29. maí 2004
Meirihlutinn samþykkti dagskrárbreytinga tillögu okkar í upphafi bæjarstjórnarfundar í gær um að afgreiðslu ársreiknings yrði frestað. Þetta töldum við nauðsynlegt vegna þess að gögn sem við báðum um, á síðasta fundi, að yrðu lögð fram með fundarboði lágu ekki fyrir. Þarna er um að ræða sundurliðun á skammtímaskuldum sem skv. ársreikningi nema 323 milljónum króna. Afskaplega há upphæð, alltof há til að hægt sé að samþykkja reikninginn nema að vita hvað býr að baki þessum óskaplegu skammtímaskuldum bæjarins.
Comments:
Skrifa ummæli