24. nóvember 2008
Enn af fjárhagsáætlun og fundum...
Dagurinn fór að mestu í fjárhagsáætlunargerð en við Helga fórum yfir stöðu grunnskólans með Guðjóni skólastjóra. Skólinn tekur til sín um 33% af skatttekjum bæjarins þannig að eðlilega þarf að skoða þann málaflokk vel. Þessi fjárhagsáætlunargerð er ekki skemmtileg og líkist í engu þeirri vinnu sem áður hefur verið innt af hendi. Í eðlilegu árferði þá hefðum við sett verðlagshækkanir inní áætlunina en núna verður að spara fyrir þeim og meira til. Á sumum stöðum varla vinnandi vegur en þetta verður að nást saman. Markmið okkar er að ná jákvæðu veltufé frá rekstri en jákvæð rekstrarniðurstaða er borin von. Það sama er uppá teningnum í flestum sveitarfélögum sem viðurkenna það að núverandi vaxtastig og gengisþróun hefur gert fjármagnskostnað sveitarfélaga að þungum klafa. Hér í Hveragerði hrósum við þó happi að engin erlend lán eru áhvílandi á sveitarsjóði það léttir greiðslubyrðina þó að verðtryggingin telji líka til langs tíma.
Hvað tekjur varðar höfum við litlar sem engar forsendur vegna næsta árs sem er svotil óþolandi. En með mikilli hagræðingu og breytingum á rekstri eigum við að geta náð þessu saman án þess að þurfa að draga saman grunnþjónustu, það er markmiðið.
--------------------------
Fengum tölur um atvinnuleysi frá Vinnumálastofnun í dag en í október mældist atvinnuleysi hér í Hveragerði undir 1%, eða 22 skráðir atvinnulausir. Einhverjir sem misst hafa vinnuna eru enn á launaskrá og því ekki enn á atvinnuleysisskrá svo þetta getur breyst hratt. Við fylgjumst grannt með þróun mála enda getur bæjarfélagið þurft að grípa til aðgerða ef atvinnuleysi eykst.
--------------------------
Minni- og meirihluti bæjarstjórnar fundaði saman í dag og fórum við yfir fjárhagsáætlunina. Sú vinna fer vel af stað og mikil samheldni og hreinskilni einkenndi fundinn. Góður hópur sem á eftir að skila þessu vel af sér.
--------------------------
Fór síðan á þematónleika í kvöld hjá Tónlistarskóla Árnesinga en þar spilaði Dagný Lísa frænka mín á píanó. Söngleikjalög einkenndu dagskrána sem var einstaklega skemmtileg og vel flutt. Gaman að sjá hvernig efnilegir og flottir krakkar og dugmikið fullorðið fólk náði saman í samspilinu en slíkt held ég að hljóti að vera afar góð reynsla sérstaklega fyrir þau sem yngri eru. Það var ekki síður skemmtilegt að Þórhildur Helga hans Gauja frænda spilaði líka á tónleikunum svo þarna sátu ættingjar af Bankaveginum á heilum bekk og dáðust að nýrri kynslóð ;-)
--------------------------
Sá síðan nóg af borgarafundinum í kvöld til að mynda mér þá skoðun að fundarstjórinn væri algjörlega vanhæfur. Ef maður ætlar að gaspra jafnmikið og hann gerði og hafa skoðanir á hverju einasta atriði þá fær maður einhvern annan til að vera fundarstjóra, heldur ræðuna sjálfur og situr síðan fyrir svörum. Grundvallaratriði í fundarstjórnun er að fundarstjóri á að vera hlutlaus og láta sem minnst á sjálfum sér bera. Öll þau prinsipp voru fyrir borð borin í kvöld. Hörmulegt á að hlýða en þó aðallega hallærislegt, biðjandi um húsnæði og peninga fyrir fundarsalnum úr ræðustól! ! Mér fannst þetta setja leiðinlegan svip á annars sjálfsagt ágætan fund. Það er ekki skrýtið þó að fólk krefjist svara og leiti sannleikans, við værum ekki mannleg ef við gerðum það ekki. Í sífellu koma síðan upp mál sem hvert og eitt hefði átt sviðið í marga daga fyrir tveimur mánuðum. Núna falla þau í gleymsku eftir daginn því þá hefur næsta hneyksli komið upp. Hvar ætli þetta endi ....
Dagurinn fór að mestu í fjárhagsáætlunargerð en við Helga fórum yfir stöðu grunnskólans með Guðjóni skólastjóra. Skólinn tekur til sín um 33% af skatttekjum bæjarins þannig að eðlilega þarf að skoða þann málaflokk vel. Þessi fjárhagsáætlunargerð er ekki skemmtileg og líkist í engu þeirri vinnu sem áður hefur verið innt af hendi. Í eðlilegu árferði þá hefðum við sett verðlagshækkanir inní áætlunina en núna verður að spara fyrir þeim og meira til. Á sumum stöðum varla vinnandi vegur en þetta verður að nást saman. Markmið okkar er að ná jákvæðu veltufé frá rekstri en jákvæð rekstrarniðurstaða er borin von. Það sama er uppá teningnum í flestum sveitarfélögum sem viðurkenna það að núverandi vaxtastig og gengisþróun hefur gert fjármagnskostnað sveitarfélaga að þungum klafa. Hér í Hveragerði hrósum við þó happi að engin erlend lán eru áhvílandi á sveitarsjóði það léttir greiðslubyrðina þó að verðtryggingin telji líka til langs tíma.
Hvað tekjur varðar höfum við litlar sem engar forsendur vegna næsta árs sem er svotil óþolandi. En með mikilli hagræðingu og breytingum á rekstri eigum við að geta náð þessu saman án þess að þurfa að draga saman grunnþjónustu, það er markmiðið.
--------------------------
Fengum tölur um atvinnuleysi frá Vinnumálastofnun í dag en í október mældist atvinnuleysi hér í Hveragerði undir 1%, eða 22 skráðir atvinnulausir. Einhverjir sem misst hafa vinnuna eru enn á launaskrá og því ekki enn á atvinnuleysisskrá svo þetta getur breyst hratt. Við fylgjumst grannt með þróun mála enda getur bæjarfélagið þurft að grípa til aðgerða ef atvinnuleysi eykst.
--------------------------
Minni- og meirihluti bæjarstjórnar fundaði saman í dag og fórum við yfir fjárhagsáætlunina. Sú vinna fer vel af stað og mikil samheldni og hreinskilni einkenndi fundinn. Góður hópur sem á eftir að skila þessu vel af sér.
--------------------------
Fór síðan á þematónleika í kvöld hjá Tónlistarskóla Árnesinga en þar spilaði Dagný Lísa frænka mín á píanó. Söngleikjalög einkenndu dagskrána sem var einstaklega skemmtileg og vel flutt. Gaman að sjá hvernig efnilegir og flottir krakkar og dugmikið fullorðið fólk náði saman í samspilinu en slíkt held ég að hljóti að vera afar góð reynsla sérstaklega fyrir þau sem yngri eru. Það var ekki síður skemmtilegt að Þórhildur Helga hans Gauja frænda spilaði líka á tónleikunum svo þarna sátu ættingjar af Bankaveginum á heilum bekk og dáðust að nýrri kynslóð ;-)
--------------------------
Sá síðan nóg af borgarafundinum í kvöld til að mynda mér þá skoðun að fundarstjórinn væri algjörlega vanhæfur. Ef maður ætlar að gaspra jafnmikið og hann gerði og hafa skoðanir á hverju einasta atriði þá fær maður einhvern annan til að vera fundarstjóra, heldur ræðuna sjálfur og situr síðan fyrir svörum. Grundvallaratriði í fundarstjórnun er að fundarstjóri á að vera hlutlaus og láta sem minnst á sjálfum sér bera. Öll þau prinsipp voru fyrir borð borin í kvöld. Hörmulegt á að hlýða en þó aðallega hallærislegt, biðjandi um húsnæði og peninga fyrir fundarsalnum úr ræðustól! ! Mér fannst þetta setja leiðinlegan svip á annars sjálfsagt ágætan fund. Það er ekki skrýtið þó að fólk krefjist svara og leiti sannleikans, við værum ekki mannleg ef við gerðum það ekki. Í sífellu koma síðan upp mál sem hvert og eitt hefði átt sviðið í marga daga fyrir tveimur mánuðum. Núna falla þau í gleymsku eftir daginn því þá hefur næsta hneyksli komið upp. Hvar ætli þetta endi ....
Comments:
Skrifa ummæli