<$BlogRSDUrl$>

15. desember 2010

Fyrir hádegi hitti ég starfsmenn íþróttahúss og forstöðumenn íþróttamannvirkja til að ræða skipulagsbreytingar sem bæjarstjórn mun leggja til við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar á morgun. Ég er afar þakklát þeim skilningi sem allir sýndu þeirri erfiðu stöðu sem bærinn er í. Við munum nú sem hingað til leggja áherslu á að enginn missi vinnuna þó að ákveðnar breytingar séu gerðar í hagræðingarskyni.

Hitti Guðjón skólastjóra fyrir hádegi og ræddum við skólamál frá ýmsum sjónarhornum eins og við reyndar gerum svo oft. Ég hef unnið með Guðjóni í mjög langan tíma á ýmsum vettvangi en hann segir oft í gríni að það sé án vafa einsdæmi að bæjarstjóri hafi fyrst verið nemandi skólastjórans, síðan kennt í grunnskólanum undir hans stjórn, þá verið formaður fræðslunefndar sama skóla um árabil og nú bæjarstjóri og þannig yfirmaður Grunnskólans og þessa sama skólastjóra. Þetta gæti nú hreinlega verið rétt hjá Guðjóni að þetta sé einsdæmi ;-)

Eftir hádegi fór ég á fund sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi þar sem fulltrúar Árborgar kynntu áform sín um úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Það var þungt hljóðið í öðrum sveitarstjórnarmönnum sem áttu erfitt með að átta sig á þessari afstöðu stærsta sveitarfélagsins. Fundinum lauk með því að tillaga mín um að stjórn SASS skipaði starfshóp til að fara yfir þá möguleika sem eru á hagræðingu og breytingum á skipulagi samstarfsstofnananna var samþykkt. Eina leiðin fram á við er að ræða betur saman...

Eftir fundinn skrapp ég örstutt til Öddu en hún er núna komin á Sjúkrahúsið á Selfossi. Þar fór ég með henni og Gunnhildi sjúkraþjálfara og fékk að skoða nýja aðstöðu til sjúkraþjálfunar sem komið hefur verið upp í kjallara nýbyggingarinnar. Mjög fín aðstaða og ágætlega tækjum búin. Það er óendanlega mikilvægt að þessi þjónusta sé í boði þegar fólk neyðist til þess að dvelja langdvölum á sjúkrahúsinu.

Kíkti á tölvupóstinn, svaraði bréfum og ræddi við tvo blaðamenn sídegis, annarsvegar um vegtollana og hins vegar um þær hugmyndir sem uppi eru hjá fulltrúum Árborgar um slit á samningum um Strætó. Það væri að mínu mati stórslys ef þessi þjónusta yrði lögð af. Sífellt fleiri nýta sér strætó og einboðið að um leið og vetur konungur sýnir klærnar þá muni allir vagnar fyllast. Það tekur tíma að koma svona þjónustu á en því miður hefur það sýnt sig að það er fljótgert að koma hlutum í þann farveg að þeir verði aldrei aftur eins. Því viljum við forða í þessu máli.

Sundhópurinn slúttaði fyrir jól í bráðskemmtilegri sundlaug Þorlákshafnar en að því búnu var farið til Esterar og Halldórs í jólaveislu. Margra ára hefð að baki þessum hittingi og alltaf jafn gaman. Þorlákshöfn er fallega skreytt og greinilegt að margir hafa lagt sál sína í ljósaskrautið sem lýsir upp bæinn.

:
Það er alltaf gaman að heilbrigðri samkeppni. Í dag voru tveir fundir haldnir á bæjarskrifstofunni. Formaður velferðarnefndar (Unnur) tapaði sér í jólaríinu, skreytti salinn, kom með jólapakka fyrir nefndarmennina sína og allir komu með smákökur að heiman. Eyþór sem stýrir Menningar, íþrótta- og tómstundanefnd fékk svo mikið samviskubit þegar hann sá veitingarnar að hann rauk á dyr og keypti fullt af smákökum handa sínu fólki sem fundaði á sama tíma...

Hér sjáið þið hvað það var jólalegt hjá Velferðarnefndinni:
Og hér má sjá Eyþór á síðustu stundu að reyna að töfra fram veitingar

Fékk síðan þessa fínu vísu senda frá Kristjáni Runólfssyni, skáldi, en hann er búsettur hér í Hveragerði. Ég hafði nefnilega auglýst það á Facebook að ég hefði skrifað á netið...

Batnandi fólki er best að lifa,
bætir það ætíð vorn hag.
bráðlagin Aldís er búinn að skrifa,
á bloggið sitt tvisvar í dag

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet