27. júní 2004
Vorum að koma heim frá Borgarnesi eftir velheppnað og skemmtilegt KB banka mót í fótbolta. Þar mættu Hvergerðingar á föstudegi með um 90 krakka og ótölulegan fjölda fylgifiska til að keppa í fótbolta. Þetta er í 7. skiptið sem farið er á þetta mót og það hefur fyrir löngu skapast sú hefð að þarna mæta allir sem vettlingi geta valdið með sínum krökkum.
Já og jafnvel þó börnin séu hætt í fótboltanum! ! !
Á þessu móti er það ekki stórmál hver vinnur heldur er aðalatriðið að vera með og hafa gaman af leiknum. Þrátt fyrir það er alltaf gaman þegar vel gengur og við vorum afar stolt af krökkunum sem stóðu sig frábærlega, Hvergerðingar gerðu sér til dæmis lítið fyrir og unnu 5. flokk B og lentu síðan í 3. sæti í 6. flokki B. Ekki má gleyma 4. flokki A sem tapaði naumlega af 3. sætinu eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni. Fengum síðan sérstakt hrós fyrir fagnaðarlætin, enda með áberandi bestu bylgjuna :-)
Maður getur ekki beðið um meira...
Það voru örugglega milli 3 og 400 Hvergerðingar sem snéru þreyttir, sólbakaðir og vindþurrkaðir heim eftir góða og skemmtilega helgi.
Já og jafnvel þó börnin séu hætt í fótboltanum! ! !
Á þessu móti er það ekki stórmál hver vinnur heldur er aðalatriðið að vera með og hafa gaman af leiknum. Þrátt fyrir það er alltaf gaman þegar vel gengur og við vorum afar stolt af krökkunum sem stóðu sig frábærlega, Hvergerðingar gerðu sér til dæmis lítið fyrir og unnu 5. flokk B og lentu síðan í 3. sæti í 6. flokki B. Ekki má gleyma 4. flokki A sem tapaði naumlega af 3. sætinu eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni. Fengum síðan sérstakt hrós fyrir fagnaðarlætin, enda með áberandi bestu bylgjuna :-)
Maður getur ekki beðið um meira...
Það voru örugglega milli 3 og 400 Hvergerðingar sem snéru þreyttir, sólbakaðir og vindþurrkaðir heim eftir góða og skemmtilega helgi.
11. júní 2004
Það er gaman að sjá hvernig fyrirtæki í iðnaðarhverfinu hafa tekið myndarlega til hendinni í kjölfarið á gatnagerðarframkvæmdum bæjarins. Það er greinilegt að enn og aftur sannast það að þegar bærinn fegrar og bætir umhverfið fylgja íbúarnir á eftir. Hreint til fyrirmyndar.
-----------------------
Það fer ekki hjá því að veðurfar eins og hér hefur ráðið ríkjum undanfarið hafi áhrif á sálartetrið, léttklæddir Hvergeringar spígspora um bæinn og dást að gróðrinum sem sjaldan eða aldrei hefur verið jafn gróskumikill svo snemma sumars. Það er ástæða til að benda fólki á að kíkja á Hegginn sem nú blómstrar hringinn hjá Gunnu og Bigga á Breiðumörkinni og setur einstaklega fallegan svip á aðalgötuna.
-----------------------
Svo falla vígin hvert af öðru er ekki verið að laga til fyrir framan Hverabakka en þar var annars síðasta malar bílaplanið í miðbænum. Svona tosast þetta áfram enda hefur það marg sannað sig að sígandi lukka er best :-)
-----------------------
Það fer ekki hjá því að veðurfar eins og hér hefur ráðið ríkjum undanfarið hafi áhrif á sálartetrið, léttklæddir Hvergeringar spígspora um bæinn og dást að gróðrinum sem sjaldan eða aldrei hefur verið jafn gróskumikill svo snemma sumars. Það er ástæða til að benda fólki á að kíkja á Hegginn sem nú blómstrar hringinn hjá Gunnu og Bigga á Breiðumörkinni og setur einstaklega fallegan svip á aðalgötuna.
-----------------------
Svo falla vígin hvert af öðru er ekki verið að laga til fyrir framan Hverabakka en þar var annars síðasta malar bílaplanið í miðbænum. Svona tosast þetta áfram enda hefur það marg sannað sig að sígandi lukka er best :-)
130 milljónir í yfirdrátt
Nú liggur fyrir sundurliðað yfirlit skammtímaskulda bæjarsjóðs eins og við báðum um en fengum ekki á síðasta bæjarstjórnarfundi. Því var afgreiðslu ársreiknings frestað um hálfan mánuð. Í yfirlitinu sést að bærinn er með 130 milljónir í yfirdrátt á 8 bankareikningum hjá hinum fjölbreytilegustu fjármálastofnunum. Heildarskammtímaskuldir bæjarins um áramót voru 353 milljónir og er ömurlegt að sjá bæinn enn og aftur draga greiðslur í sameiginleg fyrirtæki sveitarfélaga á svæðinu svo sem til Tónlistarskólans, héraðsnefndar Árnesinga og til Sorpstöðvar Suðurlands. Það er ekki skemmtilegt að sjá það nú annað árið í röð að Hvergerðingar eru skuldseigastir sveitarfélaga á Suðurlandi í þessum efnum.
Nú liggur fyrir sundurliðað yfirlit skammtímaskulda bæjarsjóðs eins og við báðum um en fengum ekki á síðasta bæjarstjórnarfundi. Því var afgreiðslu ársreiknings frestað um hálfan mánuð. Í yfirlitinu sést að bærinn er með 130 milljónir í yfirdrátt á 8 bankareikningum hjá hinum fjölbreytilegustu fjármálastofnunum. Heildarskammtímaskuldir bæjarins um áramót voru 353 milljónir og er ömurlegt að sjá bæinn enn og aftur draga greiðslur í sameiginleg fyrirtæki sveitarfélaga á svæðinu svo sem til Tónlistarskólans, héraðsnefndar Árnesinga og til Sorpstöðvar Suðurlands. Það er ekki skemmtilegt að sjá það nú annað árið í röð að Hvergerðingar eru skuldseigastir sveitarfélaga á Suðurlandi í þessum efnum.
3. júní 2004
Sameinumst - eða ekki !
Sat fund í gær sem boðað var til af nefnd sem vinna á að eflingu sveitarstjórnarstigsins. Í stuttu máli var lítið á þessum fundi að græða! Rætt fram og til baka um það sama og við höfum þegar rætt um og lesið margoft á síðustu árum.
Það vantaði alveg eitthvað bitastætt í umræðuna. Hvað ætlar þessi nefnd að gera? Hvað leggur hún upp með? Síðan vantar alveg í þessa vinnu að mínu mati ákveðinn grundvallarþátt sem eru forsendurnar. Hef á tilfinningunni að nú eigi að sameina sveitarfélög burtséð frá öllum rökum og þeim tilfinningum sem fólk hefur. Mér finnst vanta að sveitarstjórnarmenn, eða einhverjir aðrir, setjist niður og fari efnislega yfir kosti og galla sameiningar og gleymi ekki þeim kosti heldur að hafa áfram óbreytt ástand. Eftir hverju erum við sveitarstjórnarmenn að bíða? Eigum við að bíða eftir því að þessi nefnd skili fullbúnum tillögum eða ætlum við að leggja línurnar sjálf?
Svo ég horfi nú ekki lengra en að túnfætinum verð ég að segja að ég á erfitt með að sjá hverju við Hvergerðingar verðum til dæmis bættari við sameiningu. Við búum hér í um 2000 manna ört vaxandi bæjarfélagi þar sem þjónusta er á flestum sviðum eins og best verður á kosið. Sveitarfélagið þekur svæði sem er ekki miklu stærra en bújörð austur í sveitum svo ekki eru landfræðilegar fjarlægðir að há okkur varðandi þjónustu við íbúana.
Hvað viljum við fleira? Í umræðunni þurfum við að skilgreina hverjar eru þarfir okkar og langanir og hvernig getum við best náð þeim markmiðum sem við setjum Hveragerðisbæ.
Mikið er talað um sameiningu Ölfuss og Hveragerðis og sýnist þar sitt hverjum. Margir virðast ekki geta litið framhjá þeirri staðreynd að við erum eyríki inní Ölfusinu. Ég segi aftur á móti, og hvað með það??? Er ekki Sviss eyríki í Evrópu? Enginn talar um þá lífsnauðsyn að vegna landfræðilegrar legu beri þeim að sameinast nágrönnum sínum.
Það er velþekkt staðreynd að sameining sveitarfélaga með tvo sterka byggðakjarna er afar erfið. Sameining þar sem aftur á móti er óumdeilanlegur miðpunktur er miklu auðveldari. Þess vegna hef ég í umræðunni sagt að ef við, að afloknum vönduðum undirbúningi, komumst að þeirri niðurstöðu að hag Hvergerðinga er betur borgið í stærra sveitarfélagi þá ber okkur skylda til að horfa á hlutina í stærra samhengi og líta þá til þess að Árnessýsla verði gerð að einu sveitarfélagi. Sveitarfélagið sem þannig yrði til yrði eitt það stærsta á landinu og í mjög hröðum vexti. Slík sameining gæti orðið spennandi og til hagsbóta fyrir alla Árnesinga.
Til þess að ásættanleg niðurstaða náist þarf að fara fram miklu meiri og opnari umræða um þessi mál. Umræða þar sem ALLIR þora að setja fram sína skoðun án hættu á því að verða stimplaðir forpokaðir, gamaldags eiginhagsmunaseggir eins og örlítið hefur borið á þegar sitt sýnist hverjum í umræðunni.
Sat fund í gær sem boðað var til af nefnd sem vinna á að eflingu sveitarstjórnarstigsins. Í stuttu máli var lítið á þessum fundi að græða! Rætt fram og til baka um það sama og við höfum þegar rætt um og lesið margoft á síðustu árum.
Það vantaði alveg eitthvað bitastætt í umræðuna. Hvað ætlar þessi nefnd að gera? Hvað leggur hún upp með? Síðan vantar alveg í þessa vinnu að mínu mati ákveðinn grundvallarþátt sem eru forsendurnar. Hef á tilfinningunni að nú eigi að sameina sveitarfélög burtséð frá öllum rökum og þeim tilfinningum sem fólk hefur. Mér finnst vanta að sveitarstjórnarmenn, eða einhverjir aðrir, setjist niður og fari efnislega yfir kosti og galla sameiningar og gleymi ekki þeim kosti heldur að hafa áfram óbreytt ástand. Eftir hverju erum við sveitarstjórnarmenn að bíða? Eigum við að bíða eftir því að þessi nefnd skili fullbúnum tillögum eða ætlum við að leggja línurnar sjálf?
Svo ég horfi nú ekki lengra en að túnfætinum verð ég að segja að ég á erfitt með að sjá hverju við Hvergerðingar verðum til dæmis bættari við sameiningu. Við búum hér í um 2000 manna ört vaxandi bæjarfélagi þar sem þjónusta er á flestum sviðum eins og best verður á kosið. Sveitarfélagið þekur svæði sem er ekki miklu stærra en bújörð austur í sveitum svo ekki eru landfræðilegar fjarlægðir að há okkur varðandi þjónustu við íbúana.
Hvað viljum við fleira? Í umræðunni þurfum við að skilgreina hverjar eru þarfir okkar og langanir og hvernig getum við best náð þeim markmiðum sem við setjum Hveragerðisbæ.
Mikið er talað um sameiningu Ölfuss og Hveragerðis og sýnist þar sitt hverjum. Margir virðast ekki geta litið framhjá þeirri staðreynd að við erum eyríki inní Ölfusinu. Ég segi aftur á móti, og hvað með það??? Er ekki Sviss eyríki í Evrópu? Enginn talar um þá lífsnauðsyn að vegna landfræðilegrar legu beri þeim að sameinast nágrönnum sínum.
Það er velþekkt staðreynd að sameining sveitarfélaga með tvo sterka byggðakjarna er afar erfið. Sameining þar sem aftur á móti er óumdeilanlegur miðpunktur er miklu auðveldari. Þess vegna hef ég í umræðunni sagt að ef við, að afloknum vönduðum undirbúningi, komumst að þeirri niðurstöðu að hag Hvergerðinga er betur borgið í stærra sveitarfélagi þá ber okkur skylda til að horfa á hlutina í stærra samhengi og líta þá til þess að Árnessýsla verði gerð að einu sveitarfélagi. Sveitarfélagið sem þannig yrði til yrði eitt það stærsta á landinu og í mjög hröðum vexti. Slík sameining gæti orðið spennandi og til hagsbóta fyrir alla Árnesinga.
Til þess að ásættanleg niðurstaða náist þarf að fara fram miklu meiri og opnari umræða um þessi mál. Umræða þar sem ALLIR þora að setja fram sína skoðun án hættu á því að verða stimplaðir forpokaðir, gamaldags eiginhagsmunaseggir eins og örlítið hefur borið á þegar sitt sýnist hverjum í umræðunni.