10. október 2004
Það var eðli máls samkvæmt komið seint heim eftir afmælishófið á Örkinni en ekki vorum við búin að lúra lengi þegar ég rauk upp með andfælum við gríðarleg læti í kettinum (Guðlaugi). Ekki leið á löngu áður en ég uppgötvaði hvers kyns var en kattarófétið hafði þá af sinni alkunnu snilld veitt mús og var nú með hana sprell lifandi í kjaftinum inni hjá minnsta manninum. Ekkert hrein á köttinn hvorki blíðmæli, hótanir, harðfiskur eða kústurinn. Var nú farið að síga í hjónin á bænum sem voru ekki alveg í stuði til að stunda músaveiðar nýkomin af balli! Kattarómyndin lék sér síðan að því að sleppa músinni inná milli og láta hana hlaupa, okkur til mikillar gleði ! ! ! Síðan stökk hann með bráð sína inní stofu og þá var okkur nú öllum lokið, en eftir drjúgan eltingaleik sleppti hann músinni sem var nú orðin dösuð svo við náðum henni milli kústa og sópuðum henni fram í forstofu. Þá vildi nú ekki betur til en svo að hún lenti undir útidyramottunni. Hversu óheppinn getur maður verið ? ? ? Eftir vandlega undirbúna hernaðaráætlun tókst okkur að svipta mottunni og músinni í einu handtaki út í garð. Þvílíkur léttir ! ! !
En Guðlaugur Lárusson sem hefur hingað til ríkt hér með frekju og yfirgangi á ekki lengur uppá pallborðið hjá neinum á heimilinu. Það er lágmark að kötturinn sýni smá tillitsemi við matforeldra sína þegar þau eru EKKI í standi til að stunda músaveiðar....
En Guðlaugur Lárusson sem hefur hingað til ríkt hér með frekju og yfirgangi á ekki lengur uppá pallborðið hjá neinum á heimilinu. Það er lágmark að kötturinn sýni smá tillitsemi við matforeldra sína þegar þau eru EKKI í standi til að stunda músaveiðar....
Comments:
Skrifa ummæli