<$BlogRSDUrl$>

29. maí 2004

Grein eftir Aldísi Hafsteinsdóttur, Pálínu Sigurjónsdóttur og Hjalta Helgason
Bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði
----------------------------------------

Meirihlutinn féll á fyrsta prófinu
Á síðasta fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar var ársreikningur bæjarins fyrir árið 2003 lagður fram til fyrri umræðu. Gat þar að líta hvernig meirihluta Framsóknar og Samfylkingar farnaðist fjármálastjórnin sitt fyrsta heila ár við stjórnvölinn.
Í stuttu máli má segja að meirihlutinn sé fallinn. Hann féll í fyrsta áfanganum, í grunnfaginu áætlanagerð. Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun hafi verið endurskoðuð í lok nóvember, þegar einungis 1 mánuður er eftir af árinu, þá stendur ekki steinn yfir steini nú þegar ársreikning ber loks fyrir sjónir.

104 milljóna tap í stað 31 milljóna taps
Niðurstaða rekstrarreiknings Hveragerðisbæjar vegna ársins 2003 er rúmlega 104 milljóna króna tap í stað rúmlega 31 milljóna taps eins og áætlun meirihlutans gerði ráð fyrir. Tap bæjarins er þannig um 230 % meira en ráð var fyrir gert.
Rekstur málaflokka nemur 117% af skatttekjum eins og kom fram í skýrslu endurskoðenda. Bærinn getur með öðrum orðum ekki staðið við skuldbindingar sínar eins og rekstur grunnskólans, leikskólans og annars daglegs rekstur nema með því að taka lán. Það er minna en ekkert eftir þegar kemur af því að borga vexti og afborganir lána. Bæjarsjóður hefur enda tekið ný langtímalán uppá 320 milljónir þrátt fyrir að fjárfestingar hafi einungis numið 57 milljónum á árinu. Langtímaskuldir hafa aukist um 20% milli ára og nú er svo komið að hver fimm manna fjölskylda skuldar, fyrir hönd Hveragerðisbæjar, 3.4 milljónir króna.

Skuldaaukning 60%
Miðað við málflutning Framsóknar og Samfylkingar undanfarið mun þessi niðurstaða vera vegna stjórnartíðar okkar Sjálfstæðismanna! Áhrif okkar hafa verið ótrúlega lífseig og með ólíkindum hvernig við virðumst hafa áhrif á meirihlutann í störfum þeirra og gjörðum.
Ekkert getur samt breytt þeirri staðreynd að eftir síðasta heila ár Sjálfstæðismanna við stjórnvöllinn, 2001, voru skuldir pr. íbúa 421 þúsund (á árslokaverðlagi 2003) á móti 680 þúsundum nú tveimur árum síðar.
Skuldaaukningin er 60 % á tímabilinu.

Það sorglega við þessa stöðu bæjarsjóðs er það að á árinu 2004 munu bætast við gríðarlegar skuldbindingar bæjarsjóðs vegna leigu á bæjarskrifstofum og bókasafni. Allar líkur eru á að þær skuldbindingar muni enn veikja rekstur bæjarins. Það er gott að muna það að skuldir tilkomnar vegna framkvæmda sem endast eiga til langs tíma, eins og fráveitumannvirkja, skóla og leikskóla þurfa ekki að vera slæmar. En þegar reksturinn fer úr böndum, eins og hér er staðreynd, er voðinn vís.
Það er mikilvægt að bæjarfulltrúar geri sér grein fyrir því að þeirra hlutverk er ekki að reisa sér minnisvarða eða bautasteina. Þeirra hlutverk er aðeins eitt. Það er að fara vel með sameiginlegan sjóð okkar allra og sjá til þess að rekstur bæjarfélagsins sé eins góður og best verður á kosið. Þessu hefur núverandi meirihluti gleymt. Fögru orðin sem féllu þegar fjárhagsáætlun 2003 var samþykkt eru gleymd. Hinir fögru tónar forseta bæjarstjórnar um 3% flatan niðurskurð á alla rekstrarliði reyndust falskir. Það sem gefa átti aukið svigrúm til athafna hefur bundið bæinn á klafa skulda og rekstrarvanda.
Við lýsum yfir vantrausti á fjármálastjórn meirihluta Framsóknar og Samfylkingar. Við lýsum því jafnframt yfir að við teljum þau fallin, fallin á því eina prófi sem virkilega skipti máli.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet