18. maí 2004
Sá að dóttirin er að skjóta á móður sína á síðunni sinni þann 13. maíþ Það er nú ekki við því búast að maður vilji hafa einhver misilla útlítandi bílhræ á lóðinni. Heimilisbílarnir hafa nú hingað til verið næg útlitslýti. Óþarfi samt fyrir gesti að taka þetta til sín :-)
------------------------
Var að lesa mjög gott viðtal við Rafn Jónsson, tónlistarmann, í DV um helgina. Hér er hægt að komast á heimasíðu þeirra hjóna. Jákvætt fólk sem hefur góða sýn á tilveruna þrátt fyrir að veikindi Rafns hafi litað allt þeirra líf. Fólki virðist oft gefinn auka kraftur þegar mikið bjátar á.
-----------------------
-----------------------
Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar í liðinni viku lagði meirihlutinn fram til fyrri umræðu ársreikning bæjarins fyrir árið 2003. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun hafi verið endurskoðuð í lok september þá stendur ekki steinn yfir steini nú þegar ársreikning ber loks fyrir sjónir.
Niðurstaða rekstrarreiknings Hveragerðisbæjar vegna ársins 2003 er rúmlega 104 milljón króna tap í stað rúmlega 31 milljóna hagnaðs eins og áætlun meirihlutans gerði ráð fyrir. Tap bæjarins er þannig um 230 % meira ráð var fyrir gert.
Rekstur málaflokka nemur um 117% af skatttekjum eins og kom fram í skýrslu endurskoðenda. Bærinn getur með öðrum orðum ekki staðið við skuldbindingar sínar eins og rekstur grunnskólans, leikskólans og annars daglegs rekstur nema með því að taka lán. Það er minna en ekkert eftir þegar kemur af því að borga vexti og afborganir lána. Bæjarsjóður hefur enda tekið ný langtímalán uppá 320 milljónir þrátt fyrir að fjárfestingar hafi einungis numið 57 milljónum á árinu. Langtímaskuldir hafa aukist um 20% milli ára og nú er svo komið að hver fimm manna fjölskylda skuldar, fyrir hönd Hveragerðisbæjar, 3.4 milljónir króna.
Við Sjálfstæðismenn í Hveragerði getum ekki setið hjá þegar svona er farið með fjármuni og munum við síðari umræðu bóka efnislega um heildar niðurstöðu ársins.
--------------------------
Margt framundan hjá Sjálfstæðismönnum, kampavínsboð á vegum Landsnets Sjálfstæðiskvenna á laugardaginn og afmælisveisla í tilefni af 75 ára afmæli flokksins n.k. þriðjudag 25. maí.
Greinilegt að neikvæð umræða um flokkinn síðustu daga hefur ekki haft áhrif og innra starfið er öflugt sem aldrei fyrr. Nú er um að gera að fjölmenna !
------------------------
Var að lesa mjög gott viðtal við Rafn Jónsson, tónlistarmann, í DV um helgina. Hér er hægt að komast á heimasíðu þeirra hjóna. Jákvætt fólk sem hefur góða sýn á tilveruna þrátt fyrir að veikindi Rafns hafi litað allt þeirra líf. Fólki virðist oft gefinn auka kraftur þegar mikið bjátar á.
-----------------------
-----------------------
Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar í liðinni viku lagði meirihlutinn fram til fyrri umræðu ársreikning bæjarins fyrir árið 2003. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun hafi verið endurskoðuð í lok september þá stendur ekki steinn yfir steini nú þegar ársreikning ber loks fyrir sjónir.
Niðurstaða rekstrarreiknings Hveragerðisbæjar vegna ársins 2003 er rúmlega 104 milljón króna tap í stað rúmlega 31 milljóna hagnaðs eins og áætlun meirihlutans gerði ráð fyrir. Tap bæjarins er þannig um 230 % meira ráð var fyrir gert.
Rekstur málaflokka nemur um 117% af skatttekjum eins og kom fram í skýrslu endurskoðenda. Bærinn getur með öðrum orðum ekki staðið við skuldbindingar sínar eins og rekstur grunnskólans, leikskólans og annars daglegs rekstur nema með því að taka lán. Það er minna en ekkert eftir þegar kemur af því að borga vexti og afborganir lána. Bæjarsjóður hefur enda tekið ný langtímalán uppá 320 milljónir þrátt fyrir að fjárfestingar hafi einungis numið 57 milljónum á árinu. Langtímaskuldir hafa aukist um 20% milli ára og nú er svo komið að hver fimm manna fjölskylda skuldar, fyrir hönd Hveragerðisbæjar, 3.4 milljónir króna.
Við Sjálfstæðismenn í Hveragerði getum ekki setið hjá þegar svona er farið með fjármuni og munum við síðari umræðu bóka efnislega um heildar niðurstöðu ársins.
--------------------------
Margt framundan hjá Sjálfstæðismönnum, kampavínsboð á vegum Landsnets Sjálfstæðiskvenna á laugardaginn og afmælisveisla í tilefni af 75 ára afmæli flokksins n.k. þriðjudag 25. maí.
Greinilegt að neikvæð umræða um flokkinn síðustu daga hefur ekki haft áhrif og innra starfið er öflugt sem aldrei fyrr. Nú er um að gera að fjölmenna !
Comments:
Skrifa ummæli