19. nóvember 2008
Bæjarráðsfundur í morgun ...
...var stuttur og snaggaralegur. Fá mál sem lágu fyrir en þó var nokkuð rætt um bréf frá kirkjugarðsnefnd Kotstrandarsóknar sem lagði fram kostnaðaráætlun vegna stækkunar kirkjugarðsins. Garðurinn er í Ölfusi en þrátt fyrir það er hann garður okkar Hvergerðinga og því þarf að sækja framlag vegna þessara framkvæmda í bæjarsjóð að stóru leyti. Landleysi og hiti í jörðu hefur komið í veg fyrir að hér væri hægt að koma upp kirkjugarði og hefur sú staða oft vakið athygli.
Eftir stutta heimsókn í Grunnskólann þar sem gómsætar smákökur heilluðu í heimilsfræðistofunni funduðum við Helga með forstöðumönnum fram að hádegi og varð okkur nokkuð ágengt með fjárhagsáætlunar gerð. Framhald þessara funda verður á mánudag.
Nú styttist í skilafrest vegna arkitektasamkeppni um skipulag miðbæjarins. Við eigum von á fjölmörgum tillögum ef eitthvað mark er takandi á því hversu margir hafa sótt gögn. Því þarf dómnefnd nú hentugt húsnæði til dómnefndarstarfa sem geta tekið tvær-þrjár vikur nú fyrir jól. Við Guðmundur Baldursson fórum ásamt trúnaðarmanni dómnefndar og skoðuðum nokkra sali sem komu til greina og teljum við að einn slíkur hafi fundist. Nú þarf bara að fara yfir skilmála leigusala varðandi það mál.
Fundaði með fulltrúa þjónustumiðstöðvar og matsmanni vegna ótryggðra tjóna sem jarðskjálftinn í maí orsakaði. Nú fer að verða brýnt að ljúka þessum málum og það reyndum við í dag. Gekk það nokkuð vel en við þurfum þó að ræða nokkur mál betur áður en hægt er að ljúka þessum málum.
Undir kvöldmat svaraði ég tölvupósti og sinnti símtölum sem safnast höfðu saman yfir daginn. Á morgun hefst SASS þing á Hvolsvelli þannig að það var brýnt að hreins aðeins til í skilaboða skjóðunni!
Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu utan Árborgar í kvöld, líflegur fundur þar sem fundarmenn skiptust á skoðunum en greinilegt er að umræður um hugsanlega aðild okkar að ESB verða sífellt meira áberandi.
--------------------
Vegna SASS þings fram á föstudag og kjördæmisþings Sjálfstæðismanna á laugardag verður eitthvað hlé á færslum á heimasíðuna.
...var stuttur og snaggaralegur. Fá mál sem lágu fyrir en þó var nokkuð rætt um bréf frá kirkjugarðsnefnd Kotstrandarsóknar sem lagði fram kostnaðaráætlun vegna stækkunar kirkjugarðsins. Garðurinn er í Ölfusi en þrátt fyrir það er hann garður okkar Hvergerðinga og því þarf að sækja framlag vegna þessara framkvæmda í bæjarsjóð að stóru leyti. Landleysi og hiti í jörðu hefur komið í veg fyrir að hér væri hægt að koma upp kirkjugarði og hefur sú staða oft vakið athygli.
Eftir stutta heimsókn í Grunnskólann þar sem gómsætar smákökur heilluðu í heimilsfræðistofunni funduðum við Helga með forstöðumönnum fram að hádegi og varð okkur nokkuð ágengt með fjárhagsáætlunar gerð. Framhald þessara funda verður á mánudag.
Nú styttist í skilafrest vegna arkitektasamkeppni um skipulag miðbæjarins. Við eigum von á fjölmörgum tillögum ef eitthvað mark er takandi á því hversu margir hafa sótt gögn. Því þarf dómnefnd nú hentugt húsnæði til dómnefndarstarfa sem geta tekið tvær-þrjár vikur nú fyrir jól. Við Guðmundur Baldursson fórum ásamt trúnaðarmanni dómnefndar og skoðuðum nokkra sali sem komu til greina og teljum við að einn slíkur hafi fundist. Nú þarf bara að fara yfir skilmála leigusala varðandi það mál.
Fundaði með fulltrúa þjónustumiðstöðvar og matsmanni vegna ótryggðra tjóna sem jarðskjálftinn í maí orsakaði. Nú fer að verða brýnt að ljúka þessum málum og það reyndum við í dag. Gekk það nokkuð vel en við þurfum þó að ræða nokkur mál betur áður en hægt er að ljúka þessum málum.
Undir kvöldmat svaraði ég tölvupósti og sinnti símtölum sem safnast höfðu saman yfir daginn. Á morgun hefst SASS þing á Hvolsvelli þannig að það var brýnt að hreins aðeins til í skilaboða skjóðunni!
Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu utan Árborgar í kvöld, líflegur fundur þar sem fundarmenn skiptust á skoðunum en greinilegt er að umræður um hugsanlega aðild okkar að ESB verða sífellt meira áberandi.
--------------------
Vegna SASS þings fram á föstudag og kjördæmisþings Sjálfstæðismanna á laugardag verður eitthvað hlé á færslum á heimasíðuna.
Comments:
Skrifa ummæli