4. ágúst 2008
Róleg verslunarmannahelgi að baki...
Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn var einstaklega vel heppnað en við eyddum bróðurparti helgarinnar þar. Þrátt fyrir að Albert gæti ekki keppt vegna puttans sem brákaðist í Vatnaskógi var samt nóg við að vera og gaman eins og alltaf er á þessu stórskemmtilega móti. Ég var tímavörður í sundinu á laugardeginum og á sama tíma dæmdi Lárus í körfunni en okkur þykir alltaf heldur skemmtilegra að hafa hlutverk á svona mótum. Næsta ár verðum við vonandi á fullu að elta Albert í hina ýmsu viðburði og keppnir. Þannig var það á Höfn í fyrra en þá var ekkert annað gert en að elta strákana sem kepptu þar báðir. Í ár var Bjarni fjarri góðu gamni enda orðinn of gamall fyrir keppni á ULM, því heillaði Akureyri í ár. Laufey aftur á móti var á Drumboddsstöðum um helgina.
Það var reyndar til háborinnar skammar hversu lítil umfjöllun var um ULM í fjölmiðlum þessa helgina. Vímulaus fjölskylduhátíð þar sem þúsundir manna skemmta sér hið besta virðist ekki vekja athygli fjölmiðla á sama hátt og ýmsar aðrar skemmtanir þar sem "fjörið" er með allt öðrum hætti.
Íþróttamannvirkin í Þorlákshöfn vöktu óskipta athygli gesta enda reist af miklum stórhug, þarna er aðstaðan orðin eins og hún best getur orðið og eiga þeir Ölfusingar heiður skilinn fyrir umgjörð mótsins sem sjaldan hefur verið betri en þarna.
Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn var einstaklega vel heppnað en við eyddum bróðurparti helgarinnar þar. Þrátt fyrir að Albert gæti ekki keppt vegna puttans sem brákaðist í Vatnaskógi var samt nóg við að vera og gaman eins og alltaf er á þessu stórskemmtilega móti. Ég var tímavörður í sundinu á laugardeginum og á sama tíma dæmdi Lárus í körfunni en okkur þykir alltaf heldur skemmtilegra að hafa hlutverk á svona mótum. Næsta ár verðum við vonandi á fullu að elta Albert í hina ýmsu viðburði og keppnir. Þannig var það á Höfn í fyrra en þá var ekkert annað gert en að elta strákana sem kepptu þar báðir. Í ár var Bjarni fjarri góðu gamni enda orðinn of gamall fyrir keppni á ULM, því heillaði Akureyri í ár. Laufey aftur á móti var á Drumboddsstöðum um helgina.
Það var reyndar til háborinnar skammar hversu lítil umfjöllun var um ULM í fjölmiðlum þessa helgina. Vímulaus fjölskylduhátíð þar sem þúsundir manna skemmta sér hið besta virðist ekki vekja athygli fjölmiðla á sama hátt og ýmsar aðrar skemmtanir þar sem "fjörið" er með allt öðrum hætti.
Íþróttamannvirkin í Þorlákshöfn vöktu óskipta athygli gesta enda reist af miklum stórhug, þarna er aðstaðan orðin eins og hún best getur orðið og eiga þeir Ölfusingar heiður skilinn fyrir umgjörð mótsins sem sjaldan hefur verið betri en þarna.
Comments:
Skrifa ummæli