<$BlogRSDUrl$>

9. janúar 2013Heimsókn okkar Guðmundar Baldursonar til Íslenska gámafélagsins var lífleg í morgun. En að loknum fundi fórum við og skoðuðum ýmsa þá starfsemi sem er starfrækt í gömlu áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Þar sáum við meðal annars þessar fallegu gólfmottur sem listakonur eru að rýja og munstrið er árfarvegir á Íslandi. Þessi á gólfinu fyrir framan Jón Þóri og Guðmund er víst úr Kjósinni. Þetta er snilldarvel gert hjá listakonum sem kalla fyrirtækið sitt Élivogar.

Enn og aftur birti ég myndir af flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins til að sýna að það sem við setjum í grænu tunnuna fer ekki á haugana heldur er unnið úr því hráefni til útflutngins og til frekari nota. Þarna geta athugulir kannski þekkt Cheerios kassann sinn ;-)8. janúar 2013

Læddist í konfektið og smákökur í kvöld, á miðanum á te´inu mínu stóð aftur á móti: discipline is your best friend (aginn er besti vinur þinn). Það takmarkaði frekari neyslu sælgætis í þetta skiptið :-)

Fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands í morgun, þar ræddum við enn og aftur um urðunarstaði og sameiningu við Sorpu. Það er löngu orðið aðkallandi að ná þessari umræðu uppá næsta stig ákvarðanatöku.

Heimsókn til Þórðar tannlæknis var ánægjuleg, eða þannig. Mér hefur alltaf verið meinilla við tannlækna, það er þó ekki persónulegt í garð Þórðar sem heldur mér selskap með rífandi umræðu um pólitíkina sem ég get ekki tekið þátt í eðli máls samkvæmt. Það er ekki auðvelt hlutskipti...

Sendum út fundarboð bæjarstjórnar í dag en sá fundur er á fimmtudag.


6. janúar 2013

Vann að starfsáætlun ársins 2013 fyrir bæjarstjóra og bæjarstjórn. Það er gott að eiga svona "minnislista" um það sem gera á á árinu. Ég hef gert þetta áður og þá hef ég sett inn tímaramma. Það geri ég ekki núna enda eru mörg þessara atriða þess eðlis að ekki skiptir höfuðmáli hvenær þau eru unnin. Önnur aftur á móti verður að klára fyrir ákveðinn tíma og þar kemur til kasta Outlook. Þess frábæra minnisforrits.

Kláraði einnig eyðublað fyrir forstöðumenn sem þarf að fylla út og leggja fyrir bæjarráð ef óvænt útgjöld eru í farvatninu sem ekki er hægt að fella undir gildandi fjárhagsáætlun. Hér verðum við að temja okkur ný vinnubrögð í takt við ný sveitarstjórnarlög. Mun einnig útfæra nýtt eyðublað fyrir sama hóp þar sem sótt verður um framlag úr "veikinda-sjóðnum" sjái forstöðumann fram á að þurfa að ráða starfsmenn vegna óvæntra veikinda fastra starfsmanna. Með þessu móti verður betur haldið utan um kostnað vegna veikindaforfalla og er það nauðsynlegt þar sem í launaáætlun hvers árs er ekki gert ráð fyrir þessum kostnaði.

Við Ninna Sif áttum góðan fund með forsvarsmönnum Heilsustofnunar þar sem farið var yfir ýmis mál. Við erum í mjög góðum tengslum við forsvarsmenn fyrirtækjanna hér og hittum til dæmis Heilsustofnunarmenn nokkuð reglulega. Það fer þó auðvitað eftir því sem er í gangi á hverjum tíma en með þeim höfum við þurft að berjast fyrir fjárveitingum svo til árlega þó að þetta árið hafi ríkisvaldið virt það góða starf sem þarna er unnið. Fyrir það erum við þakklát.

Í nótt á að gera við bilunina sem olli rafmagnsleysinu hér í gær. Það mun valda því að dælurnar í vatnsbólunum slá út og einnig varmaskiptar bæjarins. Vatns- og hitaleysi getur því gert vart við sig. Einnig verður fylgst grannt með því að vararafstöð Hamarshallar virki eins og hún á að gera. Það gerði hún í gær en nú erum við að tala um heldur lengra rafmagnsleysi.

Í kvöld horfði ég á eina af mínum uppáhaldsmyndum "Family Stone". Sumir lesa bókina Aðventu á hverju ári en ég horfi á "Family Stone" á hverju ári, öllum öðrum til mikils ama. En það er eitthvað við hana....
Diane Keaton er auðvitað frábær, persónurnar allar ferlega skemmtilegar og mörg atriðin hrein klassík :-)

3. janúar 2013

Fundur bæjarráðs í morgun reyndist vera 150. fundur meirihlutans sem nú er, margt gott hefur verið gert á þessum tíma og starf bæjarfélagsins þróast með ýmsum hætti eins og eðlilegt er.

En annars var fundurinn tíðindalítill og helsta umræðan var um fyrirhugaðann flutning málefna aldraðra yfir til sveitarfélaganna og tillögu Alþingis um persónukjör við næstu sveitarstjórnarkosningar. Málefni sem bæði hafa verið á borði Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fór yfir ýmis atriði varðandi Hamarshöllina í dag og átti afar gott samtal við hana Roshild Jensen sem sér um tilsvarandi byggingu í Tromsö í Noregi. Í rafmagnsleysinu síðdegis var síðan afar gott að heyra að vararafstöðin hrökk strax í gang og því hafði rafmagnsleysið á engan hátt áhrif á húsið.

Fundur síðdegis með Oddgeiri Ottesen sem býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hann er hagfræðingur hjá Seðlabankanum og greinilegt að hann býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á fjármálakerfinu. Slíkt er góður kostur í þeirri orrahríð sem framundan er. Hann mun kynna sig betur á næstunni og m.a. mæta í opið hús okkar Sjálfstæðismanna þann 12. janúar næstkomandi. Hvet alla til að fjölmenna þangað.

Einn af hápunktum dagsins var að fá að fara í mæðraskoðun með Laufeyju Sif, litla ömmubarnið dafnar vel en það er væntanlegt í mars. Við getum varla beðið :-)

Úr því ég var nú stödd á fæðingardeildinni á Selfossi þá leit ég við hjá Katrínu Hjálmars en hún eignaðis lítinn dreng i morgun, óskaplega myndarlegan. Hann varð þar með fyrsta barnið sem fæðist á HSu þetta árið. Gaman að Hvergerðingur skuli verða fyrstur ;-)2. janúar 2013

Fyrsti dagur í vinnu eftir gott frí. Notalegt að koma lífinu aftur í rútínu, en ansi erfitt að koma sér á fætur ;-)

Bæjarráðs fundur verður í fyrramálið og því þurfti að koma út fundarboði vegna hans. Það verður nú ekki efnismikill fundur enda virðist stjórnsýsla landsins enn vera í jólafríi. Þó eru þarna erindi sem vert er að gefa gaum eins og til dæmis frá Stracta Construction þar sem óskað er eftir lóð hér í Hveragerði, um 8.000 m2, fyrir stórt hótel. Þetta fyrirtæki hefur verið nokkuð í fréttum enda hafa sambærileg erindi verið send nokkrum sveitarfélögum. Hér eru auðvitað miklir möguleikar í ferðaþjónustu og því er enginn spurning að þetta verður skoðað nánar.

Sendi einnig ansi geðvonskulegt bréf, sem berast mun ýmsum innan Arion banka, þar sem ég lýsti vonbrigðum mínum og furðu með dagatal Arion banka sem dreift var út um allt land fyrir jól. Þá kom nefnilega í ljós að þær tvær hátíðir, bæjarhátíðin Blómstrandi dagar og Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ eru ekki taldar upp með öðrum bæjarhátíðum og atburðum næsta árs, þrátt fyrir að vera meðal al stærstu hátíða sem haldnar eru árlega utan höfuðborgarsvæðisins.

Það er með hreinum ólíkindum hvernig tvær jafn vinsælar hátíðir og hér um ræðir geti "gleymst"! Enda óska ég skýringa hið fyrsta á þessum mistökum.

Hitti eftir hádegi Loft Jóhannesson, flugmann, ásamt fjölskyldu en hann er sonur Bjarnveigar Bjarnadóttur og einn þriggja gefenda sem færðu Árnesingum að gjöf þau fjölmörgu listaverk sem lögðu grunninn að stofnun Listasafns Árnesinga.
Loftur er búsettur í Bretlandi en er hér á landinu í heimsókn ásamt fjölskyldu sinni. Það var virkilega gaman að hitta Loft og heyra hans viðhorf og sýn á þessa merku gjöf og lífið og tilveruna almennt. Myndin hér til hliðar er af einu þekktasta verki Ásgríms Jónssonar en gjöfin sem um er rætt innihélt meðal annars fjölda verka eftir Ásmund.
1. janúar 2013

Mánaðarhlé á bloggi er aðeins of langt. En desembermánuður var venju samkvæmt afar annasamur mánuður, fjárhagsáætlun var samþykkt bæði fyrir næsta ár og þrjú þau næstu þar á eftir. Unnin var greinargerð með áætlununum sem birt verður á netinu fljótlega. Fjárhagur bæjarins er í góðum farvegi og yfirleitt er verðbólgan og sú óvissa sem þar ríkir það eina sem ekki hegðar sér í samræmi við áætlanir.

Undir jól kom út árlegt jólablað Bláhvers. Þar birtist nokkuð ítarlegt viðtal við Guðjón Pálsson, rafvirkja, sem hér hefur búið lengur en flestir aðrir. Það var bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að eiga dagstund með Guðjóni sem hafði svo sannarlega frá mörgu að segja. Vona að lesendum hafi þótt viðtalið jafn fróðlegt og mér þótti að ræða við Guðjón.

Jól og áramót voru hefðbundin og lífleg. Fjölskylduboð og samverustundir með ættingjum og vinum standa uppúr. Ena bókin sem lesin hefur verið þessa daga var Hin ótrúlega pílagrímsganga Haralds Fry sem er afskaplega eftirminnileg og góð bók. Fékk aftur á móti ævisögu Nonna sem ég á eftir að lesa í betra tómi.

Fór út að ganga í hálkunni daginn fyrir gamlársdag, skrans í hálkunni hleypti hnéskelinni af stað, ergilegur gamall ávani! Komst ekki að áramótabrennunni þess vegna en heyri að hún hafi verið vel lukkuð eins og við var að búast.

Á morgun tekur við fyrsti vinnudagur nýs árs. Nýtt ár boðar nýtt upphaf, nýja tíma, nýjar áskoranri, gleði og jákvæðni. Ætla ekki að setja áramótaheitin hér á bloggið. Síðast rötuðu þau í Dagskránna! Það verður ekki endurtekið ;-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet