11. júní 2004
Það er gaman að sjá hvernig fyrirtæki í iðnaðarhverfinu hafa tekið myndarlega til hendinni í kjölfarið á gatnagerðarframkvæmdum bæjarins. Það er greinilegt að enn og aftur sannast það að þegar bærinn fegrar og bætir umhverfið fylgja íbúarnir á eftir. Hreint til fyrirmyndar.
-----------------------
Það fer ekki hjá því að veðurfar eins og hér hefur ráðið ríkjum undanfarið hafi áhrif á sálartetrið, léttklæddir Hvergeringar spígspora um bæinn og dást að gróðrinum sem sjaldan eða aldrei hefur verið jafn gróskumikill svo snemma sumars. Það er ástæða til að benda fólki á að kíkja á Hegginn sem nú blómstrar hringinn hjá Gunnu og Bigga á Breiðumörkinni og setur einstaklega fallegan svip á aðalgötuna.
-----------------------
Svo falla vígin hvert af öðru er ekki verið að laga til fyrir framan Hverabakka en þar var annars síðasta malar bílaplanið í miðbænum. Svona tosast þetta áfram enda hefur það marg sannað sig að sígandi lukka er best :-)
-----------------------
Það fer ekki hjá því að veðurfar eins og hér hefur ráðið ríkjum undanfarið hafi áhrif á sálartetrið, léttklæddir Hvergeringar spígspora um bæinn og dást að gróðrinum sem sjaldan eða aldrei hefur verið jafn gróskumikill svo snemma sumars. Það er ástæða til að benda fólki á að kíkja á Hegginn sem nú blómstrar hringinn hjá Gunnu og Bigga á Breiðumörkinni og setur einstaklega fallegan svip á aðalgötuna.
-----------------------
Svo falla vígin hvert af öðru er ekki verið að laga til fyrir framan Hverabakka en þar var annars síðasta malar bílaplanið í miðbænum. Svona tosast þetta áfram enda hefur það marg sannað sig að sígandi lukka er best :-)
Comments:
Skrifa ummæli