23. mars 2018
Mætti í vinnuna og tölvan virkaði ekki. Neyddist til að kalla út aðstoð frá Selfossi svo ég gæti byrjað að vinna. Núna er það nefnilega þannig að án tölvu virkar ekkert í vinnunni ! Ekki góð byrjun á deginum en það rættist nú vel úr honum þrátt fyrir það :-)
22. mars 2018
Fundur bæjarráðs í morgun þar sem 28 mál voru á dagskrá fundarins. Mér finnst alltaf gaman að hafa sem flest mál á dagskrá, Reyndar er ég í keppni við sjálfa mig um fjölda dagskrárliða. Reyndar ekki viss um að neinum öðrum þyki gaman í þessari keppni en það er nú önnur saga !
Á fundinum var m.a. ákveðið að selja Þórsmörk 1A fyrir 48,7 m.kr. Það var varla að það næðist að auglýsa húsið áður en tilboðin fóru að berast. Þetta var hæst og því var því tekið. Það var ekki flókið!
Átti viðtal við unga konu um markaðssetningu smærri bæjarfélaga og aðra unga konau sem hér ólst upp en núna er hún í listamannahúsinu Varmahlíð og unir hag sínum vel.
Hitti einnig Hlíf, forstöðumann bókasafnsins, en núna hefur hún sagt upp og því er mikilvægt að finna arftaka hennar frekar fyrr en seinna. Höfum auglýst einu sinni án árangurs en núna verður reynt aftur.
Ræktin síðdegis, síðan fundur með framboðslistanum og saumaklúbbur að honum loknum. Það er ekki mikill tími aflögu þessa dagana :-)
Á fundinum var m.a. ákveðið að selja Þórsmörk 1A fyrir 48,7 m.kr. Það var varla að það næðist að auglýsa húsið áður en tilboðin fóru að berast. Þetta var hæst og því var því tekið. Það var ekki flókið!
Átti viðtal við unga konu um markaðssetningu smærri bæjarfélaga og aðra unga konau sem hér ólst upp en núna er hún í listamannahúsinu Varmahlíð og unir hag sínum vel.
Hitti einnig Hlíf, forstöðumann bókasafnsins, en núna hefur hún sagt upp og því er mikilvægt að finna arftaka hennar frekar fyrr en seinna. Höfum auglýst einu sinni án árangurs en núna verður reynt aftur.
Ræktin síðdegis, síðan fundur með framboðslistanum og saumaklúbbur að honum loknum. Það er ekki mikill tími aflögu þessa dagana :-)
Í morgun fórum við Jón Friðrik á rúntinn að kíkja á framkvæmdir sem eru í gangi. Nú er nefnilega síðasta vígið að falla en jarðvegsskipti eru hafin á botnlanganum við Heiðmörk 18-24 en þar mun á vormánuðum verða malbikað og gengið frá götunni og bílastæðum sem henni tilheyra. Þar með verður engin malargata lengur í Hveragerði. Það er áfangi sem vert er að fagna.
Í sama útboði var ákveðið að ganga frá Hjallabrún og botnlanga og bílastæðum við Dynskóga fyrir malbik. Á báðum stöðum eru framkvæmdir við hverfin í fullum gangi og fjöldi fallegra húsa risinn. Í miðbænum, á Grímsstaðareit, eru framkvæmdir hafnar við sex hús sem öll eru byggð í samræmi við skilmála deiliskipulags sem þar er í gildi. Tveggja hæða hús, portbyggð með háu risi. Götumyndin verður glæsileg og fjölga mun umtalsvert í götunni við þessar breytingar.
---------------------
Fundur með fulltrúum Samgöngustofu vegna verkefnis sem grunn- og leikskólarnar eru að taka að sér um umferðarfræðslu. Hveragerði varð fyrir valinu sem tilraunaverkefni og finnst okkur það mjög ánægjulegt. Fundurinn var líflegur og góður og efast ég ekki um að verkefnið á eftir að bæta umferðarmenningu í bæjarfélaginu til muna.
Í sama útboði var ákveðið að ganga frá Hjallabrún og botnlanga og bílastæðum við Dynskóga fyrir malbik. Á báðum stöðum eru framkvæmdir við hverfin í fullum gangi og fjöldi fallegra húsa risinn. Í miðbænum, á Grímsstaðareit, eru framkvæmdir hafnar við sex hús sem öll eru byggð í samræmi við skilmála deiliskipulags sem þar er í gildi. Tveggja hæða hús, portbyggð með háu risi. Götumyndin verður glæsileg og fjölga mun umtalsvert í götunni við þessar breytingar.
---------------------
Fundur með fulltrúum Samgöngustofu vegna verkefnis sem grunn- og leikskólarnar eru að taka að sér um umferðarfræðslu. Hveragerði varð fyrir valinu sem tilraunaverkefni og finnst okkur það mjög ánægjulegt. Fundurinn var líflegur og góður og efast ég ekki um að verkefnið á eftir að bæta umferðarmenningu í bæjarfélaginu til muna.
20. mars 2018
Hjá Hveragerðisbæ eru um 200 starfsmenn og kannski rétt rúmlega það. Hér eru frábærir stjórnendur sem halda vel utan um hópana sína hver á sínum stað. Í morgun átti ég góðan fund vegna starfsmannamáls sem hér hafði komið upp og sýndi niðurstaða fundarins mér það enn og aftur hversu góða starfsmenn við höfum hér hjá bæjarfélaginu.
Fór yfir fundarboð bæjarráðs og kláraði minnisblöð fyrir fundinn. Á dagskrá eru 28 liðir. Samt felldi ég nokkra út í dag sem bíða næsta fundar. Mér finnst alltaf gaman að hafa marga dagskrárliði. Reyndar finnst mér alveg ferlega gaman að hafa gríðarlega marga dagskrárliði á fundum. Er í keppni við sjálfa mig með það! Helgu skrifstofustjóra finnst ekkert gaman í þessari keppni enda þarf hún að leggja upp fundargerðina. Það er ekki góð skemmtun þegar bæjarstjórinn dælir inn dagskrárliðum eins og enginn sé morgundagurinn...
Hitti fulltrúa frá Handverk og hugvit undir Hamri en sá félagsskapur hefur afnot af Egilsstöðum (Gamla barnaskólanum) fyrir starfsemi sína. Það var mjög skemmtilegt að hitta þær Hrönn og Steinunni og sögðu þær mér frá því helsta sem félagið stendur að þessa dagana. Undirrituðum síðan samning á milli bæjarins og félagsins sem samþykktur hafði verið af bæjarstjórn nýverið.
Síðdegis fundur í NOS nefnd oddvita og sveitarstjóra í Árnessýslu utan Árborgar. Samþykktum ársreikning og áttum gott spjall um landsins gagn og nauðsynjar eftir fundinn. Þetta var væntanlega síðasti fundur NOS á þessu kjörtímabili. Það er alltaf viss eftirsjá á þessum tíma þegar kemur að lokum kjörtímabils, sumir að hætta, aðrir detta út og svo er alltaf spurningin hverjir halda áfram.
Var í samskiptum í dag við hóp ungs fólks sem hefur keypt húsnæði gamla apóteksins hér við Breiðumörk en þar hyggjast þau opna sjúkraþjálfun. Veit að það verða margir ánægðir með það enda mikill hörgull á þeirri þjónustu hér í bæ. Ég mun hitta hópinn í næstu viku og hlakka ég mikið til enda ekki á hverjum degi sem heilbrigðistengd þjónusta sem þessi opnar í bænum.
Var í samskiptum í dag við hóp ungs fólks sem hefur keypt húsnæði gamla apóteksins hér við Breiðumörk en þar hyggjast þau opna sjúkraþjálfun. Veit að það verða margir ánægðir með það enda mikill hörgull á þeirri þjónustu hér í bæ. Ég mun hitta hópinn í næstu viku og hlakka ég mikið til enda ekki á hverjum degi sem heilbrigðistengd þjónusta sem þessi opnar í bænum.
19. mars 2018
Í dag fór heilmikil vinna í að klára að svara tölvupóstum enda var ég lasin heima undir lok síðustu viku og á hálfum afköstum vegna pestar dagana þar á undan. Er svo yfir mig ánægð að vera komin nokkurn veginn í fyrra horf. Vona að það sé komið til að vera.
En landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um síðustu helgi. Ég hef verið í betra formi og gat því ekki tekið fullan þátt í fundastörfum. Þótti verst að missa alveg af frammistöðu Laufeyjar minnar sem stóð sig framúrskarandi sem formaður Umhverfis- og samgöngunefndar og endaði fundinn síðan með glæsilegri endurkosningu í þessa sömu nefnd. Hún er ótrúlega dugleg og við erum svo óendanlega stolt af henni, foreldrarnir. Það er engin smá vinna fólgin í því að hefja starfsemi nýs veitingastaðar með glæsibrag, taka þátt í stjórnmálastarfi, eiga tvo litla drengi og eiginmann og sinna þessu öllu jafn vel og hún gerir. Við fáum helst að hjálpa til með að passa gullmolana sem við gerðum í gærkvöldi með mikilli gleði. Þeir eru ekkert minna en yndislegir.
------
En aðeins um mál málanna ....
Landsfundur er gríðarlega fjölmenn samkoma þar sem fólk úr öllum stéttum, úr öllum landshornum, á öllum aldri og af öllum kynjum kemur saman og fjallar um málefni líðandi stundar og það hvernig við getum bætt lífsgæðin í landinu okkar til framtíðar - fyrir okkur öll.
Þarna var tengdapabbi minn frá Sauðárkrók 88 ára, þarna var ég og þarna var Laufey mín og 1.200 aðrir Íslendingar. Í þessu ljósi var svo ömurlegt að sjá furðulega og rætna grein um landsfundinn og landsfundargesti birtast á vef Stundarinnar um helgina. Grein sem gerði lítið úr okkur öllum og því sem við vorum að gera á fundinum.
Ég ætla ekki að fjalla frekar um greinina enda nægir sem gera það. En það er ekki flókið í mínum huga að þegar fólki verður á með þeim hætti sem þarna er raunin þá á maður að hafa manndóm í sér til að biðjast afsökunar og forðast síðan að endurtaka mistökin í framtíðinni. Ekki ólmast eins og óður maður í forinni og draga með þér í fenið einstaklinga sem telja að þeir eigi að verja vitleysuna hvað sem tautar og raular !
--------------------
Kíkið síðan endilega á þessa grein - hún er vel skrifuð, jákvæð og gerir góða grein fyrir viðfangefninu :-)
En landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um síðustu helgi. Ég hef verið í betra formi og gat því ekki tekið fullan þátt í fundastörfum. Þótti verst að missa alveg af frammistöðu Laufeyjar minnar sem stóð sig framúrskarandi sem formaður Umhverfis- og samgöngunefndar og endaði fundinn síðan með glæsilegri endurkosningu í þessa sömu nefnd. Hún er ótrúlega dugleg og við erum svo óendanlega stolt af henni, foreldrarnir. Það er engin smá vinna fólgin í því að hefja starfsemi nýs veitingastaðar með glæsibrag, taka þátt í stjórnmálastarfi, eiga tvo litla drengi og eiginmann og sinna þessu öllu jafn vel og hún gerir. Við fáum helst að hjálpa til með að passa gullmolana sem við gerðum í gærkvöldi með mikilli gleði. Þeir eru ekkert minna en yndislegir.
------
En aðeins um mál málanna ....
Landsfundur er gríðarlega fjölmenn samkoma þar sem fólk úr öllum stéttum, úr öllum landshornum, á öllum aldri og af öllum kynjum kemur saman og fjallar um málefni líðandi stundar og það hvernig við getum bætt lífsgæðin í landinu okkar til framtíðar - fyrir okkur öll.
Þarna var tengdapabbi minn frá Sauðárkrók 88 ára, þarna var ég og þarna var Laufey mín og 1.200 aðrir Íslendingar. Í þessu ljósi var svo ömurlegt að sjá furðulega og rætna grein um landsfundinn og landsfundargesti birtast á vef Stundarinnar um helgina. Grein sem gerði lítið úr okkur öllum og því sem við vorum að gera á fundinum.
Ég ætla ekki að fjalla frekar um greinina enda nægir sem gera það. En það er ekki flókið í mínum huga að þegar fólki verður á með þeim hætti sem þarna er raunin þá á maður að hafa manndóm í sér til að biðjast afsökunar og forðast síðan að endurtaka mistökin í framtíðinni. Ekki ólmast eins og óður maður í forinni og draga með þér í fenið einstaklinga sem telja að þeir eigi að verja vitleysuna hvað sem tautar og raular !
--------------------
Kíkið síðan endilega á þessa grein - hún er vel skrifuð, jákvæð og gerir góða grein fyrir viðfangefninu :-)
14. mars 2018
Þessi myndarlegi hópur er frá Háskólanum í Vermont í USA en þaðan kemur núna árlega hópur sem dvelur í viku á Heilsustofnun NLFÍ. Þar kynna þau sér heildrænar aðferðir til heilsueflingar auk þess sem þau fá fræðslu um heilbrigðisþjónustuna á Íslandi og um Hveragerði. Nú var gott að vera komin með góða aðstöðu á nýrri skrifstofu og geta tekið vel á móti þessum flotta hópi. Þau fengu ís í boði bæjarstjórans. Súkkulaði topp frá Kjörís, þar sem jarðgufan er nýtt til ísframleiðslu - ábyggilega á eina staðnum í veröldinni þar sem slíkt er gert !
7. mars 2018
Hér geta áhugasamir séð afskaplega flott myndband sem er tekið þegar framkvæmdir stóðu sem hæst við leikskólann Undraland.
2. mars 2018
Magnús Hlynur kveikti umræðu um Hamarshöllina á facebook síðunni sinni í gær og þar komu í kjölfarið fram heilmikil gífuryrði og rangfærslur varðandi starfsemi og rekstur hallarinnar. Magnús sendi mér í kjölfarið fjölda spurninga um höllina og hér fyrir neðan getið þið séð svör mín við þeim:
1. Hvenær var íþróttahúsið aftur sett upp og tekið í noktun ? Hamarshöllin var reist haustið 2012 og hóf starfsemi sína í byrjun árs 2013 ef ég man rétt.
2. Hver er reynsla ykkar af húsinu og hefur það komið ykkur á óvart hvað það gengur vel með það ? Reynsla okkar af húsinu er afar góð og í raun betri en við þorðum að vona. Þetta er auðvitað ekki venjuleg bygging og hafa þarf það í huga en allir eru afar meðvitaðir um hverju þarf að fylgjast með og því hefur gengið jafn vel og raun ber vitni.
3. Hvernig hefur húsið breytt íþróttastarfseminni í bæjarfélaginu ? Húsið hefur gjörbylt aðstöðu til íþróttaiðkunar hér í Hveragerði. Núna geta allar deildir fengið eins mikið af tímum og þær óska eftir. Við íþróttaflóruna hér hafa bæst alls konar tímar eins og til dæmis opnir tímar í badminton, heljarinnar púttsamfélag á laugardögum, fimleikarnir eru fluttir uppeftir og margt fleira. Auk þessa þá hefur fjöldi félaga nýtt sér húsið bæði til æfinga, hópeflis og annars. Síðan má ekki gleyma Spartan Race sem var risastór viðburður hér í bæ í desember sem hefði aldrei komið hingað nema af því að Hamarshöllin hentar jafn vel og raun ber vitni fyrir slíkan viðburð.
4. Hvað kostaði húsið á sínum tíma og hvað myndi svona hús kosta í dag (ef þú veist það) ? Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra kostaði húsið uppkomið 338 mkr + vsk. Hef ekki hugmynd um hvað það myndi kosta í dag, líklega svipað þar sem við þurftum að greiða alls konar aukakostnað vegna verkfræði- og brunahönnunar auk þess sem gengið var óhagstætt þegar húsið var keypt.
5. Hvað er húsið að kosta bæjarfélagið í rekstri á hverju ári ? (hvað er dýrst). Húsið er afar hagstætt í rekstri. Samkvæmt ársreikningi 2018 var kostnaður við viðhald 2,2 mkr en í því felst að stærstu leyti árleg yfirferð á búnaði hita og rafmagns síðan er stundum keyptur laus búnaður eins og stólar, vagnar og slíkt. Vátryggingar voru 1,9 mkr og fasteignagjöld til Hveragerðisbæjar voru 6,4 mkr. Bæði aðstöðuhús og Hamarshöll eru á sömu mælum v. hita og rafmagns og gert er er ráð fyrir að kostnaður við hita verði 3,8 m.kr en rafmagn 3,3 mkr. Auk þess er af rekstrinum sami kostnaður vegna launa og almenns rekstrar eins og annars staðar er. Ég held að sé miðað við að þetta er 5.000 m2 hús sem hýsir hálfan fótboltaboll og fullburða fjölnota íþróttagólf sé þetta harla vel sloppið.
6. Húsið hefur staðið af sér öll veður, eru það ekki góðar fréttir ? Jú, sérlega góðar og bæjarstjórinn hefur í mörg ár sofið vært þrátt fyrir óveður, storma og alls konar illviðri sem dunið hafa yfir J
7. Nú er þetta eina svona íþróttahúsið í landinu, af hverju heldur þú að önnur sveitarfélög hafi ekki farið sömu leið og þið ? Skil það ekki enda er reynslan okkar með eindæmum góð.
8. Hvetur þú sveitarfélög til að fara út í svona hús ( af hverju ) ? Hagstæð leið sem hentar minni sveitarfélögum einstaklega vel sérstaklega auðvitað þar sem aðgangur er greiður að hagstæðri orku.
9. Hvernig er nýtingin á húsinu ? Góð og fer eykst sífellt !
10. Eitthvað annað sem þér finnst að þurfi að koma fram varðandi húsið og rekstur þess ? Sumir Hvergerðingar, rétt eins og margir aðrir, voru auðvitað í vafa um gæði húss sem þessa en ég held að reynslan hafi sýnt öllum að þetta var góð ákvörðun á sínum tíma sem við getum öll verið stolt af. Það þurfti kjark til að gera þetta og hann höfðu Hvergerðingar. Tilkoma hússins hefur bætt lífsskilyrði hér í bæ til muna.
1. mars 2018
Bæjarráðs fundur í morgun þar sem fjölmörg mál voru til umfjöllunar. Tvö þeirra vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar en næstu mánuðir verða undirlagðir vinnu vegna innleiðingar hennar. Allir eiga að vera tilbúnir með greiningu og innleiðingu verkferla í lok maí svo það verður nóg að gera við að greina gögn á næstunni.
Stór fundur hér í húsi eftir hádegi með öllum stórnotendum gufuveitu Hveragerðisbæjar. Þar fóru fulltrúar frá Veitum ýtarlega yfir stöðuna, þær truflanir sem hafa verið í kerfinu og leiðir til úrbóta. Mjög góður og upplýsandi fundur. Nú þarf að bíða eftir betra og hlýrra veðri svo hægt sé að bora út holu 9 sem er við Klettahlíð. Slíkt er ekki hægt að gera nema hitastig sé ofan við 5-8 gráður enda þarf á meðan að loka fyrir hitann til notenda.
Eftir fundinn ræddum við um Hveragarðinn og framkvæmdir sem nauðsynlegt er að ráðast í þar en ljóst er að goshverinn okkar nýi hefur truflandi áhrif á holu 8 og þar með rekstur kyndistöðvarinnar. Því þarf að leggja með ööðrum hætti að goshvernum og mun það verða kannað í framhaldinu.
Aðalfundur Fasteignafélags Hveragerðibæjar var haldinn í dag. Það félag var stofnað eingöngu til að halda utan um rekstur Hamarshallarinnar en rekstur hennar hefur gengið miklu betur en menn þorðu að vona.
Saumaklúbbur í gærkvöldi með góðum vinkonum. Vinátta fjölmargra er mér svo dýrmæt og það er svo yndislegt að eiga alltaf skjól hjá stórum hópi hvernig sem vindar blása. Takk elsku vinir - þið vitið hver þið eruð ;-)
Dagatalið mitt nýja og fína er mér uppspretta gleði á hverjum degi. Sjáið bara hvað ég fékk fína mynd í fyrradag :-)
Stór fundur hér í húsi eftir hádegi með öllum stórnotendum gufuveitu Hveragerðisbæjar. Þar fóru fulltrúar frá Veitum ýtarlega yfir stöðuna, þær truflanir sem hafa verið í kerfinu og leiðir til úrbóta. Mjög góður og upplýsandi fundur. Nú þarf að bíða eftir betra og hlýrra veðri svo hægt sé að bora út holu 9 sem er við Klettahlíð. Slíkt er ekki hægt að gera nema hitastig sé ofan við 5-8 gráður enda þarf á meðan að loka fyrir hitann til notenda.
Eftir fundinn ræddum við um Hveragarðinn og framkvæmdir sem nauðsynlegt er að ráðast í þar en ljóst er að goshverinn okkar nýi hefur truflandi áhrif á holu 8 og þar með rekstur kyndistöðvarinnar. Því þarf að leggja með ööðrum hætti að goshvernum og mun það verða kannað í framhaldinu.
Aðalfundur Fasteignafélags Hveragerðibæjar var haldinn í dag. Það félag var stofnað eingöngu til að halda utan um rekstur Hamarshallarinnar en rekstur hennar hefur gengið miklu betur en menn þorðu að vona.
Saumaklúbbur í gærkvöldi með góðum vinkonum. Vinátta fjölmargra er mér svo dýrmæt og það er svo yndislegt að eiga alltaf skjól hjá stórum hópi hvernig sem vindar blása. Takk elsku vinir - þið vitið hver þið eruð ;-)
Dagatalið mitt nýja og fína er mér uppspretta gleði á hverjum degi. Sjáið bara hvað ég fékk fína mynd í fyrradag :-)