29. ágúst 2007
Blómstrandi dagar...
... tókust með afar vel en mikil umferð var til Hveragerðis um helgina enda dagskrárliðirnir fjölmargir og skemmtilegir.
Ísdagur var haldinn í Kjörís þar sem gestum gafst tækifæri til að bragða alls kyns furðulegar tegundir af ís. Bjórís, grænmetisís, hvítur súkkulaðiís, perubrjóstsykursís, púðursykursís, cheerios ís, chili ís og áfram mætti telja. Einnig gátu gestir fengið ís "beint úr stútnum" eins og sagt er, en það er besti ísinn ! ! !
Fjölmargir tóku þátt í ísdeginum og spurning hverjir höfðu meira gaman af uppátækinu starfsmenn eða gestir. Við Grunnskólann var aðal hátíðarsvæðið og þar grillaði bæjarstjórn pylsur fyrir gesti, markaðstorg var vel sótt, útitónleikar, hundasýning, mótorhjólarúntur, klifursvæði og hoppukastalar svo fátt eitt sé talið.
Skilti um listamannahverfið var afhjúpað, meistaraflokkur Hamars vann fyrri leikinn i úrslitum 3. deildar og fegurstu garðarnir voru valdir. Það var svo sannarlega nóg um að vera en deginum lauk svo með brekkusöng, flugeldasýningu og balli á Örkinni.
... tókust með afar vel en mikil umferð var til Hveragerðis um helgina enda dagskrárliðirnir fjölmargir og skemmtilegir.
Ísdagur var haldinn í Kjörís þar sem gestum gafst tækifæri til að bragða alls kyns furðulegar tegundir af ís. Bjórís, grænmetisís, hvítur súkkulaðiís, perubrjóstsykursís, púðursykursís, cheerios ís, chili ís og áfram mætti telja. Einnig gátu gestir fengið ís "beint úr stútnum" eins og sagt er, en það er besti ísinn ! ! !
Fjölmargir tóku þátt í ísdeginum og spurning hverjir höfðu meira gaman af uppátækinu starfsmenn eða gestir. Við Grunnskólann var aðal hátíðarsvæðið og þar grillaði bæjarstjórn pylsur fyrir gesti, markaðstorg var vel sótt, útitónleikar, hundasýning, mótorhjólarúntur, klifursvæði og hoppukastalar svo fátt eitt sé talið.
Skilti um listamannahverfið var afhjúpað, meistaraflokkur Hamars vann fyrri leikinn i úrslitum 3. deildar og fegurstu garðarnir voru valdir. Það var svo sannarlega nóg um að vera en deginum lauk svo með brekkusöng, flugeldasýningu og balli á Örkinni.
Comments:
Skrifa ummæli