29. febrúar 2008
Fimmtudagur í rólegri kantinum....
Dagurinn byrjaði á stuttum fundi þar sem við Eyþór fórum yfir nokkur skipulagsmál áður en við hittum forsvarsmenn Eyktar til að fara yfir deiliskipulagið að Sólborgarsvæðinu sem nú er á lokastigi. Fundur verður í skipulags- og bygginganefnd næsta þriðjudag þar sem skipulagið verður að öllum líkindum samþykkt og vísað til bæjarstjórnar. Samþykki bæjarstjórn deiliskipulagið er það sent til Skipulagsstofnunar sem fer yfir það hvort öllum formsatriðum hafi verið fullnægt og öllum athugasemdum svarað. Að því loknu öðlast skipulagið samþykki. Á fundinum í morgun kom fram að framkvæmdir munu ekki hefjast á Sólborgarsvæðinu á þessu ári en unnið verður í hönnun gatnakerfis og vinnslu útboðsgagna. Ennfremur þarf að ákveða áfangaskiptingu verksins sem er afar stórt og viðamikið. Það er enda ekki lítið sem ráðist er í þegar byggja á 2200 manna hverfi.
Komst síðan að því í dag að Sólborgarsvæðið heyrir ekki undir Hveragerðissókn heldur Kotströnd samkvæmt skilgreiningu á sóknum hér á svæðinu. Það er nýtt fyrir okkur að Hvergerðingar skuli ekki sækja til sömu sóknar. En svona er þetta víst.
-------------------------
Fékk fyrir hádegi kynningu á skemmtilegu verkefni varðandi heimasíðunotkun og breytt viðmót á netinu. Gaman að því en það er enginn efi í mínum huga að við eigum að efla netið enn frekar sem upplýsingamiðil bæði fyrir heimamenn sem og ferðafólk. Nú eru komnar inn á heimasíðu Hveragerðisbæjar upplýsingar fyrir ferðafólk á dönsku, ensku og pólsku. Áfram verður unnið í því að auka þessar uppýsingar og samræma á milli síðna.
------------------------
Nokkuð er spurt um hinar nýju stöður sem auglýstar hafa verið en það Capacent sem sér um ráðninguna og því er öllum sem hafa samband bent á að ræða við fulltrúa þess ágæta fyrirtækis.
------------------------
Ég var að lesa bloggfærslu ákveðins Hvergerðings áðan og undraði mig á því viðhorfi sem þar kom fram gagnvart sveitarstjórnarmönnum í Hveragerði, en rætt var fjálglega um úlfúð og illindi í bæjarstjórnarhópnum. Því þykir mér rétt að það komi fram að undanfarna mánuði hefur ríkt mikil eining og samstaða í bæjarstjórn og unnið er af heilindum að málum af hálfu bæði minnihluta og meirihluta.
Við erum samstíga í flestum málum eins og vera ber en ósammála um önnur eins og eðlilegt er í pólitísku starfi. Það verður aldrei þannig að það ríki rjómalogn og blíða á öllum fundum í bæjarstjórn enda situr þar fólk með miklar skoðanir og ríka sannfæringu á því hvað er bæjarfélaginu fyrir bestu. En að tala um úlfúð og illindi er mikil rangtúlkun á því starfi sem nú fer fram í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.
----------------------------
Þar sem ég sat hér heima að bíða eftir að andinn kæmi yfir í ræðuskrifum vafraði ég aðeins um veraldarvefinn og alltaf rekst maður á eitthvað skemmtilegt þar. Sá í gær að Hjálparsveit skáta í Hveragerði heldur þar úti stórskemmtilegri síðu þar sem meðal annars má finna frábærar myndir úr starfi sveitarinnar í gegnum tíðina. Gaman að sjá þar kunnugleg andlit í alveg nýju ljósi.
En hér eru tvær myndir sem ég nappaði af síðunni. Þarna má sjá hvernig brúin yfir Varmá leit út áður en ræsið var sett og á hinni er fróðlegt að sjá breytinguna á miðbænum, íþróttahúsið hálfbyggt og sjoppan góða við endann á Hverakaups húsinu er kunnugleg.....
Dagurinn byrjaði á stuttum fundi þar sem við Eyþór fórum yfir nokkur skipulagsmál áður en við hittum forsvarsmenn Eyktar til að fara yfir deiliskipulagið að Sólborgarsvæðinu sem nú er á lokastigi. Fundur verður í skipulags- og bygginganefnd næsta þriðjudag þar sem skipulagið verður að öllum líkindum samþykkt og vísað til bæjarstjórnar. Samþykki bæjarstjórn deiliskipulagið er það sent til Skipulagsstofnunar sem fer yfir það hvort öllum formsatriðum hafi verið fullnægt og öllum athugasemdum svarað. Að því loknu öðlast skipulagið samþykki. Á fundinum í morgun kom fram að framkvæmdir munu ekki hefjast á Sólborgarsvæðinu á þessu ári en unnið verður í hönnun gatnakerfis og vinnslu útboðsgagna. Ennfremur þarf að ákveða áfangaskiptingu verksins sem er afar stórt og viðamikið. Það er enda ekki lítið sem ráðist er í þegar byggja á 2200 manna hverfi.
Komst síðan að því í dag að Sólborgarsvæðið heyrir ekki undir Hveragerðissókn heldur Kotströnd samkvæmt skilgreiningu á sóknum hér á svæðinu. Það er nýtt fyrir okkur að Hvergerðingar skuli ekki sækja til sömu sóknar. En svona er þetta víst.
-------------------------
Fékk fyrir hádegi kynningu á skemmtilegu verkefni varðandi heimasíðunotkun og breytt viðmót á netinu. Gaman að því en það er enginn efi í mínum huga að við eigum að efla netið enn frekar sem upplýsingamiðil bæði fyrir heimamenn sem og ferðafólk. Nú eru komnar inn á heimasíðu Hveragerðisbæjar upplýsingar fyrir ferðafólk á dönsku, ensku og pólsku. Áfram verður unnið í því að auka þessar uppýsingar og samræma á milli síðna.
------------------------
Nokkuð er spurt um hinar nýju stöður sem auglýstar hafa verið en það Capacent sem sér um ráðninguna og því er öllum sem hafa samband bent á að ræða við fulltrúa þess ágæta fyrirtækis.
------------------------
Ég var að lesa bloggfærslu ákveðins Hvergerðings áðan og undraði mig á því viðhorfi sem þar kom fram gagnvart sveitarstjórnarmönnum í Hveragerði, en rætt var fjálglega um úlfúð og illindi í bæjarstjórnarhópnum. Því þykir mér rétt að það komi fram að undanfarna mánuði hefur ríkt mikil eining og samstaða í bæjarstjórn og unnið er af heilindum að málum af hálfu bæði minnihluta og meirihluta.
Við erum samstíga í flestum málum eins og vera ber en ósammála um önnur eins og eðlilegt er í pólitísku starfi. Það verður aldrei þannig að það ríki rjómalogn og blíða á öllum fundum í bæjarstjórn enda situr þar fólk með miklar skoðanir og ríka sannfæringu á því hvað er bæjarfélaginu fyrir bestu. En að tala um úlfúð og illindi er mikil rangtúlkun á því starfi sem nú fer fram í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.
----------------------------
Þar sem ég sat hér heima að bíða eftir að andinn kæmi yfir í ræðuskrifum vafraði ég aðeins um veraldarvefinn og alltaf rekst maður á eitthvað skemmtilegt þar. Sá í gær að Hjálparsveit skáta í Hveragerði heldur þar úti stórskemmtilegri síðu þar sem meðal annars má finna frábærar myndir úr starfi sveitarinnar í gegnum tíðina. Gaman að sjá þar kunnugleg andlit í alveg nýju ljósi.
En hér eru tvær myndir sem ég nappaði af síðunni. Þarna má sjá hvernig brúin yfir Varmá leit út áður en ræsið var sett og á hinni er fróðlegt að sjá breytinguna á miðbænum, íþróttahúsið hálfbyggt og sjoppan góða við endann á Hverakaups húsinu er kunnugleg.....
28. febrúar 2008
Af fasteignagjöldum
Árlega verður mikil umræða vegna álagningar fasteignagjalda hér í Hveragerði sem og í öðrum sveitarfélögum. Hér eru nokkrar staðreyndir varðandi álagningu fasteignaskatts.
Álagningarprósenta fasteignaskatts í A-flokki(íbúðarhúsnæði) er í Hveragerði 0,33%. Við upphaf kjörtímabils okkar lækkuðum við þessa prósentu úr 0,364% í 0,33% eða um 10%. Á þeim tíma lækkuðu ekki mörg önnur sveitarfélög álagningarprósentuna.
Árið 2007 var álagningarprósenta nokkurra sveitarfélaga völdum af handahófi eftirfarandi, tölurnar fyrir aftan eru innheimt fasteignagjöld pr. íbúa. Þið verðið að virða mér það til vorkunnar að blogger bíður enga möguleika í uppsetningu á töflum. Eins og þetta leit nú vel út í upphaflega skjalinu :-(
Sveitarfélag Tekjur per íbúa af fasteignagjöldum 2007
Hveragerði 0,33-----44,314
Rangárþing Eystra--0,36----- 36,782
Djúpivogur --0,5----- 38.708
Ölfus --0,36----- 75.527
Hrunamannahreppur-- 0,6----- 69.103
Bláskógabyggð -- 0,6 ----- 154.997
Egilsstaðir -- 0,41 -----27.078
Fjarðarbyggð --0,35 ----- 34.644
Akureyri -- 0,3 ----- 46.465
Seyðisfjörður -- 0,4 ----- 55.579
Stykkishólmur -- 0,43 ----- 43.658
Dalvík -- 0,4 ----- 35.448
Ísafjörður -- 0,45(0,41) ------ 35.936
Sv.fél Skagafjörð.-- 0,45 ----- 45.733
Borgarbyggð -- 0,35 ----- 59.382
Akranes -- 0,36(0,31) ----- 46.278
Kópavogur -- 0,345(0,259) ----- 78.472
Sandgerði -- 0,33(0,3) ----- 135.020
Álftanes -- 0,32 ----- 35.588
Reykjavík -- 0,225 ----- 81.725
Garðabær -- 0,240 ----- 65.096
Seltjarnarnes -- 0,24(0,18) ----- 40.112
Þetta er samanburðurinn á álagðri fasteignaskattsprósentu. Í svigunum eru álagningarprósenturnar fyrir 2008 í nokkrum tilvikum, en upplýsingar um breytingar er helst að finna í fundargerðum viðkomandi bæjarfélaga. Eins og sést af töflunni þá er álagningarprósentan ekki óeðlilega há hér í Hveragerði og tekjur bæjarfélagsins af innheimtum fasteignagjöldum pr. íbúa er langt fyrir neðan meðaltal en meðaltekjur sveitarfélaga á Íslandi af álagningu fasteignagjalda pr. íbúa eru 65.174.-
Ein mesta hækkun fasteignamats undanfarin ár var árið 2005 en þá hækkaði fasteignamat í Hveragerði um 35%, þá lækkaði fyrri meirihluti álagningarprósentuna um tæp 5% eða úr 0,38% í 0,364%. Því er ekki trúverðugt að fylgjast með málflutningi þeirra núna. Núverandi minnihluti gerði engar tillögur um lækkun þessara gjalda við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2008 sem hefði þó verið ábyrgari málflutningur.
Það er freistandi að bera álagninguna hér saman við sveitarfélögin þar sem prósentan er hvað lægst. Á Seltjarnarnesi eru útsvarstekjur pr. íbúa með því hæsta sem þekkist á landinu. Því skiptir fasteignaskatturinn sveitarfélagið litlu og hefur lítið vægi í rekstrinum. Á höfuðborgarsvæðinu almennt er mikið af skrifstofuhúsnæði, þjónustuhúsnæði, skólum, sjúkrahúsum, verslunum og öðrum byggingum sem borga háan fasteignaskatt og gerir að verkum að gjöld á einstaklinga skipta minna máli. Í Bláskógabyggð er fjöldi sumarhúsa en af þeim greiða eigendur gjöld í sveitarsjóð án þess að búa í sveitarfélaginu. Sandgerði innheimtir á annað hundrað milljónir í fasteignagjöld af Leifsstöð og mörg sveitarfélög hafa innan sinna marka stöðvarhús og virkjanir og gjöldin af þeim standa undir sameiginlegri þjónustu við íbúana. Engu af þessu er til að dreifa hér.
Það væri ábyrgðarlaust af bæjarstjórn að lækka þennan tekjustofn á sama tíma og verið er að krefja ríkið um meiri framlög til sveitarfélaga og ekki síður þegar framundan eru mörg stór verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast útí.
Við gerum okkur aftur á móti skýra grein fyrir því að þessar álögur eru miklar, þessi mál í stöðugri skoðun og við ákvörðun tekjuforsendna ársins 2009 er raunhæft að skoða álagningarprósentuna á nýjan leik.
Árlega verður mikil umræða vegna álagningar fasteignagjalda hér í Hveragerði sem og í öðrum sveitarfélögum. Hér eru nokkrar staðreyndir varðandi álagningu fasteignaskatts.
Álagningarprósenta fasteignaskatts í A-flokki(íbúðarhúsnæði) er í Hveragerði 0,33%. Við upphaf kjörtímabils okkar lækkuðum við þessa prósentu úr 0,364% í 0,33% eða um 10%. Á þeim tíma lækkuðu ekki mörg önnur sveitarfélög álagningarprósentuna.
Árið 2007 var álagningarprósenta nokkurra sveitarfélaga völdum af handahófi eftirfarandi, tölurnar fyrir aftan eru innheimt fasteignagjöld pr. íbúa. Þið verðið að virða mér það til vorkunnar að blogger bíður enga möguleika í uppsetningu á töflum. Eins og þetta leit nú vel út í upphaflega skjalinu :-(
Sveitarfélag Tekjur per íbúa af fasteignagjöldum 2007
Hveragerði 0,33-----44,314
Rangárþing Eystra--0,36----- 36,782
Djúpivogur --0,5----- 38.708
Ölfus --0,36----- 75.527
Hrunamannahreppur-- 0,6----- 69.103
Bláskógabyggð -- 0,6 ----- 154.997
Egilsstaðir -- 0,41 -----27.078
Fjarðarbyggð --0,35 ----- 34.644
Akureyri -- 0,3 ----- 46.465
Seyðisfjörður -- 0,4 ----- 55.579
Stykkishólmur -- 0,43 ----- 43.658
Dalvík -- 0,4 ----- 35.448
Ísafjörður -- 0,45(0,41) ------ 35.936
Sv.fél Skagafjörð.-- 0,45 ----- 45.733
Borgarbyggð -- 0,35 ----- 59.382
Akranes -- 0,36(0,31) ----- 46.278
Kópavogur -- 0,345(0,259) ----- 78.472
Sandgerði -- 0,33(0,3) ----- 135.020
Álftanes -- 0,32 ----- 35.588
Reykjavík -- 0,225 ----- 81.725
Garðabær -- 0,240 ----- 65.096
Seltjarnarnes -- 0,24(0,18) ----- 40.112
Þetta er samanburðurinn á álagðri fasteignaskattsprósentu. Í svigunum eru álagningarprósenturnar fyrir 2008 í nokkrum tilvikum, en upplýsingar um breytingar er helst að finna í fundargerðum viðkomandi bæjarfélaga. Eins og sést af töflunni þá er álagningarprósentan ekki óeðlilega há hér í Hveragerði og tekjur bæjarfélagsins af innheimtum fasteignagjöldum pr. íbúa er langt fyrir neðan meðaltal en meðaltekjur sveitarfélaga á Íslandi af álagningu fasteignagjalda pr. íbúa eru 65.174.-
Ein mesta hækkun fasteignamats undanfarin ár var árið 2005 en þá hækkaði fasteignamat í Hveragerði um 35%, þá lækkaði fyrri meirihluti álagningarprósentuna um tæp 5% eða úr 0,38% í 0,364%. Því er ekki trúverðugt að fylgjast með málflutningi þeirra núna. Núverandi minnihluti gerði engar tillögur um lækkun þessara gjalda við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2008 sem hefði þó verið ábyrgari málflutningur.
Það er freistandi að bera álagninguna hér saman við sveitarfélögin þar sem prósentan er hvað lægst. Á Seltjarnarnesi eru útsvarstekjur pr. íbúa með því hæsta sem þekkist á landinu. Því skiptir fasteignaskatturinn sveitarfélagið litlu og hefur lítið vægi í rekstrinum. Á höfuðborgarsvæðinu almennt er mikið af skrifstofuhúsnæði, þjónustuhúsnæði, skólum, sjúkrahúsum, verslunum og öðrum byggingum sem borga háan fasteignaskatt og gerir að verkum að gjöld á einstaklinga skipta minna máli. Í Bláskógabyggð er fjöldi sumarhúsa en af þeim greiða eigendur gjöld í sveitarsjóð án þess að búa í sveitarfélaginu. Sandgerði innheimtir á annað hundrað milljónir í fasteignagjöld af Leifsstöð og mörg sveitarfélög hafa innan sinna marka stöðvarhús og virkjanir og gjöldin af þeim standa undir sameiginlegri þjónustu við íbúana. Engu af þessu er til að dreifa hér.
Það væri ábyrgðarlaust af bæjarstjórn að lækka þennan tekjustofn á sama tíma og verið er að krefja ríkið um meiri framlög til sveitarfélaga og ekki síður þegar framundan eru mörg stór verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast útí.
Við gerum okkur aftur á móti skýra grein fyrir því að þessar álögur eru miklar, þessi mál í stöðugri skoðun og við ákvörðun tekjuforsendna ársins 2009 er raunhæft að skoða álagningarprósentuna á nýjan leik.