14. desember 2006
Efnið í Bláhver tilbúið...
... og jólakort Hveragerðisbæjar komin í prentun. Nú er spurning hvort finnist fín mynd af börnunum á fjölskyldukortið? Annars er Laufey að koma heim á föstudaginn þannig að ætli verði ekki stefnt að myndatöku um helgina...
Á mánudag var bæjarráðsfundur þar sem hæst bar umræðu um samkomulag við Eðalhús um uppbyggingu 43 íbúða Búmannahverfis. Þar var fulltrúi minnihlutans mjög mótfallinn samkomulaginu eins og lesa má á heimasíðu bæjarins. Við erum á hinn bóginn sannfærð um að með þessu mikla byggingarmagni sem fyrirhugað er á lóðinni og þeim aðferðum sem beitt er við uppbygginguna þá sé hlutur bæjarfélagsins mjög góður.
Ég get aftur á móti vel viðurkennt það að við hefðum getað kynnt þetta betur fyrir minnihlutanum enda fundaði bæjarráð með byggingafulltrúa eftir bæjarráðsfundinn og þar fórum við vel yfir allar forsendur samkomulagsins. Málinu var frestað til næsta bæjarráðsfundar.
Heimsótti föndrið á Dvalarheimilinu Ási á þriðjudag. Þar átti ég alltaf ósótt stórt teppi sem ég keypti á jólabasarnum hjá þeim. Var orðin sjálfri mér til skammar að hafa ekki náð í það fyrr. Var svo heppin að það voru "litlu jól", rjómaterta með kaffinu og mikið fjör enda Pétur prestur Óháða safnaðarins í heimsókn. Skrapp síðan niður í skóla og heimsótti frístundaskólann. Þar voru börnin að týnast heim enda langt liðið á daginn. Þau voru greinilega ánægð enda vel um þau hugsað af frábæru starfsfólki. Húsnæðið gæti verið hentugra enda ekki gott að starfið sé á tveim stöðum. Þetta er eitthvað sem verður að hugsa um við framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja.
Um kvöldið brunuðum við vinkonurnar úr MA til Kristjönu á Northern Light Inn, við Bláa lónið, og áttum þar frábæra kvöldstund. Hún rekur hótelið af miklum myndarskap og er núna búin að byggja glæsilegan matsal og nýtt anddyri. Við gæddum okkur á gómsætum grænmetisréttum af grænmetishlaðborði sem hefur slegið í gegn hjá henni í vetur um leið og spjallað var allt og ekkert. Þessi hópur hittist reglulega og það er alltaf jafn gaman.
Fundur í verkefnisstjórn Sunnan3 á miðvikudegi. Þar er verið að reyna að ljúka verkefninu innan þess tímaramma sem við höfum.
Eftir hádegi kom blaðamaður frá Mannlífi að taka við mig viðtal. Ég komst að því að líf mitt hefur verið alltof slétt og fellt. Hef ekki lent í neinum stórum hremmingum sem fréttnæm geta talist og það er hreinlega til vandræða í svona viðtölum.
Trúnaðarmannafundur D-listans um kvöldið. Við hittumst mánaðarlega stjórn félagsins, framboðs listinn og nefndarmenn og förum yfir helstu mál. Góður siður sem þjappar hópnum vel saman.
... og jólakort Hveragerðisbæjar komin í prentun. Nú er spurning hvort finnist fín mynd af börnunum á fjölskyldukortið? Annars er Laufey að koma heim á föstudaginn þannig að ætli verði ekki stefnt að myndatöku um helgina...
Á mánudag var bæjarráðsfundur þar sem hæst bar umræðu um samkomulag við Eðalhús um uppbyggingu 43 íbúða Búmannahverfis. Þar var fulltrúi minnihlutans mjög mótfallinn samkomulaginu eins og lesa má á heimasíðu bæjarins. Við erum á hinn bóginn sannfærð um að með þessu mikla byggingarmagni sem fyrirhugað er á lóðinni og þeim aðferðum sem beitt er við uppbygginguna þá sé hlutur bæjarfélagsins mjög góður.
Ég get aftur á móti vel viðurkennt það að við hefðum getað kynnt þetta betur fyrir minnihlutanum enda fundaði bæjarráð með byggingafulltrúa eftir bæjarráðsfundinn og þar fórum við vel yfir allar forsendur samkomulagsins. Málinu var frestað til næsta bæjarráðsfundar.
Heimsótti föndrið á Dvalarheimilinu Ási á þriðjudag. Þar átti ég alltaf ósótt stórt teppi sem ég keypti á jólabasarnum hjá þeim. Var orðin sjálfri mér til skammar að hafa ekki náð í það fyrr. Var svo heppin að það voru "litlu jól", rjómaterta með kaffinu og mikið fjör enda Pétur prestur Óháða safnaðarins í heimsókn. Skrapp síðan niður í skóla og heimsótti frístundaskólann. Þar voru börnin að týnast heim enda langt liðið á daginn. Þau voru greinilega ánægð enda vel um þau hugsað af frábæru starfsfólki. Húsnæðið gæti verið hentugra enda ekki gott að starfið sé á tveim stöðum. Þetta er eitthvað sem verður að hugsa um við framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja.
Um kvöldið brunuðum við vinkonurnar úr MA til Kristjönu á Northern Light Inn, við Bláa lónið, og áttum þar frábæra kvöldstund. Hún rekur hótelið af miklum myndarskap og er núna búin að byggja glæsilegan matsal og nýtt anddyri. Við gæddum okkur á gómsætum grænmetisréttum af grænmetishlaðborði sem hefur slegið í gegn hjá henni í vetur um leið og spjallað var allt og ekkert. Þessi hópur hittist reglulega og það er alltaf jafn gaman.
Fundur í verkefnisstjórn Sunnan3 á miðvikudegi. Þar er verið að reyna að ljúka verkefninu innan þess tímaramma sem við höfum.
Eftir hádegi kom blaðamaður frá Mannlífi að taka við mig viðtal. Ég komst að því að líf mitt hefur verið alltof slétt og fellt. Hef ekki lent í neinum stórum hremmingum sem fréttnæm geta talist og það er hreinlega til vandræða í svona viðtölum.
Trúnaðarmannafundur D-listans um kvöldið. Við hittumst mánaðarlega stjórn félagsins, framboðs listinn og nefndarmenn og förum yfir helstu mál. Góður siður sem þjappar hópnum vel saman.
Comments:
Skrifa ummæli