29. október 2004
Til hamingju með afmælið gær unga dama!!
Ólgar líf í október
órabelgur leynist hér.
Bestu óskir berist þér
í bréfi þessu nú frá mér. :-)
Ólgar líf í október
órabelgur leynist hér.
Bestu óskir berist þér
í bréfi þessu nú frá mér. :-)
SÝNISHORN ÚR BLÁHVER
Hvað gerir Jón í umboði Árna Magnússonar?
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfélags Hveragerðis bíða nú álits setts félagsmálaráðherra Jóns Kristjánssonar í máli sem varðar leigu Hveragerðisbæjar á húsnæði í nýju verslunarmiðstöðinni.
Það er álit okkar Sjálfstæðismanna að meirihlutinn hafi freklega brotið gegn ákvæðum sveitarstjórnarlaga þegar þau neituðu að leita álits og fá útreikning um kostnað bæjarins við leiguna áður en samningurinn var undirritaður.
Það ber ekki vott um góða stjórnsýslu að kynna slíkt álit 3 mánuðum eftir að samningurinn var undirritaður.
AH
Hvað gerir Jón í umboði Árna Magnússonar?
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfélags Hveragerðis bíða nú álits setts félagsmálaráðherra Jóns Kristjánssonar í máli sem varðar leigu Hveragerðisbæjar á húsnæði í nýju verslunarmiðstöðinni.
Það er álit okkar Sjálfstæðismanna að meirihlutinn hafi freklega brotið gegn ákvæðum sveitarstjórnarlaga þegar þau neituðu að leita álits og fá útreikning um kostnað bæjarins við leiguna áður en samningurinn var undirritaður.
Það ber ekki vott um góða stjórnsýslu að kynna slíkt álit 3 mánuðum eftir að samningurinn var undirritaður.
AH
Í dag kemur Bláhver út, blað Sjálfstæðismanna í Hveragerði. Stútfullur af efni eins og venja er. Þar er að finna greinar um fjármál Hveragerðisbæjar, Hótel Örk, sunddeildina nýju, nýja starfsmenn bæjarins, Hellisheiðina, félag eldri borgara og fleira og fleira. Blaðið verður borið í öll hús í Hveragerði og í dreifbýli Ölfuss. Fjölmargir einstaklingar eru á póstlista og fá blaðið sent til sín hvort sem þeim líkar það betur eða verr :-)
Ef einhverjir utan Hveragerðis hafa áhuga á að fylgjast með málum hér þá endilega hikið ekki við að hafa samband og láta bæta ykkur á póstlistann.
Ef einhverjir utan Hveragerðis hafa áhuga á að fylgjast með málum hér þá endilega hikið ekki við að hafa samband og láta bæta ykkur á póstlistann.
10. október 2004
Það var eðli máls samkvæmt komið seint heim eftir afmælishófið á Örkinni en ekki vorum við búin að lúra lengi þegar ég rauk upp með andfælum við gríðarleg læti í kettinum (Guðlaugi). Ekki leið á löngu áður en ég uppgötvaði hvers kyns var en kattarófétið hafði þá af sinni alkunnu snilld veitt mús og var nú með hana sprell lifandi í kjaftinum inni hjá minnsta manninum. Ekkert hrein á köttinn hvorki blíðmæli, hótanir, harðfiskur eða kústurinn. Var nú farið að síga í hjónin á bænum sem voru ekki alveg í stuði til að stunda músaveiðar nýkomin af balli! Kattarómyndin lék sér síðan að því að sleppa músinni inná milli og láta hana hlaupa, okkur til mikillar gleði ! ! ! Síðan stökk hann með bráð sína inní stofu og þá var okkur nú öllum lokið, en eftir drjúgan eltingaleik sleppti hann músinni sem var nú orðin dösuð svo við náðum henni milli kústa og sópuðum henni fram í forstofu. Þá vildi nú ekki betur til en svo að hún lenti undir útidyramottunni. Hversu óheppinn getur maður verið ? ? ? Eftir vandlega undirbúna hernaðaráætlun tókst okkur að svipta mottunni og músinni í einu handtaki út í garð. Þvílíkur léttir ! ! !
En Guðlaugur Lárusson sem hefur hingað til ríkt hér með frekju og yfirgangi á ekki lengur uppá pallborðið hjá neinum á heimilinu. Það er lágmark að kötturinn sýni smá tillitsemi við matforeldra sína þegar þau eru EKKI í standi til að stunda músaveiðar....
En Guðlaugur Lárusson sem hefur hingað til ríkt hér með frekju og yfirgangi á ekki lengur uppá pallborðið hjá neinum á heimilinu. Það er lágmark að kötturinn sýni smá tillitsemi við matforeldra sína þegar þau eru EKKI í standi til að stunda músaveiðar....
Héldum uppá 35 ára afmæli Kjörís með pompi og pragt í gær. Ég skemmti mér afskaplega vel og ég vona að aðrir hafi gert það líka. Hótel Örk á heiður skilinn fyrir frábæra þjónustu og góðan mat. Ekki skemmdi heldur nýji salurinn fyrir en hann er afskaplega vel lukkaður. Það er mikil breyting frá því sem var, en áður var þarna blómaskálinn góði sem hélt hvorki vatni né vindi :-)
Gaman að sjá hvernig ferskir vindar blása núna um Örkina.
Gaman að sjá hvernig ferskir vindar blása núna um Örkina.