9. janúar 2013
Heimsókn okkar Guðmundar Baldursonar til Íslenska gámafélagsins var lífleg í morgun. En að loknum fundi fórum við og skoðuðum ýmsa þá starfsemi sem er starfrækt í gömlu áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Þar sáum við meðal annars þessar fallegu gólfmottur sem listakonur eru að rýja og munstrið er árfarvegir á Íslandi. Þessi á gólfinu fyrir framan Jón Þóri og Guðmund er víst úr Kjósinni. Þetta er snilldarvel gert hjá listakonum sem kalla fyrirtækið sitt Élivogar.
Enn og aftur birti ég myndir af flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins til að sýna að það sem við setjum í grænu tunnuna fer ekki á haugana heldur er unnið úr því hráefni til útflutngins og til frekari nota. Þarna geta athugulir kannski þekkt Cheerios kassann sinn ;-)
Comments:
Skrifa ummæli