<$BlogRSDUrl$>

21. ágúst 2008

Bæjarráðsfundur í morgun. Samþykktur var nýr þjónustusamningur við Skátafélagið Strók sem tryggir félaginu rúmar 7 milljónir til starfseminnar næstu 4 árin. Er það ósk bæjarstjórnar að þessi samningur verði félaginu lyftistöng en þetta er í fyrsta sinn sem samningur er gerður milli Stróks og bæjarins. Hingað til hefur félagið ekki einu sinni fengið greitt fyrir þau verk sem það þó hefur ynnt af hendi þannig að mikil breyting verður á því héðan í frá. Ég fór yfir málefni "Strætós" en nú fer mikill tími í það að koma því máli heim og saman. Þetta er ekki alveg eins einfalt og ætla mætti og á lokametrunum komu upp nokkur álitamál sem þörfnuðust nánari skýringar og úrvinnslu. Vonandi að vel gangi að ná því saman en stefnt er að því að málið verði tilbúið til umfjöllunar fyrri hlutann í september.
Á fundinum í morgun var keppnislýsing fyrir samkeppni um hönnun miðbæjarins einnig samþykkt en keppnin verður auglýst þann 31. ágúst næstkomandi.

20. ágúst 2008

Stöðumats fundur bæjarstjóranna hér í Árnessýslu og starfsmanna þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálftanna var haldinn í morgun. Þessi hópur hittist reglulega til að fara yfir þau fjölmörgu mál sem koma upp vegna jarðskjálftanna í vor. Nú eru íbúar farnir að fá mat Viðlagatryggingar vegna húsa sem hafa skemmst og þá fjölgar þeim sem ekki eru alveg sáttir. Því hafa sveitarfélögin hvert um sig ráðið verkfræðistofu til að vera trúnaðaraðili íbúa í þessum málum. Það reyndist vel í Rangárvallasýslu og ekki ástæða til annars en að það sama verði uppá teningnum hér. Matsmenn Viðlagatryggingar vinna ötullega að matinu og eru helgarnar ekki undanskyldar. Samt tekur þetta langan tíma og verðum við því að sýna biðlund enn um sinn.

19. ágúst 2008

Skólar, strætó og meirihluti ...

Við Ragnhildur formaður skólanefndar funduðum í dag með Sesselju og Jónínu sem stýra leikskólanum Undralandi. Fórum við yfir starfsmannamál en ljóst er að enn vantar starfsmenn í leikskólann. Þrátt fyrir það verður hægt að taka inn öll börn sem hafa náð 18 mánaða aldri núna í haust, en Óskaland tekur stærri hópinn þetta árið. Þó nokkuð mikið af börnum nær þessum aldri nú í haust og fram í janúar og því er brýnt að ráða fleira starfsfólk á leikskólana.

Eftir hádegi var fundað vegna málefna Strætós með Ragnheiði og Ástu frá Árborg og Smára ráðgjafa. Fórum yfir alla samninga og greinargerðir sem þarf að leggja fyrir bæjarráðin en síðustu lausu endana ætlum við að reyna að hnýta á morgun til að við getum sent gögnin út með fundarboðinu á morgun. Væntanlega þó eingöngu til kynningar á þessu stigi.

Langur meirihlutafundu í kvöld enda mörg mál á dagskrá bæjarráðs á fimmtudaginn en einnig fórum við yfir ýmis önnur mál sem eru í vinnslu.

17. ágúst 2008

Blómstrandi dögum í ár er nú lokið. Helgin fór afskaplega vel fram enda allir í spariskapinu bæði heimamenn og gestir. Það var lyginni líkast hversu mikil þátttaka var í "lita" leiknum en bæjarbúar skreyttu hús og garða með ótrúlega fjölbreyttum hætti. Umferð um bæinn jókst líka mikið og flestir fóru alla vega einn rúnt um bæinn til að skoða skreytingarnar. Mikið kapp hljóp í fólk og ýmislegt dregið fram úr geymslum bæjarins sem síðan var notað í skreytingar. Flestir eru þegar farnir að hugsa næsta ár og það er á hreinu að sömu litir verða að gilda þá því margir eru búnir að útbúa ansi viðamiklar skreytingar sem verður auðvitað að nýta aftur. Til dæmis fór heilmikil vinna í það á Heiðmörkinni að rífa niður allar þessar efnislengjur sem sjá má á myndinni...

En dagskráin var mjög góð, á fösudagskvöldinu voru minningatónleikar um Bergþóru Árnadóttur í íþróttahúsinu. Mæting fór fram úr björtustu vonum og gestir áreiðanlega verið rúmlega fimmhundruð. Ýmsir heimamenn fóru á kostum við flutning bestu laga Bergþóru sem bjó í Hveragerði um árabil. Á laugardaginn flyktust gestir til bæjarins enda mikið um að vera vítt og breitt um bæinn. Fyrir hádegi var afhjúpað upplýsingaskilti um Mjólkurbú Ölfusinga. Eftir hádegi bauð Kjörís til stærðarinnar ísveislu og gátu gestir borðað eins mikinn ís og þeir gátu í sig látið. Handverksmarkaður, hoppukastalar, útitónleikar, listsýningar, leiktæki og opin hús á hinum ýmsu stöðum gerði að verkum að nóg var við að vera allan daginn. Bæjarstjórnin grillaði síðan pylsur fyrir gesti og gangandi yfir miðjan daginn. Ávallt mikil örtröð í þeim árvissa viðburði. Talið er að hátt í 3000 manns hafi lagt leið sína á Fossflötina um kvöldið þar sem vel var tekið undir í brekkusöngnum. Flugeldasýningin er ávallt stórglæsileg þó að ég í vanafestu minni hafi saknað fyrri staðsetningar skotpallsins. Flugeldarnir njóta sín betur finnst mér þegar skotið er upp framar í gljúfrinu.
Fór á ballið í íþróttahúsinu en þar voru flestir fjölskyldumeðlimir að vinna en Körfuknattleiksdeildin sá um alla sölu í húsinu, uppröðun og frágang og sunddeildin seldi pylsur fyrir utan. Nóg að gera! !


Í dag sunnudag var síðan Hafrún Kemp, dóttir Sigurbjargar systur og Helga, skírð í Hveragerðiskirkju. Falleg athöfn þar sem pabbi litlu dömunnar sá um tónlist ásamt Georgi afa og Guðlaugi stóra bróður.

Venju samkvæmt tók veislan allan daginn og að henni lokinni var búið að kryfja til mergjar flest þau mál sem heitast brenna í umræðunni þessa dagana. Bitruvirkjun og nýr meirihluti í borgarstjórn óneitanlega ofarlega í huga flestra ! ! !

14. ágúst 2008

Söfnin, sýningar og skreyttum bær ....

Héraðsráðið sem í sitjum sú sem þetta skrifar, Ragnheiður, bæjarstjóri í Árborg og Margeir oddviti Bláskóagabyggðar, gerði víðreist í dag. Við heimsóttum öll söfn og aðrar stofnanir sem Héraðsnefnd Árnesinga rekur. Byrjuðum í Listasafni Árnesinga hér í Hveragerði. Héraðsbókasafnið á Selfossi og Héraðsskjalasafnið var heimsótt næst, þá Tónlistarskóli Árnesins og að lokum Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka. Unnið er að greiningu á starfi safnanna í sýslunni og því þótti okkur nauðsynlegt að setja okkur ítarlega inní starfsemi þeirra.

Eftir vinnu fórum við Albert og skreyttum garðinn með bláu. Við vorum að reyna að búa til baðstrandar/sund þema og vorum bara nokkuð ánægð með árangurinn. Nú er að færast fjör í leikinn og húseigendur flestir hverjir skemmta sér konunglega við að skreyta húsin sín og garðana. Fjölmargir voru líka á ferðinni í kvöld til að skoða skreytingarnar sem margar hverjar eru orðnar afar flottar.

Í kvöld var síðan tískusýning í Eden sem nokkrar ungar og efnilegar stúlkur héðan stóðu fyrir. Flott hjá þeim og gaman að sjá hvað það voru margir sem lögðu leið sína í Eden. Mörgum þótti efalaust gaman að rifja upp gamla daga þegar tískusýningar voru vikulegir viðburðir öll fimmtudagskvöld og félagar úr Karon samtökunum stikuðu um stéttarnar undir kynningum Hönnu Frímanns.

Rétt náði síðan í skottið á nokkrum félögum í Leikfélagi Hveragerðis en þau voru að opna sýningu á gömlum leikskrám í Listasafninu um leið og þau heiðruðu Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og Kristínu Jóhannesdóttur fyrir framlag þeirra til leikfélagsins.

13. ágúst 2008

Dagurinn byrjaði með fundi með forsvarsmönnum Eyktar þar sem farið var yfir stöðu mála í uppbyggingu Sólborgarsvæðisins. Ljóst er að almennt ástand á markaði hefur áhrif á þau áform sem þarna eru fyrirhuguð. Á fundinum tilkynnti Páll Guðjónsson sem verið hefur verkefnisstjóri Sólborga að hann væri að hverfa til annarra starfa en hann hefur ráðið sig sem framkvæmdastjóra SSH, samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það er eftirsjá að Páli úr þessu samstarfi þar sem hann hefur reynst afar góður félagi.

Fundaði með skátum í Hveragerði strax á eftir Eyktarmönnum og náðum við þar góðri lendingu varðandi þjónustusamning milli Hveragerðisbæjar og Skátafélagsins Stróks. Samningurinn fer þar með til bæjarráðs til staðfestingar í næstu viku. Á fundinum í morgun ræddum við um skátastarfið almennt og ekki síst Landsmótið sem haldið var á Akureyri nýlega. Þar var hópurinn héðan til mikillar fyrirmyndar þannig að eftir var tekið. Virkilega gaman að því þegar unga fólkið okkar er til svona mikils sóma.

Brunaði síðan á Selfoss þar sem vinnuhópur um sameiningu Almannavarnanefnda í Árnessýslu fundaði klukkan 11. Á fundinum náðist niðurstaða um samþykktir fyrirhugaðrar nefndar og nú er einungis úrvinnsla og samþykktarferlið framundan á þeim vígstöðvum.

Átti nokkur símtöl við íbúa eftir hádegi og auk þess komu nokkrir á styttri fundi. Meðal annars hitti ég unga stúlku sem er "verkstjóri" Veraldarvina hópsins sem núna dvelur hér hjá okkur. Þau gera kraftaverk hér á hverjum degi þessir erlendu dugnaðarforkar sem hingað koma í sjálfboðavinnu.

Síðdegis hitti ég Ragnhildi formann skólanefndar þar sem við fórum yfir nokkur mál áður en við mættum á fund í starfshópi um viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði.
Sá starfshópur er nokkuð langt kominn með sína vinnu en það er afar gott þegar sér fyrir endann á svona verkefni.

Í kvöld fórum við Albert í hjólatúr um bæinn, í sífelldum kappakstri, en þrátt fyrir það náði ég að dáðst að framkvæmdum og ýmsu sem er í gangi. Í dag var til dæmis plantað reynivið við innkeyrsluna við Grænumörk og birkikvist við Listasafnið. Lokið er líka vinnu við fyrsta áfanga inngangssvæðið að Fossflötinni og er allt annað að sjá svæðið. Það var ekki síður gaman að sjá að gróðurhúsaeigendur við Þelamörk hafa aldeilis tekið til hendinni í kringum stöðvarnar sínar enda ætlaði ég varla að trúa mínum eigin augum þegar ég sá hvað er orðið snyrtilegt og flott þarna.

5. ágúst 2008

Leiðbeiningar, áhaldahús og lóðir ...

Vann í gögnum fyrir fund bæjarráðs sem verður haldinn næstkomandi fimmtudag.
Gekk frá leiðbeiningum fyrir starfsmenn Hveragerðisbæjar um viðbrögð við náttúruhamförum. Sú vinna hefur gengið fljótt og vel fyrir sig. En þar voru það sú sem þetta ritar ásamt Maríu Krisjánsdóttur, Guðmundi F. Baldurssyni og Helgu Kristjánsdóttur sem unnum að verkefninu fyrir hönd Hveragerðisbæjar en Guðrún Pétursdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Sólveig Þorvaldsdóttir og Ásthildur Elva Bernhardsdóttir lögðu línurnar og höfðu unnið grunn að leiðbeiningunum sem sveitarfélögin gátu síðan stuðst við. Þetta eru gagnlegar upplýsingar sem vonandi þarf síðan aldrei að nota.
Leiðbeingarnar verða lagðar fyrir bæjarráð til samþykktar ásamt framvinduskýrslu um ástand mála hér í bæ hvað varðar afleiðingar skjálftans.

Þann 1. ágúst fékk bærinn afhent húsnæðið sem keypt var fyrir áhaldahús bæjarins. Nú þarf að fara yfir það hvort eitthvað þurfi að gera í húsnæðinu áður en áhaldahúsið flytur inn sem verður vonandi í ágúst mánuði. Slökkviliðið er aftur á móti flutt inní sitt nýja og glæsilega húsnæði. Það verður til sýnis á Blómstrandi dögum.

Könnuðum í dag hvernig önnur sveitarfélög standa að endurgreiðslu gatnagerðargjalda, byggingarréttar og byggingarleyfisgjalda. Fyrirspurn barst um fyrirkomulagið á síðasta bæjarráðsfundi og því er rétt að fara yfir ferla annarra sveitarfélaga í þessum málum. Í flestum sveitarfélögum er nú verið að skila lóðum þannig að þetta er mál sem mun væntanlega koma upp hér. Reyndar er staðan hér heldur frábrugðin öðrum sveitarfélögum þar sem um afar fáar lóðir er að ræða. Í síðustu úthlutun var lokið við úthlutun par- og raðhúsa við Dalsbrún en þar var um að ræða síðustu lóðirnar af þessari tegund sem bærinn mun úthluta. Eins og flestir vita er Hveragerðisbær afar landlítið sveitarfélag og því verður ekki um fleiri lóðir undir raðhús að ræða nema þá lóðir í eigu einkaðila. Ef ég man rétt þá er eitt parhús á skipulagi Hjallabrúnar. Ég hef því litið á þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem fengu úthlutað síðast sem verandi framsýna og ekki síður heppna að hafa náð þessum síðustu lóðum.

Leit við hjá mömmu og Sigurbjörgu í kvöld. Þar er það litli gullmolinn hún Hafrún Kemp sem stelur allri athygli. Það er yndislegt að hafa þær mæðgur hér fyrir sunnan en nú styttist dvöl þeirra ansi í annan endann en þær ráðgera að fara austur strax eftir skírnina sem fyrirhuguð er á Blómstrandi dögum.

Nú þarf að leita að bláu.... Neðra þorpið á að vera blátt á Blómstrandi dögum. Kiddi Harðar kom með þessa góðu hugmynd að skipta bænum upp í liti og ég heyri að fólk er farið að hugsa gaumgæfilega um það hvernig best sé nú að skreyta fyrir hátíðina.

4. ágúst 2008

Róleg verslunarmannahelgi að baki...

Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn var einstaklega vel heppnað en við eyddum bróðurparti helgarinnar þar. Þrátt fyrir að Albert gæti ekki keppt vegna puttans sem brákaðist í Vatnaskógi var samt nóg við að vera og gaman eins og alltaf er á þessu stórskemmtilega móti. Ég var tímavörður í sundinu á laugardeginum og á sama tíma dæmdi Lárus í körfunni en okkur þykir alltaf heldur skemmtilegra að hafa hlutverk á svona mótum. Næsta ár verðum við vonandi á fullu að elta Albert í hina ýmsu viðburði og keppnir. Þannig var það á Höfn í fyrra en þá var ekkert annað gert en að elta strákana sem kepptu þar báðir. Í ár var Bjarni fjarri góðu gamni enda orðinn of gamall fyrir keppni á ULM, því heillaði Akureyri í ár. Laufey aftur á móti var á Drumboddsstöðum um helgina.
Það var reyndar til háborinnar skammar hversu lítil umfjöllun var um ULM í fjölmiðlum þessa helgina. Vímulaus fjölskylduhátíð þar sem þúsundir manna skemmta sér hið besta virðist ekki vekja athygli fjölmiðla á sama hátt og ýmsar aðrar skemmtanir þar sem "fjörið" er með allt öðrum hætti.

Íþróttamannvirkin í Þorlákshöfn vöktu óskipta athygli gesta enda reist af miklum stórhug, þarna er aðstaðan orðin eins og hún best getur orðið og eiga þeir Ölfusingar heiður skilinn fyrir umgjörð mótsins sem sjaldan hefur verið betri en þarna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet