7. nóvember 2008
Fyrir hádegi gekk ég frá tölulegum gögnum fyrir fund minn með Víði frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag. Nú er tímabært að gera upp kostnað Hveragerðisbæjar vegna skjálftans í vor og vonandi eru þetta síðustu skrefin í bili hvað það varðar.
-----------------------
Hitti Guðjón skólastjóra í dag og fórum við yfir ýmis mál tengd skólastarfinu. Þar sem enginn fræðslustjóri er starfandi hér þá lenda þau mál öll á mínu borði. Ég hef reyndar alltaf haft mikinn áhuga á skólamálum en vildi óska að tíminn væri meiri til að fara betur yfir
-----------------------------------
Í fyrirspurnatíma á Alþingi þann 5. nóvember lagði Álfheiður Ingadóttir, VG, fram eftirfarandi fyrirspurnir til umhverfisráðherra:
1. Hvernig er háttað mælingum á loftbornu brennisteinsvetni (H2S) á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði?
2. Hvar eru mælistöðvar staðsettar og hvenær voru þær settar upp?
3. Eru uppi áform um að fjölga mælistöðvum í byggð umhverfis Hellisheiði og telur ráðherra forsvaranlegt að eina færanlega mælistöð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hafi lengst af í sumar verið óstarfhæf?
Athygli hefur vakið að engin mælistöð er staðsett hér í Hveragerði þrátt fyrir að virkjanirnar á Hengilsvæðinu séu mun nær Hveragerði heldur en Reykjavík og að mælt brennisteinsvetni í Reykjavík hafi ítrekað farið yfir þau mörk sem til dæmis Kalifornia hefur sett.
Þórunn Sveinbjarnardóttir svaraði að mælistöðvar væru nú þegar á höfuðborgarsvæðinu en Umhverfisstofnun telur að brýnt sé að mæla brennisteinsvetni í Reykjavík og áætlar að bæta við mælistöð í Norðlingaholti. Enn og aftur ekki minnst á Hveragerði! ! !
Er nema von að maður undrist það hvað er eiginlega í gangi? Getur verið að ráðamenn óttist svo mjög niðurstöðurnar sem hugsanlega kæmu úr mælistöð hér í Hveragerði að þeir vilja ekki setja hana upp? Auðvitað verður að setja upp mælistöð hér í Hveragerði til að fá fram marktæk grunngildi fyrir rannsóknir. Slíkt er reyndar þegar orðið of seint þar sem nú þegar gætir áhrifa virkjana á Hellisheiði sem gerir að verkum að erfitt verður að finna út náttúrulega losun þeirra hvera sem eru í bæjarfélaginu. Er nema von að maður undrist forgangsröðunina í þessu máli.
Hér má sjá umræðuna á Alþingi.
-----------------------
Hitti Guðjón skólastjóra í dag og fórum við yfir ýmis mál tengd skólastarfinu. Þar sem enginn fræðslustjóri er starfandi hér þá lenda þau mál öll á mínu borði. Ég hef reyndar alltaf haft mikinn áhuga á skólamálum en vildi óska að tíminn væri meiri til að fara betur yfir
-----------------------------------
Í fyrirspurnatíma á Alþingi þann 5. nóvember lagði Álfheiður Ingadóttir, VG, fram eftirfarandi fyrirspurnir til umhverfisráðherra:
1. Hvernig er háttað mælingum á loftbornu brennisteinsvetni (H2S) á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði?
2. Hvar eru mælistöðvar staðsettar og hvenær voru þær settar upp?
3. Eru uppi áform um að fjölga mælistöðvum í byggð umhverfis Hellisheiði og telur ráðherra forsvaranlegt að eina færanlega mælistöð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hafi lengst af í sumar verið óstarfhæf?
Athygli hefur vakið að engin mælistöð er staðsett hér í Hveragerði þrátt fyrir að virkjanirnar á Hengilsvæðinu séu mun nær Hveragerði heldur en Reykjavík og að mælt brennisteinsvetni í Reykjavík hafi ítrekað farið yfir þau mörk sem til dæmis Kalifornia hefur sett.
Þórunn Sveinbjarnardóttir svaraði að mælistöðvar væru nú þegar á höfuðborgarsvæðinu en Umhverfisstofnun telur að brýnt sé að mæla brennisteinsvetni í Reykjavík og áætlar að bæta við mælistöð í Norðlingaholti. Enn og aftur ekki minnst á Hveragerði! ! !
Er nema von að maður undrist það hvað er eiginlega í gangi? Getur verið að ráðamenn óttist svo mjög niðurstöðurnar sem hugsanlega kæmu úr mælistöð hér í Hveragerði að þeir vilja ekki setja hana upp? Auðvitað verður að setja upp mælistöð hér í Hveragerði til að fá fram marktæk grunngildi fyrir rannsóknir. Slíkt er reyndar þegar orðið of seint þar sem nú þegar gætir áhrifa virkjana á Hellisheiði sem gerir að verkum að erfitt verður að finna út náttúrulega losun þeirra hvera sem eru í bæjarfélaginu. Er nema von að maður undrist forgangsröðunina í þessu máli.
Hér má sjá umræðuna á Alþingi.
Comments:
Skrifa ummæli