16. ágúst 2007
Bæjarstjórnarmenn áttu í morgun ...
...mjög góðan fund með stjórn Rarik þar sem farið var yfir uppbyggingu undanfarinna ára hér í Hveragerði og þær framkvæmdir sem framundan eru og snerta með einum eða öðrum hætti starfsemi Rarik. Í vestanverðri Árnessýslu hefur uppbygging verið mjög hröð og lítið lát er á. Því kom það ekki á óvart að Rarik skyldi fá lóð undir starfsemi sína hér í Hveragerði. Lóðin er á besta stað við Suðurlandsveginn og því verður sú staðsetning ein og sér mikil auglýsing fyrir Rarik.
Mikið er um kvartanir vegna katta þessa dagana og ljóst að þolinmæði fólks gagnvart annarra manna heimilisdýrum eru takmörk sett. Gæludýraeigendur verða að taka tillit til nágranna sinna og takmarka eins og kostur er óþrif og ágengni katta í nágrannagörðum og húsum.
Lóðum var úthlutað á bæjarráðsfundi í dag og fengu færri en vildu. Einhverjum lóðum fyrir einbýlishús hefur nýverið verið skilað í Smyrlaheiði og verður þeim úthlutað á fundi bæjarráðs í September.
...mjög góðan fund með stjórn Rarik þar sem farið var yfir uppbyggingu undanfarinna ára hér í Hveragerði og þær framkvæmdir sem framundan eru og snerta með einum eða öðrum hætti starfsemi Rarik. Í vestanverðri Árnessýslu hefur uppbygging verið mjög hröð og lítið lát er á. Því kom það ekki á óvart að Rarik skyldi fá lóð undir starfsemi sína hér í Hveragerði. Lóðin er á besta stað við Suðurlandsveginn og því verður sú staðsetning ein og sér mikil auglýsing fyrir Rarik.
Mikið er um kvartanir vegna katta þessa dagana og ljóst að þolinmæði fólks gagnvart annarra manna heimilisdýrum eru takmörk sett. Gæludýraeigendur verða að taka tillit til nágranna sinna og takmarka eins og kostur er óþrif og ágengni katta í nágrannagörðum og húsum.
Lóðum var úthlutað á bæjarráðsfundi í dag og fengu færri en vildu. Einhverjum lóðum fyrir einbýlishús hefur nýverið verið skilað í Smyrlaheiði og verður þeim úthlutað á fundi bæjarráðs í September.
Comments:
Skrifa ummæli