14. janúar 2008
Mýs og menn ...
Fjölmörg símtöl afgreidd í dag. Engir ákveðnir viðtalstímar gera það að verkum að ónæði getur orðið nokkuð, en mér þykir þetta þó ágætt fyrirkomulag. Reyni að klára allar hringingar innan dags því annar safnast saman of langur listi. Einnig er gott að koma frá öllum tölvupósti sem þarf að svara. Þetta tekst þó ekki alltaf eins og til dæmis í dag. Reyni að bæta úr því á morgun. Ræddi við Þráinn Hauksson hjá Landslagi sem sér um deiliskipulagsbreytinguna á Grýluvelli, hana þarf að klára í vikunni svo skipulagsnefnd geti tekið tillöguna til afgreiðslu sem fyrst. Fundur með arkitektum aðstöðuhúss frestast en verður á mánudaginn í næstu viku í staðinn.
Ræddi lengi við bæði Magnús Hlyn og Þóru hjá Glugganum. Héraðsblöðin þrjú hafa mikilvægu hlutverki að gegna og sinna því vel. Því er mikilvægt að gott samband sé á milli þeirra og íbúa svæðisins.
Ræddi við Þórarinn hjá Veraldarvinum en þeir munu senda hingað tvo eða þrjá hópa til umhverfisverkefna eins og síðastliðin sumur. Það hefur gengið ágætlega og er Hveragerði vinsæll áfangastaður ungmennanna sem hingað sækja.
Hafði enga haldbæra afsökun fyrir þvi að mæta ekki í sundleikfimi þannig að ég skellti mér í laugina. Frábær slökun og skemmtilegur hópur. Kíkti síðan á æfingu á gervigrasvellinum þar sem Albert og félagar æfðu fótbolta í snjónum.
Mikið hafarí þegar ég kom heim enda komin mús/mýs í húsið. Kallaður var út liðsauki í baráttunni og mætti Steinar vopnaður gildru og Síríus lengju. Veiddum eina í ruslaskápnum í eldhúsinu með það sama. Nú er spurning hvernig afrakstur næturinnar verður....
Fjölmörg símtöl afgreidd í dag. Engir ákveðnir viðtalstímar gera það að verkum að ónæði getur orðið nokkuð, en mér þykir þetta þó ágætt fyrirkomulag. Reyni að klára allar hringingar innan dags því annar safnast saman of langur listi. Einnig er gott að koma frá öllum tölvupósti sem þarf að svara. Þetta tekst þó ekki alltaf eins og til dæmis í dag. Reyni að bæta úr því á morgun. Ræddi við Þráinn Hauksson hjá Landslagi sem sér um deiliskipulagsbreytinguna á Grýluvelli, hana þarf að klára í vikunni svo skipulagsnefnd geti tekið tillöguna til afgreiðslu sem fyrst. Fundur með arkitektum aðstöðuhúss frestast en verður á mánudaginn í næstu viku í staðinn.
Ræddi lengi við bæði Magnús Hlyn og Þóru hjá Glugganum. Héraðsblöðin þrjú hafa mikilvægu hlutverki að gegna og sinna því vel. Því er mikilvægt að gott samband sé á milli þeirra og íbúa svæðisins.
Ræddi við Þórarinn hjá Veraldarvinum en þeir munu senda hingað tvo eða þrjá hópa til umhverfisverkefna eins og síðastliðin sumur. Það hefur gengið ágætlega og er Hveragerði vinsæll áfangastaður ungmennanna sem hingað sækja.
Hafði enga haldbæra afsökun fyrir þvi að mæta ekki í sundleikfimi þannig að ég skellti mér í laugina. Frábær slökun og skemmtilegur hópur. Kíkti síðan á æfingu á gervigrasvellinum þar sem Albert og félagar æfðu fótbolta í snjónum.
Mikið hafarí þegar ég kom heim enda komin mús/mýs í húsið. Kallaður var út liðsauki í baráttunni og mætti Steinar vopnaður gildru og Síríus lengju. Veiddum eina í ruslaskápnum í eldhúsinu með það sama. Nú er spurning hvernig afrakstur næturinnar verður....
13. janúar 2008
Opin hús, íþróttamannvirki og hreingerningar ....
Opin hús Sjálfstæðismanna hófust aftur eftir jólafrí núna um helgina. Þetta er skemmtilegur vettvangur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og nýta bæjarbúar sér það óspart. Stundum erum við skömmuð útí eitt en oftar er fólk þó ánægt og kemur með hugmyndir sem er lang skemmtilegast. Við hvetjum nýja Hvergerðinga til að mæta enda er þetta góður vettvangur til að kynnast fólki og bæjarlífinu almennt.
Eyddi fyrri parti sunnudagsins í vinnunni og lagði línur fyrir verkefni sumarsins. Það þarf nauðsynlega að bretta upp ermar og setja í fluggírinn eigi þetta allt að nást. Við ætlum að byggja aðstöðuhús fyrir fótboltaiðkendur við Grýluvöll og munum ég og Pétur Ingvars funda með arkitektum á þriðjudag. Hönnunarvinnan á ekki að taka langan tíma, en deiliskipulagsbreytingin hefur þegar verið sett í gang. Þegar hún liggur fyrir þarf að fjalla um hana í skipulags- og byggingarnefnd og síðan að auglýsa breytinguna áður en hægt er að byrja framkvæmdir. Við bíðum núna endanlegs svars Brunamálastofnunar varðandi mjúkhýsi sem við höfum hug á að reisa við Grýluvöllinn. Það er margfalt ódýrari lausn heldur en hallirnar sem risið hafa að undanförnu og hefur síðan þann kost að vera upphitað þannig að hlýtt og notalegt er þar inni. Við vonumst til þess að Brunamálastofnun svari fyrir janúar lok svo hægt sé að halda málinu áfram nú eða að hugsa það uppá nýtt...
Síðdegis skemmti ég mér síðan konunglega ásamt krökkunum við að taka til í bílskúrnum. Hann er auðvitað nýr og flottur svo það er ennþá gaman að raða og gera fínt. Ég villtist líka til að sjá tvo þætti af Allt í drasli á Skjánum um helgina og fylltist hreingerninga brjálæði í kjölfarið...
Opin hús Sjálfstæðismanna hófust aftur eftir jólafrí núna um helgina. Þetta er skemmtilegur vettvangur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og nýta bæjarbúar sér það óspart. Stundum erum við skömmuð útí eitt en oftar er fólk þó ánægt og kemur með hugmyndir sem er lang skemmtilegast. Við hvetjum nýja Hvergerðinga til að mæta enda er þetta góður vettvangur til að kynnast fólki og bæjarlífinu almennt.
Eyddi fyrri parti sunnudagsins í vinnunni og lagði línur fyrir verkefni sumarsins. Það þarf nauðsynlega að bretta upp ermar og setja í fluggírinn eigi þetta allt að nást. Við ætlum að byggja aðstöðuhús fyrir fótboltaiðkendur við Grýluvöll og munum ég og Pétur Ingvars funda með arkitektum á þriðjudag. Hönnunarvinnan á ekki að taka langan tíma, en deiliskipulagsbreytingin hefur þegar verið sett í gang. Þegar hún liggur fyrir þarf að fjalla um hana í skipulags- og byggingarnefnd og síðan að auglýsa breytinguna áður en hægt er að byrja framkvæmdir. Við bíðum núna endanlegs svars Brunamálastofnunar varðandi mjúkhýsi sem við höfum hug á að reisa við Grýluvöllinn. Það er margfalt ódýrari lausn heldur en hallirnar sem risið hafa að undanförnu og hefur síðan þann kost að vera upphitað þannig að hlýtt og notalegt er þar inni. Við vonumst til þess að Brunamálastofnun svari fyrir janúar lok svo hægt sé að halda málinu áfram nú eða að hugsa það uppá nýtt...
Síðdegis skemmti ég mér síðan konunglega ásamt krökkunum við að taka til í bílskúrnum. Hann er auðvitað nýr og flottur svo það er ennþá gaman að raða og gera fínt. Ég villtist líka til að sjá tvo þætti af Allt í drasli á Skjánum um helgina og fylltist hreingerninga brjálæði í kjölfarið...
9. janúar 2008
Af fasteignaviðskiptum ...
Í dag var gengið frá kaupum bæjarins á Austurmörk 20 en ætlunin er að áhaldahús bæjarins flytji þangað inn á árinu. Einnig var gengið frá sölunni á slökkvistöðinni en slökkviliðið mun flytjast í nýtt húsnæði einnig að Austurmörk 20 á vormánuðum. Af óviðráðanlegum orsökum frestaðist fundur þar sem átti að ganga frá kaupum Hveragerðisbæjar á Ullarþvottastöðinni að öðrum kosti hefði þetta án vafa orðið alstærsti dagur bæjarins hvað fasteignaviðskipti varðar. Þetta er heilmikið átak og framundan eru framkvæmdamánuðir við innréttingu nýrrar slökkvistöðvar, áhaldahússins og ekki síst niðurrif Ullarþvottastöðvarinnar. Ásýnd bæjarins mun breytast mikið þegar það hús hverfur af sjónarsviðinu en lítill sómi er að þeirri byggingu eins og hún er nú orðin. Með húsinu hverfur auðvitað partur af atvinnusögu Hvergerðinga en þarna var allstór vinnustaður til tuga ára. Væntingar voru í upphafi um frekari uppbyggingu tengdrar starfsemi á lóðinni en þær væntingar urðu aldrei að veruleika. Í dag hefur allur iðnaður sem tengist ull og skinnum dregist mjög saman og er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Sést það best á afdrifum Sambandsverksmiðjanna á Akureyri....
Las mjög góðan bækling Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg núna áðan og enn og aftur var ég minnt á það hversu góðan meirihluta Reykvíkingar hafa misst. Tók síðan eftir því að forsíðuna prýðir mynd af hópnum og ég get ekki betur séð en að myndin sé tekin hér í Hveragerði á Fossflötinni. Þau komu líka hingað til vinnufundar á haustmánuðum og hafa þá látið taka þessa fínu mynd. Gaman að því ....
Í dag var gengið frá kaupum bæjarins á Austurmörk 20 en ætlunin er að áhaldahús bæjarins flytji þangað inn á árinu. Einnig var gengið frá sölunni á slökkvistöðinni en slökkviliðið mun flytjast í nýtt húsnæði einnig að Austurmörk 20 á vormánuðum. Af óviðráðanlegum orsökum frestaðist fundur þar sem átti að ganga frá kaupum Hveragerðisbæjar á Ullarþvottastöðinni að öðrum kosti hefði þetta án vafa orðið alstærsti dagur bæjarins hvað fasteignaviðskipti varðar. Þetta er heilmikið átak og framundan eru framkvæmdamánuðir við innréttingu nýrrar slökkvistöðvar, áhaldahússins og ekki síst niðurrif Ullarþvottastöðvarinnar. Ásýnd bæjarins mun breytast mikið þegar það hús hverfur af sjónarsviðinu en lítill sómi er að þeirri byggingu eins og hún er nú orðin. Með húsinu hverfur auðvitað partur af atvinnusögu Hvergerðinga en þarna var allstór vinnustaður til tuga ára. Væntingar voru í upphafi um frekari uppbyggingu tengdrar starfsemi á lóðinni en þær væntingar urðu aldrei að veruleika. Í dag hefur allur iðnaður sem tengist ull og skinnum dregist mjög saman og er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Sést það best á afdrifum Sambandsverksmiðjanna á Akureyri....
Las mjög góðan bækling Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg núna áðan og enn og aftur var ég minnt á það hversu góðan meirihluta Reykvíkingar hafa misst. Tók síðan eftir því að forsíðuna prýðir mynd af hópnum og ég get ekki betur séð en að myndin sé tekin hér í Hveragerði á Fossflötinni. Þau komu líka hingað til vinnufundar á haustmánuðum og hafa þá látið taka þessa fínu mynd. Gaman að því ....
Snilldarleg grein....
Þar sem ég blogga aldrei nú orðið er næstbesta lausnin að kópera snilldar texta vina og vandamanna til að fleiri geti notið.
Ég var að enda við að lesa frábæra grein eftir vinkonu mína "Þjóðhildi Halvorsen" sem ég ákvað að setja í heilu lagi hér fyrir neðan. Reyndar er allt sem hún skrifar afar skemmtileg lesning svo ég hvet ykkur til að lesa hugleiðingar hennar .....
*****************************
Tilvistarkreppa
Ég tilheyri úti á landi liðinu og er stolt af því. Ég valdi að búa í sveitinni og þess vegna kvarta ég ekki yfir því að búa við einn versta malarveg á landinu. Því eftir að hafa ferðast um landið held ég að við sem búum í sveitum Suðurlands getum státað okkur af því að eiga illfærustu þjóðvegi landsins. Malarvegir á Norðurlandi eru yfirleitt uppbyggðir og ofaníbornir og þulfa ekki að þola þá illu meðferð sem tíðkast á Suðurlandi. Þar fara ekki framhjá 50 Arctic Trucks á 100 km hraða á hverjum degi svo börn og kýr eiga fótum fjör að launa. Til viðbótar er svo allt Yaris-fólkið, allar rúturnar sem fara Gullna hringinn og svo við sem búum við veginn. Það kemur fyrir að við bregðum okkur af bæ. Er nema von að einn lélegur malarveg verði holóttur.
Ég bý semsagt við holóttan malar veg, ég hef ekki netsamband, nema gegnum innhringibúnað, Stöð 2 sést ekki hvað þá einhverjar aðrar sjónvarpsstöðvar aðrar en Sjónvarp allra landsmanna. Útvarpið er svona hipsum hapsum en það er gsm-samband enda eiga Höfuðborgarbúar sumarbústaði í nágrenninu.
Eru þetta ekki allt atriði sem eru baráttumál fólks úti á landi, atriði sem þarf að bæta til að stuðla að því að við séum öll jafnir borgarar þessa lands. En þetta er hlutskipti sem ég hef valið mér svo ég kvarta ekki.
En manni getur nú sárnað þegar við Sunnlendingar erum ekki talin til landsbyggðarfólks. Mér fannst það skrýtið þegar Svæðisútvarp Suðurlands var lagt niður og ástæðan sögð sú að við værum hvort sem er orðin hluti af Höfuðborgarsvæðinu og okkur yrði sinnt úr Reykjavík með fréttir úr okkar nærumhverfi. Ég skoðaði svæðisfréttir á ruv.is, undir Suðurland er nýjasta fréttin frá 29. sept um að það var lokað fyrir heitt vatn í Grafarholti og nú er október næstum á enda runninn. Og af þessum „svæðisfréttum" af Suðurlandi eru tvær sem gætu talist af mínu svæði en það er um veslings manninn sem druknaði í Soginu. Ég hélt að landshlutafréttir væru fréttir sem kannski ættu ekki erindi til allra á landinu og það virðist vera raunin annars staðar. Í svæðisfréttum af Norðurlandi eru fréttir sem Norðlendingar og áhugafólk um Norðurland les. Ég nenni ekki að lesa um Seðlabankann í sjálfheldu eða hlutabréf í Alfrsca sem svæðisfréttir. Ekki heldur hreppsnefndarfréttir úr Reykjavík þó að fjölmiðlaliðinu detti auðsjáanlega ekki í hug að setja það í svæðisfréttir okkar Sunnlendinga.
Það sem í rauninni pirrar mig mest er að við erum ekki talin alvöru dreifbýlisfólk. Þegar ég heimsæki frændfólk mitt fyrir norðan er oft eitthvað verið að hnýta í „ykkur þarna fyrir sunnan“, sem þýðir á Höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég svara að ég viti nú ekki svo vel hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í Reykjavík, ég komi þangað svo sjaldan nema til að fara á fundi tengda vinnunni, er horft á mann vanntrúaraugum. Sunnlendingar=Borgarbúar er útbreitt viðhorf sem við sveitamenn á Suðurlandi þurfum að vinna að upprætingu á.
***********************************
Svo mörg voru þau orð og svo sannarlega í tíma töluð. Til útskýringar er rétt að geta þess að þrátt fyrir að vera innfæddur Hvergerðingur og Ölfusingur að langfeðgatali þá á "Þjóðhildur" nú lögheimili í Bláskógabyggð og það afar ofarlega í sveitinni ....
Þar sem ég blogga aldrei nú orðið er næstbesta lausnin að kópera snilldar texta vina og vandamanna til að fleiri geti notið.
Ég var að enda við að lesa frábæra grein eftir vinkonu mína "Þjóðhildi Halvorsen" sem ég ákvað að setja í heilu lagi hér fyrir neðan. Reyndar er allt sem hún skrifar afar skemmtileg lesning svo ég hvet ykkur til að lesa hugleiðingar hennar .....
*****************************
Tilvistarkreppa
Ég tilheyri úti á landi liðinu og er stolt af því. Ég valdi að búa í sveitinni og þess vegna kvarta ég ekki yfir því að búa við einn versta malarveg á landinu. Því eftir að hafa ferðast um landið held ég að við sem búum í sveitum Suðurlands getum státað okkur af því að eiga illfærustu þjóðvegi landsins. Malarvegir á Norðurlandi eru yfirleitt uppbyggðir og ofaníbornir og þulfa ekki að þola þá illu meðferð sem tíðkast á Suðurlandi. Þar fara ekki framhjá 50 Arctic Trucks á 100 km hraða á hverjum degi svo börn og kýr eiga fótum fjör að launa. Til viðbótar er svo allt Yaris-fólkið, allar rúturnar sem fara Gullna hringinn og svo við sem búum við veginn. Það kemur fyrir að við bregðum okkur af bæ. Er nema von að einn lélegur malarveg verði holóttur.
Ég bý semsagt við holóttan malar veg, ég hef ekki netsamband, nema gegnum innhringibúnað, Stöð 2 sést ekki hvað þá einhverjar aðrar sjónvarpsstöðvar aðrar en Sjónvarp allra landsmanna. Útvarpið er svona hipsum hapsum en það er gsm-samband enda eiga Höfuðborgarbúar sumarbústaði í nágrenninu.
Eru þetta ekki allt atriði sem eru baráttumál fólks úti á landi, atriði sem þarf að bæta til að stuðla að því að við séum öll jafnir borgarar þessa lands. En þetta er hlutskipti sem ég hef valið mér svo ég kvarta ekki.
En manni getur nú sárnað þegar við Sunnlendingar erum ekki talin til landsbyggðarfólks. Mér fannst það skrýtið þegar Svæðisútvarp Suðurlands var lagt niður og ástæðan sögð sú að við værum hvort sem er orðin hluti af Höfuðborgarsvæðinu og okkur yrði sinnt úr Reykjavík með fréttir úr okkar nærumhverfi. Ég skoðaði svæðisfréttir á ruv.is, undir Suðurland er nýjasta fréttin frá 29. sept um að það var lokað fyrir heitt vatn í Grafarholti og nú er október næstum á enda runninn. Og af þessum „svæðisfréttum" af Suðurlandi eru tvær sem gætu talist af mínu svæði en það er um veslings manninn sem druknaði í Soginu. Ég hélt að landshlutafréttir væru fréttir sem kannski ættu ekki erindi til allra á landinu og það virðist vera raunin annars staðar. Í svæðisfréttum af Norðurlandi eru fréttir sem Norðlendingar og áhugafólk um Norðurland les. Ég nenni ekki að lesa um Seðlabankann í sjálfheldu eða hlutabréf í Alfrsca sem svæðisfréttir. Ekki heldur hreppsnefndarfréttir úr Reykjavík þó að fjölmiðlaliðinu detti auðsjáanlega ekki í hug að setja það í svæðisfréttir okkar Sunnlendinga.
Það sem í rauninni pirrar mig mest er að við erum ekki talin alvöru dreifbýlisfólk. Þegar ég heimsæki frændfólk mitt fyrir norðan er oft eitthvað verið að hnýta í „ykkur þarna fyrir sunnan“, sem þýðir á Höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég svara að ég viti nú ekki svo vel hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í Reykjavík, ég komi þangað svo sjaldan nema til að fara á fundi tengda vinnunni, er horft á mann vanntrúaraugum. Sunnlendingar=Borgarbúar er útbreitt viðhorf sem við sveitamenn á Suðurlandi þurfum að vinna að upprætingu á.
***********************************
Svo mörg voru þau orð og svo sannarlega í tíma töluð. Til útskýringar er rétt að geta þess að þrátt fyrir að vera innfæddur Hvergerðingur og Ölfusingur að langfeðgatali þá á "Þjóðhildur" nú lögheimili í Bláskógabyggð og það afar ofarlega í sveitinni ....