27. júní 2004
Vorum að koma heim frá Borgarnesi eftir velheppnað og skemmtilegt KB banka mót í fótbolta. Þar mættu Hvergerðingar á föstudegi með um 90 krakka og ótölulegan fjölda fylgifiska til að keppa í fótbolta. Þetta er í 7. skiptið sem farið er á þetta mót og það hefur fyrir löngu skapast sú hefð að þarna mæta allir sem vettlingi geta valdið með sínum krökkum.
Já og jafnvel þó börnin séu hætt í fótboltanum! ! !
Á þessu móti er það ekki stórmál hver vinnur heldur er aðalatriðið að vera með og hafa gaman af leiknum. Þrátt fyrir það er alltaf gaman þegar vel gengur og við vorum afar stolt af krökkunum sem stóðu sig frábærlega, Hvergerðingar gerðu sér til dæmis lítið fyrir og unnu 5. flokk B og lentu síðan í 3. sæti í 6. flokki B. Ekki má gleyma 4. flokki A sem tapaði naumlega af 3. sætinu eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni. Fengum síðan sérstakt hrós fyrir fagnaðarlætin, enda með áberandi bestu bylgjuna :-)
Maður getur ekki beðið um meira...
Það voru örugglega milli 3 og 400 Hvergerðingar sem snéru þreyttir, sólbakaðir og vindþurrkaðir heim eftir góða og skemmtilega helgi.
Já og jafnvel þó börnin séu hætt í fótboltanum! ! !
Á þessu móti er það ekki stórmál hver vinnur heldur er aðalatriðið að vera með og hafa gaman af leiknum. Þrátt fyrir það er alltaf gaman þegar vel gengur og við vorum afar stolt af krökkunum sem stóðu sig frábærlega, Hvergerðingar gerðu sér til dæmis lítið fyrir og unnu 5. flokk B og lentu síðan í 3. sæti í 6. flokki B. Ekki má gleyma 4. flokki A sem tapaði naumlega af 3. sætinu eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni. Fengum síðan sérstakt hrós fyrir fagnaðarlætin, enda með áberandi bestu bylgjuna :-)
Maður getur ekki beðið um meira...
Það voru örugglega milli 3 og 400 Hvergerðingar sem snéru þreyttir, sólbakaðir og vindþurrkaðir heim eftir góða og skemmtilega helgi.
Comments:
Skrifa ummæli