20. ágúst 2008
Stöðumats fundur bæjarstjóranna hér í Árnessýslu og starfsmanna þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálftanna var haldinn í morgun. Þessi hópur hittist reglulega til að fara yfir þau fjölmörgu mál sem koma upp vegna jarðskjálftanna í vor. Nú eru íbúar farnir að fá mat Viðlagatryggingar vegna húsa sem hafa skemmst og þá fjölgar þeim sem ekki eru alveg sáttir. Því hafa sveitarfélögin hvert um sig ráðið verkfræðistofu til að vera trúnaðaraðili íbúa í þessum málum. Það reyndist vel í Rangárvallasýslu og ekki ástæða til annars en að það sama verði uppá teningnum hér. Matsmenn Viðlagatryggingar vinna ötullega að matinu og eru helgarnar ekki undanskyldar. Samt tekur þetta langan tíma og verðum við því að sýna biðlund enn um sinn.
Comments:
Skrifa ummæli