14. desember 2010
Dagurinn byrjaði á fundi með Ninnu Sif, formanni fræðslunefndar, þar sem við fórum yfir mál tengd leikskólunum.
Strax að honum loknum hittum við Guðmundur Baldursson, Jón Þóri forstjóra Íslenska gámafélagsins og Guðjón Egilsson einn eiganda þess sama félags. Fórum við yfir ýmis atriði í samningnum milli bæjarfélagsins og ÍG um sorphirðu og urðun í bæjarfélaginu. Hér hefur náðst góður árangur í flokkun heimilissorps en nú sýnist mér að rúmur helmingur alls sorps fari í endurvinnslu. Er það góður árangur en betur má ef duga skal. Í upphafi settum við okkur markmið um 60% í endurvinnslu að lágmarki og því viljum við ná. Þess vegna verður að fara í enn frekara kynningarstarf til að fá enn fleiri til að flokka og þá sem þegar eru öflugir til að gera enn betur. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir bæjarfélagið og íbúa þess.
Við Helga gengum síðan frá fundarboði bæjarstjórnar en áður vann ég breytingu á samþykkt um kattahald sem lögð verður fram á fundinum á fimmtudag. Þar mun koma nýtt ákvæði um að gelda beri fressketti sem ganga úti, að tryggja beri ketti fyrir tjóni sem þeir valda á eigum annarra og að heimild verði til innheimtu árgjalds vegna katta. Þessar breytingar eru að okkar mati til mikilla bóta enda hefur ítrekað verið beðið um þetta. Vann einnig gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróa en hér í Hveragerði eru um 20 rotþrær sem tæmdar hafa verið reglulega án þess að eigendur þeirra hafi borið þann kostnað. Á því verður nú breyting, eðlilega, myndu margir segja.
Sá haft eftir Ögmundi Jónassyni,samgönguráðherra, að Sunnlendingar ættu ekki að gagnrýna hugmyndir um vegtolla þar sem Akurnesingar hefðu þurft að greiða í Hvalfjarðargöngin og því mátt sæta vegtollum. Þarna finnst mér ansi merkilegur málflutningur á ferð. Ekki má gleyma því þegar rætt er um fordæmið sem Hvalfjarðargöngin sköpuðu að þar spöruðust um 50 km í akstri með tilheyrandi eldsneytissparnaði og þar af leiðandi var minna greitt til hins opinbera í formi eldsneytisgjalda. Slíkt verður ekki raunin hér. Vegtollar á Suðurlandsvegi eru óréttlát og óásættanleg leið...
Í lok vinnudags héldum við jólagleði þar sem vinaleiknum var lokað og glæstar veitingar voru á boðstólum. Það eru allir svo duglegir að baka :-) Vinaleikurinn hefur verið skemmtileg tilbreyting í skammdeginu svo nú er rætt um að endurtaka hann í vor :-)
Fór í göngu með gönguhópnum síðdegis. Það var yndislegt labb sem endaði í rafstöðinni í Varmárgili með kakó og kökur við kertaljós og jólasöng. Notalegt !
Góður upplestur á bókasafninu í kvöld. Við Gummi og Jóhanna Ýr lásum upp í þetta skiptið og það gerðu einnig höfundar Hrafna,sóleyja og myrru. Þau sýndu líka "trailer" úr mynd sem þau hafa gert eftir bókinni og frumsýnd verður í febrúar. Sýndist hún lofa góðu...
Strax að honum loknum hittum við Guðmundur Baldursson, Jón Þóri forstjóra Íslenska gámafélagsins og Guðjón Egilsson einn eiganda þess sama félags. Fórum við yfir ýmis atriði í samningnum milli bæjarfélagsins og ÍG um sorphirðu og urðun í bæjarfélaginu. Hér hefur náðst góður árangur í flokkun heimilissorps en nú sýnist mér að rúmur helmingur alls sorps fari í endurvinnslu. Er það góður árangur en betur má ef duga skal. Í upphafi settum við okkur markmið um 60% í endurvinnslu að lágmarki og því viljum við ná. Þess vegna verður að fara í enn frekara kynningarstarf til að fá enn fleiri til að flokka og þá sem þegar eru öflugir til að gera enn betur. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir bæjarfélagið og íbúa þess.
Við Helga gengum síðan frá fundarboði bæjarstjórnar en áður vann ég breytingu á samþykkt um kattahald sem lögð verður fram á fundinum á fimmtudag. Þar mun koma nýtt ákvæði um að gelda beri fressketti sem ganga úti, að tryggja beri ketti fyrir tjóni sem þeir valda á eigum annarra og að heimild verði til innheimtu árgjalds vegna katta. Þessar breytingar eru að okkar mati til mikilla bóta enda hefur ítrekað verið beðið um þetta. Vann einnig gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróa en hér í Hveragerði eru um 20 rotþrær sem tæmdar hafa verið reglulega án þess að eigendur þeirra hafi borið þann kostnað. Á því verður nú breyting, eðlilega, myndu margir segja.
Sá haft eftir Ögmundi Jónassyni,samgönguráðherra, að Sunnlendingar ættu ekki að gagnrýna hugmyndir um vegtolla þar sem Akurnesingar hefðu þurft að greiða í Hvalfjarðargöngin og því mátt sæta vegtollum. Þarna finnst mér ansi merkilegur málflutningur á ferð. Ekki má gleyma því þegar rætt er um fordæmið sem Hvalfjarðargöngin sköpuðu að þar spöruðust um 50 km í akstri með tilheyrandi eldsneytissparnaði og þar af leiðandi var minna greitt til hins opinbera í formi eldsneytisgjalda. Slíkt verður ekki raunin hér. Vegtollar á Suðurlandsvegi eru óréttlát og óásættanleg leið...
Í lok vinnudags héldum við jólagleði þar sem vinaleiknum var lokað og glæstar veitingar voru á boðstólum. Það eru allir svo duglegir að baka :-) Vinaleikurinn hefur verið skemmtileg tilbreyting í skammdeginu svo nú er rætt um að endurtaka hann í vor :-)
Fór í göngu með gönguhópnum síðdegis. Það var yndislegt labb sem endaði í rafstöðinni í Varmárgili með kakó og kökur við kertaljós og jólasöng. Notalegt !
Góður upplestur á bókasafninu í kvöld. Við Gummi og Jóhanna Ýr lásum upp í þetta skiptið og það gerðu einnig höfundar Hrafna,sóleyja og myrru. Þau sýndu líka "trailer" úr mynd sem þau hafa gert eftir bókinni og frumsýnd verður í febrúar. Sýndist hún lofa góðu...
Comments:
Skrifa ummæli