<$BlogRSDUrl$>

29. maí 2004

Meirihlutinn samþykkti dagskrárbreytinga tillögu okkar í upphafi bæjarstjórnarfundar í gær um að afgreiðslu ársreiknings yrði frestað. Þetta töldum við nauðsynlegt vegna þess að gögn sem við báðum um, á síðasta fundi, að yrðu lögð fram með fundarboði lágu ekki fyrir. Þarna er um að ræða sundurliðun á skammtímaskuldum sem skv. ársreikningi nema 323 milljónum króna. Afskaplega há upphæð, alltof há til að hægt sé að samþykkja reikninginn nema að vita hvað býr að baki þessum óskaplegu skammtímaskuldum bæjarins.

Grein eftir Aldísi Hafsteinsdóttur, Pálínu Sigurjónsdóttur og Hjalta Helgason
Bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði
----------------------------------------

Meirihlutinn féll á fyrsta prófinu
Á síðasta fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar var ársreikningur bæjarins fyrir árið 2003 lagður fram til fyrri umræðu. Gat þar að líta hvernig meirihluta Framsóknar og Samfylkingar farnaðist fjármálastjórnin sitt fyrsta heila ár við stjórnvölinn.
Í stuttu máli má segja að meirihlutinn sé fallinn. Hann féll í fyrsta áfanganum, í grunnfaginu áætlanagerð. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun hafi verið endurskoðuð í lok nóvember, þegar einungis 1 mánuður er eftir af árinu, þá stendur ekki steinn yfir steini nú þegar ársreikning ber loks fyrir sjónir.

104 milljóna tap í stað 31 milljóna taps
Niðurstaða rekstrarreiknings Hveragerðisbæjar vegna ársins 2003 er rúmlega 104 milljóna króna tap í stað rúmlega 31 milljóna taps eins og áætlun meirihlutans gerði ráð fyrir. Tap bæjarins er þannig um 230 % meira en ráð var fyrir gert.
Rekstur málaflokka nemur 117% af skatttekjum eins og kom fram í skýrslu endurskoðenda. Bærinn getur með öðrum orðum ekki staðið við skuldbindingar sínar eins og rekstur grunnskólans, leikskólans og annars daglegs rekstur nema með því að taka lán. Það er minna en ekkert eftir þegar kemur af því að borga vexti og afborganir lána. Bæjarsjóður hefur enda tekið ný langtímalán uppá 320 milljónir þrátt fyrir að fjárfestingar hafi einungis numið 57 milljónum á árinu. Langtímaskuldir hafa aukist um 20% milli ára og nú er svo komið að hver fimm manna fjölskylda skuldar, fyrir hönd Hveragerðisbæjar, 3.4 milljónir króna.

Skuldaaukning 60%
Miðað við málflutning Framsóknar og Samfylkingar undanfarið mun þessi niðurstaða vera vegna stjórnartíðar okkar Sjálfstæðismanna! Áhrif okkar hafa verið ótrúlega lífseig og með ólíkindum hvernig við virðumst hafa áhrif á meirihlutann í störfum þeirra og gjörðum.
Ekkert getur samt breytt þeirri staðreynd að eftir síðasta heila ár Sjálfstæðismanna við stjórnvöllinn, 2001, voru skuldir pr. íbúa 421 þúsund (á árslokaverðlagi 2003) á móti 680 þúsundum nú tveimur árum síðar.
Skuldaaukningin er 60 % á tímabilinu.

Það sorglega við þessa stöðu bæjarsjóðs er það að á árinu 2004 munu bætast við gríðarlegar skuldbindingar bæjarsjóðs vegna leigu á bæjarskrifstofum og bókasafni. Allar líkur eru á að þær skuldbindingar muni enn veikja rekstur bæjarins. Það er gott að muna það að skuldir tilkomnar vegna framkvæmda sem endast eiga til langs tíma, eins og fráveitumannvirkja, skóla og leikskóla þurfa ekki að vera slæmar. En þegar reksturinn fer úr böndum, eins og hér er staðreynd, er voðinn vís.
Það er mikilvægt að bæjarfulltrúar geri sér grein fyrir því að þeirra hlutverk er ekki að reisa sér minnisvarða eða bautasteina. Þeirra hlutverk er aðeins eitt. Það er að fara vel með sameiginlegan sjóð okkar allra og sjá til þess að rekstur bæjarfélagsins sé eins góður og best verður á kosið. Þessu hefur núverandi meirihluti gleymt. Fögru orðin sem féllu þegar fjárhagsáætlun 2003 var samþykkt eru gleymd. Hinir fögru tónar forseta bæjarstjórnar um 3% flatan niðurskurð á alla rekstrarliði reyndust falskir. Það sem gefa átti aukið svigrúm til athafna hefur bundið bæinn á klafa skulda og rekstrarvanda.
Við lýsum yfir vantrausti á fjármálastjórn meirihluta Framsóknar og Samfylkingar. Við lýsum því jafnframt yfir að við teljum þau fallin, fallin á því eina prófi sem virkilega skipti máli.


19. maí 2004

Í þessum hrjáða og oft óvinveitta heimi er gott að muna að til eru samtök og einstaklingar sem vilja láta gott af sér leiða, hjálpa öðrum af óeigingirni og sannfæringu um að öll skiptum við máli.
Minni á síðu SOS samtakanna þar sem við getum tekið að okkur börn í fjarlægum heimsálfum og fyrir upphæð sem samsvarar einni pizzu á mánuði, séð því fyrir skólagöngu, húsnæði, mat og öðrum nauðsynjum.
Yafei í Kína hefur verið aukameðlimur fjölskyldunnar í nokkur ár og er gott að vita til þess að með okkar litla framlagi höfum við skapað henni betri lífskjör.
Þetta getum við öll gert.

18. maí 2004

Sá að dóttirin er að skjóta á móður sína á síðunni sinni þann 13. maíþ Það er nú ekki við því búast að maður vilji hafa einhver misilla útlítandi bílhræ á lóðinni. Heimilisbílarnir hafa nú hingað til verið næg útlitslýti. Óþarfi samt fyrir gesti að taka þetta til sín :-)
------------------------

Var að lesa mjög gott viðtal við Rafn Jónsson, tónlistarmann, í DV um helgina. Hér er hægt að komast á heimasíðu þeirra hjóna. Jákvætt fólk sem hefur góða sýn á tilveruna þrátt fyrir að veikindi Rafns hafi litað allt þeirra líf. Fólki virðist oft gefinn auka kraftur þegar mikið bjátar á.
-----------------------
-----------------------

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar í liðinni viku lagði meirihlutinn fram til fyrri umræðu ársreikning bæjarins fyrir árið 2003. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun hafi verið endurskoðuð í lok september þá stendur ekki steinn yfir steini nú þegar ársreikning ber loks fyrir sjónir.

Niðurstaða rekstrarreiknings Hveragerðisbæjar vegna ársins 2003 er rúmlega 104 milljón króna tap í stað rúmlega 31 milljóna hagnaðs eins og áætlun meirihlutans gerði ráð fyrir. Tap bæjarins er þannig um 230 % meira ráð var fyrir gert.

Rekstur málaflokka nemur um 117% af skatttekjum eins og kom fram í skýrslu endurskoðenda. Bærinn getur með öðrum orðum ekki staðið við skuldbindingar sínar eins og rekstur grunnskólans, leikskólans og annars daglegs rekstur nema með því að taka lán. Það er minna en ekkert eftir þegar kemur af því að borga vexti og afborganir lána. Bæjarsjóður hefur enda tekið ný langtímalán uppá 320 milljónir þrátt fyrir að fjárfestingar hafi einungis numið 57 milljónum á árinu. Langtímaskuldir hafa aukist um 20% milli ára og nú er svo komið að hver fimm manna fjölskylda skuldar, fyrir hönd Hveragerðisbæjar, 3.4 milljónir króna.
Við Sjálfstæðismenn í Hveragerði getum ekki setið hjá þegar svona er farið með fjármuni og munum við síðari umræðu bóka efnislega um heildar niðurstöðu ársins.
--------------------------
Margt framundan hjá Sjálfstæðismönnum, kampavínsboð á vegum Landsnets Sjálfstæðiskvenna á laugardaginn og afmælisveisla í tilefni af 75 ára afmæli flokksins n.k. þriðjudag 25. maí.
Greinilegt að neikvæð umræða um flokkinn síðustu daga hefur ekki haft áhrif og innra starfið er öflugt sem aldrei fyrr. Nú er um að gera að fjölmenna !


8. maí 2004

Fæ athugasemdir frá ótrúlegasta fólki um að ég skrifi aldrei á blggið og það er ekki hægt að þræta fyrir staðreyndir. Á þessari síður hefur lítið (lesist: ekkert) gerst síðan í mars...
Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða. Sagði einu sinni við Binnu, vinkonu mömmu, að ég vonaði að tíminn liði hægar þegar ég yrði (enn) eldri en hún fór alveg með það með því að fullyrða að tíminn liðið sífellt hraðar eftir því sem aldurinn færðist yfir, það væri ekki fyrr en maður væri kominn farlama á hjúkrunarheimili að tíminn færi að líða hægar og þá hreyfðist hann heldur alls ekki neitt.
Það er eins og maður vissi...það er núið sem gildir, nýta tíma sinn eins vel og skynsamlega og maður getur. Um annað er ekki að ræða í þessari tilveru. Innihaldið í þessari langloku átti sem sagt að vera það að bloggið verður afgangs þegar mikið er um að vera. Enda eingöngu haldið úti mér til skemmtunar :-) og átti aldrei að verða íþyngjandi í annríki daganna.
---------------------------------------------------
Hér gerðist það helst markvert í vikunni sem leið að forseti Eistlands kom í opinbera heimsókn með Ólafi Ragnari, Dorrit og fríðu föruneyti. Tók bæjarstjórnin á móti hópnum á Hverasvæðinu þar sem ekta íslenskt hávaðarok gerði okkur lífið leitt. Það kom samt ekki í veg fyrir að hópurinn skoðaði svæðið og hinn erlendi forseti skrúfaði frá borholu þannig að viðstaddir fundu glögglega kraftinn sem býr hér í iðrum jarðar. Í inngangshúsinu hafði Davíð okkar Samúelsson töfrað fram dýrindisveislu í samvinnu við Marentzu Poulsen. Húsið sjálft hefur verið tekið í gegn frá A-Ö og var umgjörðin öll bæjarfélaginu til mikils sóma.
Gestirnir skoðuðu síðan líka Garðyrkjuskólann og Heilsustofnun þannig að hlutur Hvergerðinga/Ölfusinga var mikill í þessari heimsókn sem er ánægjulegt því við erum stolt af bænum og gaman að Ólafur Ragnar skuli velja þennan stað þegar svo góða gesti ber að garði.

Annars var þessi heimsókn tilefni mikilla orðaleikja eins og liggur eiginlega í augum uppi. Ein besta sagan er af Hirti Ben niður á Heilsustofnun. Hann var spurður að því hvort hinir tignu gestir hefðu ekki heimsótt hann í Garðyrkjustöðina. Hann sagði svo ekki vera. Núna hefði hann, líklega í eina skiptið á ævinni, látið sér nægja að standa úti á stétt og veifa Eistunum þegar bílarnir keyrðu framhjá...... :-)
--------------------------------------------
Get ekki annað en misnotað aðstöðu mína og sagt ykkur að á kvikmynd.is eru komnar allar hlunka-auglýsingarnar sem Kjörís gerði í fyrrasumar og keyrði á Skjá1. Þær eru margar ferlega góðar. Kíkið endilega á síðuna. Annars eru margar nýjar tegundir af pinnaís að koma á markað núna. Erum til dæmis í ótrúlega góðu samstarfi við strákana á Popptíví og á allra næstu dögum kemur á markaðinn Hlunkur sem unninn er í samstarfi við þá snjöllu menn.
Verð síðan að mæla með Solero Orange Fresh sem er reyndar innfluttur en ótrúlega góður og það sem betra er fitusnauður og inniheldur einungis 77 kaloríur.
Það er ánægjulegt að geta borðað ís vitandi það að það eru fleiri hitaeiningar í banana ! ! ! !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet