<$BlogRSDUrl$>

28. ágúst 2013

Undanfarnir dagar hafa verið afar skrýtnir á Heiðmörkinni en við urðum að senda Gulla, köttinn okkar, á vit feðra sinn á mánudaginn.  Það kom mér á óvart hvað það var erfitt að upplifa þetta og að við skulum öll sakna hans jafn mikið og við gerum.  Hann var jú bara köttur !  EN hann var kötturinn okkar og við vorum á þessum rúmu 11 árum sem við höfðum hann hjá okkur löngu búin að sjá í honum ýmsa mannlega þætti og þannig varð hann ekki bara köttur heldur fjölskyldumeðlimur.  Hann er eina alvöru gæludýrið sem ég átt um ævina og það sama á við um alla aðra hér á Heiðmörkinni nema Lárus enda er hann alinn upp í dýraríkinu í Skagafirði  :-)
--------
En annars hefur vikan verið annasöm og sífellt bætast ný verkefni við listann sem aldrei virðist styttast.  Tók nú samt í gegn bunkana á skrifborðinu í dag, það var þörf aðgerð og gott þegar heill hellingur fór í blaðagáminn.

Í morgun var fundur í stjórn Fasteignafélags Hveragerðis.  Þar var m.a. ákveðið að auka örlítið malbikunarframkvæmdirnar sem fyrirhugaðar eru við Hamarshöll.  Það verður mikill munur þegar það verður frágengið. 

Skrapp til Reykjavíkur til að hitta tannlækninn sem fjarlægði endajaxlana fyrir tæpri viku.  Ég er með afar skemmtilegt mar niður eftir hálsinum eftir þetta en slikt getur hæglega vakið ýmsar spurningar hjá þeim sem ekki vita hvað betri helmingurinn er mikið gæðablóð.  Fljótandi fæði í heila viku er aftur á móti klárlega athyglisverð megrunaraðferð.  Verst að maður hefur bara takmarkað magn af endajöxlum.

Fyrsti sundleikfimitíminn í dag.  Ótrúlega gaman að hitta allan hópinn aftur.  Ég allavega þurfti að spjalla svo mikið að æfingarnar fóru eitthvað fyrir ofan garð og neðan...

Prjónakvöld á Heiðmörkinni í kvöld með Grundarsystrum. Þar náðist sá merki áfangi að vestið sem verið hefur á prjónunum hér í ótrúlega langan tíma, kláraðist!  Afrek af bestu gerð :-)

21. ágúst 2013

Skemmtilegur og góður fundur með stjórnendum Hveragerðisbæjar í morgun. Þetta var fyrsti fundur Fanneyjar, nýs skólastjóra, en Guðjón sat nú samt fundinn svona okkur öllum til skemmtunar. Í tilefni af því fengum við rjómatertu og hann litríkan runna í garðinn.

Rétt eftir að fundinum lauk fór rafmagnið af bænum en Orkukveitan tók víst í sundur háspennustreng rétt fyrir neðan sundlaugina. Rafmagnsleysið varði þónokkra stund í hluta bæjarins og ég efast ekki um að þetta hefur valdið mörgum hugarangri, sérstaklega hafði ég áhyggjur af skólanum en þar er nú undirbúningur á fullu fyrir skólasetningu sem fram fer á morgun.

Fundur sveitarstjórnarmanna í Árnessýslu í hádeginu með stjórn og starfsmönnum Rarik þar sem þau kynntu stefnu og starfsemi fyrirtækisins. Mikið var rætt um gróðurhúsalýsingu og kostnað við raforku í dreifbýli og það misrétti sem íbúar landsins búa við á því sviði. Þar aftur á móti er ekki við Rarik að sakast heldur miklu frekar alþingismenn og ráðherra sem ráða því með hvaða hætti kostnaður sem þessi er niðurgreiddur í hinum dreifðu byggðum. Því þarf nauðsynlega að breyta. Strax að loknum fundi Rarik var fundur þar sem stjórn og framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Suðurlands kynntu fyrir sveitarstjórnarmönnum stöðuna í viðræðum við Sorpu um samning eða sameiningu þessara fyrirtækja. Það mjakast allt í rétta átt þó hægt fari.

Hitti Svövu vinkonu í sundi á Heilsustofnun og var það sannkölluð dekur ferð. Lágum í heitu pottunum eftir sundið, fórum í víxlböð og bæði blaut og þurr gufu. Þetta eru nú meiri forréttindin að geta valið um tvær svona glæsilegar sundlaugar í ekki stærra bæjarfélagi :-)

20. ágúst 2013


Fundur í stjórn Fasteignafélags Hveragerðis í morgun. Þar var m.a. lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í malbikunarframkvæmdir og bílaplan við Hamarshöllina en þar mun nú verða malbikað meðfram norðurhlið og austurhliðinni. Þetta mun gera snjóblástur frá höllinni miklu einfaldari en var í vetur og ekki síður gera allt umhverfi hallarinnar snyrtilegra. Einnig verður ráðist í stækkun bílaplans til norðurs en það er löngu sprungið á mestu álags tímunum.

Eftir fundinn vorum við, Gummi og Eyþór, boðuð til Elfu Daggar á Frost og funa. Vorum svo ljónheppin að vera boðin í morgunmat á Veitingastaðnum Varmá sem er einstaklega skemmtilegur. Þvílíkt útsýni sem gestirnar hafa svona í morgunsárið. Við fengum síðan að skoða hugmyndir um ýmis konar uppbyggingu á svæðinu en nú er til dæmis unnið að gerð SPA aðstöðu í kjallaranum. Gestir verða ekki sviknir af dvöl þarna :-)

Úr því við bæjarfulltrúarnir vorum komin á rúntinn þá litum við líka við í Listigarðinum og skoðuðum hann hátt og lágt. Það eru alltaf að fæðast hugmyndir bæði í hópnum og meðal bæjarbúa sem er gaman að skoða og velta fyrir sér. Hugmyndir eru alltaf af hinu góða. Þær verða kannski ekki alltaf að veruleika en þær sem eru góðar og verða að veruleika eiga það nefnilega til að slá í gegn. Við getum aldrei verið viss um hvaða hugmynd er hin eina rétta og því fögnum við þeim öllum :-)

Ég skoðaði að gamni mínu aldurssamsetningu bæjarbúa í dag og komst að því að fjölmennasti árgangur bæjarins er fæddur árið 1994 en þau eru 47 búandi hér. Mér til furðu er næstfjölmennasti árgangur bæjarins fæddur árið 1960 eða 44 einstaklingar. Í 1996 árganginum eru 43 og í 1989 eru 42 þá kemur 1993 árgangurinn með 40 íbúa og 1997 með 39. En jafnir með 37 íbua eru 1953, 1964 og 1995. Algjörlega gagnslausar en þó skemmtilegar upplýsingar :-)
Hér til hliðar má sjá afar krúttlega mynd af strákunum í 1960 árgangingum á fermingardaginn þeirra árið 1960. Setti líka mynd af henni Helgu skrifstofustjóra sem tekin er við sama tækifæri. Smellið á myndina til að stækka.

"People will forget what you said, people will forget what you did, but people will never forget how you made them feel”.
Maya Angelou

19. ágúst 2013

Hin fjölbreyttustu mál bárust inná mitt borð í dag. Það er alltaf líflegt. Byrjaði reyndar á því að senda fréttatilkynningar á fjölmiðla um Blómstrandi daga. Það bar ágætan árangur og Sunnlenska, dfs.is og mbl.is birtu umfjöllun um hátíðina. Við hefðum sjálfsagt getað verið með meiri umfjöllun um helgina ef við hefðum verið duglegri að senda fréttatilkynningar á laugardeginum. Bætum úr því á næsta ári. Annars er þegar ljóst að Blómstrandi dagar verða helgina 14.-17. ágúst á næsta ári. Svo er að taka helgina frá :-)

Fékk erindi vegna vörubifreiða í íbúðagötum sem var svarað. Einnig vegna tónlistarnáms ungmenna sem orðin eru 20 ára. Hér í Hveragerði er ekki greitt vegna tónlistarnáms þessara einstaklinga en sú samþykkt var gerð fljótlega eftir hrun. Átti í þessu sambandi gott samtal við Róbert Darling, skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga og ætlum við að fara betur yfir forsendur þessa síðar.

Opnuð voru tilboð í dag í gerð bílaplans við Hamarshöll, malbikun í kringum höllina, gerð gangstéttar við Grænumörk og úrbætur á enda Dynskóga. Var Guðmundur Arnar Sigfússon, Arnon, lægstur í það verk. Þónokkuð undir kostnaðaráætlun.

Nokkuð langur meirihlutafundur í dag svo ég rétt náði heim í síðbúinn kvöldverð. Skruppum síðan öll í kvöld til að verða vitni að þeim merkisviðburði að Haraldur Fróði velti sér við í fyrsta sinn í dag. Hann er náttúrulega duglegri en flest önnur börn sem við jöfum hingað til séð :-)

18. ágúst 2013

Blómstrandi dagar að baki og tókust líka svona glimrandi vel. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að við borguðum almættinu fyrir góða veðrið sem enn og aftur heiðraði okkur Hvergerðinga með nærveru sinni. Þvílíkt veður og þvílík helgi. Laugardagurinn auðvitað fyrirferðamestur eins og alltaf er. Ísdagur Kjörís dregur að sér þúsundir gesta og enn og aftur varð algjör umferðarteppa í Kömbunum. Það tók víst allt að hálftíma að komast frá efstur brekku og að Hveragerði svo það reyndi á þolinmæðina. Þeir sem fóru Þrengsli og upp Ölfus voru aftur á móti fljótari í förum. Mannfjöldinn var gríðarlegur og gestir dreifðust vel um bæinn. Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá svona marga á röltinu eftir Breiðumörk og Austurmörk.
Minnti mann óneitanlega á mun stærri borgir í útlöndum. Allt fór síðan alveg ótrúlega vel fram og er það gestum okkar til mikils sóma. Ég fór meira að segja með systkinum mínum og þeim börnum okkar sem hafa aldur til á ballið á Örkinni og það var aðdáunarvert hversu flott ungmennin sem þar voru mætt voru. Ekkert vesen, engin slagsmál og allir með bros á vör og gleði í hjarta. Blómadrottningin var valin hún Rannveig hans Ásgeirs sem við þekkjum auðvitað úr körfunni. Einstaklega vönduð og falleg stúlka. Þetta er skemmtileg og gömul hefð sem hér tíðkast.

Í dag byrjuðum við á strandblaksmóti, heimsóttum síðan félag eldri borgara sem sett hefur upp sýningu um starfsemi félagsins og eins kíktum við til Listvinafélagsins sem hafði aðsetur í Varmahlíðarhúsinu um helgina. Það var notalega heimsókn. Helginni lauk siðan með frábærum tónleikum með Hundi í óskilum í. Snillingar miklir þar á ferð.

Hér er fjölskyldan aftur á móti í spennufalli eftir helgina enda hefur mikið gengið á á öllum vígstöðvum. Ég held ég hafi náð að heimsækja og skoða svo til allt sem í boði var og ég er svo óendanlega stolt af þessu flotta fólki sem gerir lífið svona skemmtilegt og leggur á sig vinnu svo við hin getum notið. Hafið bestu þakkir fyrir. Á myndinni eru Laufey og Elli með Harald Fróða í skrímslabolunum sínum :-)

Get reyndar ekki sleppt umfjöllun um helgina án þess að minnast á brekkusönginn og flugeldasýninguna sem í ár sló öll met hvað varðar mannfjölda. Brekkan löngu sprungin og nú er annar eins fjöldi á flötinni hinu megin. Þetta var mikið sjónarspil og eins og alltaf setti flugeldasýningin punktinn yfir i´ið.

Einhvern veginn finnst manni Blómstrandi dagar setja endahnútinn á sumarið hér í bæ og nú taka önnur verkefni við. Það verður víst nóg að gera á næstuni, það er enginn skortur á verkefnum frekar en fyrri daginn :-)

Endilega gerist síðan vinir Hveragerðisbæjar á facebook svo þið missið ekki af tilkynningum og öllum myndunum sem þar eru :-)





1. ágúst 2013

Fundur bæjarráðs í morgun frekar tíðindalítill eins og við mátti búast miðað við málafjöldann. Helst bar þar til tíðinda að bæjarráð samþykkt ályktun gegn fyrirhuguðum niðurskurði lögreglunnar í Árnessýslu. Sú bókun var send fjölmiðlum og vakti nokkra athygli. Rataði í vefmiðla og í fréttir bæði RÚV og Bylgjunnar. Það er nauðsynlegt að vekja athygli á því ófremdarástandi sem hér getur skapast ef ekki er strax bætt í þær fjárveitingar sem embættinu er úthlutað.

Fór og skoðaði enn einn möguleikann sem gæti verið í hendi til að koma í veg fyrir biðlista á leikskólunum. Reyndar er vandinn ekki eins aðkallandi og hann virtist vera fyrir nokkrum vikum en samt er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera búin að finna leiðir til að taka við yngstu íbúum bæjarins með eins góðum hætti og nokkur er kostur. Það gæti orðið fyrr en við gerum okkur grein fyrir sem leikskólarnir springa alveg því í dag kom tilkynning um íbúafjöldann og nú erum við Hvergerðingar 2.332 talsins og höfum aldrei verið fleiri. Virkilega góð og skemmtileg þróun og í góðu samræmi við þá tilfinningu sem við höfum haft varðandi íbúaþróun undanfarið.

Í dag kom hingað einn af okkar frábæru starfsmönnum til að sækja skattkortið sitt. Sigurveig Helgadóttir kennari lætur nú af störfum vegna aldurs, hvort sem þið trúið því nú eða ekki :-) Slíkt væri nú ekki í frásögur færandi nema vegna þess að samkvæmt bókhaldi bæjarins hefur hún kennt hér við Grunnskólann samfellt í 42 ár og 1 mánuð. Slík tryggð við vinnustaðinn sinn er einstök og við Hvergerðingar þökkum henni að sjálfsögðu kærlega fyrir hennar þátt í uppeldi ungra Hvergerðinga í gegnum áratugina. Held reyndar að fleiri starfsmenn með langan starfsaldur hafi nýlega látið af störfum - fréttir af því koma fljótlega á bloggið ...

En á þessari fínu mynd sem fannst í safni þeirrar sem þetta skrifar má sjá Sigurveigu með Gísla eiginmanni sínum og fjölskylduhundinum í bústað þeirra í Biskupstungum fyrir nokkrum árum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet