<$BlogRSDUrl$>

29. ágúst 2007

Blómstrandi dagar...

... tókust með afar vel en mikil umferð var til Hveragerðis um helgina enda dagskrárliðirnir fjölmargir og skemmtilegir.
Ísdagur var haldinn í Kjörís þar sem gestum gafst tækifæri til að bragða alls kyns furðulegar tegundir af ís. Bjórís, grænmetisís, hvítur súkkulaðiís, perubrjóstsykursís, púðursykursís, cheerios ís, chili ís og áfram mætti telja. Einnig gátu gestir fengið ís "beint úr stútnum" eins og sagt er, en það er besti ísinn ! ! !
Fjölmargir tóku þátt í ísdeginum og spurning hverjir höfðu meira gaman af uppátækinu starfsmenn eða gestir. Við Grunnskólann var aðal hátíðarsvæðið og þar grillaði bæjarstjórn pylsur fyrir gesti, markaðstorg var vel sótt, útitónleikar, hundasýning, mótorhjólarúntur, klifursvæði og hoppukastalar svo fátt eitt sé talið.
Skilti um listamannahverfið var afhjúpað, meistaraflokkur Hamars vann fyrri leikinn i úrslitum 3. deildar og fegurstu garðarnir voru valdir. Það var svo sannarlega nóg um að vera en deginum lauk svo með brekkusöng, flugeldasýningu og balli á Örkinni.

21. ágúst 2007

Umhverfisvænir Hvergerðingar, Suðurlandsvegur og Vöruhótel

Virkilega gaman að sjá hversu margir Hvergerðingar hafa pantað sér "græna tunnu". Rétt tæplega hundrað heimili(98) höfðu tryggt sér tunnur þegar síðast fréttist og verður það að teljast með afbrigðum góður árangur. Til samanburðar sá ég í blöðunum um daginn að um 300 "bláar tunnur" hefðu verið keyrðar út í Reykjavíkurborg. Við vinnum þá keppni klárlega miðað við höfðatölu :-)

Margir fundir í dag. Einn af þeim í vinnuhópi um vegstæði fyrir tvöfaldan Suðurlandsveg. Í þeim hópi sitja fulltrúar frá Ölfusi, Árborg og Vegagerðinni auk okkar Hvergerðinga. Í morgun mættu einnig þeir Þórarinn Hjaltason ráðgjafi Hveragerðisbæjar vegna mislægra gatnamóta og Pálmar Kristmundsson, höfundur skipulags á Sólborgarsvæðinu. Mikil vinna hefur verið lögð í aðal- og deiliskipulag á Sólborgarsvæðinu og við leggjum metnað okkar í að þar verði byggt upp glæsilegt hverfi með öruggri og góðri tengingu við Suðurlandsveg. Ekki síður leggjum við áherslu á að unnið verði hratt og vel að því að ná lendingu í staðsetningu vegamótanna, án þess miðar okkur lítið áleiðis í skipulagsvinnunni.

Þurfti að funda í Reykjavík eftir hádegi í dag og keyrði yfir Heiðina í sunnan slagviðri eins og það gerist best. Mjög mikil og þétt umferð í svarta þoku og aðstæður allar hinar leiðinlegustu. Í hvert skipti einasta skipti sem ég keyri þessa leið sé ég dæmi sem sannfæra mig enn frekar um nauðsyn tvöföldunar. Ekki svo að skilja að mig þurfi að sannfæra en umferðin er með þeim hætti að ekki verður við unað. Því bíðum við í ofvæni eftir tilkynningu um upphaf framkvæmda.

Að loknum fundi kíkti ég aðeins á Vöruhótel Eimskipa en þar hefur Eyþór Ólafs, samherji úr bæjarstjórn aðsetur og sér um öryggismál Eimskipa. Þrátt fyrir að hafa átt í viðskiptum við Vöruhótelið og Eimskip til fjölda ára hjá Kjörís þá hef ég ekki áður heimsótt staðinn. Það er merkilegt að sjá hversu stór byggingin er og skyndilega fékk ég annan skilning á því hvers vegna það tók oft svona ótrúlega langan tíma að finna vörurnar þegar "Vörufangelsið" opnaði á sínum tíma.

20. ágúst 2007

Af fréttum .....

Fréttabréf Hveragerðisbæjar kemur út í vikunni og fór fyrri hluti dagsins að stórum hluta í að ganga frá greinum í það. Fréttabréfið er ágætis viðbót við heimasíðuna en á báðum vígstöðvum megum við gjarnan standa okkur betur og vera iðnari við að koma fréttum af bæjarlífinu á framfæri. Síðdegis var fundur í vinnuhópi um endurskoðun á starfsemi SASS og Atvinnuþróunarsjóðsins en þar á ég sæti ásamt nokkrum öðrum sunnlenskum sveitarstjórnarmönnum. Kristján Vigfússon, ráðgjafi, stýrir vinnu hópsins og er lunkinn við að ná fram aðalatriðum í málum sem ber á góma. Við munum skila niðurstöðu fyrir ársfundi þessara stofnana sem haldnir verða í byrjun nóvember.
Meirihlutafundur í kvöld þar sem farið var vítt og breytt yfir sviðið, enginn bæjarráðsfundur í vikunni og bæjarstjórn enn í sumarfríi þannig að það gafst tóm til að kynna ýmis mál sem á döfinni eru.
Grundarsystur kíktu síðan í kvöldkaffi og saman dáðumst við að snilli Dana við þáttagerð. Anna Pihl er núna það eina sem ég fylgist með í sjónvarpinu enda missi ég ekki af dönskum þáttum eins og dyggir lesendur heimasíðunnar vita.

16. ágúst 2007

Bæjarstjórnarmenn áttu í morgun ...

...mjög góðan fund með stjórn Rarik þar sem farið var yfir uppbyggingu undanfarinna ára hér í Hveragerði og þær framkvæmdir sem framundan eru og snerta með einum eða öðrum hætti starfsemi Rarik. Í vestanverðri Árnessýslu hefur uppbygging verið mjög hröð og lítið lát er á. Því kom það ekki á óvart að Rarik skyldi fá lóð undir starfsemi sína hér í Hveragerði. Lóðin er á besta stað við Suðurlandsveginn og því verður sú staðsetning ein og sér mikil auglýsing fyrir Rarik.

Mikið er um kvartanir vegna katta þessa dagana og ljóst að þolinmæði fólks gagnvart annarra manna heimilisdýrum eru takmörk sett. Gæludýraeigendur verða að taka tillit til nágranna sinna og takmarka eins og kostur er óþrif og ágengni katta í nágrannagörðum og húsum.

Lóðum var úthlutað á bæjarráðsfundi í dag og fengu færri en vildu. Einhverjum lóðum fyrir einbýlishús hefur nýverið verið skilað í Smyrlaheiði og verður þeim úthlutað á fundi bæjarráðs í September.

15. ágúst 2007

Blómstrandi dagar og Óskaland

Fyrsti dagur í vinnu eftir sumarfrí og tvo langa námskeiðsdaga svo dagurinn var erilsamur.

Mikill tími fór í símtöl og að svara og lesa tölvupóst en heilmikið er um að vera í bæjarfélaginu nú sem endranær. Fundur síðdegis þar sem farið var yfir dagskrá Blómstrandi daga. Það verður margt í boði og bæjarbúar og gestir ættu auðveldlega að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin er komin inn á heimasíðu hátíðarinnar www.blomstrandidagar.is. Brekkusöngurinn og flugeldasýningin hefur fyrir löngu skapað sér sess í hugum Hvergerðinga og er þar um frábæra skemmtun að ræða. Brekkan ber þó varla lengur þann mikla fjölda sem mætir þetta kvöld og ljóst að tímabært er að skoða lystigarðinn í heild sinni og kanna hvort þar megi auka nýtingu hans með einhverjum skemmtilegum hætti. Margir vita heldur ekki af þessari einstöku perlu og er það miður þar sem svæðið er yndislegt hvort sem er um sumar eða vetur.

Heimsótti leikskólann Óskaland í dag en þar er nú verið að leggja lokahönd á viðbyggingu sem hýsir tvær deildir. Vonast er til að framkvæmdum ljúki í næstu viku og í beinu framhaldi geti ný börn hafið nám í leikskólanum. Við þessa framkvæmd verða engin börn á biðlista sem orðin eru 18 mánaða en það er markmið bæjarstjórnar að sú sé raunin. Vel hefur gengið að ráða starfsfólk til leikskólanna en vegna stækkunarinnar þurfti að bæta við þónokkrum starfsmönnum sem nú bætast í þann góða hóp starfsmanna sem Hveragerðisbær hefur á að skipa. Ég reyni eftir megni að heimsækja stofnanir bæjarins þó það mætti að ósekju vera oftar og reglulegar. Ég er aftur á móti að sjá það betur og betur hversu gott starf er unnið í stofnunum Hveragerðisbæjar og ljóst að við eigum að vera miklu duglegri við að kynna það útávið. Starfsmenn bæjarins eiga mikið hrós skilið fyrir þá góðu vinnu sem hér er unnin.

Labbaði hringinn meðfram Reykjafjallinu í dag. Þetta er ein fallegasta gönguleiðin sem völ er á hér í Hveragerði og þó víðar væri leitað. Betra er að fara upp hjá HNLFÍ því það er allt á fótinn og tekur því meira í, sem oftast er nú tilgangurinn með labbinu. Yfirleitt skoða ég eitt og annað á leiðinni og því tekur líkamsræktin iðulega mun meiri tíma en til stóð. Í kvöld var komið við á tjaldsvæðinu en þar var mikið af erlendum gestum sem kunnu greinilega vel að meta að geta setið í skjóli fyrir rokinu í aðstöðuhúsinu. Tjaldsvæðið þykir reyndar mjög gott og eftir því sem trjábeltin vaxa upp verður það enn skjólsællla. Leiksvæðið á skólalóðinni og nálægðin við sundlaugina gera síðan gott svæði enn betra.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet