14. janúar 2008
Mýs og menn ...
Fjölmörg símtöl afgreidd í dag. Engir ákveðnir viðtalstímar gera það að verkum að ónæði getur orðið nokkuð, en mér þykir þetta þó ágætt fyrirkomulag. Reyni að klára allar hringingar innan dags því annar safnast saman of langur listi. Einnig er gott að koma frá öllum tölvupósti sem þarf að svara. Þetta tekst þó ekki alltaf eins og til dæmis í dag. Reyni að bæta úr því á morgun. Ræddi við Þráinn Hauksson hjá Landslagi sem sér um deiliskipulagsbreytinguna á Grýluvelli, hana þarf að klára í vikunni svo skipulagsnefnd geti tekið tillöguna til afgreiðslu sem fyrst. Fundur með arkitektum aðstöðuhúss frestast en verður á mánudaginn í næstu viku í staðinn.
Ræddi lengi við bæði Magnús Hlyn og Þóru hjá Glugganum. Héraðsblöðin þrjú hafa mikilvægu hlutverki að gegna og sinna því vel. Því er mikilvægt að gott samband sé á milli þeirra og íbúa svæðisins.
Ræddi við Þórarinn hjá Veraldarvinum en þeir munu senda hingað tvo eða þrjá hópa til umhverfisverkefna eins og síðastliðin sumur. Það hefur gengið ágætlega og er Hveragerði vinsæll áfangastaður ungmennanna sem hingað sækja.
Hafði enga haldbæra afsökun fyrir þvi að mæta ekki í sundleikfimi þannig að ég skellti mér í laugina. Frábær slökun og skemmtilegur hópur. Kíkti síðan á æfingu á gervigrasvellinum þar sem Albert og félagar æfðu fótbolta í snjónum.
Mikið hafarí þegar ég kom heim enda komin mús/mýs í húsið. Kallaður var út liðsauki í baráttunni og mætti Steinar vopnaður gildru og Síríus lengju. Veiddum eina í ruslaskápnum í eldhúsinu með það sama. Nú er spurning hvernig afrakstur næturinnar verður....
Fjölmörg símtöl afgreidd í dag. Engir ákveðnir viðtalstímar gera það að verkum að ónæði getur orðið nokkuð, en mér þykir þetta þó ágætt fyrirkomulag. Reyni að klára allar hringingar innan dags því annar safnast saman of langur listi. Einnig er gott að koma frá öllum tölvupósti sem þarf að svara. Þetta tekst þó ekki alltaf eins og til dæmis í dag. Reyni að bæta úr því á morgun. Ræddi við Þráinn Hauksson hjá Landslagi sem sér um deiliskipulagsbreytinguna á Grýluvelli, hana þarf að klára í vikunni svo skipulagsnefnd geti tekið tillöguna til afgreiðslu sem fyrst. Fundur með arkitektum aðstöðuhúss frestast en verður á mánudaginn í næstu viku í staðinn.
Ræddi lengi við bæði Magnús Hlyn og Þóru hjá Glugganum. Héraðsblöðin þrjú hafa mikilvægu hlutverki að gegna og sinna því vel. Því er mikilvægt að gott samband sé á milli þeirra og íbúa svæðisins.
Ræddi við Þórarinn hjá Veraldarvinum en þeir munu senda hingað tvo eða þrjá hópa til umhverfisverkefna eins og síðastliðin sumur. Það hefur gengið ágætlega og er Hveragerði vinsæll áfangastaður ungmennanna sem hingað sækja.
Hafði enga haldbæra afsökun fyrir þvi að mæta ekki í sundleikfimi þannig að ég skellti mér í laugina. Frábær slökun og skemmtilegur hópur. Kíkti síðan á æfingu á gervigrasvellinum þar sem Albert og félagar æfðu fótbolta í snjónum.
Mikið hafarí þegar ég kom heim enda komin mús/mýs í húsið. Kallaður var út liðsauki í baráttunni og mætti Steinar vopnaður gildru og Síríus lengju. Veiddum eina í ruslaskápnum í eldhúsinu með það sama. Nú er spurning hvernig afrakstur næturinnar verður....
Comments:
Skrifa ummæli