10. desember 2006
Hefðbundinn jólaundirbúningur...
...felst í því að koma út jólablaði Bláhvers en yfirleitt er aðalspennufall desembermánaðar daginn sem blaðið rennur út úr prentvélum Íslandsprents. Reyndar er ég ekki í blaðstjórn núna en slepp víst ekki við greinskrif þrátt fyrir það.
Reyndar er líka þungu fargi af manni létt þegar póstkassinn lokast á eftir öllum jólakortunum og jólabréfunum til útlanda. Hvorki Bláhver útprentaður eða jólakortin í snyrtilegum bunkum á borðstofuborðinu er í augsýn í augnablikinu sem getur valdið rólegustu húsmæðrum í neðra þorpinu miklu stressi nema að þær staðreyndir séu einfaldlega hundsaðar. Jólpakkar til ættingja innpakkaðir og fínir eru aftur á móti vel á undan áætlun sem þykir nú bara nokkuð gott.
Helgin fór í hefðbundinn jólaundirbúning og annað stúss ásamt greinaskrifum fyrir Bláhver. Hugmyndaleysið þar hlýtur aftur á móti vera algert þegar færslurnar fæðast umvörpum á blogginu í staðinn fyrir að verða að virðulegum greinum um málefni bæjarins.
Í ferðinni til Brussel komst ég að því að önnum kafnir bæjarstjórarnir, ferðafélagar mínir, lásu inná milli fjárhagsáætlana og fundargerða, fagurbókmenntir í stórum stíl. Dauðskammaðist mín fyrir ómennskuna og datt ekki til hugar að viðurkenna það að lestur í mínu tilviki fælist í því að pæla í gegnum skýrslur og greinargerðir ásamt því að reyna af veikum mætti að komast yfir það að lesa dagblöðin. Því tók ég árlegu boði Hlífar um upplestur á bókasafninu fagnandi og las "Sér grefur gröf" eftir Yrsu Sigurðar. mér til mikillar ánægju. Las reyndar "Þriðja táknið" í fyrra, en nýja bókin er að mínu mati betri. Mæli með þessari. Fyrst ég var nú byrjuð þá las ég líka "Leyndardóm býflugnanna" eftir Sue Monk Kidd þar sem konurnar sem mættu til að hlusta á upplesturinn mæltu svo sterklega með henni. Mjög falleg saga sem gerist í Suðurríkjunum á þeim tíma þegar blökkumenn stigu fram og kröfðust almennra mannréttinda. Nú þarf ég að skella mér til Hlífar aftur og athuga hvort ekki sé hægt að ná í eitthvað bitastætt í viðbót, fyrst maður er nú kominn í gírinn ! !
...felst í því að koma út jólablaði Bláhvers en yfirleitt er aðalspennufall desembermánaðar daginn sem blaðið rennur út úr prentvélum Íslandsprents. Reyndar er ég ekki í blaðstjórn núna en slepp víst ekki við greinskrif þrátt fyrir það.
Reyndar er líka þungu fargi af manni létt þegar póstkassinn lokast á eftir öllum jólakortunum og jólabréfunum til útlanda. Hvorki Bláhver útprentaður eða jólakortin í snyrtilegum bunkum á borðstofuborðinu er í augsýn í augnablikinu sem getur valdið rólegustu húsmæðrum í neðra þorpinu miklu stressi nema að þær staðreyndir séu einfaldlega hundsaðar. Jólpakkar til ættingja innpakkaðir og fínir eru aftur á móti vel á undan áætlun sem þykir nú bara nokkuð gott.
Helgin fór í hefðbundinn jólaundirbúning og annað stúss ásamt greinaskrifum fyrir Bláhver. Hugmyndaleysið þar hlýtur aftur á móti vera algert þegar færslurnar fæðast umvörpum á blogginu í staðinn fyrir að verða að virðulegum greinum um málefni bæjarins.
Í ferðinni til Brussel komst ég að því að önnum kafnir bæjarstjórarnir, ferðafélagar mínir, lásu inná milli fjárhagsáætlana og fundargerða, fagurbókmenntir í stórum stíl. Dauðskammaðist mín fyrir ómennskuna og datt ekki til hugar að viðurkenna það að lestur í mínu tilviki fælist í því að pæla í gegnum skýrslur og greinargerðir ásamt því að reyna af veikum mætti að komast yfir það að lesa dagblöðin. Því tók ég árlegu boði Hlífar um upplestur á bókasafninu fagnandi og las "Sér grefur gröf" eftir Yrsu Sigurðar. mér til mikillar ánægju. Las reyndar "Þriðja táknið" í fyrra, en nýja bókin er að mínu mati betri. Mæli með þessari. Fyrst ég var nú byrjuð þá las ég líka "Leyndardóm býflugnanna" eftir Sue Monk Kidd þar sem konurnar sem mættu til að hlusta á upplesturinn mæltu svo sterklega með henni. Mjög falleg saga sem gerist í Suðurríkjunum á þeim tíma þegar blökkumenn stigu fram og kröfðust almennra mannréttinda. Nú þarf ég að skella mér til Hlífar aftur og athuga hvort ekki sé hægt að ná í eitthvað bitastætt í viðbót, fyrst maður er nú kominn í gírinn ! !
Comments:
Skrifa ummæli