<$BlogRSDUrl$>

28. október 2005

Hetja er fallin frá

Langri og erfiðri baráttu við MND sjúkdóminn er lokið, Magnea Karlsdóttir lést í kvöld, 28. október.
Það voru mikil forréttindi að mega vera þátttakandi í stuðningsmannahópi Maggýjar og fá þannig tækifæri til að fylgjast með þeirri samheldni og þeim dugnaði sem einkennt hefur fjölskyldu Maggýjar á þessum erfiðu tímum.
Minningin lifir um lífsglaða kjarnorkukonu og dugnaðarfork sem ávallt setti fólkið sitt í fyrsta sæti.
Okkar innilegustu samúðarkveðjur til Dóra, dætranna og fjölskyldunnar allrar.

26. október 2005

Af bloggi og Istanbul

Var skömmuð í gær fyrir að blogga sjaldan. Það var vegna þess að einhverjir dagar hafa verið að falla út að undanförnu en ég verð nú að segja að það yljaði að bloggsins væri saknað ef eitthvað nýtt kemur ekki á hverjum degi.
Vandinn er að atburðir daganna eru mismerkilegir og ekki víst að það þyki sérlega fréttnæmt þó tekið hafi verið til í garðinum eða skúrað yfir eldhúsgólfið! !

Framundan er ferð til Istanbul í næstu viku og því er nóg að gera í vinnunni við að koma frá sér verkefnum og ganga frá áður en lagt er í hann. Erum búin að viða að okkur bókum um borgina, panta skoðunarferðir og fleira. Erum síðan svo heppin að fara með Svövu sem komið hefur áður á þessar slóðir og ætlar hún að lóðsa okkur um þá staði sem vert er að skoða. Ætlum líka að hoppa yfir í Asíu hluta borgarinnar en það verður í fyrsta skipti sem sú heimsálfa er heimsótt.

Annars hef ég fengið heilmikil viðbrögð frá bæjarbúum vegna tillagnanna sem við fluttum í bæjarstjórn í síðustu viku. Fólki þykir skjóta heldur skökku við að meirihlutinn skuli hafna tilllögunni um stuðning við ófaglærða starfsmenn leikskólanna sem eru að sækja sér réttindi. Það kom okkur líka á óvart að ekki skyldi tekið undir tillögu okkar en sýnir best hverjar áherslur meirihlutans eru.

Það vakti síðan sérstaka athygli mína hvernig bæjarstjóri velur að segja frá fundinum í fréttapunktum á heimasíðu bæjarins. Þegar við í minnihlutanum greiðum atkvæði geng tillögum eða sitjum hjá þá erum við nafngreind í fréttapunktunum en þegar Herdís Þórðardóttir situr hjá vegna kvennafrídagsins þá er hún ekki nafngreind heldur látið nægja að segja: "tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum."
Ætli bæjarstjóranum hafi þótt afstaða formannsins svo hallærisleg að hann vildi ekki láta það sjást á prenti ?

24. október 2005

Áfram stelpur!

Það var einstök upplifun að taka þátt í kvennafrídeginum í Reykjavík í dag.
Eftir umferðarteppu á Miklubrautinni neyddumst við til að leggja bílunum við Háteigskirkju og ganga þaðan uppá Skólavörðuholtið. Reyndar bara hressandi í blíðunni. Á Skólavörðuholtinu tók á móti okkur haf af konum þrátt fyrir að gangan hefði lagt af stað hálftíma áður.

Mjökuðumst við áfram með straumnum, fet fyrir fet og þótt að hægt gengi enduðum við á Ingólfstorgi þannig að við rétt náðum að berja nokkur atriði augum. Stemmningin var yndisleg í þvögunni, allir svo kurteisir og í svo góðu skapi að einhvern veginn kom örtröðin ekki að sök.

Verð þó að segja að allir voru sammála um að sú ákvörðun að hafa dagskrána á Ingólfstorgi væri óskiljanleg. Alltof lítið pláss, alltof lítið svið og hræðilegt hljóðkerfi.

Heyrði í dagskrárstjóranum í fréttum núna í kvöld og verð að segja að heldur voru þær aumlegar ástæðurnar sem gefnar voru fyrir þessu. Við konur kunnum að klæða af okkur kuldann sem hugsanlega hefði verið á Arnarhóli og það að þurft hefði stærra svið og hljóðkerfi var nauðsyn, ekki galli! !

En mikið óskaplega vorum við stoltar íslenska kvenþjóðin í dag. Ef við náum svona samstöðu spáum þá í hverju við getum áorkað ef við höfum viljann að vopni og stöndum saman um baráttumál okkar í framtíðinni.

23. október 2005

Sundmót og Romanov ættinSunnudeginum var eytt í Reykjavík.
Byrjuðum í flottu nýju innilauginni í Laugardal þar sem krakkarnir frá sunddeild Hamars tóku þátt í KR mótinu. Albert keppti þarna í fyrsta sinn á móti og stóð sig vel. Bjarni labbaði út með þrenn verðlaun þannig að hann var ánægður með afrakstur dagsins.

Fórum seinnipartinn í Gerðarsafn í Kópavogi þar sem nú stendur yfir frábær sýning á munum frá tímum Romanov ættarinnar í Rússlandi. Krökkum þykir þetta ekki síður spennandi sýning en okkur sem eldri erum því örlög Romanov keisaraættarinnar eru óhugnanleg og vekja athygli allra kynslóða.

Á neðri hæð Gerðarsafns er afar falleg sýning á íkonum í eigum innlendra og erlendra aðila. Það er gaman að sjá myndirnar hennar Kristínar Gunnlaugsdóttur í jafn góðum félagskap og þarna er. Hún er ekkert minna en snillingur á sínu sviði.

Gerðarsafnið var sneisafullt af fólki enda mikill áhugi fyrir sýningunum. Það er athyglisvert að verða vitni að því að trekk í trekk ná söfn hér á landi að halda sýningar sem slá öll met í aðsókn. Vakti mig til umhugsunar um það hvort ekki beri að skoða betur þá möguleika sem búa í Listasafni Árnesinga hér í Hveragerði. Hér er húsakostur með því besta sem gerist og því ætti að vera hægur vandi að setja hér upp sýningar sem vekja athygli á landsvísu.

22. október 2005

Fundahöld vikuna 17.-21. október 2005

Bloggið hefur orðið útundan þessa vikuna og er það ekki til fyrirmyndar.
Bæti úr því hér með. Í staðinn verður þetta óheyrilega löng rulla sem hér birtist. Lesendur eru beðnir velvirðinar á því ! !

Vikan byrjaði á bæjarráðsfundi á mánudagsmorgun þar sem hin árlega heimsóknaferð í stofnanir bæjarins hófst. Byrjuðum í grunnskólanum þar sem að vanda var tekið á móti okkur með kostum og kynjum. Lögðum sérstaka áherslu á að skoða sérkennslu aðstöðuna þar sem sífelldar breytingar eiga sér stað á högum deildarinnar. Nú fer sérkennsla fram í litum hópum á fjölmörgum stöðum innan skólans en sífellt fleiri nemendur njóta sérkennslu.
Verkmenntaálman var ekki heimsótt enda þekkja flestir mætavel til þess ástands sem þar ríkir. Afar brýnt er að þegar verði hafist handa við hönnun á nýrri álmu og stefnt að byggingu hennar eins fljótt og auðið er.

Í sundlauginni í Laugaskarði stendur gæsluskúrinn enn ókláraður þrátt fyrir að í vor þegar sá gamli var rifinn hafi átt að koma þessum upp á örfáum vikum. Það voru rökin fyrir því að meirihlutinn vildi ekki kanna möguleika á nýrri staðsetningu þar sem sundlaugarverðir hefðu betri yfirsýn yfir laugarsvæðið.
Nú þegar nóvember bankar á dyrnar hafa sundlaugarverðir enga aðstöðu utandyra og ljóst að nægur tími hefur gefist til að standa sómasamlega að endurnýjuninni. Það var aftur á móti ekki gert. Þess bera vitni handklæðin sem liggja allt í kringum bygginguna til að verja hana vatnsskemmdum, ekkert opnanlegt fag er á skúrnum og engin loftræsting. Ólitað gler er í öllum hliðum þannig að óhætt er að segja að starfsmönnum muni líða eins og í sultukrukku þegar þeir loks geta sest í skúrinn ! ! !

Í Laugaskarði er forgangsverkefni að tryggja aðgengi fyrir alla, það hefur verið á dagskrá núverandi meirihluta megnið af þessu kjörtímabili en mun ekki nást fyrr en á því næsta með sama áframhaldi.

Leikskólinn Undraland hefur fengið ágæta andlitslyftingu í sumar en búið er að mála og endurnýja húsið utanhúss. Ýmislegt smálegt þarf þó að laga en það er óþarfi að starfsmenn ergi sig til lengdar á hlutum sem hægt er að laga með litlum tilkostnaði.

Bæjarráð mun heimsækja aðrar stofnanir bæjarins á næsta fundi sínum.

-----------------------------------
Á þriðjudeginum var fundur í bygginganefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sú nefnd hefur haft umsjón með byggingu íþróttahússins Iðu. Unnið er að samkomulagi við verktaka um verklok og höfum við góðar vonir um að það muni takast fljótlega. Almenn ánægja ríkir með húsið og er það afar vel nýtt bæði af nemendum skólans sem og af íbúum Árborgar.

Á þriðjudagskvöldinu hittist MA oktettinn sem við köllum svo hjá Jóhönnu Magnúsar. Þetta eru alltaf skemmtilegar stundir enda mikið spjallað. Við höfum þekkst síðan við vorum saman í Menntaskóla en þar vorum við saman á vistinni, flestar okkar öll fjögur árin.
------------------------------------
Skrapp til Reykjavíkur vegna tannréttinga sonarins á miðvikudag. Um kvöldið var síðan fundur í blaðstjórn Bláhvers. Lögðum þar línurnar fyrir starfið sem framundan er. Góður og öflugur hópur skipar blaðstjórnina sem óhætt er að vænta mikils af.
----------------------------------------------

Þétt dagskrá var á fimmtudaginn en strax eftir vinnu var fundur í skólanefnd FSU.
Við skólann eru nú skráðir 987 nemendur sem er nýtt met. Þetta met er reyndar slegið á hverju ári þannig að enginn kippir sér lengur upp við það. Nú styttist í að nemendafjöldi fari yfir 1000 en það er óneitanlega nokkuð stór áfangi.
Á fundinum var rætt um brottfall nemenda, nýja eyktaskipan, nemendagarðana, körfuboltaakademíuna, skólaakstur, hestaíþróttir og fleira.
Það er ánægjulegt að í fjárlagafrumvarpinu 2006 er gert ráð fyrir auknu framlagi til skólans vegna kennslu nemenda sem heyra undir Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Er þetta mikil viðurkenning á því mikla og góða starfi sem farið hefur fram í skólanum undanfarin ár.

Mér gafst rétt um hálftími til að heilsa dótturinni sem komin var að austan áður en bæjarstjórnarfundur byrjaði klukkan 19. Hún mun reyndar ekki stoppa mikið heimavið í þetta skiptið, það er nefnilega Airwaves hátíðin sem dregur hana suður.

Á bæjarstjórnarfundinum bar ýmislegt til tíðinda meðal annars lögðum ég og Elínborg Ólafsdóttir fram tillögu um að konur í vinnu hjá Hveragerðisbæ haldi fullum launum taki þær þátt í kvennafrídeginum frá og með klukkan 14:08 næstkomandi mánudag. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum en Herdís Þórðardóttir og Hjalti Helgason sátu hjá.

Ég, Hjalti og Elínborg lögðum ennfremur fram tillögu um að íþrótta- og æskulýðsfulltúa verði falið að gera tillögu til bæjarráðs um lýsingu sundlaugarkersins í Laugaskarði með ljósum sem yrðu undir vatnsyfirborðinu.
Í vettvangsheimsókn bæjarráðs í Laugaskarði kom fram að til stendur að lýsa sundlaugina með tveimur öflugum kösturum. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að lýsing undir vatnsyfirborði sé mun betri og tryggi öryggi sundlaugagesta sem og aðstöðu sundlaugarvarða með allt öðrum hætti en kastarar geta gert. Samkvæmt gögnum sem við lögðum fram væri hægt að lýsa sundlaugarkerið með þessum hætti fyrir upphæð sem væri ekki langt frá þeim kostnaði sem hlýst af uppsetningu staura og kastara.
----------
Æðibunugangur meirihlutans er oft alveg furðulegur. Fyrir mánuði síðan lagði bæjarstjórinn fram tillögu um lagningu hraðahindrana og gangbrauta yfir Breiðumörkina á tveimur stöðum. Tillagan fór til skipulagsnefndar sem fól sérfræðingum að vinna hana betur. Síðan hefur ekkert gerst en allir virðast hafa gleymt að ýta á eftir skipulagsvinnunni. Samt þykir þeim tilhlýðilegt að láta bæjarstjórn samþykkja að fela bæjarstjóra að setja niður þessar hraðahindranir án þess að leggja útfærsluna fyrir skipulagsnefnd eða bæjarráð/bæjarstjórn.
Það er ekki skrýtið þó maður spyrji sig hvað meirihlutinn sé yfirleitt að gera með nefndakerfi ! !
--------
Á fundinum var samþykkt að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Hveragerðis 2005 - 2017. Ég stóð að þeirri samþykkt með eftirfarandi bókun:
Þar sem almenn þverpólitísk sátt hefur ríkt um langflest atriði í aðalskipulagsvinnunni samþykki ég tillöguna þrátt fyrir að vera á móti fyrirhugaðri nýtingu á Ullarþvottastöðvarlóðinni við Dynskóga og undrast um leið að ekki skuli tekið tillit til eindreginna skoðana bæjarbúa sem komið hafa fram á íbúafundum undanfarið.

Enn og aftur hlýtur maður að spyrja sig; er enginn að hlusta á íbúafundunum?
Til hvers er búið að halda 3 fundi um þetta mál ef ekki á að hlusta á það sem þar hefur komið fram.
Ég man að "einhver flokkur" talaði fjálglega um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar, held að sá flokkur hafi á leiðinni týnt stefnuskránni i heild sinni !!!
----------
Við Sjálfstæðismenn lögðum einnig fram eftirfarandi tillögur:

Bæjarstjórn samþykkir að þeir starfsmenn leikskóla bæjarfélagsins sem sækja fjarnám til B.Ed prófs í leikskólafræðum haldi héðan í frá föstum launum sínum þrátt fyrir að þurfa að sækja kennslu og þjálfun á vinnutíma sínum.

Í ljós hefur komið að í nágrannasveitarfélögum okkar er starfsmönnum gert kleift að afla sér fagþekkingar með þeim hætti sem hér er gert ráð fyrir, það er án þess að skerðast verulega í launum á meðan. Okkur þykir eðlilegt að sami háttur verði hafður á hér enda hlýtur það að vera Hveragerðingum kappsmál að á leikskólum bæjarins starfi eins margir menntaðir leikskólakennarar eins og völ er á.


Þessi tillaga virtist fara fyrir brjóstið á meirihlutanum allavega brugðust þau við með hefðbundnum hætti, kölluðu mig Ragnar Reykás sem gerist reyndar á hverjum fundi núorðið. Slagorðafátæktin er hrópleg að verða:-)

Þau felldu síðan tillöguna með þeim orðum að í því fælist ábyrgðaleysi gagnvart fjármunum almennings að leggja fram tillögu að þessari stærðargráðu án þess að hún sé kostnaðargreind. Fyrir þau útgjöld sem tillagan felur væntanlega í sér töldu þau margar leiðir færar til fjölga leikskólakennurum í Hveragerði og efla leikskólastarf enn frekar.

Nú getum við ekki beðið eftir að sjá hversu mikið meirihlutinn ætlar að hækka laun allra starfsmanna eins og þau sögðust geta gert í stað þess að samþykkja tillögu okkar.
Ég dreg einnig í efa að af þessari tillögu hlytist jafn umtalsverður kostnaður og af er látið því eftir því sem mér hefur heyrst er reynt af fremst megni að leysa málin innanhúss með eins lítilli fjölgun stöðugilda og hægt er. Það verður að teljast undarlegt ef bæjarfélagið ætlar sér að hagræða með því að starfsmenn séu hafðir launalausir við að afla sér réttinda ! !

Ennfremur lögðum við til að bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að móta drög að starfsreglum varðandi endurmenntun starfsmanna bæjarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en á fyrsta fundi ársins 2006.

Þessi tillaga fékkst samþykkt en í henni felst að mörkuð verði stefna í endurmenntunarmálum og þar verði meðal annars ákveðið hvernig mál eins og það sem að ofangreinir verður afgreitt í framtíðinni.
------
Endurskoðuð fjárhagsáætlun var lögð fyrir fundinn og sýndi ágæta stöðu. Helgast það ekki síst af þeirri staðreynd að Tívolí lóðin var seld fyrir 50 milljónir nú nýverið. Án þess hefði staðan verið með öðrum hætti.
Það verður spennandi að sjá hvort ársreikningur muni endurspegla væntingarnar sem koma fram í endurskoðuninni.
------
Á fundinum lagði ég fram bréf þar sem ég óskaði eftir lausn frá störfum í Skipulags- og bygginganefnd. Í minn stað kemur Örn Guðmundsson.
-----------------------------------

18. október 2005

Heimasíða Grunnskólans í Hveragerði

Langþráð heimasíða Grunnskólans í Hveragerði er nú komin í loftið og full ástæða til að óska skólafólkinu til hamingju með það. Krækja inná síðuna er í listanum hér til vinstri.

17. október 2005

Landsfundur og borgaraleg réttindi !!

Árangursríkum og skemmtilegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk í gær.
Geir Haarde og Þorgerður Katrín voru glæsileg á sviðinu að loknum kosningum þar sem þau hlutu afgerandi stuðning flokksmanna í embætti sín. Óneitanlega hefur ásýnd flokksins breyst við þetta og gaman að nú skuli kona í fyrsta sinn vera kosin í forystu Sjálfstæðisflokksins. Margur hafði á orði að nú hefðu konurnar tekið völdin í flokknum en 9 af 11 fulltrúum landsfundar í miðstjórn eru nú konur. Árangur Suðurkjördæmis er einnig eftirtektarverður en kjördæmið fékk fjóra fulltrúa í miðstjórn, þau Unni Brá Konráðsdóttur, Grím Gíslason, Björk Guðmundsdóttur og Helgu Þorbergsdóttur. Frábær árangur enda góðir og öflugir einstaklingar í kjöri. Það var einnig áberandi hversu vel fulltrúar Suðurkjördæmis náðu saman á fundinum og greinilegt að mikil eining hefur myndast innan kjördæmisins. Það er hugur í fólki enda sóknarfærin óvíða fleiri en einmitt hér.

Ég var svo heppin að fá að vera einn af þremur fundarstjórum landsfundarins og fékk sem slík í tvígang að stýra fundinum. Það var óneitanlega skemmtilegt og ekki spillti félagsskapurinn fyrir!


Eins og fjölmargir sögðu í ræðum sínum á fundinum þá er landsfundur Sjálfstæðisflokksins annað og meira en gagnlegur fundur. Tilfinningin er eins og að vera á ættarmóti. Þarna hittast félagar og samherjar hvaðanæva að af landinu, rifja upp gömul kynni, ræða landsins gagn og nauðsynjar og ekki síst, fá nýjar hugmyndir til góðra verka.

Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar þar sem mikilvægt er að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins komist sem víðast í meirihluta. Við höfum verk að vinna hér í Hveragerði rétt eins og félagar okkar í Árborg. Það verk á eftir að verða skemmtilegt en um leið krefjandi, það er ekki vafi í mínum huga að bæjarbúar munu vilja breytingar þegar að kjörborðinu kemur í vor.
--------------------------

Síðan að tölvumálin á heimilinu komust í þrot hefur nóg verið umleikis í félagsmálum.

Sameiningin var kolfelld í öllum sveitarfélögum, rétt eins og flestir bjuggust við eftir undangengna íbúafundi. Kjörsóknin var til skammar í sumum sveitarfélögum. Það er alls ekki ásættanlegt að rétt tæplega helmingur skili sér að kjörborðinu eins og hér var reyndin og hvað þá þegar tæplega þriðjungur atkvæðisbærra manna gefur sér tíma til að mæta á kjörstað einsog íbúar Árborgar gerðu.

Mér gafst ákjósanlegt tækifæri til að fara vel yfir lýðræðið og borgaraleg réttindi á fundi sem ég tók þátt í í Fjölbrautaskóla Suðurlands í síðustu viku. Nokkrar kennslustundir voru teknar undir, en dagurinn byrjaði á því að nemendur spiluðu lýðræðisspilið. Heimagert spil þar sem svara átti ýmsum spurningum varðandi réttindi og skyldur borgaranna. Við vorum fjögur fengin frá stjórnmálaflokkunum til að fara á milli stofa og taka þátt í spilinu og svara þeim spurningum sem við lentum á. Þetta var virkilega skemmtilegt þó að ekki hafi gefist mikill tími í hverri stofu enda margir staðir sem þurfti að heimsækja. Það spillti reyndar örlítið fyrir að engir fulltrúar mættu frá Framsókn og Vinstri Grænum, en annars voru fulltrúar mættir frá Frjálslyndum og Samfylkingunni, en Björgvin G. Sigurðsson þingmaður tók þátt fyrir þeirra hönd. Að spili loknu voru nemendur kallaðir á sal þar sem við, að loknum framsögum, sátum fyrir svörum. Fundurinn var hinn líflegasti eins og við mátti búast og gaman að heyra hversu mikinn áhuga unga fólkið hafði á hinum ýmsu málefnum. Samræmda stúdentsprófið var ofarlega í huga flestra og þeir sem tóku til máls vildu það allir burt. Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að í ályktun landsfundar um menntamál lagði landsfundur til að samræmda stúdentsprófið yrði lagt niður.

Eftirfarandi kafli um framhaldskólann er úr landsfundarályktun um skóla- og fræðslumál:

Framhaldsskóli: Á undanförnum árum hefur heildartími náms í grunnskóla verið lengdur til muna sem gefur tækifæri til styttingar heildarnámstíma til stúdentsprófs. Landsfundur fagnar hugmyndum í þá veru sem eiga eftir að veita einstaklingum aukin sóknarfæri. Lands­fundur leggur áherslu á að sjálfstæði framhaldsskóla verði tryggt til að þeim gefist kostur á að bjóða upp á sveigjanlegan námstíma til stúdentsprófs. Jafnframt að vel verði hugað að endurmenntun kennara, námskrám og námsefnisgerð. Fagnaðarefni er hve fram­halds­­skólar eru tilbúnir til þess að bjóða nem­endum á grunnskólastigi áfanga á framhaldsskólastigi og flýta þannig fyrir námslokum þeirra nemenda sem kjósa að útskrifast fyrr eða taka nám sitt með aukn­um hraða. Þessi fljótandi skil á milli skólastiga eru í anda einstaklingsmiðaðs náms og aukinnar ábyrgðar einstaklinga á námi sínu og framtíð. Þá leggur landsfundur til að samræmd stúdentspróf verði lögð niður.

Nemendurnir í FSU ræddu það mjög hvað þau þyrftu að gera til að fá ráðamenn til að hlusta á sig. Við sem sátum fyrir svörum lögðum áherslu á að þau yrðu að láta heyra í sér sem víðast og ræða við þá ráðamenn sem þau næðu til. Þetta gerði unga fólkið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og náði með harðfylgi þónokkrum breytingum á þeim landsfundarályktunum sem lágu fyrir fundinum. Þetta er einungis eitt dæmi um það.
-----------------------------

9. október 2005

Tölvutengingin heima hefur verið í ólagi undanfarið og því hefur ekki verið hægt að setja neitt á síðuna.
Fátt ergir mann eins mikið og tæknin þegar hún er að stríða manni og því eru þessi tæki ekki efst á vinsældalistanum þessa stundina !!
Vonandi að úr rætist eftir helgi.

4. október 2005

"Miðjan" og skipulagsmál !Um helgina var kynnt nýtt miðbæjar skipulag á Selfossi, Miðjan, svokallaða.
Hægt er að skoða kynninguna sem flutt var á fundinum á netinu og er hún hin glæsilegasta. Nú var ég ekki á þessum fundi og er þess utan ekki íbúi í Árborg þannig að það er spurning hvort þetta mál komi manni yfirhöfuð við. En sem íbúi í Árnessýslu þar sem Selfoss er höfuðstaður þá lít ég svo á að maður geti leyft sér að hafa á þessu skipulagi skoðun.

Hugmynd Einars Elíassonar er bæði framsýn og áræðin, þar vantar ekkert uppá. Það er enda gæfa hvers bæjarfélags að íbúar sýni hugmyndaauðgi og framkvæmdagleði og glæði þannig umhverfi sitt lífi. Það er líka engin spurning að jafn stórhuga framkvæmd og Miðjan er vekur áhuga, umræður og ekki síst athygli. Því ber að fagna hvort sem við erum íbúar í Árborg eða ekki.

Bygging tveggja sextán hæða íbúðaturna í "smábæ" útá landi vekur athygli á landsvísu sérstaklega þar sem "smábærinn" skákar þannig sjálfri höfuðborginni sem ekki býr við viðlíka húsakost. Það eru reyndar tvö atriði sem ég í fljótu bragði sakna úr umræðunni. Það fyrra er stefnumörkun bæjarstjórnar Árborgar varðandi yfirbragð byggðar á Selfossi. Hvernig verður tekið á móti næstu verktökum sem eðlilega vilja líka byggja hátt á nærliggjandi lóðum? Gæta verður jafnræðis í afgreiðslum þessara mála sem öðrum og því er mikilvægt að stefnumörkun bæjarstjórnar sé skýr.

Annað var að skuggavarpið vakti athygli mína við lestur kynningarefnisins. Því er vandlega lýst í apríl, júní og september en hvernig er því háttað í desember þegar sól er lægst á lofti og skuggarnir þar með lengstir?

Það er auðvitað engin tilviljun að skipulagsmál í Árborg skuli vekja jafnmikla athygli vestan Varmár og raun ber vitni. Við erum hér í svipuðum hugrenningum enda staðirnir báðir mjög eftirsóttir og bæjarstjórn hér hefur ekki undan að bregðast við óskum verktaka og framkvæmdaaðila sem fullir áhuga vilja byggja í bæjarfélaginu.
Því fögnum við öll enda fátt eins skemmtilegt og lúxus vandamál af þessu tagi. En hér eins og á Selfossi þurfum við að vanda okkur. Það þarf að huga vel að öllum þáttum þegar byggðin er skipulögð og hafa skýra og meðvitaða sýn á það hvernig við viljum að byggðin þróist.

Skipulags- og bygginganefnd fundaði í dag og eru fundir nefndarinnar orðnir ansi langir enda málin mörg sem þarf að afgreiða. Verið er að leggja lokahönd á aðalskipulagið nýja og í dag afgreiddum við síðustu vafa atriðin út af borðinu. Ekki voru allir á eitt sáttir og greiddum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til dæmis atkvæði á móti íbúðabyggð undir Hamrinum(Dynskógar). Þar viljum við skilyrðislaust sjá grænt svæði í framtíðinni. Sjónarmið okkar þar fékk ekki hljómgrunn! Tillaga okkar um fyrirkomulag gróðurhúsabyggðar við Gróðurmörk var aftur á móti samþykkt þannig að þar mun að hluta til verða hægt að skipuleggja íbúðabyggð í stað gróðurhúsa.

Mikil umræða varð enn og aftur um hæð byggðarinnar, sitt sýndist hverjum, en að lokum náðist niðurstaða um að byggð í Hveragerði skuli, á Bæjarflötinni, ekki fara yfir 4 hæðir. Þykir einhverjum það eflaust lítið, öðrum alltof mikið. Ég tel að með því að vanda til deiliskipulags einstakra reita megi samræma þetta sjónarmið því að haldið sé í þá sérstöku bæjarmynd sem hér er og byggist ekki hvað síst á því að hér er lágreist byggð í skjóli fjalla þar sem umhverfið fær að njóta sín án þess að á það sé skyggt af háreistum byggingum. Til framtíðar litið eru þetta gæði sem eiga eftir að verða ómetanleg.

Endanleg tillaga að nýju aðalskipulagi verður lögð fyrir nefndina 18. október.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet