<$BlogRSDUrl$>

6. desember 2012

Ljúfur dagur í vinnunni, setti m.a. fréttir á heimasíðuna en það er ánægjulegt að sjá hversu duglegir ýmsir starfsmenn eru orðnir að senda okkur fréttir á síðuna. Það er lang skemmtilegast. Í dag og í gær hef ég farið yfir mannahald og skipulag á leikskólum bæjarins og ræddi í því sambandi við Gunnvöru leikskólastjóra Óskalands í dag en áður hafði ég rætt við Sesselju á Undralandi um sömu mál.

Sat símafund eftir hádegi í kjaramálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar málefni grunnskólakennara til umfjöllunar en viðræðum sveitarfélaga við þá hefur nú verið vísað til sáttasemjara. Hér má lesa frétt um stöðu viðræðnanna.

Fengum senda sundæfingu dagsins frá Magga Tryggva og hann vildi að við syntum 1800 m. Mér finnst hann alveg hafa gleymt því að við erum hópur kvenna á miðjum aldri :-) Mér tókst samt í fádæma góðum félagsskap að synda 1300 m. í langbestu sundlaug landsins, Laugaskarði.

5. desember 2012

Fundir dagsins voru að venju fjölbreyttir. Hittum fulltrúa frá fyrirtækinu Maintx sem kynnti fyrir okkur hugbúnað sem heldur utan um viðhald og endurnýjun mannvirkja og tækja. Áhugavert enda utanumhald vegna mannvirkja þónokkuð hjá bæjarfélaginu.

Hitti Lárus Kristinn Guðmundsson, kenndan við Hjálparsveitina, og venju samkvæmt varð okkur tíðrætt um almannavarnir og viðbúnað. Hann er einn af þremur vettvangsstjórum Hveragerðisbæjar og við vorum sammála um að skerpa þyrfti línur varðandi verkaskiptingu aðila og ákváðum að hittast í janúar til að fara betur yfir þau atriði.

Undirbúningur jólanna er á fullu í vinnunni líka og daglega opnar nýr gluggi í jóladagatali bæjarins oftast að viðstöddum börnum frá leikskólum bæjarins. Skemmtileg hefð sem festst hefur í sessi. Allir eiga að hafa fengið heim "jóladagatals yfirlitið" og þar er gerð grein fyrir ratleiknum sem við viljum endilega hvetja sem flesta til að taka þátt í.

Síðdegis fór ég og fékk Hauk frænda minn lánaðann svo ég gæti mætt á jólaföndursdag grunnskólans. Nú á ég ekki lengur barn í skólanum en ég get ekkert hætt að baka laufabrauðið okkar þarna eins og við höfum gert í ótrúlega mörg ár. Þess vegna fékk ég Haukinn lánaðann :-) Mjög gaman og líflegt eins og alltaf!

Í kvöld var síðan fundur um atvinnumál í Hveragerði sem Árni Johnsen, alþingismaður, boðaði til. Fróðlegt og skemmtilegt en þarna héldu tölu Haraldur forstjóri HNLFÍ, Birna Sif frá Ási, Jóhann Ísleifsson, garðyrkjubóndi auk mín. Fróðleg erindi um það sem efst er á baugi og í kjölfarið sköpuðust heilmiklar umræður um pólitíkina.

4. desember 2012

Við Ninna Sif áttum í gær langan en góðan fund með stjórnendum grunnskólans um ýmis málefni er snerta skólastarfið. Þar bar einna hæst málefni barna með sérþarfir og fjárhagsáætlun ársins 2013. Til fræðslumála fer um helmingur tekna bæjarfélagsins svo eðlilega er það sá málaflokkur sem hvað mest er til skoðunar.

í dag þriðjudag hitti ég meðal annars fulltrúa félags eldri borgara þau Pálínu Snorradóttur, formann félagsins og Egil Gústafsson, gjaldkera. Við ræddum endurnýjun samnings milli bæjarins og félagsins en nokkur ár eru liðin frá því að síðast var litið á þann samning. Félagið er afskaplega öflugt og almenn og mikil ánægja ríkir með störf þess. Reyndar held ég að starfsemi félagsins og sá góði og jákvæði andi sem þar ríkir hafi reyndar hvatt marga á þessum aldri til að flytjast til bæjarins.

Við Helga hittum þær Sigurveigu og Birnu frá Íslandsbanka í dag. Við fórum yfir ýmis mál er lúta að rekstri bæjarfélagsins og samskipti okkar við bankann. Þetta eru afar líflegar konur svo fundurinn var hinn skemmtilegasti. Átti einnig langan fund með Sesselju, leikskólastjóra á Undralandi í dag og fórum við yfir ýmis mál er lúta að starfsmannahald og fleiru. Við náum að uppfylla markmið okkar um að 18 mánaða börn og eldri komist á leikskóla eins fljótt og þess er nokkur kostur og ég get ekki séð annað en að þannig sé staðan í dag. Síðdegis hittust allir bæjarfulltrúarnir til að leggja lokahönd á fjárhagsáætlun. Þetta hefur verið afskaplega skemmtileg vinna og góður andi í hópnum. Ég á hreinlega eftir að sakna þessara funda.

Náði á síðustu mínútunni á sundæfingu. Nú liggur maður í bleyti á hverju degi því tvisvar í viku er sundleikfimi og aðra tvo er sundæfing. Við fórum nokkrar á skriðsundsnámskeið og nú neitum við að hætta og mætum galvaskar á sundæfingar hjá Magga Tryggva. Ótrúlega skemmtilegt og ég er að læra heilmargt nýtt þrátt fyrir að hafa talið mig alveg ágætlega synda fram að þessu. Maggi er auðvitað snillingur í þessari grein, það verður ekki af honum skafið.

Það veitti svo sem ekki af sundæfingu í dag en í gær hittumst við sundleikfimi konur niður í Þorlákshöfn hjá Ester í jólakvöldverði. Það var eins og alltaf einstaklega skemmtilegt og allar borðuðum við yfir okkur af frábærum réttum.

2. desember 2012

Enn ein helgin liðin og framundan erilsöm vinnuvika. Annars var nú mesta furða hvað afrekaðist um helgina. Laugardagurinn fór í bakstur á Sörum undir verkstjórn Laufeyjar, þvott, þrif og skreytingar auk þess sem löngu tímabærum þrifum og tiltekt í geymslunni í bílskúrnum var lokið. Helling hent þó illskeytt afbrigði af kreppusótt hafi alltaf gert mér erfitt fyrir í þeim efnum. Mér tókst af afla mér nokkurra brunasára við að rista möndlur sem núorðið er orðið að jólahefð, altså möndlurnar en ekki brunasárin...

Í gærkvöldi horfðum við mæðgur síðan á bráðskemmtilega mynd um öflugan sæðisgjafa sem kemst að því að hann á 533 börn og 142 þeirra vilja kynnast honum. "Starbuck" - mæli með henni þessari !

Sunnudagurinn hófst á gönguferð uppí Hamarshöllina þar sem nýji malbikaði göngustígurinn var prófaður í fyrsta sinn. Skemmtileg gönguleið sem klárlega er hægt að mæla með. Við vorum nákvæmlega 20 mínútur að rölta uppeftir, ef einhver hefði áhuga á að vita það :-)

Mættum Japönum á leiðinni niður eftir og við stóðumst ekki mátið að spyrja hvert þau væru að fara því okkur grunaði að leið þeirra myndi liggja inní Reykjadal. Jú, viti menn það var nákvæmlega þannig og svo sem ekki í frásögur færandi nema að daman í ferðinni var í þessum líka flottu glansandi leðurstígvélum með háum hælum!!!
Skyndilega öðluðust úrbætur á gönguleiðinni og brúargerð raunverulegan tilgang. Þau héldu auðvitað áfram för sinni galvösk ...

Eftir hádegi renndum við á Laugarvatn svona rétt að kíkja á afkvæmin sem þar dvelja við próflestur, eða við vonum það allavega :-) Þeir létu afar vel af sér drengirnir og við rétt náðum í eplaskífu kaffi á Iðjumörkinni þegar heim var komið. Þaðan var svo rokið af stað til að sjá ljósin á jólatrénu tendruð og skátarnir heimsóttir auk þess sem ég kíkti á ljósmyndasýningu Péturs Reynissonar í Gamla Hótelinu. Mjög flottar myndir.

Kvöldinu svo eytt í greinaskrif en þessi árstími fer alltaf eitthvað í það.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet