18. desember 2010
Það er ekki hægt að byrja dag á aðventunni með betri hætti en að mæta í gangasöng Grunnskólans. Ég og Ninna Sif, formaður fræðslunefndar, ásamt fullt af öðrum foreldrum mættum til að hlusta á krakkana en allur grunnskólinn tekur reglulega þátt í samsöng á Sal á aðventunni. Það var hreinasta unum að verða vitni að stórum sem smáum syngja hástöfum með og þakið ætlaði hreinlega að rifna af húsinu þegar þau sungu Snjókorn falla sem er löngu orðið eitt alvinsælasta jólalagið hér í bæ...
Góð stemning á kaffistofu starfsmanna þar sem við náðum að spjalla við þónokkra þrátt fyrir knappan tíma.
Ég vil endilega hvetja alla til að líta við á heimasíðu Grunnskólans en hún hefur nýlega verið opnuð í endurbættri mynd og þar birtast fréttir ótt og títt alla daga úr skólastarfinu.
Heimsóttum síðan leikskólann Undraland þar sem við áttum góðan fund með Sesselju, leikskólastjóra og Jónínu, aðstoðarleikskólastjóra. Ræddum ýmsa möguleika til hagræðingar sem vonandi geta ekki síður orðið til að efla leikskólann. Hið sama gerðum við á Óskalandi með Gunnvöru og Guðlaugu. Á báðum stöðum var okkur vel tekið þó að erindið hafi nú verið með hagræðingarbrag. Það er krefjandi að ná saman fjárhagsáætlun í því árferði sem nú ríkir og því eru verkefnin nú afar ólík frá því sem var fyrir 3 árum síðan.
Eftir hádegi setti ég fréttir á heimasíðuna, skrifaði nokkur bréf m.a. til ráðherra og þingmanna vegna ályktunar bæjarstjórnar um vegtolla sem ég ræddi um í gær. Ræddi síðan við Margréti sveitarstjóra í Flóahreppi um ýmis mál en það getur verið gott að bera saman bækur við aðra sem sinna sömu verkefnum. Átti síðan gott samtal eins og ávallt við Elsu forstjóra Heilbrigðiseftirlitsins vegna breytinganna sem bæjarstjórn vísaði til seinni umræðu í gær og varða kattahald og gjald vegna losun rotþróa.
Margt annað dettur inná borð bæjarstjórans og mörg mál eru þess eðlis að ekki er hægt að segja frá þeim hér. Ég er afar ánægð með það að fólk leitar mikið til bæjarstjórans og starfsmanna bæjarskrifstofu og við reynum eftir fremsta megni að leysa vanda sem allra flestra.
Jólahlaðborð Hótels Arkar í kvöld var afar glæsilegt. Maturinn einstaklega góður og vel fram reiddur. Ekki voru skemmtiatriðin síðri en Sigga Beinteins söng jólalög eins og henni einni er lagið og Daddi diskó hélt uppi rífandi stemningu. Hann fékk reyndar góða hjálp frá Ragga stóra og Óla í körfunni sem algjörlega slógu í gegn í "Singing bee"... Takk fyrir gott kvöld...
Góð stemning á kaffistofu starfsmanna þar sem við náðum að spjalla við þónokkra þrátt fyrir knappan tíma.
Ég vil endilega hvetja alla til að líta við á heimasíðu Grunnskólans en hún hefur nýlega verið opnuð í endurbættri mynd og þar birtast fréttir ótt og títt alla daga úr skólastarfinu.
Heimsóttum síðan leikskólann Undraland þar sem við áttum góðan fund með Sesselju, leikskólastjóra og Jónínu, aðstoðarleikskólastjóra. Ræddum ýmsa möguleika til hagræðingar sem vonandi geta ekki síður orðið til að efla leikskólann. Hið sama gerðum við á Óskalandi með Gunnvöru og Guðlaugu. Á báðum stöðum var okkur vel tekið þó að erindið hafi nú verið með hagræðingarbrag. Það er krefjandi að ná saman fjárhagsáætlun í því árferði sem nú ríkir og því eru verkefnin nú afar ólík frá því sem var fyrir 3 árum síðan.
Eftir hádegi setti ég fréttir á heimasíðuna, skrifaði nokkur bréf m.a. til ráðherra og þingmanna vegna ályktunar bæjarstjórnar um vegtolla sem ég ræddi um í gær. Ræddi síðan við Margréti sveitarstjóra í Flóahreppi um ýmis mál en það getur verið gott að bera saman bækur við aðra sem sinna sömu verkefnum. Átti síðan gott samtal eins og ávallt við Elsu forstjóra Heilbrigðiseftirlitsins vegna breytinganna sem bæjarstjórn vísaði til seinni umræðu í gær og varða kattahald og gjald vegna losun rotþróa.
Margt annað dettur inná borð bæjarstjórans og mörg mál eru þess eðlis að ekki er hægt að segja frá þeim hér. Ég er afar ánægð með það að fólk leitar mikið til bæjarstjórans og starfsmanna bæjarskrifstofu og við reynum eftir fremsta megni að leysa vanda sem allra flestra.
Jólahlaðborð Hótels Arkar í kvöld var afar glæsilegt. Maturinn einstaklega góður og vel fram reiddur. Ekki voru skemmtiatriðin síðri en Sigga Beinteins söng jólalög eins og henni einni er lagið og Daddi diskó hélt uppi rífandi stemningu. Hann fékk reyndar góða hjálp frá Ragga stóra og Óla í körfunni sem algjörlega slógu í gegn í "Singing bee"... Takk fyrir gott kvöld...
16. desember 2010
Fundur snemma í morgun að Borg í Grímsnesi þar sem nokkuð stór hópur hittist til að ræða um félagsþjónustu í Árnessýslu. Fyrir nokkru var skipaður starfshópur til að kanna hugsanlega samþættingu á þessu sviði og nú var komið að oddvitum sveitarfélaganna að fá kynningu á því starfi. Óneitanlega litaði umræðan um skólaskrifstofuna og fundinn í gær umræðu okkar í morgun. Sitt sýnist hverjum en það er nokkuð ljóst að forsvarsmenn Árborgar hafa með vissum hætti varpað sprengju inní annars gott samstarf sveitarfélaganna á svæðinu.
Gat því miður ekki stoppað lengi því ég þurfti á fund hér niður frá kl. 10:30. Að því loknu tók við undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund sem hófst kl. 18. Óvanalegur tími en á undan tókum við þátt í frábærri skemmtun "Jól í Skáldagötunni" en þar flutti Söngsveitin nokkur lög sem tengjast jólum eftir Hveragerðisskáldin. Grýla og Leppalúði sýndu snilldartakta en eitthvað voru jólasveinarnir synir þeirra tímaskynslausir því þeir mættu á svæðið í lok dagskrár en fengu þó kakó og smákökur. Afskaplega falleg dagskrá og vel lukkuð. Við ræddum það þarna að hún yrði endurflutt allavega að hluta á Þrettándagleðinni svo þeir sem misstu af færu ekki alveg á mis við hana.
Á bæjarstjórnarfundinum var fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu. Gert er ráð fyrir hagnaði af rekstri samstæðunnar sem er afar jákvætt en tapið af sveitarsjóði er um 17 mkr. Það er mikill viðsnúningur frá því sem verið hefur. Þar eiga starfsmenn bæjarins ríkan þátt en þeir hafa með miklu aðhaldi getað náð rekstrarkostnaði niður þannig að hækkanir á gjöldum bæjarbúa eru í algjöru lágmarki. Reynt er að halda hækkunum þjónustugjalda í algjöru lágmarki en almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki miðað við verðlagsþróun undanfarinna ára og vegna mikillar hækkunar á matvörum. Í öllum tilfellum er hagur bæjarbúa hafður að leiðarljósi og hækkunum stillt í hóf eins og mögulegt er. Fjárhagsáætlunin er unnin í góðri samvinnu allra bæjarfulltrúa sem allir hafa unnið að sama markmiði og það er að tryggja íbúum Hveragerðisbæjar bestu mögulegu þjónustu. Hefur þetta samstarf gengið afar vel og er mér bæði ljúft og skylt að þakka fyrir það.
Bæjarstjórn samþykkti einnig harðorða ályktun gegn hugmyndum ríkisstjornarinnar um veggjöld:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega áformum um veggjald sem ríkisstjórnin hefur kynnt sem forsendur fyrir framkvæmdum við bættan Suðurlandsveg.
Nú þegar greiða allir bifreiðaeigendur skatta til ríkisins í formi bifreiða- og eldsneytisgjalda. Með upptöku veggjalda er klárlega verið að tvískatta notendur umræddra vega á meðan að aðrir landsmenn greiða ekki sérstaklega fyrir úrbætur á vegakerfinu. Slíkt er algjörlega óásættanlegt, brýtur gegn jafnræði íbúa þessa lands og er í beinni andstöðu við áform sem kynnt hafa verið í áætlunum ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á sterku höfuðborgarsvæði.
Með veggjaldinu er vegið að lífsafkomu fjölmargra og sem dæmi má nefna þá myndi Hvergerðingur sem ekur hvern virkan dag til vinnu eða skóla á höfuðborgarsvæðinu þurfa að greiða 140.000 á ári í veggjöld. Til að eiga fyrir þessum veggjöldum þarf viðkomandi að vinna fyrir um 233.000,- krónum aukalega á ári. Með áformum ríkisstjórnar er vegið að lífsafkomu fjölda einstaklinga en auk þess snerta áformin með beinum hætti fjölda stórra fyrirtækja sem daglega sjá til þess að nauðsynjar berist inná höfuðborgarsvæðið og veita þar mikilvæga þjónustu. Að reisa múra með þessum hætti umhverfis stærstu byggðarlög landsins er andstætt því samfélagi sem við viljum byggja upp þar sem ríkja ættu hindrunarlausar og góðar samgöngur milli byggðarlaga.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þessum áformum. Jafnframt lýsir bæjarstjórn yfir vilja sínum til viðræðna við ríkisvaldið þar sem leitað yrði leiða til að bæta samgöngur á Suðurlandsvegi án þess að ráðist verði með veggjöldum að afkomu og lífsviðurværi landsbyggðarinnar.
Gat því miður ekki stoppað lengi því ég þurfti á fund hér niður frá kl. 10:30. Að því loknu tók við undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund sem hófst kl. 18. Óvanalegur tími en á undan tókum við þátt í frábærri skemmtun "Jól í Skáldagötunni" en þar flutti Söngsveitin nokkur lög sem tengjast jólum eftir Hveragerðisskáldin. Grýla og Leppalúði sýndu snilldartakta en eitthvað voru jólasveinarnir synir þeirra tímaskynslausir því þeir mættu á svæðið í lok dagskrár en fengu þó kakó og smákökur. Afskaplega falleg dagskrá og vel lukkuð. Við ræddum það þarna að hún yrði endurflutt allavega að hluta á Þrettándagleðinni svo þeir sem misstu af færu ekki alveg á mis við hana.
Á bæjarstjórnarfundinum var fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu. Gert er ráð fyrir hagnaði af rekstri samstæðunnar sem er afar jákvætt en tapið af sveitarsjóði er um 17 mkr. Það er mikill viðsnúningur frá því sem verið hefur. Þar eiga starfsmenn bæjarins ríkan þátt en þeir hafa með miklu aðhaldi getað náð rekstrarkostnaði niður þannig að hækkanir á gjöldum bæjarbúa eru í algjöru lágmarki. Reynt er að halda hækkunum þjónustugjalda í algjöru lágmarki en almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki miðað við verðlagsþróun undanfarinna ára og vegna mikillar hækkunar á matvörum. Í öllum tilfellum er hagur bæjarbúa hafður að leiðarljósi og hækkunum stillt í hóf eins og mögulegt er. Fjárhagsáætlunin er unnin í góðri samvinnu allra bæjarfulltrúa sem allir hafa unnið að sama markmiði og það er að tryggja íbúum Hveragerðisbæjar bestu mögulegu þjónustu. Hefur þetta samstarf gengið afar vel og er mér bæði ljúft og skylt að þakka fyrir það.
Bæjarstjórn samþykkti einnig harðorða ályktun gegn hugmyndum ríkisstjornarinnar um veggjöld:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega áformum um veggjald sem ríkisstjórnin hefur kynnt sem forsendur fyrir framkvæmdum við bættan Suðurlandsveg.
Nú þegar greiða allir bifreiðaeigendur skatta til ríkisins í formi bifreiða- og eldsneytisgjalda. Með upptöku veggjalda er klárlega verið að tvískatta notendur umræddra vega á meðan að aðrir landsmenn greiða ekki sérstaklega fyrir úrbætur á vegakerfinu. Slíkt er algjörlega óásættanlegt, brýtur gegn jafnræði íbúa þessa lands og er í beinni andstöðu við áform sem kynnt hafa verið í áætlunum ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á sterku höfuðborgarsvæði.
Með veggjaldinu er vegið að lífsafkomu fjölmargra og sem dæmi má nefna þá myndi Hvergerðingur sem ekur hvern virkan dag til vinnu eða skóla á höfuðborgarsvæðinu þurfa að greiða 140.000 á ári í veggjöld. Til að eiga fyrir þessum veggjöldum þarf viðkomandi að vinna fyrir um 233.000,- krónum aukalega á ári. Með áformum ríkisstjórnar er vegið að lífsafkomu fjölda einstaklinga en auk þess snerta áformin með beinum hætti fjölda stórra fyrirtækja sem daglega sjá til þess að nauðsynjar berist inná höfuðborgarsvæðið og veita þar mikilvæga þjónustu. Að reisa múra með þessum hætti umhverfis stærstu byggðarlög landsins er andstætt því samfélagi sem við viljum byggja upp þar sem ríkja ættu hindrunarlausar og góðar samgöngur milli byggðarlaga.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þessum áformum. Jafnframt lýsir bæjarstjórn yfir vilja sínum til viðræðna við ríkisvaldið þar sem leitað yrði leiða til að bæta samgöngur á Suðurlandsvegi án þess að ráðist verði með veggjöldum að afkomu og lífsviðurværi landsbyggðarinnar.
15. desember 2010
Fyrir hádegi hitti ég starfsmenn íþróttahúss og forstöðumenn íþróttamannvirkja til að ræða skipulagsbreytingar sem bæjarstjórn mun leggja til við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar á morgun. Ég er afar þakklát þeim skilningi sem allir sýndu þeirri erfiðu stöðu sem bærinn er í. Við munum nú sem hingað til leggja áherslu á að enginn missi vinnuna þó að ákveðnar breytingar séu gerðar í hagræðingarskyni.
Hitti Guðjón skólastjóra fyrir hádegi og ræddum við skólamál frá ýmsum sjónarhornum eins og við reyndar gerum svo oft. Ég hef unnið með Guðjóni í mjög langan tíma á ýmsum vettvangi en hann segir oft í gríni að það sé án vafa einsdæmi að bæjarstjóri hafi fyrst verið nemandi skólastjórans, síðan kennt í grunnskólanum undir hans stjórn, þá verið formaður fræðslunefndar sama skóla um árabil og nú bæjarstjóri og þannig yfirmaður Grunnskólans og þessa sama skólastjóra. Þetta gæti nú hreinlega verið rétt hjá Guðjóni að þetta sé einsdæmi ;-)
Eftir hádegi fór ég á fund sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi þar sem fulltrúar Árborgar kynntu áform sín um úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Það var þungt hljóðið í öðrum sveitarstjórnarmönnum sem áttu erfitt með að átta sig á þessari afstöðu stærsta sveitarfélagsins. Fundinum lauk með því að tillaga mín um að stjórn SASS skipaði starfshóp til að fara yfir þá möguleika sem eru á hagræðingu og breytingum á skipulagi samstarfsstofnananna var samþykkt. Eina leiðin fram á við er að ræða betur saman...
Eftir fundinn skrapp ég örstutt til Öddu en hún er núna komin á Sjúkrahúsið á Selfossi. Þar fór ég með henni og Gunnhildi sjúkraþjálfara og fékk að skoða nýja aðstöðu til sjúkraþjálfunar sem komið hefur verið upp í kjallara nýbyggingarinnar. Mjög fín aðstaða og ágætlega tækjum búin. Það er óendanlega mikilvægt að þessi þjónusta sé í boði þegar fólk neyðist til þess að dvelja langdvölum á sjúkrahúsinu.
Kíkti á tölvupóstinn, svaraði bréfum og ræddi við tvo blaðamenn sídegis, annarsvegar um vegtollana og hins vegar um þær hugmyndir sem uppi eru hjá fulltrúum Árborgar um slit á samningum um Strætó. Það væri að mínu mati stórslys ef þessi þjónusta yrði lögð af. Sífellt fleiri nýta sér strætó og einboðið að um leið og vetur konungur sýnir klærnar þá muni allir vagnar fyllast. Það tekur tíma að koma svona þjónustu á en því miður hefur það sýnt sig að það er fljótgert að koma hlutum í þann farveg að þeir verði aldrei aftur eins. Því viljum við forða í þessu máli.
Sundhópurinn slúttaði fyrir jól í bráðskemmtilegri sundlaug Þorlákshafnar en að því búnu var farið til Esterar og Halldórs í jólaveislu. Margra ára hefð að baki þessum hittingi og alltaf jafn gaman. Þorlákshöfn er fallega skreytt og greinilegt að margir hafa lagt sál sína í ljósaskrautið sem lýsir upp bæinn.
:
Það er alltaf gaman að heilbrigðri samkeppni. Í dag voru tveir fundir haldnir á bæjarskrifstofunni. Formaður velferðarnefndar (Unnur) tapaði sér í jólaríinu, skreytti salinn, kom með jólapakka fyrir nefndarmennina sína og allir komu með smákökur að heiman. Eyþór sem stýrir Menningar, íþrótta- og tómstundanefnd fékk svo mikið samviskubit þegar hann sá veitingarnar að hann rauk á dyr og keypti fullt af smákökum handa sínu fólki sem fundaði á sama tíma...
Hér sjáið þið hvað það var jólalegt hjá Velferðarnefndinni:
Og hér má sjá Eyþór á síðustu stundu að reyna að töfra fram veitingar
Fékk síðan þessa fínu vísu senda frá Kristjáni Runólfssyni, skáldi, en hann er búsettur hér í Hveragerði. Ég hafði nefnilega auglýst það á Facebook að ég hefði skrifað á netið...
Batnandi fólki er best að lifa,
bætir það ætíð vorn hag.
bráðlagin Aldís er búinn að skrifa,
á bloggið sitt tvisvar í dag
Hitti Guðjón skólastjóra fyrir hádegi og ræddum við skólamál frá ýmsum sjónarhornum eins og við reyndar gerum svo oft. Ég hef unnið með Guðjóni í mjög langan tíma á ýmsum vettvangi en hann segir oft í gríni að það sé án vafa einsdæmi að bæjarstjóri hafi fyrst verið nemandi skólastjórans, síðan kennt í grunnskólanum undir hans stjórn, þá verið formaður fræðslunefndar sama skóla um árabil og nú bæjarstjóri og þannig yfirmaður Grunnskólans og þessa sama skólastjóra. Þetta gæti nú hreinlega verið rétt hjá Guðjóni að þetta sé einsdæmi ;-)
Eftir hádegi fór ég á fund sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi þar sem fulltrúar Árborgar kynntu áform sín um úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Það var þungt hljóðið í öðrum sveitarstjórnarmönnum sem áttu erfitt með að átta sig á þessari afstöðu stærsta sveitarfélagsins. Fundinum lauk með því að tillaga mín um að stjórn SASS skipaði starfshóp til að fara yfir þá möguleika sem eru á hagræðingu og breytingum á skipulagi samstarfsstofnananna var samþykkt. Eina leiðin fram á við er að ræða betur saman...
Eftir fundinn skrapp ég örstutt til Öddu en hún er núna komin á Sjúkrahúsið á Selfossi. Þar fór ég með henni og Gunnhildi sjúkraþjálfara og fékk að skoða nýja aðstöðu til sjúkraþjálfunar sem komið hefur verið upp í kjallara nýbyggingarinnar. Mjög fín aðstaða og ágætlega tækjum búin. Það er óendanlega mikilvægt að þessi þjónusta sé í boði þegar fólk neyðist til þess að dvelja langdvölum á sjúkrahúsinu.
Kíkti á tölvupóstinn, svaraði bréfum og ræddi við tvo blaðamenn sídegis, annarsvegar um vegtollana og hins vegar um þær hugmyndir sem uppi eru hjá fulltrúum Árborgar um slit á samningum um Strætó. Það væri að mínu mati stórslys ef þessi þjónusta yrði lögð af. Sífellt fleiri nýta sér strætó og einboðið að um leið og vetur konungur sýnir klærnar þá muni allir vagnar fyllast. Það tekur tíma að koma svona þjónustu á en því miður hefur það sýnt sig að það er fljótgert að koma hlutum í þann farveg að þeir verði aldrei aftur eins. Því viljum við forða í þessu máli.
Sundhópurinn slúttaði fyrir jól í bráðskemmtilegri sundlaug Þorlákshafnar en að því búnu var farið til Esterar og Halldórs í jólaveislu. Margra ára hefð að baki þessum hittingi og alltaf jafn gaman. Þorlákshöfn er fallega skreytt og greinilegt að margir hafa lagt sál sína í ljósaskrautið sem lýsir upp bæinn.
:
Það er alltaf gaman að heilbrigðri samkeppni. Í dag voru tveir fundir haldnir á bæjarskrifstofunni. Formaður velferðarnefndar (Unnur) tapaði sér í jólaríinu, skreytti salinn, kom með jólapakka fyrir nefndarmennina sína og allir komu með smákökur að heiman. Eyþór sem stýrir Menningar, íþrótta- og tómstundanefnd fékk svo mikið samviskubit þegar hann sá veitingarnar að hann rauk á dyr og keypti fullt af smákökum handa sínu fólki sem fundaði á sama tíma...
Hér sjáið þið hvað það var jólalegt hjá Velferðarnefndinni:
Og hér má sjá Eyþór á síðustu stundu að reyna að töfra fram veitingar
Fékk síðan þessa fínu vísu senda frá Kristjáni Runólfssyni, skáldi, en hann er búsettur hér í Hveragerði. Ég hafði nefnilega auglýst það á Facebook að ég hefði skrifað á netið...
Batnandi fólki er best að lifa,
bætir það ætíð vorn hag.
bráðlagin Aldís er búinn að skrifa,
á bloggið sitt tvisvar í dag
14. desember 2010
Dagurinn byrjaði á fundi með Ninnu Sif, formanni fræðslunefndar, þar sem við fórum yfir mál tengd leikskólunum.
Strax að honum loknum hittum við Guðmundur Baldursson, Jón Þóri forstjóra Íslenska gámafélagsins og Guðjón Egilsson einn eiganda þess sama félags. Fórum við yfir ýmis atriði í samningnum milli bæjarfélagsins og ÍG um sorphirðu og urðun í bæjarfélaginu. Hér hefur náðst góður árangur í flokkun heimilissorps en nú sýnist mér að rúmur helmingur alls sorps fari í endurvinnslu. Er það góður árangur en betur má ef duga skal. Í upphafi settum við okkur markmið um 60% í endurvinnslu að lágmarki og því viljum við ná. Þess vegna verður að fara í enn frekara kynningarstarf til að fá enn fleiri til að flokka og þá sem þegar eru öflugir til að gera enn betur. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir bæjarfélagið og íbúa þess.
Við Helga gengum síðan frá fundarboði bæjarstjórnar en áður vann ég breytingu á samþykkt um kattahald sem lögð verður fram á fundinum á fimmtudag. Þar mun koma nýtt ákvæði um að gelda beri fressketti sem ganga úti, að tryggja beri ketti fyrir tjóni sem þeir valda á eigum annarra og að heimild verði til innheimtu árgjalds vegna katta. Þessar breytingar eru að okkar mati til mikilla bóta enda hefur ítrekað verið beðið um þetta. Vann einnig gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróa en hér í Hveragerði eru um 20 rotþrær sem tæmdar hafa verið reglulega án þess að eigendur þeirra hafi borið þann kostnað. Á því verður nú breyting, eðlilega, myndu margir segja.
Sá haft eftir Ögmundi Jónassyni,samgönguráðherra, að Sunnlendingar ættu ekki að gagnrýna hugmyndir um vegtolla þar sem Akurnesingar hefðu þurft að greiða í Hvalfjarðargöngin og því mátt sæta vegtollum. Þarna finnst mér ansi merkilegur málflutningur á ferð. Ekki má gleyma því þegar rætt er um fordæmið sem Hvalfjarðargöngin sköpuðu að þar spöruðust um 50 km í akstri með tilheyrandi eldsneytissparnaði og þar af leiðandi var minna greitt til hins opinbera í formi eldsneytisgjalda. Slíkt verður ekki raunin hér. Vegtollar á Suðurlandsvegi eru óréttlát og óásættanleg leið...
Í lok vinnudags héldum við jólagleði þar sem vinaleiknum var lokað og glæstar veitingar voru á boðstólum. Það eru allir svo duglegir að baka :-) Vinaleikurinn hefur verið skemmtileg tilbreyting í skammdeginu svo nú er rætt um að endurtaka hann í vor :-)
Fór í göngu með gönguhópnum síðdegis. Það var yndislegt labb sem endaði í rafstöðinni í Varmárgili með kakó og kökur við kertaljós og jólasöng. Notalegt !
Góður upplestur á bókasafninu í kvöld. Við Gummi og Jóhanna Ýr lásum upp í þetta skiptið og það gerðu einnig höfundar Hrafna,sóleyja og myrru. Þau sýndu líka "trailer" úr mynd sem þau hafa gert eftir bókinni og frumsýnd verður í febrúar. Sýndist hún lofa góðu...
Strax að honum loknum hittum við Guðmundur Baldursson, Jón Þóri forstjóra Íslenska gámafélagsins og Guðjón Egilsson einn eiganda þess sama félags. Fórum við yfir ýmis atriði í samningnum milli bæjarfélagsins og ÍG um sorphirðu og urðun í bæjarfélaginu. Hér hefur náðst góður árangur í flokkun heimilissorps en nú sýnist mér að rúmur helmingur alls sorps fari í endurvinnslu. Er það góður árangur en betur má ef duga skal. Í upphafi settum við okkur markmið um 60% í endurvinnslu að lágmarki og því viljum við ná. Þess vegna verður að fara í enn frekara kynningarstarf til að fá enn fleiri til að flokka og þá sem þegar eru öflugir til að gera enn betur. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir bæjarfélagið og íbúa þess.
Við Helga gengum síðan frá fundarboði bæjarstjórnar en áður vann ég breytingu á samþykkt um kattahald sem lögð verður fram á fundinum á fimmtudag. Þar mun koma nýtt ákvæði um að gelda beri fressketti sem ganga úti, að tryggja beri ketti fyrir tjóni sem þeir valda á eigum annarra og að heimild verði til innheimtu árgjalds vegna katta. Þessar breytingar eru að okkar mati til mikilla bóta enda hefur ítrekað verið beðið um þetta. Vann einnig gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróa en hér í Hveragerði eru um 20 rotþrær sem tæmdar hafa verið reglulega án þess að eigendur þeirra hafi borið þann kostnað. Á því verður nú breyting, eðlilega, myndu margir segja.
Sá haft eftir Ögmundi Jónassyni,samgönguráðherra, að Sunnlendingar ættu ekki að gagnrýna hugmyndir um vegtolla þar sem Akurnesingar hefðu þurft að greiða í Hvalfjarðargöngin og því mátt sæta vegtollum. Þarna finnst mér ansi merkilegur málflutningur á ferð. Ekki má gleyma því þegar rætt er um fordæmið sem Hvalfjarðargöngin sköpuðu að þar spöruðust um 50 km í akstri með tilheyrandi eldsneytissparnaði og þar af leiðandi var minna greitt til hins opinbera í formi eldsneytisgjalda. Slíkt verður ekki raunin hér. Vegtollar á Suðurlandsvegi eru óréttlát og óásættanleg leið...
Í lok vinnudags héldum við jólagleði þar sem vinaleiknum var lokað og glæstar veitingar voru á boðstólum. Það eru allir svo duglegir að baka :-) Vinaleikurinn hefur verið skemmtileg tilbreyting í skammdeginu svo nú er rætt um að endurtaka hann í vor :-)
Fór í göngu með gönguhópnum síðdegis. Það var yndislegt labb sem endaði í rafstöðinni í Varmárgili með kakó og kökur við kertaljós og jólasöng. Notalegt !
Góður upplestur á bókasafninu í kvöld. Við Gummi og Jóhanna Ýr lásum upp í þetta skiptið og það gerðu einnig höfundar Hrafna,sóleyja og myrru. Þau sýndu líka "trailer" úr mynd sem þau hafa gert eftir bókinni og frumsýnd verður í febrúar. Sýndist hún lofa góðu...
13. desember 2010
Það er með hreinum ólíkindum að enn skuli einhverjir líta við á þessari síðu. En þó sé ég að nokkrir seinþreyttir líta ennþá við :-)
Nú hyllir undir lok fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2011 og því fer að hægjast um í mínu lífi, vona ég. Desember mánuður er alltaf ofur upptekinn og því skil ég aldrei hvers vegna ég hef ekki rænu á því að undirbúa jólin fyrr að vetrinum. Hvers vegna í veröldinni er ég ekki búin að skrifa jólakortin? Eða allavega að panta þau. Ætli fermingarmyndin af drengnum líti eitthvað öðruvísi út núna í desember en hún gerði í sumar? En síðan held ég hreinlega að þetta sé partur af programmet... Þetta með að vera á síðasta snúning en samt koma alltaf jólin :-)
Undanfarnir dagar hafa farið í alls konar stúss vegna fjárhagsáætlunar en síðan gerði ferð til Luxembourg strik í reikninginn í síðustu viku. Þá sótti ég fund evrópskra sveitarstjórnarmanna í Luxembourg. Hinn fulltrúi Íslands var Óttar Proppé fulltrúi Besta flokksins og var hann hinn besti ferðafélagi. Reyndar voru fleiri með í för en Lárus skellti sér með og fulltrúi Alþjóðamála hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Anna Guðrún Björnsdóttir, kom líka. Fín ferð og lærdómsrík þrátt fyrir vöntun á farangri bæði úti og heima, niðurfelld flug, snjókomu og aðrar uppákomur!
Held ég reyni ekki að gera grein fyrir gerðum mínum lengra aftur í tímann. En í dag hitti ég aðila sem hafa hug á að koma með okkur í ákveðið ferðaþjónustutengt verkefni og áttum við hinn besta fund. Það er fátt skemmtilegra en að láta hugann reika í góðum hópi um þá möguleika sem búa hér í Hveragerði á sviði ferðaþjónustu. Af nógu er að taka það er víst alveg ábyggilegt.
Fór til mömmu í hádegismat en þar höfðum við systkinin mælt okkur mót. Við þurfum hreinlega að ákveða með fyrirvara ef við ætlum að hittast. Það að búa í sama bæjarfélagi tryggir það ekki :-)
Í dag hittist meirihlutinn kl. 18 og undibjó bæjarstjórnarfund næstkomandi fimmtudag. Minnihlutinn kom síðan í kjölfarið og saman fórum við yfir fjárhagsáætlun sem lögð verður fram til fyrri umræðu á fimmtudaginn. Samstarf minni og meirihluta hefur bæði verið gagnlegt og skemmtilegt og óneitanlega gefur það starfinu nýja vídd þegar svona vel tekst til með samstarfið. Eftir fundinn sátum við Unnur frameftir og unnum í greinum fyrir jólablað Bláhvers sem vonandi nær í hús í lok vikunnar. Alltaf gaman að því en útgáfa blaðsins er eitt af hinum föstu jólaverkum.
Nú hyllir undir lok fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2011 og því fer að hægjast um í mínu lífi, vona ég. Desember mánuður er alltaf ofur upptekinn og því skil ég aldrei hvers vegna ég hef ekki rænu á því að undirbúa jólin fyrr að vetrinum. Hvers vegna í veröldinni er ég ekki búin að skrifa jólakortin? Eða allavega að panta þau. Ætli fermingarmyndin af drengnum líti eitthvað öðruvísi út núna í desember en hún gerði í sumar? En síðan held ég hreinlega að þetta sé partur af programmet... Þetta með að vera á síðasta snúning en samt koma alltaf jólin :-)
Undanfarnir dagar hafa farið í alls konar stúss vegna fjárhagsáætlunar en síðan gerði ferð til Luxembourg strik í reikninginn í síðustu viku. Þá sótti ég fund evrópskra sveitarstjórnarmanna í Luxembourg. Hinn fulltrúi Íslands var Óttar Proppé fulltrúi Besta flokksins og var hann hinn besti ferðafélagi. Reyndar voru fleiri með í för en Lárus skellti sér með og fulltrúi Alþjóðamála hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Anna Guðrún Björnsdóttir, kom líka. Fín ferð og lærdómsrík þrátt fyrir vöntun á farangri bæði úti og heima, niðurfelld flug, snjókomu og aðrar uppákomur!
Held ég reyni ekki að gera grein fyrir gerðum mínum lengra aftur í tímann. En í dag hitti ég aðila sem hafa hug á að koma með okkur í ákveðið ferðaþjónustutengt verkefni og áttum við hinn besta fund. Það er fátt skemmtilegra en að láta hugann reika í góðum hópi um þá möguleika sem búa hér í Hveragerði á sviði ferðaþjónustu. Af nógu er að taka það er víst alveg ábyggilegt.
Fór til mömmu í hádegismat en þar höfðum við systkinin mælt okkur mót. Við þurfum hreinlega að ákveða með fyrirvara ef við ætlum að hittast. Það að búa í sama bæjarfélagi tryggir það ekki :-)
Í dag hittist meirihlutinn kl. 18 og undibjó bæjarstjórnarfund næstkomandi fimmtudag. Minnihlutinn kom síðan í kjölfarið og saman fórum við yfir fjárhagsáætlun sem lögð verður fram til fyrri umræðu á fimmtudaginn. Samstarf minni og meirihluta hefur bæði verið gagnlegt og skemmtilegt og óneitanlega gefur það starfinu nýja vídd þegar svona vel tekst til með samstarfið. Eftir fundinn sátum við Unnur frameftir og unnum í greinum fyrir jólablað Bláhvers sem vonandi nær í hús í lok vikunnar. Alltaf gaman að því en útgáfa blaðsins er eitt af hinum föstu jólaverkum.