25. desember 2006
Sendi öllum lesendum bestu óskir um gleðilega jólahátíð,
frið og farsæld á komandi ári um leið og ég þakka ánægjulegar samverustundir á árinu sem er að líða.
14. desember 2006
Efnið í Bláhver tilbúið...
... og jólakort Hveragerðisbæjar komin í prentun. Nú er spurning hvort finnist fín mynd af börnunum á fjölskyldukortið? Annars er Laufey að koma heim á föstudaginn þannig að ætli verði ekki stefnt að myndatöku um helgina...
Á mánudag var bæjarráðsfundur þar sem hæst bar umræðu um samkomulag við Eðalhús um uppbyggingu 43 íbúða Búmannahverfis. Þar var fulltrúi minnihlutans mjög mótfallinn samkomulaginu eins og lesa má á heimasíðu bæjarins. Við erum á hinn bóginn sannfærð um að með þessu mikla byggingarmagni sem fyrirhugað er á lóðinni og þeim aðferðum sem beitt er við uppbygginguna þá sé hlutur bæjarfélagsins mjög góður.
Ég get aftur á móti vel viðurkennt það að við hefðum getað kynnt þetta betur fyrir minnihlutanum enda fundaði bæjarráð með byggingafulltrúa eftir bæjarráðsfundinn og þar fórum við vel yfir allar forsendur samkomulagsins. Málinu var frestað til næsta bæjarráðsfundar.
Heimsótti föndrið á Dvalarheimilinu Ási á þriðjudag. Þar átti ég alltaf ósótt stórt teppi sem ég keypti á jólabasarnum hjá þeim. Var orðin sjálfri mér til skammar að hafa ekki náð í það fyrr. Var svo heppin að það voru "litlu jól", rjómaterta með kaffinu og mikið fjör enda Pétur prestur Óháða safnaðarins í heimsókn. Skrapp síðan niður í skóla og heimsótti frístundaskólann. Þar voru börnin að týnast heim enda langt liðið á daginn. Þau voru greinilega ánægð enda vel um þau hugsað af frábæru starfsfólki. Húsnæðið gæti verið hentugra enda ekki gott að starfið sé á tveim stöðum. Þetta er eitthvað sem verður að hugsa um við framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja.
Um kvöldið brunuðum við vinkonurnar úr MA til Kristjönu á Northern Light Inn, við Bláa lónið, og áttum þar frábæra kvöldstund. Hún rekur hótelið af miklum myndarskap og er núna búin að byggja glæsilegan matsal og nýtt anddyri. Við gæddum okkur á gómsætum grænmetisréttum af grænmetishlaðborði sem hefur slegið í gegn hjá henni í vetur um leið og spjallað var allt og ekkert. Þessi hópur hittist reglulega og það er alltaf jafn gaman.
Fundur í verkefnisstjórn Sunnan3 á miðvikudegi. Þar er verið að reyna að ljúka verkefninu innan þess tímaramma sem við höfum.
Eftir hádegi kom blaðamaður frá Mannlífi að taka við mig viðtal. Ég komst að því að líf mitt hefur verið alltof slétt og fellt. Hef ekki lent í neinum stórum hremmingum sem fréttnæm geta talist og það er hreinlega til vandræða í svona viðtölum.
Trúnaðarmannafundur D-listans um kvöldið. Við hittumst mánaðarlega stjórn félagsins, framboðs listinn og nefndarmenn og förum yfir helstu mál. Góður siður sem þjappar hópnum vel saman.
... og jólakort Hveragerðisbæjar komin í prentun. Nú er spurning hvort finnist fín mynd af börnunum á fjölskyldukortið? Annars er Laufey að koma heim á föstudaginn þannig að ætli verði ekki stefnt að myndatöku um helgina...
Á mánudag var bæjarráðsfundur þar sem hæst bar umræðu um samkomulag við Eðalhús um uppbyggingu 43 íbúða Búmannahverfis. Þar var fulltrúi minnihlutans mjög mótfallinn samkomulaginu eins og lesa má á heimasíðu bæjarins. Við erum á hinn bóginn sannfærð um að með þessu mikla byggingarmagni sem fyrirhugað er á lóðinni og þeim aðferðum sem beitt er við uppbygginguna þá sé hlutur bæjarfélagsins mjög góður.
Ég get aftur á móti vel viðurkennt það að við hefðum getað kynnt þetta betur fyrir minnihlutanum enda fundaði bæjarráð með byggingafulltrúa eftir bæjarráðsfundinn og þar fórum við vel yfir allar forsendur samkomulagsins. Málinu var frestað til næsta bæjarráðsfundar.
Heimsótti föndrið á Dvalarheimilinu Ási á þriðjudag. Þar átti ég alltaf ósótt stórt teppi sem ég keypti á jólabasarnum hjá þeim. Var orðin sjálfri mér til skammar að hafa ekki náð í það fyrr. Var svo heppin að það voru "litlu jól", rjómaterta með kaffinu og mikið fjör enda Pétur prestur Óháða safnaðarins í heimsókn. Skrapp síðan niður í skóla og heimsótti frístundaskólann. Þar voru börnin að týnast heim enda langt liðið á daginn. Þau voru greinilega ánægð enda vel um þau hugsað af frábæru starfsfólki. Húsnæðið gæti verið hentugra enda ekki gott að starfið sé á tveim stöðum. Þetta er eitthvað sem verður að hugsa um við framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja.
Um kvöldið brunuðum við vinkonurnar úr MA til Kristjönu á Northern Light Inn, við Bláa lónið, og áttum þar frábæra kvöldstund. Hún rekur hótelið af miklum myndarskap og er núna búin að byggja glæsilegan matsal og nýtt anddyri. Við gæddum okkur á gómsætum grænmetisréttum af grænmetishlaðborði sem hefur slegið í gegn hjá henni í vetur um leið og spjallað var allt og ekkert. Þessi hópur hittist reglulega og það er alltaf jafn gaman.
Fundur í verkefnisstjórn Sunnan3 á miðvikudegi. Þar er verið að reyna að ljúka verkefninu innan þess tímaramma sem við höfum.
Eftir hádegi kom blaðamaður frá Mannlífi að taka við mig viðtal. Ég komst að því að líf mitt hefur verið alltof slétt og fellt. Hef ekki lent í neinum stórum hremmingum sem fréttnæm geta talist og það er hreinlega til vandræða í svona viðtölum.
Trúnaðarmannafundur D-listans um kvöldið. Við hittumst mánaðarlega stjórn félagsins, framboðs listinn og nefndarmenn og förum yfir helstu mál. Góður siður sem þjappar hópnum vel saman.
10. desember 2006
Hefðbundinn jólaundirbúningur...
...felst í því að koma út jólablaði Bláhvers en yfirleitt er aðalspennufall desembermánaðar daginn sem blaðið rennur út úr prentvélum Íslandsprents. Reyndar er ég ekki í blaðstjórn núna en slepp víst ekki við greinskrif þrátt fyrir það.
Reyndar er líka þungu fargi af manni létt þegar póstkassinn lokast á eftir öllum jólakortunum og jólabréfunum til útlanda. Hvorki Bláhver útprentaður eða jólakortin í snyrtilegum bunkum á borðstofuborðinu er í augsýn í augnablikinu sem getur valdið rólegustu húsmæðrum í neðra þorpinu miklu stressi nema að þær staðreyndir séu einfaldlega hundsaðar. Jólpakkar til ættingja innpakkaðir og fínir eru aftur á móti vel á undan áætlun sem þykir nú bara nokkuð gott.
Helgin fór í hefðbundinn jólaundirbúning og annað stúss ásamt greinaskrifum fyrir Bláhver. Hugmyndaleysið þar hlýtur aftur á móti vera algert þegar færslurnar fæðast umvörpum á blogginu í staðinn fyrir að verða að virðulegum greinum um málefni bæjarins.
Í ferðinni til Brussel komst ég að því að önnum kafnir bæjarstjórarnir, ferðafélagar mínir, lásu inná milli fjárhagsáætlana og fundargerða, fagurbókmenntir í stórum stíl. Dauðskammaðist mín fyrir ómennskuna og datt ekki til hugar að viðurkenna það að lestur í mínu tilviki fælist í því að pæla í gegnum skýrslur og greinargerðir ásamt því að reyna af veikum mætti að komast yfir það að lesa dagblöðin. Því tók ég árlegu boði Hlífar um upplestur á bókasafninu fagnandi og las "Sér grefur gröf" eftir Yrsu Sigurðar. mér til mikillar ánægju. Las reyndar "Þriðja táknið" í fyrra, en nýja bókin er að mínu mati betri. Mæli með þessari. Fyrst ég var nú byrjuð þá las ég líka "Leyndardóm býflugnanna" eftir Sue Monk Kidd þar sem konurnar sem mættu til að hlusta á upplesturinn mæltu svo sterklega með henni. Mjög falleg saga sem gerist í Suðurríkjunum á þeim tíma þegar blökkumenn stigu fram og kröfðust almennra mannréttinda. Nú þarf ég að skella mér til Hlífar aftur og athuga hvort ekki sé hægt að ná í eitthvað bitastætt í viðbót, fyrst maður er nú kominn í gírinn ! !
...felst í því að koma út jólablaði Bláhvers en yfirleitt er aðalspennufall desembermánaðar daginn sem blaðið rennur út úr prentvélum Íslandsprents. Reyndar er ég ekki í blaðstjórn núna en slepp víst ekki við greinskrif þrátt fyrir það.
Reyndar er líka þungu fargi af manni létt þegar póstkassinn lokast á eftir öllum jólakortunum og jólabréfunum til útlanda. Hvorki Bláhver útprentaður eða jólakortin í snyrtilegum bunkum á borðstofuborðinu er í augsýn í augnablikinu sem getur valdið rólegustu húsmæðrum í neðra þorpinu miklu stressi nema að þær staðreyndir séu einfaldlega hundsaðar. Jólpakkar til ættingja innpakkaðir og fínir eru aftur á móti vel á undan áætlun sem þykir nú bara nokkuð gott.
Helgin fór í hefðbundinn jólaundirbúning og annað stúss ásamt greinaskrifum fyrir Bláhver. Hugmyndaleysið þar hlýtur aftur á móti vera algert þegar færslurnar fæðast umvörpum á blogginu í staðinn fyrir að verða að virðulegum greinum um málefni bæjarins.
Í ferðinni til Brussel komst ég að því að önnum kafnir bæjarstjórarnir, ferðafélagar mínir, lásu inná milli fjárhagsáætlana og fundargerða, fagurbókmenntir í stórum stíl. Dauðskammaðist mín fyrir ómennskuna og datt ekki til hugar að viðurkenna það að lestur í mínu tilviki fælist í því að pæla í gegnum skýrslur og greinargerðir ásamt því að reyna af veikum mætti að komast yfir það að lesa dagblöðin. Því tók ég árlegu boði Hlífar um upplestur á bókasafninu fagnandi og las "Sér grefur gröf" eftir Yrsu Sigurðar. mér til mikillar ánægju. Las reyndar "Þriðja táknið" í fyrra, en nýja bókin er að mínu mati betri. Mæli með þessari. Fyrst ég var nú byrjuð þá las ég líka "Leyndardóm býflugnanna" eftir Sue Monk Kidd þar sem konurnar sem mættu til að hlusta á upplesturinn mæltu svo sterklega með henni. Mjög falleg saga sem gerist í Suðurríkjunum á þeim tíma þegar blökkumenn stigu fram og kröfðust almennra mannréttinda. Nú þarf ég að skella mér til Hlífar aftur og athuga hvort ekki sé hægt að ná í eitthvað bitastætt í viðbót, fyrst maður er nú kominn í gírinn ! !
9. desember 2006
Fjárhagsáætlun 2007
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fór fram á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag. Minnihlutinn lagði fram þónokkrar tillögur sem verða skoðaðar fyrir seinni umræðu sem verður á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn í næstu viku. Gert er ráð fyrir að rekstur bæjarins verði í jafnvægi og skili hagnaði. Fjárfestingar eru nokkuð miklar eða rétt rúmar 261 milljón. Ber þar hæst viðbyggingu við leikskólann Óskaland, aðstöðuhús við Grýluvöllinn og innréttingu Hverakaups hússins fyrir verk- og myndmenntakennslu. Gatnagerð verður þónokkur en fyrirhugað er að klára Klettahlíðina ásamt því að fara í nýframkvæmdir við Smyrlaheiði, Gróðurmörk, Dalsbrún og Sunnumörk. 9 einbýlishúsalóðir verða þá til úthlutunar á næsta ári og 39 íbúðir í rað- og parhúsum. Annars hvet ég alla til að fylgjast með starfi bæjarstjórnar með því að lesa fundargerðir á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Þessi var óvanalega löng eða 12 blaðsíður. Bókanirnar gengu á milli meiri- og minnihluta og urðu sumar í lengra lagi.
Á föstudagsmorgni var fundur verkefnisstjórnar Sunnan3 haldinn á Selfossi. Verið er að reka endahnútinn á verkefnið á næstu mánuðum en það hefur verið athyglisvert að taka þátt í þessari vinnu þrátt fyrir að ég hafi komið inní hópinn mjög seint í ferlinu. Verkefnisstjórnin er líka vel skipuð og einstaklega samhent.
Forsvarsmenn Prókaría komu í heimsókn á föstudaginn og kynntu starfsemi síns fyrirtækis og þær áherslur sem lagðar verða í framtíðinni. Jakob Kristjánsson er einn af forsvarsmönnum Prókaría en hann hefur verið viðloðandi rannsóknarvinnu hér í Hveragerði í rúm 10 ár og er einn af stofnendum Háskólasetursins hér í bæ.
Síðdegis á föstudag fóru Sunnlendingar í bílalest til Reykjavíkur og að Alþingi til að afhenda Geir Haarde undirskriftalista með 25.000 nöfnum þeirra sem krefjast tvöföldunar Suðurlandsvegar. Var okkur vel tekið og var ekki annað að heyra á ráðamönnum en að tvöföldun vegarins væri í augsýn. Mikill einhugur er meðal Sunnlendinga um mikilvægi tvöföldunar og sjaldan sem ég hef orðið vitni að jafn mikilli samstöðu í landsfjórðungnum eins og er raunin nú þegar við berjumst fyrir þessum nauðsynlegu samgöngubótum. Á myndinni, sem er fengin að láni á mbl.is, má sjá þá sem þetta ritar, Ólaf Áka bæjarstjóra í Ölfusi, Hannes Kristmundsson, eldhuga og baráttumann um tvöföldun, Guðna Ágústson, ráðherra og Drífu Hjartardóttur þingkonu.
Um kvöldið buðum við heim góðum gestum svo það var mikið fjör frameftir kvöldi á Heiðmörkinni.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fór fram á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag. Minnihlutinn lagði fram þónokkrar tillögur sem verða skoðaðar fyrir seinni umræðu sem verður á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn í næstu viku. Gert er ráð fyrir að rekstur bæjarins verði í jafnvægi og skili hagnaði. Fjárfestingar eru nokkuð miklar eða rétt rúmar 261 milljón. Ber þar hæst viðbyggingu við leikskólann Óskaland, aðstöðuhús við Grýluvöllinn og innréttingu Hverakaups hússins fyrir verk- og myndmenntakennslu. Gatnagerð verður þónokkur en fyrirhugað er að klára Klettahlíðina ásamt því að fara í nýframkvæmdir við Smyrlaheiði, Gróðurmörk, Dalsbrún og Sunnumörk. 9 einbýlishúsalóðir verða þá til úthlutunar á næsta ári og 39 íbúðir í rað- og parhúsum. Annars hvet ég alla til að fylgjast með starfi bæjarstjórnar með því að lesa fundargerðir á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Þessi var óvanalega löng eða 12 blaðsíður. Bókanirnar gengu á milli meiri- og minnihluta og urðu sumar í lengra lagi.
Á föstudagsmorgni var fundur verkefnisstjórnar Sunnan3 haldinn á Selfossi. Verið er að reka endahnútinn á verkefnið á næstu mánuðum en það hefur verið athyglisvert að taka þátt í þessari vinnu þrátt fyrir að ég hafi komið inní hópinn mjög seint í ferlinu. Verkefnisstjórnin er líka vel skipuð og einstaklega samhent.
Forsvarsmenn Prókaría komu í heimsókn á föstudaginn og kynntu starfsemi síns fyrirtækis og þær áherslur sem lagðar verða í framtíðinni. Jakob Kristjánsson er einn af forsvarsmönnum Prókaría en hann hefur verið viðloðandi rannsóknarvinnu hér í Hveragerði í rúm 10 ár og er einn af stofnendum Háskólasetursins hér í bæ.
Síðdegis á föstudag fóru Sunnlendingar í bílalest til Reykjavíkur og að Alþingi til að afhenda Geir Haarde undirskriftalista með 25.000 nöfnum þeirra sem krefjast tvöföldunar Suðurlandsvegar. Var okkur vel tekið og var ekki annað að heyra á ráðamönnum en að tvöföldun vegarins væri í augsýn. Mikill einhugur er meðal Sunnlendinga um mikilvægi tvöföldunar og sjaldan sem ég hef orðið vitni að jafn mikilli samstöðu í landsfjórðungnum eins og er raunin nú þegar við berjumst fyrir þessum nauðsynlegu samgöngubótum. Á myndinni, sem er fengin að láni á mbl.is, má sjá þá sem þetta ritar, Ólaf Áka bæjarstjóra í Ölfusi, Hannes Kristmundsson, eldhuga og baráttumann um tvöföldun, Guðna Ágústson, ráðherra og Drífu Hjartardóttur þingkonu.
Um kvöldið buðum við heim góðum gestum svo það var mikið fjör frameftir kvöldi á Heiðmörkinni.