum. Hann fyrir hönd Hollvinasamtakanna, ég fyrir hönd skólanefndar, alltaf verið gaman hjá okkur Hirti. Á föstudaginn aftur á móti tilkynnti ég að ég væri hætt sem formaður skólanefndar en ég hef setið í þeirri nefnd í 12 ár og sem formaður síðustu ár. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími en við höfum verið saman í nefndinni allan þennan tíma, ég, Valtýr Valtýsson, Kristján Einarsson og Helga Þorbergsdóttir. Nú yfirgefum við öll svæðið og nýir taka við. Það verður að endurnýja svona stjórnir öðru hverju, en ég á eftir að sakna FSu enda sagðist ég verða Hollvinur í fjarska í framtíðinni...
----------------
Asahláka gerði okkur lífið leitt í dag en mikill vatnselgur myndaðist á götum bæjarins. Niðurföllin höfðu engan veginn undan enda mikið magn af snjó sem bráðnaði á örskömmum tíma í hitanum í dag. Íbúar sýndu ástandinu mikinn skilning enda vissu svo sem flestir að í svona aðstæðum er vonlaust að hafa undan.
----------------
Vinaleiknum á skrifstofunni lauk í dag við mikinn fögnuð. Við höfum í heila viku verið afar hugmyndarík varðandi gjafir og annan glaðning til vinar sem við fengum úthlutað og hafa uppátækin mörg hver vakið bæði athygli og kátínu. Minn vinur var alveg yndislegur og vöktu orðsendingar og gjafir mikla lukku. Takk fyrir það Elfa ;-)
----------------
Enn þarf að vinna að málefnum vegna jarðskjálftans og í morgun sinnti ég einu slíku. Það er ekki enn búið að skoða öll hús í Hveragerði þannig að jarðskjálftinn og afleiðingar hans munu verða á dagskrá fram eftir næsta ári að minnsta kosti.
----------------
Gekk frá orðsendingu til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlunar en Sambandið heldur utan um þær aðgerðir sem sveitarfélögin grípa til þessa dagana. Það er gott að geta séð á einum stað hvernig önnur sveitarfélög standa að málum en samstaða sveitarfélaga er nauðsynleg á þessum tímum.
----------------
Bakstri jólanna lauk í kvöld með piparkökuskreytingum og sörubakstri, ekki seinna vænna því síðast þegar ég gáði þá er Þorláksmessa á morgun ! ! !
----------------
Bæjarstjórnarfundur síðdegis þar sem fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu. Þessi áætlun ber merki þess umróts sem er í samfélaginu í dag og gerum við ráð fyrir umtalsverðu tapi næsta ár. Veltufé frá rekstri er þó jákvætt um einar 90 milljónir sem er afar jákvætt í þessu árferð og sýnir að reksturinn er að gefa af sér peninga þó að fjármagnskostnaður snúi síðan taflinu við og geri niðurstöðuna neikvæða.
Umtalsverður sparnaður er nauðsynlegur og ekki allar aðgerðir vænlegar til vinsælda. En þetta er nauðsynlegt en verður þó vonandi ekki viðvarandi ástand.
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að heimild um hámarksálagningu útsvars verði hækkuð um 0,25% og einnig eru tekin af öll tvímæli um álagningu fasteignaskatts á opinberar byggingar. Þetta voru langþráð og góð tíðindi og okkur hér í Hveragerði mikið fagnaðarefni.
Á fundinum í dag kynnti Elfa Dögg hugmyndir um blómasýningu hér í Hveragerði næsta sumar en hugmyndirnar eru afar góðar og ættu að vera okkur öllum til eflingar í grámyglunni sem einkennir tilveruna þessa daga. Því þrátt fyrir að vandamálin séu ærin þá er samt mikilvægt að missa ekki sjónar á því að mannlífið og andann þarf að efla. Við ætlum að halda áfram að byggja hér upp gott og skemmtilegt samfélag þrátt fyrir allt.
Samþykktum einnig samninga við Strætó bs og Þingvallaleið vegna almenningssamgangna hingað austur fyrir fjall. Undirskriftin fer fram á mánudaginn í strætisvagni einhvers staðar hér á svæðinu. Gert er ráð fyrir að ferðir hefjist þann 2. janúar 2009. Stórt skref verður þar með stigið og við þurfum öll að fara að setja okkur inní leiðakerfi Strætós á höfuðborgarsvæðinu! ! !
Í gær var fundur í dómnefnd um miðbæjarskipulagið. Frestur til að skila inn tillögum rann út þann 1. desember og alls bárust 17 tillögur í keppnina. Vinnan í dómnefndinni fer vel af stað og sýnist mér þetta stefna í hörku keppni. Gaman að því. Það má ekki gefa út neitt fyrr en úrslit verða tilkynnt sem verður 15. janúar. AÐ því loknu verður sýning á tillögunum sem enginn á eftir að verða svikinn af. Þetta er svo skemmtilegt :-)
Hellisheiðarvirkjun er síðan enn og aftur í sviðsljósinu og ekki af góðu í þetta skipti. Mengun mældist í gær 5 sinnum meiri en viðmið leyfa á svæðinu og lyktina leggur yfir höfuðborgina. Það er auðvitað alveg augljóst að Bitru virkjun getur aldrei orðið að veruleika á meðan að staðreyndir blasa við öllum sem þær vilja sjá.
Umtalsverður sparnaður er nauðsynlegur og ekki allar aðgerðir vænlegar til vinsælda. En þetta er nauðsynlegt en verður þó vonandi ekki viðvarandi ástand.
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að heimild um hámarksálagningu útsvars verði hækkuð um 0,25% og einnig eru tekin af öll tvímæli um álagningu fasteignaskatts á opinberar byggingar. Þetta voru langþráð og góð tíðindi og okkur hér í Hveragerði mikið fagnaðarefni.
Á fundinum í dag kynnti Elfa Dögg hugmyndir um blómasýningu hér í Hveragerði næsta sumar en hugmyndirnar eru afar góðar og ættu að vera okkur öllum til eflingar í grámyglunni sem einkennir tilveruna þessa daga. Því þrátt fyrir að vandamálin séu ærin þá er samt mikilvægt að missa ekki sjónar á því að mannlífið og andann þarf að efla. Við ætlum að halda áfram að byggja hér upp gott og skemmtilegt samfélag þrátt fyrir allt.
Samþykktum einnig samninga við Strætó bs og Þingvallaleið vegna almenningssamgangna hingað austur fyrir fjall. Undirskriftin fer fram á mánudaginn í strætisvagni einhvers staðar hér á svæðinu. Gert er ráð fyrir að ferðir hefjist þann 2. janúar 2009. Stórt skref verður þar með stigið og við þurfum öll að fara að setja okkur inní leiðakerfi Strætós á höfuðborgarsvæðinu! ! !
Í gær var fundur í dómnefnd um miðbæjarskipulagið. Frestur til að skila inn tillögum rann út þann 1. desember og alls bárust 17 tillögur í keppnina. Vinnan í dómnefndinni fer vel af stað og sýnist mér þetta stefna í hörku keppni. Gaman að því. Það má ekki gefa út neitt fyrr en úrslit verða tilkynnt sem verður 15. janúar. AÐ því loknu verður sýning á tillögunum sem enginn á eftir að verða svikinn af. Þetta er svo skemmtilegt :-)
Hellisheiðarvirkjun er síðan enn og aftur í sviðsljósinu og ekki af góðu í þetta skipti. Mengun mældist í gær 5 sinnum meiri en viðmið leyfa á svæðinu og lyktina leggur yfir höfuðborgina. Það er auðvitað alveg augljóst að Bitru virkjun getur aldrei orðið að veruleika á meðan að staðreyndir blasa við öllum sem þær vilja sjá.
Bæjarstjórnarfundur síðdegis þar sem fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu. Þessi áætlun ber merki þess umróts sem er í samfélaginu í dag og gerum við ráð fyrir umtalsverðu tapi næsta ár. Veltufé frá rekstri er þó jákvætt um einar 90 milljónir sem er afar jákvætt í þessu árferð og sýnir að reksturinn er að gefa af sér peninga þó að fjármagnskostnaður snúi síðan taflinu við og geri niðurstöðuna neikvæða.
Umtalsverður sparnaður er nauðsynlegur og ekki allar aðgerðir vænlegar til vinsælda. En þetta er nauðsynlegt en verður þó vonandi ekki viðvarandi ástand.
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að heimild um hámarksálagningu útsvars verði hækkuð um 0,25% og einnig eru tekin af öll tvímæli um álagningu fasteignaskatts á opinberar byggingar. Þetta voru langþráð og góð tíðindi og okkur hér í Hveragerði mikið fagnaðarefni.
Á fundinum í dag kynnti Elfa Dögg hugmyndir um blómasýningu hér í Hveragerði næsta sumar en hugmyndirnar eru afar góðar og ættu að vera okkur öllum til eflingar í grámyglunni sem einkennir tilveruna þessa daga. Því þrátt fyrir að vandamálin séu ærin þá er samt mikilvægt að missa ekki sjónar á því að mannlífið og andann þarf að efla. Við ætlum að halda áfram að byggja hér upp gott og skemmtilegt samfélag þrátt fyrir allt.
Samþykktum einnig samninga við Strætó bs og Þingvallaleið vegna almenningssamgangna hingað austur fyrir fjall. Undirskriftin fer fram á mánudaginn í strætisvagni einhvers staðar hér á svæðinu. Gert er ráð fyrir að ferðir hefjist þann 2. janúar 2009. Stórt skref verður þar með stigið og við þurfum öll að fara að setja okkur inní leiðakerfi Strætós á höfuðborgarsvæðinu! ! !
Í gær var fundur í dómnefnd um miðbæjarskipulagið. Frestur til að skila inn tillögum rann út þann 1. desember og alls bárust 17 tillögur í keppnina. Vinnan í dómnefndinni fer vel af stað og sýnist mér þetta stefna í hörku keppni. Gaman að því. Það má ekki gefa út neitt fyrr en úrslit verða tilkynnt sem verður 15. janúar. AÐ því loknu verður sýning á tillögunum sem enginn á eftir að verða svikinn af. Þetta er svo skemmtilegt :-)
Hellisheiðarvirkjun er síðan enn og aftur í sviðsljósinu og ekki af góðu í þetta skipti. Mengun mældist í gær 5 sinnum meiri en viðmið leyfa á svæðinu og lyktina leggur yfir höfuðborgina. Það er auðvitað alveg augljóst að Bitru virkjun getur aldrei orðið að veruleika á meðan að staðreyndir blasa við öllum sem þær vilja sjá.
Umtalsverður sparnaður er nauðsynlegur og ekki allar aðgerðir vænlegar til vinsælda. En þetta er nauðsynlegt en verður þó vonandi ekki viðvarandi ástand.
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að heimild um hámarksálagningu útsvars verði hækkuð um 0,25% og einnig eru tekin af öll tvímæli um álagningu fasteignaskatts á opinberar byggingar. Þetta voru langþráð og góð tíðindi og okkur hér í Hveragerði mikið fagnaðarefni.
Á fundinum í dag kynnti Elfa Dögg hugmyndir um blómasýningu hér í Hveragerði næsta sumar en hugmyndirnar eru afar góðar og ættu að vera okkur öllum til eflingar í grámyglunni sem einkennir tilveruna þessa daga. Því þrátt fyrir að vandamálin séu ærin þá er samt mikilvægt að missa ekki sjónar á því að mannlífið og andann þarf að efla. Við ætlum að halda áfram að byggja hér upp gott og skemmtilegt samfélag þrátt fyrir allt.
Samþykktum einnig samninga við Strætó bs og Þingvallaleið vegna almenningssamgangna hingað austur fyrir fjall. Undirskriftin fer fram á mánudaginn í strætisvagni einhvers staðar hér á svæðinu. Gert er ráð fyrir að ferðir hefjist þann 2. janúar 2009. Stórt skref verður þar með stigið og við þurfum öll að fara að setja okkur inní leiðakerfi Strætós á höfuðborgarsvæðinu! ! !
Í gær var fundur í dómnefnd um miðbæjarskipulagið. Frestur til að skila inn tillögum rann út þann 1. desember og alls bárust 17 tillögur í keppnina. Vinnan í dómnefndinni fer vel af stað og sýnist mér þetta stefna í hörku keppni. Gaman að því. Það má ekki gefa út neitt fyrr en úrslit verða tilkynnt sem verður 15. janúar. AÐ því loknu verður sýning á tillögunum sem enginn á eftir að verða svikinn af. Þetta er svo skemmtilegt :-)
Hellisheiðarvirkjun er síðan enn og aftur í sviðsljósinu og ekki af góðu í þetta skipti. Mengun mældist í gær 5 sinnum meiri en viðmið leyfa á svæðinu og lyktina leggur yfir höfuðborgina. Það er auðvitað alveg augljóst að Bitru virkjun getur aldrei orðið að veruleika á meðan að staðreyndir blasa við öllum sem þær vilja sjá.
Þriðjudagur ...
Það væri nú svei mér huggulegt ef sveitarfélögin gætu bara gert eins og ráðuneytin og neitað að skera niður. Ef við hefðum greiðan aðgang að fjárhirslum ríkisins þá gætum við kannski gert þetta líka? En það er nú ekki svo gott því á meðan við bíðum eftir útspili varðandi tekjustofna þá verður að skera niður í rekstri, fyrri partur dagsins fór í það. Eftir hádegi var fundur í stjórnarráðinu þar sem farið var yfir útgjöld vegna jarðskjálftans í maí. Fjáraukalögin sem samþykkt verða nú í desember munu fela í sér uppgjör vegna þeirra.
Tim og Jói fóru á æfingu hjá ungliðadeild Hjálparsveitar skáta hér í Hveragerði í gær. Það voru þreyttir en afskaplega ánægðir ungir menn sem komu heim eftir ævintýralegt kvöld þar sem keyrt var áleiðis til Þingvalla og vinna í stórslysi æfð. Ég skyldi ekki alveg hvort um var að ræða rústabjörgun eða slys en gaman var þetta allavega. Þeir mæta galvaskir í næstu viku. Tim lærir sífellt meiri og meiri íslensku og er löngu orðinn eins og einn af fjölskyldunni, það er gaman þegar gengur svona vel.
Það væri nú svei mér huggulegt ef sveitarfélögin gætu bara gert eins og ráðuneytin og neitað að skera niður. Ef við hefðum greiðan aðgang að fjárhirslum ríkisins þá gætum við kannski gert þetta líka? En það er nú ekki svo gott því á meðan við bíðum eftir útspili varðandi tekjustofna þá verður að skera niður í rekstri, fyrri partur dagsins fór í það. Eftir hádegi var fundur í stjórnarráðinu þar sem farið var yfir útgjöld vegna jarðskjálftans í maí. Fjáraukalögin sem samþykkt verða nú í desember munu fela í sér uppgjör vegna þeirra.
Tim og Jói fóru á æfingu hjá ungliðadeild Hjálparsveitar skáta hér í Hveragerði í gær. Það voru þreyttir en afskaplega ánægðir ungir menn sem komu heim eftir ævintýralegt kvöld þar sem keyrt var áleiðis til Þingvalla og vinna í stórslysi æfð. Ég skyldi ekki alveg hvort um var að ræða rústabjörgun eða slys en gaman var þetta allavega. Þeir mæta galvaskir í næstu viku. Tim lærir sífellt meiri og meiri íslensku og er löngu orðinn eins og einn af fjölskyldunni, það er gaman þegar gengur svona vel.
24. nóvember 2008
Enn af fjárhagsáætlun og fundum...
Dagurinn fór að mestu í fjárhagsáætlunargerð en við Helga fórum yfir stöðu grunnskólans með Guðjóni skólastjóra. Skólinn tekur til sín um 33% af skatttekjum bæjarins þannig að eðlilega þarf að skoða þann málaflokk vel. Þessi fjárhagsáætlunargerð er ekki skemmtileg og líkist í engu þeirri vinnu sem áður hefur verið innt af hendi. Í eðlilegu árferði þá hefðum við sett verðlagshækkanir inní áætlunina en núna verður að spara fyrir þeim og meira til. Á sumum stöðum varla vinnandi vegur en þetta verður að nást saman. Markmið okkar er að ná jákvæðu veltufé frá rekstri en jákvæð rekstrarniðurstaða er borin von. Það sama er uppá teningnum í flestum sveitarfélögum sem viðurkenna það að núverandi vaxtastig og gengisþróun hefur gert fjármagnskostnað sveitarfélaga að þungum klafa. Hér í Hveragerði hrósum við þó happi að engin erlend lán eru áhvílandi á sveitarsjóði það léttir greiðslubyrðina þó að verðtryggingin telji líka til langs tíma.
Hvað tekjur varðar höfum við litlar sem engar forsendur vegna næsta árs sem er svotil óþolandi. En með mikilli hagræðingu og breytingum á rekstri eigum við að geta náð þessu saman án þess að þurfa að draga saman grunnþjónustu, það er markmiðið.
--------------------------
Fengum tölur um atvinnuleysi frá Vinnumálastofnun í dag en í október mældist atvinnuleysi hér í Hveragerði undir 1%, eða 22 skráðir atvinnulausir. Einhverjir sem misst hafa vinnuna eru enn á launaskrá og því ekki enn á atvinnuleysisskrá svo þetta getur breyst hratt. Við fylgjumst grannt með þróun mála enda getur bæjarfélagið þurft að grípa til aðgerða ef atvinnuleysi eykst.
--------------------------
Minni- og meirihluti bæjarstjórnar fundaði saman í dag og fórum við yfir fjárhagsáætlunina. Sú vinna fer vel af stað og mikil samheldni og hreinskilni einkenndi fundinn. Góður hópur sem á eftir að skila þessu vel af sér.
--------------------------
Fór síðan á þematónleika í kvöld hjá Tónlistarskóla Árnesinga en þar spilaði Dagný Lísa frænka mín á píanó. Söngleikjalög einkenndu dagskrána sem var einstaklega skemmtileg og vel flutt. Gaman að sjá hvernig efnilegir og flottir krakkar og dugmikið fullorðið fólk náði saman í samspilinu en slíkt held ég að hljóti að vera afar góð reynsla sérstaklega fyrir þau sem yngri eru. Það var ekki síður skemmtilegt að Þórhildur Helga hans Gauja frænda spilaði líka á tónleikunum svo þarna sátu ættingjar af Bankaveginum á heilum bekk og dáðust að nýrri kynslóð ;-)
--------------------------
Sá síðan nóg af borgarafundinum í kvöld til að mynda mér þá skoðun að fundarstjórinn væri algjörlega vanhæfur. Ef maður ætlar að gaspra jafnmikið og hann gerði og hafa skoðanir á hverju einasta atriði þá fær maður einhvern annan til að vera fundarstjóra, heldur ræðuna sjálfur og situr síðan fyrir svörum. Grundvallaratriði í fundarstjórnun er að fundarstjóri á að vera hlutlaus og láta sem minnst á sjálfum sér bera. Öll þau prinsipp voru fyrir borð borin í kvöld. Hörmulegt á að hlýða en þó aðallega hallærislegt, biðjandi um húsnæði og peninga fyrir fundarsalnum úr ræðustól! ! Mér fannst þetta setja leiðinlegan svip á annars sjálfsagt ágætan fund. Það er ekki skrýtið þó að fólk krefjist svara og leiti sannleikans, við værum ekki mannleg ef við gerðum það ekki. Í sífellu koma síðan upp mál sem hvert og eitt hefði átt sviðið í marga daga fyrir tveimur mánuðum. Núna falla þau í gleymsku eftir daginn því þá hefur næsta hneyksli komið upp. Hvar ætli þetta endi ....
Dagurinn fór að mestu í fjárhagsáætlunargerð en við Helga fórum yfir stöðu grunnskólans með Guðjóni skólastjóra. Skólinn tekur til sín um 33% af skatttekjum bæjarins þannig að eðlilega þarf að skoða þann málaflokk vel. Þessi fjárhagsáætlunargerð er ekki skemmtileg og líkist í engu þeirri vinnu sem áður hefur verið innt af hendi. Í eðlilegu árferði þá hefðum við sett verðlagshækkanir inní áætlunina en núna verður að spara fyrir þeim og meira til. Á sumum stöðum varla vinnandi vegur en þetta verður að nást saman. Markmið okkar er að ná jákvæðu veltufé frá rekstri en jákvæð rekstrarniðurstaða er borin von. Það sama er uppá teningnum í flestum sveitarfélögum sem viðurkenna það að núverandi vaxtastig og gengisþróun hefur gert fjármagnskostnað sveitarfélaga að þungum klafa. Hér í Hveragerði hrósum við þó happi að engin erlend lán eru áhvílandi á sveitarsjóði það léttir greiðslubyrðina þó að verðtryggingin telji líka til langs tíma.
Hvað tekjur varðar höfum við litlar sem engar forsendur vegna næsta árs sem er svotil óþolandi. En með mikilli hagræðingu og breytingum á rekstri eigum við að geta náð þessu saman án þess að þurfa að draga saman grunnþjónustu, það er markmiðið.
--------------------------
Fengum tölur um atvinnuleysi frá Vinnumálastofnun í dag en í október mældist atvinnuleysi hér í Hveragerði undir 1%, eða 22 skráðir atvinnulausir. Einhverjir sem misst hafa vinnuna eru enn á launaskrá og því ekki enn á atvinnuleysisskrá svo þetta getur breyst hratt. Við fylgjumst grannt með þróun mála enda getur bæjarfélagið þurft að grípa til aðgerða ef atvinnuleysi eykst.
--------------------------
Minni- og meirihluti bæjarstjórnar fundaði saman í dag og fórum við yfir fjárhagsáætlunina. Sú vinna fer vel af stað og mikil samheldni og hreinskilni einkenndi fundinn. Góður hópur sem á eftir að skila þessu vel af sér.
--------------------------
Fór síðan á þematónleika í kvöld hjá Tónlistarskóla Árnesinga en þar spilaði Dagný Lísa frænka mín á píanó. Söngleikjalög einkenndu dagskrána sem var einstaklega skemmtileg og vel flutt. Gaman að sjá hvernig efnilegir og flottir krakkar og dugmikið fullorðið fólk náði saman í samspilinu en slíkt held ég að hljóti að vera afar góð reynsla sérstaklega fyrir þau sem yngri eru. Það var ekki síður skemmtilegt að Þórhildur Helga hans Gauja frænda spilaði líka á tónleikunum svo þarna sátu ættingjar af Bankaveginum á heilum bekk og dáðust að nýrri kynslóð ;-)
--------------------------
Sá síðan nóg af borgarafundinum í kvöld til að mynda mér þá skoðun að fundarstjórinn væri algjörlega vanhæfur. Ef maður ætlar að gaspra jafnmikið og hann gerði og hafa skoðanir á hverju einasta atriði þá fær maður einhvern annan til að vera fundarstjóra, heldur ræðuna sjálfur og situr síðan fyrir svörum. Grundvallaratriði í fundarstjórnun er að fundarstjóri á að vera hlutlaus og láta sem minnst á sjálfum sér bera. Öll þau prinsipp voru fyrir borð borin í kvöld. Hörmulegt á að hlýða en þó aðallega hallærislegt, biðjandi um húsnæði og peninga fyrir fundarsalnum úr ræðustól! ! Mér fannst þetta setja leiðinlegan svip á annars sjálfsagt ágætan fund. Það er ekki skrýtið þó að fólk krefjist svara og leiti sannleikans, við værum ekki mannleg ef við gerðum það ekki. Í sífellu koma síðan upp mál sem hvert og eitt hefði átt sviðið í marga daga fyrir tveimur mánuðum. Núna falla þau í gleymsku eftir daginn því þá hefur næsta hneyksli komið upp. Hvar ætli þetta endi ....
Fundir, þingstaðir og myndir ....
Þessari miklu funda og ráðstefnu törn fer nú senn að ljúka. En fimmtudaginn og föstudaginn sátum við bæjarfulltrúar SASS þing á Hvolsvelli. Gott þing þar sem eindrægni var meiri en oft áður. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að við ættum að breyta fyrirkomulaginu og leggja meiri áherslu á virka þátttöku fulltrúanna, auka tímann sem fer í nefndastörfin og almenna umræðu. Líta til framtíðar og skiptast á skoðunum um það hvernig við sjáum Suðurland þróast og eflast. Þannig gætum við án efa komið fram með enn öflugri hugmyndir sem við í sameiningu gætum komið í framkvæmd.
---------------------------
Á laugardaginn var kjördæmisþing Sjálfstæðismanna haldið að Leirubakka í Landssveit. Gott þing þar sem samþykkt var eindregin stuðningsyfirlýsing við forystu flokksins en Geir og Þorgerður mættu bæði til fundar. Gerður var góður rómur að ræðum þeirra beggja en þau hafa þann eiginleika að tala af einlægni og þannig að maður ber ósjálfrátt traust til þeirra. Það var greinilegt á fundarmönnum að landsfundar í janúar er beðið með eftirvæntingu en ljóst er að þar eiga eftir að verða snörp skoðanaskipti þar sem tekist verður á um aðild að Evrópusambandinu og þau fjölmörgu mál önnur sem komið hafa upp að undanförnu. Í jafn stórum flokki og Sjálfstæðisflokknum er ekki óeðlilegt þó að mismunandi skoðanir séu á einstökum málum og aðferðum sem beitt er þó það breyti því ekki að flokksmenn aðhyllist eftir sem áður sömu grunngildin.
----------------------
Heyrði af því að bærinn í Bakkárholti hefði skemmst svo mikið í skjálftanum að til stæði að rífa húsið en að það væri ekki hægt með góðu móti þar sem talið væri að fornminjar væru á svæðinu. Heyrði í Guðmundi föðurbróður mínum í morgun og ætlaði nú aldeilis að segja honum þessar merku fréttir. Nei það fór þá svo að hann sagði mér að þarna hefði verið þingstaður til forna ekki aðeins fyrir Ölfushrepp heldur voru þar einnig haldin þriggja hreppa þing Ölfuss (ásamt Grafningi), Selvogs og Grímsness. Aftökur hafa vísast farið þarna fram eins og örnefni á svæðinu bera vott um en Gálgaklett má finna í túninu við Grænhól fyrir sunnan Bakkárholt. Að sögn Frænda fór síðasta aftakan í Bakkárholti fram uppúr 1700. Þingstaður var í Bakkárholti til 1881 en þá var skólahús byggt á Kröggólfsstöðum og þingstaður fluttur þangað þá. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt !
---------------------
Bjössi á Bláfelli er með mikið magn af myndum á síðunni sinni og nú er hann búinn að setja inn skemmtilegar myndir af Hveragerði sem eru teknar um 1987. Þar má glöggt sjá hversu mikið bæjarfélagið hefur stækkað og breyst á þessum 20 árum.
---------------------
Nýja James Bond myndin klikkaði ekki en við kíktum í Selfoss bíó í dag. Það er frábært að geta brugðið sér á nýjustu myndirnar án þess að þurfa að fara í bæinn! EN Daniel Craig er svei mér þá einn af betri Bondurum þrátt fyrir að hann sé ljóshærður, rifinn, tættur og skítugur og segi aldrei hinar klassísku setningar: my name is Bond, James Bond og "shaken not stirred"...
Þessari miklu funda og ráðstefnu törn fer nú senn að ljúka. En fimmtudaginn og föstudaginn sátum við bæjarfulltrúar SASS þing á Hvolsvelli. Gott þing þar sem eindrægni var meiri en oft áður. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að við ættum að breyta fyrirkomulaginu og leggja meiri áherslu á virka þátttöku fulltrúanna, auka tímann sem fer í nefndastörfin og almenna umræðu. Líta til framtíðar og skiptast á skoðunum um það hvernig við sjáum Suðurland þróast og eflast. Þannig gætum við án efa komið fram með enn öflugri hugmyndir sem við í sameiningu gætum komið í framkvæmd.
---------------------------
Á laugardaginn var kjördæmisþing Sjálfstæðismanna haldið að Leirubakka í Landssveit. Gott þing þar sem samþykkt var eindregin stuðningsyfirlýsing við forystu flokksins en Geir og Þorgerður mættu bæði til fundar. Gerður var góður rómur að ræðum þeirra beggja en þau hafa þann eiginleika að tala af einlægni og þannig að maður ber ósjálfrátt traust til þeirra. Það var greinilegt á fundarmönnum að landsfundar í janúar er beðið með eftirvæntingu en ljóst er að þar eiga eftir að verða snörp skoðanaskipti þar sem tekist verður á um aðild að Evrópusambandinu og þau fjölmörgu mál önnur sem komið hafa upp að undanförnu. Í jafn stórum flokki og Sjálfstæðisflokknum er ekki óeðlilegt þó að mismunandi skoðanir séu á einstökum málum og aðferðum sem beitt er þó það breyti því ekki að flokksmenn aðhyllist eftir sem áður sömu grunngildin.
----------------------
Heyrði af því að bærinn í Bakkárholti hefði skemmst svo mikið í skjálftanum að til stæði að rífa húsið en að það væri ekki hægt með góðu móti þar sem talið væri að fornminjar væru á svæðinu. Heyrði í Guðmundi föðurbróður mínum í morgun og ætlaði nú aldeilis að segja honum þessar merku fréttir. Nei það fór þá svo að hann sagði mér að þarna hefði verið þingstaður til forna ekki aðeins fyrir Ölfushrepp heldur voru þar einnig haldin þriggja hreppa þing Ölfuss (ásamt Grafningi), Selvogs og Grímsness. Aftökur hafa vísast farið þarna fram eins og örnefni á svæðinu bera vott um en Gálgaklett má finna í túninu við Grænhól fyrir sunnan Bakkárholt. Að sögn Frænda fór síðasta aftakan í Bakkárholti fram uppúr 1700. Þingstaður var í Bakkárholti til 1881 en þá var skólahús byggt á Kröggólfsstöðum og þingstaður fluttur þangað þá. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt !
---------------------
Bjössi á Bláfelli er með mikið magn af myndum á síðunni sinni og nú er hann búinn að setja inn skemmtilegar myndir af Hveragerði sem eru teknar um 1987. Þar má glöggt sjá hversu mikið bæjarfélagið hefur stækkað og breyst á þessum 20 árum.
---------------------
Nýja James Bond myndin klikkaði ekki en við kíktum í Selfoss bíó í dag. Það er frábært að geta brugðið sér á nýjustu myndirnar án þess að þurfa að fara í bæinn! EN Daniel Craig er svei mér þá einn af betri Bondurum þrátt fyrir að hann sé ljóshærður, rifinn, tættur og skítugur og segi aldrei hinar klassísku setningar: my name is Bond, James Bond og "shaken not stirred"...
19. nóvember 2008
Bæjarráðsfundur í morgun ...
...var stuttur og snaggaralegur. Fá mál sem lágu fyrir en þó var nokkuð rætt um bréf frá kirkjugarðsnefnd Kotstrandarsóknar sem lagði fram kostnaðaráætlun vegna stækkunar kirkjugarðsins. Garðurinn er í Ölfusi en þrátt fyrir það er hann garður okkar Hvergerðinga og því þarf að sækja framlag vegna þessara framkvæmda í bæjarsjóð að stóru leyti. Landleysi og hiti í jörðu hefur komið í veg fyrir að hér væri hægt að koma upp kirkjugarði og hefur sú staða oft vakið athygli.
Eftir stutta heimsókn í Grunnskólann þar sem gómsætar smákökur heilluðu í heimilsfræðistofunni funduðum við Helga með forstöðumönnum fram að hádegi og varð okkur nokkuð ágengt með fjárhagsáætlunar gerð. Framhald þessara funda verður á mánudag.
Nú styttist í skilafrest vegna arkitektasamkeppni um skipulag miðbæjarins. Við eigum von á fjölmörgum tillögum ef eitthvað mark er takandi á því hversu margir hafa sótt gögn. Því þarf dómnefnd nú hentugt húsnæði til dómnefndarstarfa sem geta tekið tvær-þrjár vikur nú fyrir jól. Við Guðmundur Baldursson fórum ásamt trúnaðarmanni dómnefndar og skoðuðum nokkra sali sem komu til greina og teljum við að einn slíkur hafi fundist. Nú þarf bara að fara yfir skilmála leigusala varðandi það mál.
Fundaði með fulltrúa þjónustumiðstöðvar og matsmanni vegna ótryggðra tjóna sem jarðskjálftinn í maí orsakaði. Nú fer að verða brýnt að ljúka þessum málum og það reyndum við í dag. Gekk það nokkuð vel en við þurfum þó að ræða nokkur mál betur áður en hægt er að ljúka þessum málum.
Undir kvöldmat svaraði ég tölvupósti og sinnti símtölum sem safnast höfðu saman yfir daginn. Á morgun hefst SASS þing á Hvolsvelli þannig að það var brýnt að hreins aðeins til í skilaboða skjóðunni!
Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu utan Árborgar í kvöld, líflegur fundur þar sem fundarmenn skiptust á skoðunum en greinilegt er að umræður um hugsanlega aðild okkar að ESB verða sífellt meira áberandi.
--------------------
Vegna SASS þings fram á föstudag og kjördæmisþings Sjálfstæðismanna á laugardag verður eitthvað hlé á færslum á heimasíðuna.
...var stuttur og snaggaralegur. Fá mál sem lágu fyrir en þó var nokkuð rætt um bréf frá kirkjugarðsnefnd Kotstrandarsóknar sem lagði fram kostnaðaráætlun vegna stækkunar kirkjugarðsins. Garðurinn er í Ölfusi en þrátt fyrir það er hann garður okkar Hvergerðinga og því þarf að sækja framlag vegna þessara framkvæmda í bæjarsjóð að stóru leyti. Landleysi og hiti í jörðu hefur komið í veg fyrir að hér væri hægt að koma upp kirkjugarði og hefur sú staða oft vakið athygli.
Eftir stutta heimsókn í Grunnskólann þar sem gómsætar smákökur heilluðu í heimilsfræðistofunni funduðum við Helga með forstöðumönnum fram að hádegi og varð okkur nokkuð ágengt með fjárhagsáætlunar gerð. Framhald þessara funda verður á mánudag.
Nú styttist í skilafrest vegna arkitektasamkeppni um skipulag miðbæjarins. Við eigum von á fjölmörgum tillögum ef eitthvað mark er takandi á því hversu margir hafa sótt gögn. Því þarf dómnefnd nú hentugt húsnæði til dómnefndarstarfa sem geta tekið tvær-þrjár vikur nú fyrir jól. Við Guðmundur Baldursson fórum ásamt trúnaðarmanni dómnefndar og skoðuðum nokkra sali sem komu til greina og teljum við að einn slíkur hafi fundist. Nú þarf bara að fara yfir skilmála leigusala varðandi það mál.
Fundaði með fulltrúa þjónustumiðstöðvar og matsmanni vegna ótryggðra tjóna sem jarðskjálftinn í maí orsakaði. Nú fer að verða brýnt að ljúka þessum málum og það reyndum við í dag. Gekk það nokkuð vel en við þurfum þó að ræða nokkur mál betur áður en hægt er að ljúka þessum málum.
Undir kvöldmat svaraði ég tölvupósti og sinnti símtölum sem safnast höfðu saman yfir daginn. Á morgun hefst SASS þing á Hvolsvelli þannig að það var brýnt að hreins aðeins til í skilaboða skjóðunni!
Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu utan Árborgar í kvöld, líflegur fundur þar sem fundarmenn skiptust á skoðunum en greinilegt er að umræður um hugsanlega aðild okkar að ESB verða sífellt meira áberandi.
--------------------
Vegna SASS þings fram á föstudag og kjördæmisþings Sjálfstæðismanna á laugardag verður eitthvað hlé á færslum á heimasíðuna.
18. nóvember 2008
Undirbúningur fjárhagsáætlunar ...
... er kominn á fullan skrið. Bæjarráð heimsótti allar stofnanir bæjarins í gær og
fór yfir starfsemi þeirra með forstöðumönnum. Yfirbragð heimsóknanna var annað en undanfarin ár þar sem engin "óskalistar" voru lagðir fram. Öll áhersla verður lögð á að ná niður kostnaði með minnstri mögulegu skerðingu á þjónustu.
Í dag funduðum við Helga, skrifstofustjóri, með forstöðumönnum til hádegis og fórum yfir einstaka liði fjárhagsáætlunar. Í fyrramálið halda þeir fundir áfram strax að loknum bæjarráðsfundi. Það er afar gott að fara svona nákvæmlega yfir málin þó það taki heilmikinn tíma. Við hittum síðan Ólaf Gestsson endurskoðanda í hádeginu en nú fer í hönd vinna við endurskoðun reikninga ársins 2008. Ætlum þó að reyna að hefja þá vinnu eftir að fjárhagsáætlunargerðin er komin á lokastig því annars er hætt við að álagið verði of mikið á þá sem sinna bókhaldinu.
Á fundi í Þorlákshöfn í dag kynnti Ólafur Áki hugmyndir um stóriðju fyrir bæjarstjórum á Suðurlandi. Það er greinilegt að mikill áhugi er fyrir uppbyggingu á því sviði í Ölfusinu enda hefur sveitarfélagið ýmislegt að bjóða sem önnur sveitarfélög geta illa keppt við eins og til dæmis höfnina og gríðarlegt landflæmi en Ölfusið er með stærri sveitarfélögum landsins. Um tuttugu aðilar hafa verið í sambandi við sveitarfélagið með ýmsar hugmyndir og einhvern tíma hlýtur að vera kallað BINGÓ!
Ég fór á fundinum stuttlega yfir afstöðu Hvergerðinga sem styðja allar hugmyndir um uppbyggingu stóriðju í Ölfusi svo fremi sem af þeim hljótist ekki skaði eða hætta á slíku í öðrum bæjarfélögum. Það er mikilvægt að halda því til haga að við höfum aldrei verið á móti uppbyggingu stóriðju eða virkjunum eins og sumir halda fram, en öllum áformum um Bitruvirkjun mun verða harðlega mótmælt nema tryggt sé að af virkuninni hljótist ekki umhverfislegur skaði.
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Hveragerðis var haldinn í kvöld og var Gísli Páll Pálsson endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Viðar Olsen, Birkir Sveinsson, Berglind Sigurðardóttir og Elínborg Ólafsdóttir. Annað kvöld verður svo aðalfundur fulltrúaráðs Árnessýslu utan Árborgar haldinn hér í Hveragerði og á laugardaginn er aðalfundur kjördæmisráðs á Leirubakka í Landssveit. Það er nóg að gera í flokksstarfinu og ekki minnkar það þegar undirbúningur fyrir landsfund tekur við...
Bjarni Rúnar er loksins búinn að skrifa á bloggið sitt. Þar linkar hann á flott viðtal sem birtist við hann í Mitteldeutsche Zeitung. Viðtalinu fylgdi þessi fína mynd af honum og japanskri stelpu sem einnig er skiptinemi í Halle og spilar líka körfubolta.
Varð að birta hana hér því við erum svo stolt af stráknum :-)
... er kominn á fullan skrið. Bæjarráð heimsótti allar stofnanir bæjarins í gær og
fór yfir starfsemi þeirra með forstöðumönnum. Yfirbragð heimsóknanna var annað en undanfarin ár þar sem engin "óskalistar" voru lagðir fram. Öll áhersla verður lögð á að ná niður kostnaði með minnstri mögulegu skerðingu á þjónustu.
Í dag funduðum við Helga, skrifstofustjóri, með forstöðumönnum til hádegis og fórum yfir einstaka liði fjárhagsáætlunar. Í fyrramálið halda þeir fundir áfram strax að loknum bæjarráðsfundi. Það er afar gott að fara svona nákvæmlega yfir málin þó það taki heilmikinn tíma. Við hittum síðan Ólaf Gestsson endurskoðanda í hádeginu en nú fer í hönd vinna við endurskoðun reikninga ársins 2008. Ætlum þó að reyna að hefja þá vinnu eftir að fjárhagsáætlunargerðin er komin á lokastig því annars er hætt við að álagið verði of mikið á þá sem sinna bókhaldinu.
Á fundi í Þorlákshöfn í dag kynnti Ólafur Áki hugmyndir um stóriðju fyrir bæjarstjórum á Suðurlandi. Það er greinilegt að mikill áhugi er fyrir uppbyggingu á því sviði í Ölfusinu enda hefur sveitarfélagið ýmislegt að bjóða sem önnur sveitarfélög geta illa keppt við eins og til dæmis höfnina og gríðarlegt landflæmi en Ölfusið er með stærri sveitarfélögum landsins. Um tuttugu aðilar hafa verið í sambandi við sveitarfélagið með ýmsar hugmyndir og einhvern tíma hlýtur að vera kallað BINGÓ!
Ég fór á fundinum stuttlega yfir afstöðu Hvergerðinga sem styðja allar hugmyndir um uppbyggingu stóriðju í Ölfusi svo fremi sem af þeim hljótist ekki skaði eða hætta á slíku í öðrum bæjarfélögum. Það er mikilvægt að halda því til haga að við höfum aldrei verið á móti uppbyggingu stóriðju eða virkjunum eins og sumir halda fram, en öllum áformum um Bitruvirkjun mun verða harðlega mótmælt nema tryggt sé að af virkuninni hljótist ekki umhverfislegur skaði.
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Hveragerðis var haldinn í kvöld og var Gísli Páll Pálsson endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Viðar Olsen, Birkir Sveinsson, Berglind Sigurðardóttir og Elínborg Ólafsdóttir. Annað kvöld verður svo aðalfundur fulltrúaráðs Árnessýslu utan Árborgar haldinn hér í Hveragerði og á laugardaginn er aðalfundur kjördæmisráðs á Leirubakka í Landssveit. Það er nóg að gera í flokksstarfinu og ekki minnkar það þegar undirbúningur fyrir landsfund tekur við...
Bjarni Rúnar er loksins búinn að skrifa á bloggið sitt. Þar linkar hann á flott viðtal sem birtist við hann í Mitteldeutsche Zeitung. Viðtalinu fylgdi þessi fína mynd af honum og japanskri stelpu sem einnig er skiptinemi í Halle og spilar líka körfubolta.
Varð að birta hana hér því við erum svo stolt af stráknum :-)
17. nóvember 2008
Árnesingum fækkar á þingi
Afsögn Guðna Ágústsonar kom sem þruma úr heiðskýru lofti í dag. Þar með hafa Árnesingar misst tvo þingmenn á viku. Það eitt og sér er afrek! Þó ég segi að afsögn Guðna hafi komið á óvart þá held ég reyndar að auðvelt sé að setja sig í hans spor. Hver vill svo sem stýra þessu óláns fleyi sem Framsóknarflokkurinn er? Aðalbandamaður Guðna, Bjarni Harðar, sagði af sér vegna tölvupósts sem aldrei hefði átt að fara og flokkurinn á beinu brautinni beint inní Evrópusambandið sem hvorugur þeirra vill hafa nokkuð með að gera. Hver höndin er uppi á móti annarri, vegið er að flokksmönnum úr öllum áttum en óveðrið geisar þó eingöngu meðal flokksmanna. Flokksstarfið hlýtur að vera einstaklega gefandi eða hitt þó heldur þegar slík eining ríkir milli manna. Nei, ég efast ekki um að Guðni er alsæll nú þegar hann hefur losað sig við þennan kross sem formennska í Framsóknarflokknum virðist óneitanlega vera. Eða eins og Bjarni Harðar orðar svo snyrtilega - "Leyfa þeim sem eyðilagt hafa flokksstarfið allt þetta kjörtímabil að spreyta sig. Kannski rís flokkurinn í höndum þessa fólks þegar við framsóknarmennirnir erum farnir."
Af smáaurum ...
Var að reyna að telja núllin á skuldum Íslendinga en gafst eiginlega upp áðan. Upphæðirnar eru orðnar slíkar að flestir venjulegir Íslendingar eru löngu búnir að missa allt skynbragð á þessar tölur. Í því ljósi þykir mér rétt að ítreka það að tvöföldun Suðurlandsvegar alla leið frá Reykjavík til Selfoss kostar ekki nema örfáa milljarða og því ætti nú að vera hægur vandi að skutla þeirri smáframkvæmd á koppinn enda kostnaðurinn ekki meiri en svo að hann jafnast á við nammipeninginn hans Alberts á laugardögum, svona í hinu stóra samhengi...
Afsögn Guðna Ágústsonar kom sem þruma úr heiðskýru lofti í dag. Þar með hafa Árnesingar misst tvo þingmenn á viku. Það eitt og sér er afrek! Þó ég segi að afsögn Guðna hafi komið á óvart þá held ég reyndar að auðvelt sé að setja sig í hans spor. Hver vill svo sem stýra þessu óláns fleyi sem Framsóknarflokkurinn er? Aðalbandamaður Guðna, Bjarni Harðar, sagði af sér vegna tölvupósts sem aldrei hefði átt að fara og flokkurinn á beinu brautinni beint inní Evrópusambandið sem hvorugur þeirra vill hafa nokkuð með að gera. Hver höndin er uppi á móti annarri, vegið er að flokksmönnum úr öllum áttum en óveðrið geisar þó eingöngu meðal flokksmanna. Flokksstarfið hlýtur að vera einstaklega gefandi eða hitt þó heldur þegar slík eining ríkir milli manna. Nei, ég efast ekki um að Guðni er alsæll nú þegar hann hefur losað sig við þennan kross sem formennska í Framsóknarflokknum virðist óneitanlega vera. Eða eins og Bjarni Harðar orðar svo snyrtilega - "Leyfa þeim sem eyðilagt hafa flokksstarfið allt þetta kjörtímabil að spreyta sig. Kannski rís flokkurinn í höndum þessa fólks þegar við framsóknarmennirnir erum farnir."
Af smáaurum ...
Var að reyna að telja núllin á skuldum Íslendinga en gafst eiginlega upp áðan. Upphæðirnar eru orðnar slíkar að flestir venjulegir Íslendingar eru löngu búnir að missa allt skynbragð á þessar tölur. Í því ljósi þykir mér rétt að ítreka það að tvöföldun Suðurlandsvegar alla leið frá Reykjavík til Selfoss kostar ekki nema örfáa milljarða og því ætti nú að vera hægur vandi að skutla þeirri smáframkvæmd á koppinn enda kostnaðurinn ekki meiri en svo að hann jafnast á við nammipeninginn hans Alberts á laugardögum, svona í hinu stóra samhengi...
16. nóvember 2008
Fjármálaráðstefnan 2008
Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna sem haldin var á fimmtudag og föstudag var sú fjölmennasta frá upphafi. Ekki skrýtið reyndar að sveitarstjórnarmenn hefðu þörf fyrir að hittast til að fara yfir stöðuna, fá upplýsingar en öll reyndum við af fremsta megni að skyggnast inní framtíðina eins og best við gátum. Staðan sem við búum við nú er líka öllum ókunn og fáir snillingar á ferli sem geta ráðið í þá strauma sem hér hafa verið ríkjandi undanfarið.
Eftir hádegi fyrri daginn fluttu þrír stjórnendur misstórra sveitarfélaga erindi stöðuna í þeirra sveitarfélögum, Hanna Birna, borgarstjóri, sú sem þetta ritar, og Eyrún, sveitarstjóri á Tálknafirði héldum ræður að lokinni ræðu ráðherra samgangna og sveitarstjórnarmála. Hér má sjá glærurnar sem fylgdu með minni ræðu. Segja reyndar ekki mikið miðað við lengd ræðunnar :-)
Ingibjörg Hinriksdóttir hjá Sambandinu tók þessar fínu myndir sem ég fékk "lánaðar" af síðu Sambandsins.
Bæjarstjórar stærri sveitarfélaga funduðu fyrir ráðstefnuna eða á miðvikudagskvöldinu. Gestur þess fundar var Geir Haarde, forsætisráðherra, sem flutti afar góða og einlæga ræðu um þá stöðu sem þjóðin er í núna. Bæjarstjórar hvar í flokki sem þeir eru voru almennt sammála um að ræða hans hefði verið afar góð og hreinskilin á þessum erfiðu tímum. Það var síðan til marks um þá furðulegu stöðu sem við erum í að allan tímann beið öryggisvörður eftir Geir, bið bílstjóranna eftir ráðherrum þótti eðlilegasti hlutur en að "lífvörður" bíði er heldur undarlegra hér á Íslandi. Það er af sem áður var þegar ráðamenn gátu treyst því að vera ekki áreittir af íbúum landsins. Þetta er ömurleg þróun.
Sveitarstjórnarmenn fóru síðan heim af fjármálaráðstefnunni sem fá svör í farteskinu. Enginn veit hvert framlag Jöfnunarsjóðs verður. Það er vonlaust að spá um þróun útsvarstekna. Engin svör komu frá ríki um það hvort aukaframlag verði sett í Jöfnunarsjóðinn og engin svör fengust frá fjármálaráðherra um álagningarprósentu á opinberar byggingar. Fjárhagsáætlunargerðin verður enginn leikur í ár ! ! !
Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna sem haldin var á fimmtudag og föstudag var sú fjölmennasta frá upphafi. Ekki skrýtið reyndar að sveitarstjórnarmenn hefðu þörf fyrir að hittast til að fara yfir stöðuna, fá upplýsingar en öll reyndum við af fremsta megni að skyggnast inní framtíðina eins og best við gátum. Staðan sem við búum við nú er líka öllum ókunn og fáir snillingar á ferli sem geta ráðið í þá strauma sem hér hafa verið ríkjandi undanfarið.
Eftir hádegi fyrri daginn fluttu þrír stjórnendur misstórra sveitarfélaga erindi stöðuna í þeirra sveitarfélögum, Hanna Birna, borgarstjóri, sú sem þetta ritar, og Eyrún, sveitarstjóri á Tálknafirði héldum ræður að lokinni ræðu ráðherra samgangna og sveitarstjórnarmála. Hér má sjá glærurnar sem fylgdu með minni ræðu. Segja reyndar ekki mikið miðað við lengd ræðunnar :-)
Ingibjörg Hinriksdóttir hjá Sambandinu tók þessar fínu myndir sem ég fékk "lánaðar" af síðu Sambandsins.
Bæjarstjórar stærri sveitarfélaga funduðu fyrir ráðstefnuna eða á miðvikudagskvöldinu. Gestur þess fundar var Geir Haarde, forsætisráðherra, sem flutti afar góða og einlæga ræðu um þá stöðu sem þjóðin er í núna. Bæjarstjórar hvar í flokki sem þeir eru voru almennt sammála um að ræða hans hefði verið afar góð og hreinskilin á þessum erfiðu tímum. Það var síðan til marks um þá furðulegu stöðu sem við erum í að allan tímann beið öryggisvörður eftir Geir, bið bílstjóranna eftir ráðherrum þótti eðlilegasti hlutur en að "lífvörður" bíði er heldur undarlegra hér á Íslandi. Það er af sem áður var þegar ráðamenn gátu treyst því að vera ekki áreittir af íbúum landsins. Þetta er ömurleg þróun.
Sveitarstjórnarmenn fóru síðan heim af fjármálaráðstefnunni sem fá svör í farteskinu. Enginn veit hvert framlag Jöfnunarsjóðs verður. Það er vonlaust að spá um þróun útsvarstekna. Engin svör komu frá ríki um það hvort aukaframlag verði sett í Jöfnunarsjóðinn og engin svör fengust frá fjármálaráðherra um álagningarprósentu á opinberar byggingar. Fjárhagsáætlunargerðin verður enginn leikur í ár ! ! !
9. nóvember 2008
Málstofa um skólamál í gærmorgun var vel heppnuð og fyrirlestrarnir áhugaverðir. Ragnhildur Hjartar,formaður skólanefndar, kynnti nýja skólastefnu bæjarins, Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðinur, fjallaði kreppu og viðbrögð við henni og Helga Margrét Guðmundsdóttir, frá Heimili og skóla, ræddi um tengsl foreldra og skóla. Eins og svo oft áður hefði maður viljað sjá fleiri mæta en um 40 manns sóttu málstofuna. Reyndar telst það gott sérstaklega þar sem hún byrjaði kl. 10 um morguninn.
Uppúr hádegi var farið í heimsókn í Tungurnar en það var mikið fjör hjá Öddu og Eiríki á Gýgjarhólskoti enda átti litli prinsinn afmæli. Nú er Skírnir semsagt orðinn 4 ára.
Ragnhildur í Kotinu er nýbúin að eignast þetta líka forláta hús sem stendur á hlaðinu og mun hýsa smíðisgripina sem hún hefur svo listilega skorið út á undanförnum árum. Nú færist útskurðurinn væntanlega frá eldhúsborðinu á efri hæðinni og í húsið góða á hlaðinu. Dundhús kallar Jón það og hæfir nafnið því vel. Nú er um að gera að framleiða sem mest að minjagripum og söluvöru til að selja þeim fjölmörgu ferðamönnum sem hingað streyma til að njóta lágvöruverðslandsins Íslands ! !
Ég lét meira að segja glepjast í prjónaskap á föstudaginn og keypti garn í búðinni hennar Gullu í verslunarmiðstöðinni. Alveg stórglæsileg verslun með endalaust úrval af hannyrðum. Ég var lengi að finna einföldustu prjónauppskriftina sem til var og hef síðan setið um helgina og prjónað stykki sem vel gæti sómt sér sem skyldustykki í 7. bekk. Í staðinn er ég líka að verða búin ;-) Afköstin eru engu lík þegar maður einbeitir sér að þessu! Missti reyndar aðeins sjálfsálitið þegar ég sá prjónastykkin þeirra Unnar og Kittu í dag. Þær eru snillingar á þessu sviði sem öðrum.
Í dag vann ég síðan í ræðu sem ég á að halda á fjármálaráðstefnunni í næstu viku. Á að fjalla þar um áætlanagerð í kreppuástandi. Kúnstin þar verður að vera raunsæ en ekki svartsýn og jákvæð en ekki óraunhæf. Ekki alveg einfalt enda ástandið ekki einfalt heldur.
Heyrði í týnda syninum í dag. Hann er farinn að tala ansi góða þýsku heyrist mér og er afar ánægður. Hann meira að segja bloggaði í dag enda kvartaði ég kröftuglega undan upplýsingastreyminu frá Þýskalandi. Hann kvartaði í staðinn sáran yfir leiðinlegu bloggi móður sinnar sem hann sagðist varla nenna að lesa! ! !
Svo til heiðurs honum er starfstengdu bloggi haldið í lágmarki í dag :-)
Uppúr hádegi var farið í heimsókn í Tungurnar en það var mikið fjör hjá Öddu og Eiríki á Gýgjarhólskoti enda átti litli prinsinn afmæli. Nú er Skírnir semsagt orðinn 4 ára.
Ragnhildur í Kotinu er nýbúin að eignast þetta líka forláta hús sem stendur á hlaðinu og mun hýsa smíðisgripina sem hún hefur svo listilega skorið út á undanförnum árum. Nú færist útskurðurinn væntanlega frá eldhúsborðinu á efri hæðinni og í húsið góða á hlaðinu. Dundhús kallar Jón það og hæfir nafnið því vel. Nú er um að gera að framleiða sem mest að minjagripum og söluvöru til að selja þeim fjölmörgu ferðamönnum sem hingað streyma til að njóta lágvöruverðslandsins Íslands ! !
Ég lét meira að segja glepjast í prjónaskap á föstudaginn og keypti garn í búðinni hennar Gullu í verslunarmiðstöðinni. Alveg stórglæsileg verslun með endalaust úrval af hannyrðum. Ég var lengi að finna einföldustu prjónauppskriftina sem til var og hef síðan setið um helgina og prjónað stykki sem vel gæti sómt sér sem skyldustykki í 7. bekk. Í staðinn er ég líka að verða búin ;-) Afköstin eru engu lík þegar maður einbeitir sér að þessu! Missti reyndar aðeins sjálfsálitið þegar ég sá prjónastykkin þeirra Unnar og Kittu í dag. Þær eru snillingar á þessu sviði sem öðrum.
Í dag vann ég síðan í ræðu sem ég á að halda á fjármálaráðstefnunni í næstu viku. Á að fjalla þar um áætlanagerð í kreppuástandi. Kúnstin þar verður að vera raunsæ en ekki svartsýn og jákvæð en ekki óraunhæf. Ekki alveg einfalt enda ástandið ekki einfalt heldur.
Heyrði í týnda syninum í dag. Hann er farinn að tala ansi góða þýsku heyrist mér og er afar ánægður. Hann meira að segja bloggaði í dag enda kvartaði ég kröftuglega undan upplýsingastreyminu frá Þýskalandi. Hann kvartaði í staðinn sáran yfir leiðinlegu bloggi móður sinnar sem hann sagðist varla nenna að lesa! ! !
Svo til heiðurs honum er starfstengdu bloggi haldið í lágmarki í dag :-)
7. nóvember 2008
Fyrir hádegi gekk ég frá tölulegum gögnum fyrir fund minn með Víði frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag. Nú er tímabært að gera upp kostnað Hveragerðisbæjar vegna skjálftans í vor og vonandi eru þetta síðustu skrefin í bili hvað það varðar.
-----------------------
Hitti Guðjón skólastjóra í dag og fórum við yfir ýmis mál tengd skólastarfinu. Þar sem enginn fræðslustjóri er starfandi hér þá lenda þau mál öll á mínu borði. Ég hef reyndar alltaf haft mikinn áhuga á skólamálum en vildi óska að tíminn væri meiri til að fara betur yfir
-----------------------------------
Í fyrirspurnatíma á Alþingi þann 5. nóvember lagði Álfheiður Ingadóttir, VG, fram eftirfarandi fyrirspurnir til umhverfisráðherra:
1. Hvernig er háttað mælingum á loftbornu brennisteinsvetni (H2S) á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði?
2. Hvar eru mælistöðvar staðsettar og hvenær voru þær settar upp?
3. Eru uppi áform um að fjölga mælistöðvum í byggð umhverfis Hellisheiði og telur ráðherra forsvaranlegt að eina færanlega mælistöð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hafi lengst af í sumar verið óstarfhæf?
Athygli hefur vakið að engin mælistöð er staðsett hér í Hveragerði þrátt fyrir að virkjanirnar á Hengilsvæðinu séu mun nær Hveragerði heldur en Reykjavík og að mælt brennisteinsvetni í Reykjavík hafi ítrekað farið yfir þau mörk sem til dæmis Kalifornia hefur sett.
Þórunn Sveinbjarnardóttir svaraði að mælistöðvar væru nú þegar á höfuðborgarsvæðinu en Umhverfisstofnun telur að brýnt sé að mæla brennisteinsvetni í Reykjavík og áætlar að bæta við mælistöð í Norðlingaholti. Enn og aftur ekki minnst á Hveragerði! ! !
Er nema von að maður undrist það hvað er eiginlega í gangi? Getur verið að ráðamenn óttist svo mjög niðurstöðurnar sem hugsanlega kæmu úr mælistöð hér í Hveragerði að þeir vilja ekki setja hana upp? Auðvitað verður að setja upp mælistöð hér í Hveragerði til að fá fram marktæk grunngildi fyrir rannsóknir. Slíkt er reyndar þegar orðið of seint þar sem nú þegar gætir áhrifa virkjana á Hellisheiði sem gerir að verkum að erfitt verður að finna út náttúrulega losun þeirra hvera sem eru í bæjarfélaginu. Er nema von að maður undrist forgangsröðunina í þessu máli.
Hér má sjá umræðuna á Alþingi.
-----------------------
Hitti Guðjón skólastjóra í dag og fórum við yfir ýmis mál tengd skólastarfinu. Þar sem enginn fræðslustjóri er starfandi hér þá lenda þau mál öll á mínu borði. Ég hef reyndar alltaf haft mikinn áhuga á skólamálum en vildi óska að tíminn væri meiri til að fara betur yfir
-----------------------------------
Í fyrirspurnatíma á Alþingi þann 5. nóvember lagði Álfheiður Ingadóttir, VG, fram eftirfarandi fyrirspurnir til umhverfisráðherra:
1. Hvernig er háttað mælingum á loftbornu brennisteinsvetni (H2S) á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði?
2. Hvar eru mælistöðvar staðsettar og hvenær voru þær settar upp?
3. Eru uppi áform um að fjölga mælistöðvum í byggð umhverfis Hellisheiði og telur ráðherra forsvaranlegt að eina færanlega mælistöð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hafi lengst af í sumar verið óstarfhæf?
Athygli hefur vakið að engin mælistöð er staðsett hér í Hveragerði þrátt fyrir að virkjanirnar á Hengilsvæðinu séu mun nær Hveragerði heldur en Reykjavík og að mælt brennisteinsvetni í Reykjavík hafi ítrekað farið yfir þau mörk sem til dæmis Kalifornia hefur sett.
Þórunn Sveinbjarnardóttir svaraði að mælistöðvar væru nú þegar á höfuðborgarsvæðinu en Umhverfisstofnun telur að brýnt sé að mæla brennisteinsvetni í Reykjavík og áætlar að bæta við mælistöð í Norðlingaholti. Enn og aftur ekki minnst á Hveragerði! ! !
Er nema von að maður undrist það hvað er eiginlega í gangi? Getur verið að ráðamenn óttist svo mjög niðurstöðurnar sem hugsanlega kæmu úr mælistöð hér í Hveragerði að þeir vilja ekki setja hana upp? Auðvitað verður að setja upp mælistöð hér í Hveragerði til að fá fram marktæk grunngildi fyrir rannsóknir. Slíkt er reyndar þegar orðið of seint þar sem nú þegar gætir áhrifa virkjana á Hellisheiði sem gerir að verkum að erfitt verður að finna út náttúrulega losun þeirra hvera sem eru í bæjarfélaginu. Er nema von að maður undrist forgangsröðunina í þessu máli.
Hér má sjá umræðuna á Alþingi.
6. nóvember 2008
Stelpurnar í körfunni hafa verið að standa sig frábærlega að undanförnu, eru efstar í Úrvalsdeild kvenna og sigruðu Val á miðvikudaginn. Þessi flotta mynd birtist af þeim á baksíðu Moggans í dag og á íþróttasíðunni var flott umfjöllun um liðið. Til hamingju stelpur og ekki síður stjórn deildarinnar. Því má reyndar ekki gleyma að strákarnir eru líka að standa sig vel en þeir eru efstir í 1. deild. Íþróttalífið hér er ótrúlega öflugt og margir sem leggja á sig mikla vinnu til að svo megi vera.
-----------------------------------------------
Fór í dag á fund í forsætisráðuneytinu ásamt bæjarstjórum Árborgar og Ölfuss þar sem við lögðum fram upplýsingar um endanlegan kostnað sveitarfélaganna vegna jarðskjálftans í maí. Tölurnar eru mun lægri en við áttum von á í upphafi þrátt fyrir þá miklu vinnu sem jarðskjálftinn hafði í för með sér. Eigum við von á jákvæðu uppgjöri frá ríkinu fljótlega.
--------------------------------------------
Á fundi með fulltrúum Strætó bs í dag var farið yfir samninginn milli aðila og næstu skref í stöðunni. Til stendur að hefja almenningssamgöngur á milli Árborgar, Hveragerðis og Reykjavíkur um áramótin og þrátt fyrir þrengingar í efnahagsmálum hefur afstaða sveitarfélaganna til verkefnisins ekki breyst.
---------------------------------------------
Ný slökkvistöð í Hveragerði var formlega vígð í dag en húsnæðið að Austurmörk 20 er nú allt hið glæsilegasta. Enn á þó eftir að ganga frá lóð og húsnæði að utan, ásamt því að koma gufubaði á staðnum í gagnið. Samkoman í dag var mjög góð, slökkviliðið fékk góðar gjafir frá Slökkvilið höfuðborgarvæðisins sem gaf Tetra stöð, VÍS sem gaf mannflutningabíl af miklum rausnarskap og frá Eimskipafélaginu sem gaf 5 gáma sem nýtast munu til æfinga. Frá Brunavörnum Árnesinga kom skemmtileg og táknræn gjöf sem væntanlega mun vekja lukku yngstu kynslóðarinnar. Snorri Baldursson flutti ávarp, sú sem þetta ritar og sr. Jón Ragnarsson, blessaði stöðina.
Var það samdóma álit þeirra sem ég ræddi við að innrétting stöðvarinnar hefði tekist með miklum ágætum. Heimsótti í leiðinni áhaldahúsið sem nú er að koma sér fyrir í húsnæði við hlið slökkvistöðvarinnar. Þar vona ég að muni fara vel um þá góðu starfsmenn sem þar starfa.
-----------------------------------------------
Símafundur í stjórn kjördæmisráðs í kvöld þar sem farið var yfir skipulag aðalfundarins sem haldinn verður að Leirubakka í Landssveit þann 22. nóvember. Einnig var farið vítt og breitt yfir hið pólitíska svið sem er ansi litríkt þessa dagana.
-----------------------------------------------
Í kvöld fór ég síðan ásamt fjölskyldunni á tónleika á Hótel Örk sem skipulagðir voru af Hljómlistarfélagi Hveragerðisbæjar til styrktar Berglindi Bjarnadóttur sem glímt hefur við erfið veikindi að undanförnu. Það er skemmst að segja frá því að Örkin var full út úr dyrum en sennilega hafa um 400-500 manns verið í húsinu. Miðað við fjölda íbúa er það ótrúleg tala en þetta er tæpur fjórðungur þeirra. Áþreifanlega mátti skynja löngun fólks til að leggja góðu málefni lið og á svona stundum er ég svo glöð að ég er hluti af þessari heild sem býr hér í Hveragerði. Vinir og kunningjar í hverju sæti, allir komnir til að láta gott af sér leiða og njóta í leiðinni góðrar kvöldstundar með fólkinu sínu.
Tónlistarfólk og skipuleggjendur eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt í kvöld.
-----------------------------------------------
Fór í dag á fund í forsætisráðuneytinu ásamt bæjarstjórum Árborgar og Ölfuss þar sem við lögðum fram upplýsingar um endanlegan kostnað sveitarfélaganna vegna jarðskjálftans í maí. Tölurnar eru mun lægri en við áttum von á í upphafi þrátt fyrir þá miklu vinnu sem jarðskjálftinn hafði í för með sér. Eigum við von á jákvæðu uppgjöri frá ríkinu fljótlega.
--------------------------------------------
Á fundi með fulltrúum Strætó bs í dag var farið yfir samninginn milli aðila og næstu skref í stöðunni. Til stendur að hefja almenningssamgöngur á milli Árborgar, Hveragerðis og Reykjavíkur um áramótin og þrátt fyrir þrengingar í efnahagsmálum hefur afstaða sveitarfélaganna til verkefnisins ekki breyst.
---------------------------------------------
Ný slökkvistöð í Hveragerði var formlega vígð í dag en húsnæðið að Austurmörk 20 er nú allt hið glæsilegasta. Enn á þó eftir að ganga frá lóð og húsnæði að utan, ásamt því að koma gufubaði á staðnum í gagnið. Samkoman í dag var mjög góð, slökkviliðið fékk góðar gjafir frá Slökkvilið höfuðborgarvæðisins sem gaf Tetra stöð, VÍS sem gaf mannflutningabíl af miklum rausnarskap og frá Eimskipafélaginu sem gaf 5 gáma sem nýtast munu til æfinga. Frá Brunavörnum Árnesinga kom skemmtileg og táknræn gjöf sem væntanlega mun vekja lukku yngstu kynslóðarinnar. Snorri Baldursson flutti ávarp, sú sem þetta ritar og sr. Jón Ragnarsson, blessaði stöðina.
Var það samdóma álit þeirra sem ég ræddi við að innrétting stöðvarinnar hefði tekist með miklum ágætum. Heimsótti í leiðinni áhaldahúsið sem nú er að koma sér fyrir í húsnæði við hlið slökkvistöðvarinnar. Þar vona ég að muni fara vel um þá góðu starfsmenn sem þar starfa.
-----------------------------------------------
Símafundur í stjórn kjördæmisráðs í kvöld þar sem farið var yfir skipulag aðalfundarins sem haldinn verður að Leirubakka í Landssveit þann 22. nóvember. Einnig var farið vítt og breitt yfir hið pólitíska svið sem er ansi litríkt þessa dagana.
-----------------------------------------------
Í kvöld fór ég síðan ásamt fjölskyldunni á tónleika á Hótel Örk sem skipulagðir voru af Hljómlistarfélagi Hveragerðisbæjar til styrktar Berglindi Bjarnadóttur sem glímt hefur við erfið veikindi að undanförnu. Það er skemmst að segja frá því að Örkin var full út úr dyrum en sennilega hafa um 400-500 manns verið í húsinu. Miðað við fjölda íbúa er það ótrúleg tala en þetta er tæpur fjórðungur þeirra. Áþreifanlega mátti skynja löngun fólks til að leggja góðu málefni lið og á svona stundum er ég svo glöð að ég er hluti af þessari heild sem býr hér í Hveragerði. Vinir og kunningjar í hverju sæti, allir komnir til að láta gott af sér leiða og njóta í leiðinni góðrar kvöldstundar með fólkinu sínu.
Tónlistarfólk og skipuleggjendur eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt í kvöld.
5. nóvember 2008
Fulltrúi minnihlutahóps kjörinn forseti
Við urðum vitni að atburði sem kemst í sögubækurnar nú þegar Barack Obama hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Fyrsti litaði forseti þessa stórveldis sem Bandaríkin eru. Maðurinn er auðvitað ræðusnillingur og Bandaríkjamenn sérfræðingar í fjöldasamkomum. Sjáið bara þetta myndbrot!
En þetta video er klárlega glimrandi snilld og er hér sett eingöngu fyrir Bjarna Rúnar sem getur þá sýnt þýsku fjölskyldunni sinn og vinum hvernig við gerum viðtalsþætti hér heima ;-)
Við urðum vitni að atburði sem kemst í sögubækurnar nú þegar Barack Obama hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Fyrsti litaði forseti þessa stórveldis sem Bandaríkin eru. Maðurinn er auðvitað ræðusnillingur og Bandaríkjamenn sérfræðingar í fjöldasamkomum. Sjáið bara þetta myndbrot!
En þetta video er klárlega glimrandi snilld og er hér sett eingöngu fyrir Bjarna Rúnar sem getur þá sýnt þýsku fjölskyldunni sinn og vinum hvernig við gerum viðtalsþætti hér heima ;-)
4. nóvember 2008
Eining, Strætó, Obama og Amnesty International
Á mánudagskvöld skrifuðu allir bæjarfulltrúar hér í Hveragerði undir yfirlýsingu um samstarf við gerð fjárhagsáætlunar. Í ljósi ástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar þá þótti okkur ekki annað forsvaranlegt en að við sem völdumst í bæjarstjórn hér síðast myndum snúa bökum saman og vinna af fullum heilindum að velferð bæjarbúa. Ég er afskaplega ánægð með þetta skref sem hér var stigið en undanfarið ár hefur ríkt mikil eindrægni í hópi bæjarfulltrúa sem endurspeglast síðan í viljanum til að vinna saman við þær erfiðu aðstæður sem hér hafa skapast. °
----------------------------
Fundaði með Ragnheiði Hergeirs og Ástu Stefáns, Árborg, um málefni Strætós á mánudag. Það er fullur vilji til að halda því verkefni áfram þrátt fyrir samdrátt í tekjum bæjarfélaganna enda eru miklar væntingar bundnar við þetta verkefni og margir sem líta bættar almenningssamgöngur hýru auga. Ódýrari og tíðari almenningssamgöngur á milli sveitarfélaganna hér fyrir austan fjall og höfuðborgarsvæðisins eru ein mesta kjarabót fyrir íbúa sem hægt er að bjóða uppá. Rekstur einkabílsins og eldsneytiskaup vega þungt í heimilisbókhaldinu og því er Strætó klár valkostur á tímum eins og nú ríkja.
-------------------------
Nú bíður heimurinn eftir niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Sjaldan hafa kosningar þar boðið uppá önnur eins tímamót og nú. Fyrir okkur Íslendinga þá hljóma sum baráttumál Bandaríkjamanna afturhaldssöm og þröngsýn. Umræða um dauðarefsingar, fóstureyðingar og byssueign er ekki eitthvað sem okkur finnst vera umræðunnar virði í flestum löndum Vesturheims og sem betur fer eru þetta ekki mál sem við Íslendingar höfum þurft að velja um í kosningum. Megi það aldrei verða.
Ég vona svo innilega að Barack Obama vinni þessar kosningar enda tel ég flest ríki Evrópu geti samsamað sig baráttumálum hans. Þegar ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn gekk ég ekki í Repúblikanaflokkinn enda hef ég ekki aðhyllst bráðræði Bush stjórnarinnar undanfarin ár. Hef reyndar aldrei skilið af hverju vinstri sinnar á Íslandi eigna sér demókrata og við Sjálfstæðismenn republíkana. Um er að ræða gjörólíkt stjórnarfar og því ekki eðlilegt að líma stimpla erlendra stjórnmálaflokka á hina íslensku. En ég hef trú á Obama og held að með honum komi ferskir vindar, heimurinn þarf á því að halda núna.
---------------------
Ég fylltist óbeit og heilagri reiði þegar ég las á mbl.is um að 13 ára stúlka í Sómalíu hefði verið grýtt til bana af tugum karlmanna á íþróttaleikvangi að viðstöddum þúsund áhorfendum. Það er útaf óréttlætanlegu réttarfari sem þessu sem ég gekk í Amnesty International fyrir nokkrum árum. Heimurinn getur ekki þagað þegar svona lagað gerist. Hann má ekki þaga.
Á mánudagskvöld skrifuðu allir bæjarfulltrúar hér í Hveragerði undir yfirlýsingu um samstarf við gerð fjárhagsáætlunar. Í ljósi ástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar þá þótti okkur ekki annað forsvaranlegt en að við sem völdumst í bæjarstjórn hér síðast myndum snúa bökum saman og vinna af fullum heilindum að velferð bæjarbúa. Ég er afskaplega ánægð með þetta skref sem hér var stigið en undanfarið ár hefur ríkt mikil eindrægni í hópi bæjarfulltrúa sem endurspeglast síðan í viljanum til að vinna saman við þær erfiðu aðstæður sem hér hafa skapast. °
----------------------------
Fundaði með Ragnheiði Hergeirs og Ástu Stefáns, Árborg, um málefni Strætós á mánudag. Það er fullur vilji til að halda því verkefni áfram þrátt fyrir samdrátt í tekjum bæjarfélaganna enda eru miklar væntingar bundnar við þetta verkefni og margir sem líta bættar almenningssamgöngur hýru auga. Ódýrari og tíðari almenningssamgöngur á milli sveitarfélaganna hér fyrir austan fjall og höfuðborgarsvæðisins eru ein mesta kjarabót fyrir íbúa sem hægt er að bjóða uppá. Rekstur einkabílsins og eldsneytiskaup vega þungt í heimilisbókhaldinu og því er Strætó klár valkostur á tímum eins og nú ríkja.
-------------------------
Nú bíður heimurinn eftir niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Sjaldan hafa kosningar þar boðið uppá önnur eins tímamót og nú. Fyrir okkur Íslendinga þá hljóma sum baráttumál Bandaríkjamanna afturhaldssöm og þröngsýn. Umræða um dauðarefsingar, fóstureyðingar og byssueign er ekki eitthvað sem okkur finnst vera umræðunnar virði í flestum löndum Vesturheims og sem betur fer eru þetta ekki mál sem við Íslendingar höfum þurft að velja um í kosningum. Megi það aldrei verða.
Ég vona svo innilega að Barack Obama vinni þessar kosningar enda tel ég flest ríki Evrópu geti samsamað sig baráttumálum hans. Þegar ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn gekk ég ekki í Repúblikanaflokkinn enda hef ég ekki aðhyllst bráðræði Bush stjórnarinnar undanfarin ár. Hef reyndar aldrei skilið af hverju vinstri sinnar á Íslandi eigna sér demókrata og við Sjálfstæðismenn republíkana. Um er að ræða gjörólíkt stjórnarfar og því ekki eðlilegt að líma stimpla erlendra stjórnmálaflokka á hina íslensku. En ég hef trú á Obama og held að með honum komi ferskir vindar, heimurinn þarf á því að halda núna.
---------------------
Ég fylltist óbeit og heilagri reiði þegar ég las á mbl.is um að 13 ára stúlka í Sómalíu hefði verið grýtt til bana af tugum karlmanna á íþróttaleikvangi að viðstöddum þúsund áhorfendum. Það er útaf óréttlætanlegu réttarfari sem þessu sem ég gekk í Amnesty International fyrir nokkrum árum. Heimurinn getur ekki þagað þegar svona lagað gerist. Hann má ekki þaga.
2. nóvember 2008
Sund og Silfur Egils er orðið að föstum liðum á sunnudagsmorgnum ef við erum á annað borð heima. Góð og afslappandi byrjun á degi. Sunnudagsmogginn vakti mér líka gleði þar sem nýtt útlit hans er afar vel heppnað. Las stórgóða grein Einars Más um Færeyjar og Færeyinga en þeir eru vinir í raun nú þegar á móti blæs. Nú ætti ég að senda bæjarstjóranum í Tóftum skilaboð um þau viðbrögð sem hér hafa orðið við rausnarskap Færeyinga.
Buðum fjölskyldunni til veislu í tilefni af afmæli Laufeyjar sem varð 22 ára þann 28. október. Mikið fjör og púlsinn tekinn á öllum heitustu umræðuefnunum. Af nógu er að taka þessa dagana.
Í kvöld kíkti Gyrðir í heimsókn en þar sem Fréttablaðið er ekki borið út í Hveragerði eins og alþjóð veit þá sá ég ekki fyrr en áðan að búið er að gefa út smásagnasafn hans, Steintré, í Englandi. Innilega til hamingju með það.
Síðla kvölds sátum við Tim svo og svöruðum spurningum frá AFS varðandi reynslu okkar af því að taka skiptinema og reynslu hans af Íslendingum. Létt verk enda gengur þetta afskaplega vel og það er eins og drengurinn hafi alltaf búið hér. Viðtalið á síðan að birtast í AFS blaðinu í vetur. Tim finnst þetta afar spennandi enda þegar maður kemur frá 7 milljóna samfélagi þá birtist nú ekki svo oft viðtal við mann í blaði. Þetta er því eitt af því nýja sem hann er að upplifa hér.
Buðum fjölskyldunni til veislu í tilefni af afmæli Laufeyjar sem varð 22 ára þann 28. október. Mikið fjör og púlsinn tekinn á öllum heitustu umræðuefnunum. Af nógu er að taka þessa dagana.
Í kvöld kíkti Gyrðir í heimsókn en þar sem Fréttablaðið er ekki borið út í Hveragerði eins og alþjóð veit þá sá ég ekki fyrr en áðan að búið er að gefa út smásagnasafn hans, Steintré, í Englandi. Innilega til hamingju með það.
Síðla kvölds sátum við Tim svo og svöruðum spurningum frá AFS varðandi reynslu okkar af því að taka skiptinema og reynslu hans af Íslendingum. Létt verk enda gengur þetta afskaplega vel og það er eins og drengurinn hafi alltaf búið hér. Viðtalið á síðan að birtast í AFS blaðinu í vetur. Tim finnst þetta afar spennandi enda þegar maður kemur frá 7 milljóna samfélagi þá birtist nú ekki svo oft viðtal við mann í blaði. Þetta er því eitt af því nýja sem hann er að upplifa hér.
1. nóvember 2008
Í morgun var húsfyllir...
... og meira en það í opnu húsi Sjálfstæðismanna hér í Hveragerði. Illugi Gunnarsson, þingmaður, var gestur fundarins og fjallaði um kosti og galla Evrópusambandsins. Ég var því miður fjarri góðu gamni en mér skilst á þeim sem mættu að þetta hafi verið góður fundur. Sjálfstæðisfélagið er afar öflugt hér í bæ og strax er farið að huga að næsta fyrirlesara á opið hús. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar í sunnudagsblaði Moggans er aftur á móti óskemmtileg og ljóst að við Sjálfstæðismenn höfum verk að vinna næstu vikur.
... og meira en það í opnu húsi Sjálfstæðismanna hér í Hveragerði. Illugi Gunnarsson, þingmaður, var gestur fundarins og fjallaði um kosti og galla Evrópusambandsins. Ég var því miður fjarri góðu gamni en mér skilst á þeim sem mættu að þetta hafi verið góður fundur. Sjálfstæðisfélagið er afar öflugt hér í bæ og strax er farið að huga að næsta fyrirlesara á opið hús. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar í sunnudagsblaði Moggans er aftur á móti óskemmtileg og ljóst að við Sjálfstæðismenn höfum verk að vinna næstu vikur.