19. ágúst 2014
Frétt um ófremdarástand á húsnæðismarkaðnum hér í Hveragerði sem birtist í Fréttablaðinu í dag hefur þegar haft áhrf því fulltrúar Íbúðalánasjóðs höfðu samband í dag og óskuðu eftir fundi. Hann verður að öllum líkindum strax í byrjun september. Vonandi að úr málum rætist þá. En alltof margir leita nú eftir leiguhúsnæði hér í Hveragerði.
Einhvern tíma hlýtur þessu óralanga blogg fríi að ljúka ! Hef ekki fundið fjölina í skrifunum þó að frá nógu sé að segja og er að hugsa um að tilkynna hér með að þann 1. september hefjist regluleg skrif að nýju. Hef svo sem viðrað ýmislegt á fjésinu en það er einhvern veginn ekki það sama...