29. október 2004
Í dag kemur Bláhver út, blað Sjálfstæðismanna í Hveragerði. Stútfullur af efni eins og venja er. Þar er að finna greinar um fjármál Hveragerðisbæjar, Hótel Örk, sunddeildina nýju, nýja starfsmenn bæjarins, Hellisheiðina, félag eldri borgara og fleira og fleira. Blaðið verður borið í öll hús í Hveragerði og í dreifbýli Ölfuss. Fjölmargir einstaklingar eru á póstlista og fá blaðið sent til sín hvort sem þeim líkar það betur eða verr :-)
Ef einhverjir utan Hveragerðis hafa áhuga á að fylgjast með málum hér þá endilega hikið ekki við að hafa samband og láta bæta ykkur á póstlistann.
Ef einhverjir utan Hveragerðis hafa áhuga á að fylgjast með málum hér þá endilega hikið ekki við að hafa samband og láta bæta ykkur á póstlistann.
Comments:
Skrifa ummæli