21. ágúst 2008
Bæjarráðsfundur í morgun. Samþykktur var nýr þjónustusamningur við Skátafélagið Strók sem tryggir félaginu rúmar 7 milljónir til starfseminnar næstu 4 árin. Er það ósk bæjarstjórnar að þessi samningur verði félaginu lyftistöng en þetta er í fyrsta sinn sem samningur er gerður milli Stróks og bæjarins. Hingað til hefur félagið ekki einu sinni fengið greitt fyrir þau verk sem það þó hefur ynnt af hendi þannig að mikil breyting verður á því héðan í frá. Ég fór yfir málefni "Strætós" en nú fer mikill tími í það að koma því máli heim og saman. Þetta er ekki alveg eins einfalt og ætla mætti og á lokametrunum komu upp nokkur álitamál sem þörfnuðust nánari skýringar og úrvinnslu. Vonandi að vel gangi að ná því saman en stefnt er að því að málið verði tilbúið til umfjöllunar fyrri hlutann í september.
Á fundinum í morgun var keppnislýsing fyrir samkeppni um hönnun miðbæjarins einnig samþykkt en keppnin verður auglýst þann 31. ágúst næstkomandi.
Á fundinum í morgun var keppnislýsing fyrir samkeppni um hönnun miðbæjarins einnig samþykkt en keppnin verður auglýst þann 31. ágúst næstkomandi.
Comments:
Skrifa ummæli