23. desember 2009
Desember hefur verið annasamur og því hefur lítið tóm gefist til að skrifa á bloggið. Úr því verður vonandi bætt núna um jólin og þráðurinn tekinn upp að nýju eftir áramót. En ykkur, kæru vinir, sendi ég þessa notalegu mynd sem var tekin í garðinum á Heiðmörkinni eitt yndislegt vetrarkvöld í fyrra. Það sem af er vetri höfum við ekki enn upplifað svona fallegt vetrarveður. En það má láta sig dreyma ...
8. desember 2009
Fór í vinnuna þrátt fyrir pest sem enn herjar á mig og fullkomlega eyðilagði annars góða helgi. Missti af jólahlaðborði, 50 ára afmæli Helgu Bjarnadóttur, listamannaspjalli í Listasafninu og aðventutónleikum Söngsveitarinnar svo fátt eitt sé talið :-(
En dagurinn í dag varð bæði annasamur og langur en ég skilaði mér ekki heim fyrr en rúmlega 9 í kvöld. Þá var ég líka búin að kíkja á prjónakaffið í bókasafninu þar sem Gunna vinkona var að opna sýningu á vefnaði og krosssaumi. Hún er náttúrulega snillingur í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Þetta var hin notalegasta stund, fullt af konum á öllum aldri og allar að gera svo fallega og fína hluti. Ég dáðist að öllum hinum og skoðaði dýrðina í blöðunum en flaug ekki til hugar að mæta með metnaðarlausa trefilinn sem er á prjónunum hér á bænum ;-)
Á prjónakaffið mætti ég beint af meirihlutafundi þar sem farið var yfir fundarboð bæjarstjórnar og ýmis önnur mál sem ofarlega eru á baugi núna.
Í vinnunni í dag fundaði ég með leikskólastjórum vegna nýrra reglna um innritun og innheimtu gjalda en þær verða lagðar fyrir bæjarstjórnarfund til samþykktar.
Elfa og Birgir Þórðarson frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands eru að skoða nýja möguleika á að losa sveitarfélagið við "lífmassa" sem er afurð skolphreinsistöðvarinnar. Í dag funduðu þau ásamt fulltrúum tveggja annarra sveitarfélaga í sýslunni sem einnig eru að skoða svipaða hluti. Ég sat lungann úr fundinum enda finnst mér málið áhugavert og þær lausnir sem eru til skoðunar geta sparað sveitarfélaginu mikla fjármuni.
Við Jóhanna hittumst einnig og fórum yfir málefni er tengjast íþróttafélaginu hér í bæ, en Hamar er afar öflugt félag sem borið er uppi af einstöku neti sjálfboðaliða. Þeirra starf er aldrei of oft þakkað. Það er ekki sjálfgefið að sveitarfélag af okkar stærð eigi lið í toppbaráttu eins og nú er að gerast í körfunni hjá stelpunum og strákarnir eitt af þeim liðum sem hvað mest hafa komið á óvart í vetur. Badminton krakkarnir raka til sín verðlaunum, fimleikarnir í miklum blóma og áfram mætti telja. Við viljum svo gjarnan bæta aðstöðuna sem í boði er og því leitum við allra leiða til að slíkt megi verða mögulegt án þess að það verði sveitarfélaginu ofviða fjárhagslega. Því höfum við skoðað möguleikana á loftbornu íþróttahúsi sem risið hafa eins og gorkúlur út um allan heim í tugi ára. Þrisvar til fjórum sinnum ódýrari í byggingu heldur en þau hús sem við hingað til höfum þekkt, en gæðin gríðarlega góð. Við heyrum auðvitað gagnrýnisraddir, talað er um vindbelg, blöðruna, stórslys, húsið fjúki niður í sveit og annað í þessum dúr. Þessar raddir koma undantekningalaust frá aðilum sem ekki hafa kynnt sér málið. Því hvet ég alla sem áhuga hafa á uppbyggingu íþróttamannvirkja til að mæta á íbúafundinn í grunnskólanum næstkomandi fimmtudag og kynna sér málið. Fjöldi flottra frummælenda mun kynna loftborin íþróttahús svo viðstaddir geti kynnt sér málið af eigin raun.
Skoðið líka síðuna sem ég setti upp um loftborin íþróttahús, tengillinn er hér ofarlega til vinstri......
En dagurinn í dag varð bæði annasamur og langur en ég skilaði mér ekki heim fyrr en rúmlega 9 í kvöld. Þá var ég líka búin að kíkja á prjónakaffið í bókasafninu þar sem Gunna vinkona var að opna sýningu á vefnaði og krosssaumi. Hún er náttúrulega snillingur í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Þetta var hin notalegasta stund, fullt af konum á öllum aldri og allar að gera svo fallega og fína hluti. Ég dáðist að öllum hinum og skoðaði dýrðina í blöðunum en flaug ekki til hugar að mæta með metnaðarlausa trefilinn sem er á prjónunum hér á bænum ;-)
Á prjónakaffið mætti ég beint af meirihlutafundi þar sem farið var yfir fundarboð bæjarstjórnar og ýmis önnur mál sem ofarlega eru á baugi núna.
Í vinnunni í dag fundaði ég með leikskólastjórum vegna nýrra reglna um innritun og innheimtu gjalda en þær verða lagðar fyrir bæjarstjórnarfund til samþykktar.
Elfa og Birgir Þórðarson frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands eru að skoða nýja möguleika á að losa sveitarfélagið við "lífmassa" sem er afurð skolphreinsistöðvarinnar. Í dag funduðu þau ásamt fulltrúum tveggja annarra sveitarfélaga í sýslunni sem einnig eru að skoða svipaða hluti. Ég sat lungann úr fundinum enda finnst mér málið áhugavert og þær lausnir sem eru til skoðunar geta sparað sveitarfélaginu mikla fjármuni.
Við Jóhanna hittumst einnig og fórum yfir málefni er tengjast íþróttafélaginu hér í bæ, en Hamar er afar öflugt félag sem borið er uppi af einstöku neti sjálfboðaliða. Þeirra starf er aldrei of oft þakkað. Það er ekki sjálfgefið að sveitarfélag af okkar stærð eigi lið í toppbaráttu eins og nú er að gerast í körfunni hjá stelpunum og strákarnir eitt af þeim liðum sem hvað mest hafa komið á óvart í vetur. Badminton krakkarnir raka til sín verðlaunum, fimleikarnir í miklum blóma og áfram mætti telja. Við viljum svo gjarnan bæta aðstöðuna sem í boði er og því leitum við allra leiða til að slíkt megi verða mögulegt án þess að það verði sveitarfélaginu ofviða fjárhagslega. Því höfum við skoðað möguleikana á loftbornu íþróttahúsi sem risið hafa eins og gorkúlur út um allan heim í tugi ára. Þrisvar til fjórum sinnum ódýrari í byggingu heldur en þau hús sem við hingað til höfum þekkt, en gæðin gríðarlega góð. Við heyrum auðvitað gagnrýnisraddir, talað er um vindbelg, blöðruna, stórslys, húsið fjúki niður í sveit og annað í þessum dúr. Þessar raddir koma undantekningalaust frá aðilum sem ekki hafa kynnt sér málið. Því hvet ég alla sem áhuga hafa á uppbyggingu íþróttamannvirkja til að mæta á íbúafundinn í grunnskólanum næstkomandi fimmtudag og kynna sér málið. Fjöldi flottra frummælenda mun kynna loftborin íþróttahús svo viðstaddir geti kynnt sér málið af eigin raun.
Skoðið líka síðuna sem ég setti upp um loftborin íþróttahús, tengillinn er hér ofarlega til vinstri......
3. desember 2009
Ástæða bloggleysisins er Berlínar ferð sem farin var núna í upphafi vikunnar. En þar var ég fulltrúi Sambands íslenskra sveitarstjórnarmanna á ráðstefnu evrópskra sveitarstjórnarmanna. Við fórum tvær á fundinn ég og alþjóðafulltrúi Sambandsins, Anna Guðrún Björnsdóttir. Fundurinn var afar fróðlegur en hann byrjaði með fyrirlestrum og umræðum um fall Múrsins og afleiðingarnar sem það hafði í för með sér. Einnig voru áhugaverðir fyrirlestrar um sveitarstjórnarmál í fyrrum Ráðstjórnarríkjunum en þar þurfti hreinlega að finna upp hjólið þar sem sveitarstjórnarstigið var ekki til í þessum löndum áður. Það var einnig fróðlegt að hitta svona marga sveitarstjórnarmenn og finna að alls staðar er glímt við sömu verkefnin. Kreppan snertir ekki einungis okkur hér á Íslandi heldur einnig aðrar þjóðir sem nú glíma einnig við skertar tekjur og aukin útgjöld sérstaklega til velferðarmála. Annars var kosið á fundinum um nýjan framkvæmdastjóra Samtakanna og það var óneitanlega upplifun. Kanditatarnir um starfið þurftu að halda ræður fyrir hópinn og voru síðan spurðir útúr af viðstöddum áður en gengið var til atkvæða um það hvor yrði fyrir valinu. Kosningin fór 46-46 svo þar þurfti að kjósa aftur þá vann Frakkinn 47-45. Aumingjans mennirnir biðu í bakherbergi á meðan og síðan kom annar fram sem sigurvegari en hinn yfirgaf svæðið.
Í svona ferðum gefst ekki mikill tími til annars en að sitja fundi en við náðum nú samt að kíkja á jólamarkaði í borginni en Þjóðverjar eru þekktir fyrir jólamarkaðina sína. Yndisleg hefð því það er fátt jólalegra en að sitja úti með glögg og brenndar möndlur og fylgjast með mannlífinu.
Í dag fimmtudag var bæjarráðsfundur þar sem fjárhagsáætlun var lögð fram og rædd. Henni var síðan vísað til bæjarstjórnar en fyrri umræða fer fram eftir viku. Í hádeginu hitti ég Vinnumarkaðsráð Suðurlands sem í þetta skipti fundaði hér í Hveragerð. Hér eru í dag 107 einstaklingar án atvinnu en einhver hluti þeirra er í hluta starfi. Þetta er um 8% af vinnuaflinu. Of mikið engin spurning en núna eru framundan þungir mánuðir í skammdeginu hvað vinnu varðar. Verðum að vona að ástandið lagist þegar líður á árið 2010. Síðdegis var fundur í Almannavarnaráði Árnessýslu þar sem við unnum í áhættugreiningu fyrir svæðið. Einn fundur enn og þá lýkur þessu verki.
Í kvöld ristuðum við Albert möndlur eftir uppskrift sem við fundum á internetinu, svei mér ef þær eru ekki alveg jafngóðar og á jólamarkaðnum í Berlín ...
Í svona ferðum gefst ekki mikill tími til annars en að sitja fundi en við náðum nú samt að kíkja á jólamarkaði í borginni en Þjóðverjar eru þekktir fyrir jólamarkaðina sína. Yndisleg hefð því það er fátt jólalegra en að sitja úti með glögg og brenndar möndlur og fylgjast með mannlífinu.
Í dag fimmtudag var bæjarráðsfundur þar sem fjárhagsáætlun var lögð fram og rædd. Henni var síðan vísað til bæjarstjórnar en fyrri umræða fer fram eftir viku. Í hádeginu hitti ég Vinnumarkaðsráð Suðurlands sem í þetta skipti fundaði hér í Hveragerð. Hér eru í dag 107 einstaklingar án atvinnu en einhver hluti þeirra er í hluta starfi. Þetta er um 8% af vinnuaflinu. Of mikið engin spurning en núna eru framundan þungir mánuðir í skammdeginu hvað vinnu varðar. Verðum að vona að ástandið lagist þegar líður á árið 2010. Síðdegis var fundur í Almannavarnaráði Árnessýslu þar sem við unnum í áhættugreiningu fyrir svæðið. Einn fundur enn og þá lýkur þessu verki.
Í kvöld ristuðum við Albert möndlur eftir uppskrift sem við fundum á internetinu, svei mér ef þær eru ekki alveg jafngóðar og á jólamarkaðnum í Berlín ...