<$BlogRSDUrl$>

17. október 2005

Landsfundur og borgaraleg réttindi !!

Árangursríkum og skemmtilegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk í gær.
Geir Haarde og Þorgerður Katrín voru glæsileg á sviðinu að loknum kosningum þar sem þau hlutu afgerandi stuðning flokksmanna í embætti sín. Óneitanlega hefur ásýnd flokksins breyst við þetta og gaman að nú skuli kona í fyrsta sinn vera kosin í forystu Sjálfstæðisflokksins. Margur hafði á orði að nú hefðu konurnar tekið völdin í flokknum en 9 af 11 fulltrúum landsfundar í miðstjórn eru nú konur. Árangur Suðurkjördæmis er einnig eftirtektarverður en kjördæmið fékk fjóra fulltrúa í miðstjórn, þau Unni Brá Konráðsdóttur, Grím Gíslason, Björk Guðmundsdóttur og Helgu Þorbergsdóttur. Frábær árangur enda góðir og öflugir einstaklingar í kjöri. Það var einnig áberandi hversu vel fulltrúar Suðurkjördæmis náðu saman á fundinum og greinilegt að mikil eining hefur myndast innan kjördæmisins. Það er hugur í fólki enda sóknarfærin óvíða fleiri en einmitt hér.

Ég var svo heppin að fá að vera einn af þremur fundarstjórum landsfundarins og fékk sem slík í tvígang að stýra fundinum. Það var óneitanlega skemmtilegt og ekki spillti félagsskapurinn fyrir!


Eins og fjölmargir sögðu í ræðum sínum á fundinum þá er landsfundur Sjálfstæðisflokksins annað og meira en gagnlegur fundur. Tilfinningin er eins og að vera á ættarmóti. Þarna hittast félagar og samherjar hvaðanæva að af landinu, rifja upp gömul kynni, ræða landsins gagn og nauðsynjar og ekki síst, fá nýjar hugmyndir til góðra verka.

Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar þar sem mikilvægt er að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins komist sem víðast í meirihluta. Við höfum verk að vinna hér í Hveragerði rétt eins og félagar okkar í Árborg. Það verk á eftir að verða skemmtilegt en um leið krefjandi, það er ekki vafi í mínum huga að bæjarbúar munu vilja breytingar þegar að kjörborðinu kemur í vor.
--------------------------

Síðan að tölvumálin á heimilinu komust í þrot hefur nóg verið umleikis í félagsmálum.

Sameiningin var kolfelld í öllum sveitarfélögum, rétt eins og flestir bjuggust við eftir undangengna íbúafundi. Kjörsóknin var til skammar í sumum sveitarfélögum. Það er alls ekki ásættanlegt að rétt tæplega helmingur skili sér að kjörborðinu eins og hér var reyndin og hvað þá þegar tæplega þriðjungur atkvæðisbærra manna gefur sér tíma til að mæta á kjörstað einsog íbúar Árborgar gerðu.

Mér gafst ákjósanlegt tækifæri til að fara vel yfir lýðræðið og borgaraleg réttindi á fundi sem ég tók þátt í í Fjölbrautaskóla Suðurlands í síðustu viku. Nokkrar kennslustundir voru teknar undir, en dagurinn byrjaði á því að nemendur spiluðu lýðræðisspilið. Heimagert spil þar sem svara átti ýmsum spurningum varðandi réttindi og skyldur borgaranna. Við vorum fjögur fengin frá stjórnmálaflokkunum til að fara á milli stofa og taka þátt í spilinu og svara þeim spurningum sem við lentum á. Þetta var virkilega skemmtilegt þó að ekki hafi gefist mikill tími í hverri stofu enda margir staðir sem þurfti að heimsækja. Það spillti reyndar örlítið fyrir að engir fulltrúar mættu frá Framsókn og Vinstri Grænum, en annars voru fulltrúar mættir frá Frjálslyndum og Samfylkingunni, en Björgvin G. Sigurðsson þingmaður tók þátt fyrir þeirra hönd. Að spili loknu voru nemendur kallaðir á sal þar sem við, að loknum framsögum, sátum fyrir svörum. Fundurinn var hinn líflegasti eins og við mátti búast og gaman að heyra hversu mikinn áhuga unga fólkið hafði á hinum ýmsu málefnum. Samræmda stúdentsprófið var ofarlega í huga flestra og þeir sem tóku til máls vildu það allir burt. Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að í ályktun landsfundar um menntamál lagði landsfundur til að samræmda stúdentsprófið yrði lagt niður.

Eftirfarandi kafli um framhaldskólann er úr landsfundarályktun um skóla- og fræðslumál:

Framhaldsskóli: Á undanförnum árum hefur heildartími náms í grunnskóla verið lengdur til muna sem gefur tækifæri til styttingar heildarnámstíma til stúdentsprófs. Landsfundur fagnar hugmyndum í þá veru sem eiga eftir að veita einstaklingum aukin sóknarfæri. Lands­fundur leggur áherslu á að sjálfstæði framhaldsskóla verði tryggt til að þeim gefist kostur á að bjóða upp á sveigjanlegan námstíma til stúdentsprófs. Jafnframt að vel verði hugað að endurmenntun kennara, námskrám og námsefnisgerð. Fagnaðarefni er hve fram­halds­­skólar eru tilbúnir til þess að bjóða nem­endum á grunnskólastigi áfanga á framhaldsskólastigi og flýta þannig fyrir námslokum þeirra nemenda sem kjósa að útskrifast fyrr eða taka nám sitt með aukn­um hraða. Þessi fljótandi skil á milli skólastiga eru í anda einstaklingsmiðaðs náms og aukinnar ábyrgðar einstaklinga á námi sínu og framtíð. Þá leggur landsfundur til að samræmd stúdentspróf verði lögð niður.

Nemendurnir í FSU ræddu það mjög hvað þau þyrftu að gera til að fá ráðamenn til að hlusta á sig. Við sem sátum fyrir svörum lögðum áherslu á að þau yrðu að láta heyra í sér sem víðast og ræða við þá ráðamenn sem þau næðu til. Þetta gerði unga fólkið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og náði með harðfylgi þónokkrum breytingum á þeim landsfundarályktunum sem lágu fyrir fundinum. Þetta er einungis eitt dæmi um það.
-----------------------------

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet