<$BlogRSDUrl$>

20. júlí 2006

Krakkarnir í Vinnuskólanum notuðu tækifærið og böðuðu sig í ánni í blíðunni sem hér hefur ríkt í dag. Á svona dögum flykkjast ungmenni bæjarins í ána bæði í Bauluna og í Fossinn og meira að segja mátti heyra skvaldur innan úr trjábeðjunni fyrir neðan ræsið og væntanlega hafa þar verið krakkar í frumskóga leik. Svæðið við ána er eitt best geymda leyndarmál bæjarins enda orðið mjög gróið og fallegt.
--------------
Á bæjarráðsfundi í morgun var meðal annars samþykkt að kaupa trjá- og greinakurlara á gámasvæðið en með því tæki verður vonandi hægt að spara sorpurðunargjöld og gámalosun. Við gerum ennfremur ráð fyrir að kurlið sem til fellur verði notað í beð og stíga enda framúrskarandi gott í slíkt.

Stærsta mál bæjarráðsfundarins var aftur á móti framlagning milliuppgjörs en Ólafur Kristinsson, endurskoðandi, mætti á fundinn og kynnti uppgjör fyrstu 5 mánuði ársins. Það er hefð fyrir því að þegar nýr meirihluti tekur við þá er framkvæmt milliuppgjör til að skilin séu klár við skiptin. Það sem helst kom á óvart var að rekstur stefnir í að fara umtalsvert framúr áætlun og þar munar mestu um hækkanir launa. Síðan er ljóst að fjöldi ákvarðana var tekinn á síðustu metrum kjörtímabilsins sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Flestar hverjar ágætar, en eftir stendur að auðvitað átti að reyna að sjá þetta fyrir. Hér munar milljóna tugum. Fjármagnsliðir eru síðan miklu hærri en gert var ráð fyrir en þar getum við kennt verðbólgunni um sem setur áætlanagerð á því sviði úr skorðum.
------------------
Ýmis mál koma upp sem þarf að leysa yfir daginn og fleiri núna sjálfsagt en oft áður því afskaplega fámennt er á skrifstofunni enda um helmingur starfsmanna í fríi.

Framkvæmdir eru hafnar við skólalóðina og mér sýnist á öllu að þar eigi að láta hendur standa framúr ermum. Verktakinn hefur ekki komist inná svæðið fyrr en nú vegna tafa við gatnagerð í Fljótsmörk. Er það mjög slæmt því erfitt er að vera með miklar framkvæmdir í gangi á skólalóðinni eftir að skólastarf hefst. Lögð er rík áhersla á það að stórvirkar vinnuvélar hafi lokið störfum á svæðinu þegar skólinn byrjar.

Húsbílaeigendur geta nú tekið gleði sína á ný því lokið er endurbótum á rafmagni á tjaldsvæðinu. Áberandi var hversu fáir létu sjá sig á meðan rafmagnslaust var á svæðinu og segir það manni allt um það hversu tæknivæddur landinn er orðinn. En nú er það komið í lag svo vonandi glæðist aðsóknin aftur.

19. júlí 2006

Fundahöld í blíðunni

Fundaði í morgun með Agli Guðna Jónssyni, nýjum eiganda Eden og Eyþóri, forseta bæjarstjórnar. Egill hefur lagt fram tillögur um miklar byggingar á Eden lóðinni en þær hafa ekki hlotið hljómgrunn hjá bæjaryfirvöldum hér. Við höfum markað þá stefnu að halda í það yfirbragð sem er á byggð í Hveragerði. Þessi stefnumörkun felur í sér að hæð húsa verði að jafnaði ekki hærri en tvær hæðir en þó má leyfa allt að fjórar falli það vel að þeirri byggð sem fyrir er í bæjarfélaginu. Fyrstu hugmyndir að byggingum á Eden reitnum voru bygging íbúða blokkar uppá 8 hæðir og hótelbygging, slíkt fellur hvorki að gildandi aðalskipulagi eða stefnumörkun núverandi meirihluta. Við áttum aftur á móti hinn ágætasta fund í morgun þar sem möguleikar á uppbyggingu svæðisins voru ræddir í þaula. Við erum ekki í vafa um að það á eftir að nást góð sátt um þær byggingaframkvæmdir sem þarna verða áformaðar.
--------------
Morguninn fór að öðru leyti í að svara símtölum og tölvupóstum ásamt því að undirbúa bæði bæjarráðsfund sem verður í fyrramálið og fund í Héraðsnefnd Árnesinga sem haldinn var eftir hádegi í dag. Þar voru kosnar stjórnir þeirra stofnana sem heyra undir nefndina og í Héraðsráð. Héraðsráðið skipa Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti, Aldís Hafsteinsdóttir, varaoddviti og Margeir Ingólfsson. Formenn stjórna eru Þórunn Jóna sem stýrir Tónlistarskóla Árnessýslu, Hróðný Hauksdóttir, stjórn Héraðskjalasafns, Eva Marín Byggðasafni Árnessýslu og Knútur Bruun sem mun stýra stjórn Listasafns Árnesinga. Skeleggur hópur en athygli vekur að nýjir aðilar taka við formennsku í öllum stjórnum Héraðsnefndar. Það endurspeglar ekki síður þá staðreynd að miklar breytingar hafa orðið á skipan Héraðsnefndar og ýmsir valinkunnir einstaklingar horfið til annarra starfa. Mér var ekki skemmt þegar ég uppgötvaði að í dag vorum ég og Margeir með lengstan starfsaldur í nefndinni ! ! !
--------------
Við Eyþór heimsóttum Guðmund formann bæjarráðs á vinnustað hans Jötunn vélar að loknum fundi. Hef ekki komið þangað áður og var gaman að sjá hversu stórt og glæsilegt þetta fyrirtæki er.
------------
Albert Ingi er núna á golfnámskeiði og líkar vel. Hann mætir á hverjum morgni og er til hádegis undir styrkri stjórn Einars Lyng, golfkennara. Í kvöld fórum við því með báða synina á völlinn við Hótel Örk að prufa þessa ágætu íþrótt. Ég hef aldrei snert á golfkylfu áður og tilþrifin voru eftir því, reyndar fannst mér ég vera ansi efnileg en ég er ekki sannfærð um að aðrir hafi verið sömu skoðunar....
Veðrið í dag hvatti aftur á móti til útiveru, sól, logn og hiti nálgaðist 20 stig.

18. júlí 2006

Af veðri og fleiru ...

Hér hefur örlað á sumri undanfarið, já í heila þrjá daga samfellt og nú er ástandið orðið þannig að ef það bara hangir þurrt þá er borðað úti, þrátt fyrir að nálin á hitamælinum skríði ekki uppfyrir 14 gráðurnar.

Dóttirin sem baðar sig í sól og sælu austur á landi sendir skilaboð oft á dag um það hvað veðrið sé nú dásamlegt fyrir austan og að aðalhöfuverkur hvers dags sé hvort fara eigi í bikiní toppinn eða hlýrabolinn! ! ! Fatnaður sem finnst ekki í fataskápum náhvítra, gegndrepa og vindbarðra Sunnlendinga.

En úr því sem komið er þá bind ég í sjálfselsku minni vonir við að veðrið haldist gott fyrir austan því þangað verður stefnan sett í nokkra daga síðar í sumar.
---------------
Í liðinni viku fórum við Lárus austur á Hvolsvöll að hitta góðan hóp fólks. Þar sem við höfðum rúman tíma áður en sú veisla byrjaði ákváðum við að kíkja í Eldstó Kaffi, en "Út og suður" fjallaði um hjónin sem reka staðinn nú nýlega. Þetta er mjög skemmtilegt og heimilislegt kaffihús og það er enginn svikinn af að líta þar inn. Húsfreyjan mjög gestrisin og ræddum við um heima og geima en þó mest um hjólaferðir. Við vorum sammála um það að fáir staðir henta betur til hjólreiða en Suðurlandið og ræddum við ýmsar hugmyndir varðandi uppbyggingu hjólastíga sem gaman gæti verið að hrinda í framkvæmd. Til þess þurfa sveitarfélögin á svæðinu að taka höndum saman en þannig gerast líka góðu hlutirnir, með samstilltu átaki.

Á laugardaginn vorum við enn upptendruð eftir hjólaumræðuna og þrátt fyrir ömurlegt veður, var örverpinu og vini hans troðið í pollagalla og stígvél, og haldið var í hjólaferð inní Dal. Rigningin var eins og hún getur best orðið. En nú átti að hjóla yfir fínu brúna innst í Dalnum og hjóla svo meðfram Reykjafjallinu heim. En nei vatnavextir í þessari smásprænu eru slíkir að brúin var hrunin eina ferðina enn og ekki annað að gera en að hjóla yfir beljandi "stór fljótið". Þetta var auðvitað óðs manns æði og allir enduðu gegnblautir eftir volkið. Ég þó sýnu verst, enda sú eina sem endaði í ánni með nokkrum tilþrifum. En úr því sem komið var þá skipti engu þó að ringdi því allir voru rennandi hvort sem var, hjólað var því yfir alla læki og polla sem urðu á veginum og fyrir yngstu kynslóðina er það eitt og sér frábært. En mikið voru allir fegnir að komast í hús að loknu þessu rallíi.
--------------------------------
Í gær, mánudag, gekk ég frá samningi um kaup Hveragerðisbæjar á Breiðumörk 24, húsi Hverakaups. Þarna er um að ræða 2700 m2 lóð við aðalgötu bæjarins en þarna hefur verið rekin verslun í 400 m2 húsi í yfir 50 ár. Í húsinu var Kaupfélag Árnesinga lengst af með verslun en fyrir nokkrum árum keypti Vigfús Þormar Guðmundsson eignina og flutti verslun sína Hverakaup yfir götuna og í þetta húsnæði. Nú er svo komið að ekki er lengur grundvöllur fyrir rekstri verslunarinnar og mun hann hætta rekstri í Hveragerði þann 1. september. Það verða þónokkur viðbrigði fyrir Hvergerðinga að hafa ekki lengur “Kaupmanninn á horninu” en án vafa munu aðrir verslunareigendur í Hveragerði sjá sér leik á borði og auka þjónustu við Hvergerðinga í kjölfarið.
------------------
Sigurbjörg systir sem býr á Eskifirði á afmæli í dag --- hamingjuóskir að sunnan ! ! !

9. júlí 2006

Hengillinn og Suðurlandsvegurinn

Í dag sunnudag, var gengið á Skeggja í Henglinum.

Huggulegt sunnudagsrölt sagði Svava vinkona þegar hún bauð okkur með í göngu um Hengilvæðið með vinnufélögum sínum. Ef þetta er huggulegt sunnudagsrölt þá ætla ég ekki í alvöru fjallgöngu með þessum hóp ! ! !

En mikið óskaplega var þetta skemmtilegt. Lögðum af stað yfir Sleggjubeinsskarð uppúr hádegi, gengum síðan fjallseggina í átt að tindinum. Ég hélt reyndar nokkrum sinnum að nú væri toppnum náð en alltaf birtist annar stærri framundan. Leiðin er fjölbreitt og falleg en nokkuð brött á mörugm stöðum. Skal játa það að mér féllust nær því hendur(fætur!) þegar við, eftir langa göngu og mikið púl komum skyndilega að Vörðu Skeggja sem reis ansi myndarlega fyrir framan okkur. EN það var nú ekki hægt að gefast upp þarna svo áfram var haldið uppá við í LANGAN tíma. Prílið og púlið var nú vel þess virði því útsýnið var stórkostlegt. Sáum til Reykjavíkur, Snæfelljökul og yfir Þingvallavatn. Skrifuðum í gestabók á toppnum svo gangan er til skjalfest.

Síðan tók við nokkuð löng leið niður af Skeggja, yfir grösugan Innsta dal og yfir Sleggjubeinsskarð enn og aftur.

Get varla líst gleði minni þegar grillti í bílinn í fjarska eftir 7 tíma göngu yfir fjöll og firnindi Hengilsvæðisins.

Það er aftur á móti ekki annað hægt en að dáðst að Alberti sem skoppaði þetta allan tímann, nokkuð geðgóður oftast nær. Gleði hans var nú samt fullkomnuð þegar hann datt í á í Innstadalnum og varð að labba holdvotur í tæpa tvo tíma í bílinn. Þetta fannst honum frábært, strákar eiga nefnilega að vera svona var mér tilkynnt! !

Myndir úr göngunni eru á myndasíðu ! ! !
-------------------
Í morgun komu sjónvarpsmenn austur fyrir fjall til að taka viðtal við mig vegna ákvörðunar bæjarráðs um að taka þátt í undirbúningsfélagi um vegbætur frá Reykjavík og austur á Selfoss.
Það var því vægast sagt sérstakt að sjá umferðaröngþveitið sem ríkti á Suðurlandsveginum þegar við ætluðum austur eftir Hengilgönguna miklu. Bíll við bíl eins langt og augað eygði og röðin haggaðist ekki. Víð héldum að slys hefði orðið á leiðinni en sáum svo í fréttum að svona var ástandið á veginum seinnipartinn í dag. Samkvæmt Vegagerðinni fóru líka um 11.000 bílar um Sandskeið í dag. Þarna sást greinilega að vegurinn annar engan veginn þeirri umferð sem um hann fer og vegabætur eru óumflýjanlegar.
Tók líka eftir því að það tók víst um 20 mínútur að aka í gegnum Selfoss í dag. Vegspotta sem venjulega tekur örfáar mínútur að skjótast um. Þarna er það brúin sem er farartálminn ásamt einbreiðum veginum út allt Ölfusið.
Nú er ég að velta því fyrir mér hvað þurfi að gerast til að raunverulegar vegbætur líti dagsins ljós á þessari leið?
Frumkvæði Sjóvár og hugmyndir þeirra um Suðurlandsveg í einkaframkvæmd hljóta að vekja athygli ráðamanna ekki síst ef sveitarstjórnir og fyrirtæki á svæðinu skipa sér í hóp þeirra sem vilja sjá góðan og öruggan veg milli Reykjavíkur og Selfoss verða að veruleika strax.

4. júlí 2006

Vinabæjamót og umhverfið

Ég er hér með hætt að reyna að afsaka ritstífluna sem ríkir þessa dagana ...

Síðastliðna helgi var haldið hér vinabæjamót með þátttöku almennings og bæjarfulltrúa frá vinabæjum Hveragerðis, Brande í Danmörku, Sigdal í Noregi, Äänekoski í Finnlandi og Örnskjöldsvik í Svíþjóð. Mótið tókst með miklum ágætum og sannaðist þarna enn og aftur að Íslendingar vinna best undir pressu og það mikilli.
Mótið hófst formlega á laugardagsmorgni en gestir komu til Hveragerðis á föstudeginum. Við Lárus buðum bæjarfulltrúum vinabæjanna með mökum til kvöldverðar hér heima á föstudeginum. Þetta varð hið besta samkvæmi enda þekkjast margir í þessum hóp nokkuð vel eftir að hafa verið á vinabæjamótum reglulega.
Stanslaus dagskrá var síðan um helgina en farið var í gönguferð um bæinn, skoðunarferð um nágrennið, fundað, haldin norræn guðsþjónusta, kvöldskemmtanir voru á laugardag og sunnudag og áfram mætti telja. Gestir okkar voru mjög ánægðir með viðurgjörning allan og ekki spillti fyrir að það stytti upp og sást til sólar um helgina. Hvergerðingar eiga heiður skilinn fyrir móttökurnar og ekki síst fyrir að opna heimili sín fyrir ríflega 100 erlendum gestum, slíkt er ekki sjálfsagt og ber að þakka.

Gestir okkar Lárusar voru hjón frá Brande í Danmörku, afskaplega ljúfir og þægilegir gestir sem þurfti lítið að hafa fyrir. Frúin er leiðtogi Social demokrata í bæjarfélaginu og hefur setið í bæjarstjórn í 21 ár. Við höfðum um nóg að spjalla eins og gefur að skilja.
------------------
Um helgina var byrjað að gefa öllum ungmennum yngri en 18 ára frítt í sund. Aðsókn að lauginni var með mesta móti, margir sóttu kortin sín og ætla að keppast við að ná sem flestum stimplum til að fá gjöfina sem Hveragerðisbær gefur þeim sem fara 30 sinnum í laugina.
-------------
Nú er verið að lagfæra gangstéttar við Breiðumörkina, setja á þær niðurtektir til að auðvelda vegfarendum að fara um. Þetta er til mikilla bóta og var löngu tímabær framkvæmd.
------------------
Elías Óskarsson hóf störf sem forstöðumaður áhaldahúss í gær. Hann er garðyrkjumenntaður og bind ég miklar vonir við hans störf í framtíðinni. Ekki veitir af að taka til hendinni. Við skoðuðum m.a. hverasvæðið en þar þarf að hefja hreinsun og snyrtingu nú þegar. Með í ferð var forseti bæjarstjórnar en við heimsóttum einnig gæsluvöllinn þar sem ríflega 10 börn voru við leik undir vökulum augum Margrétar Svanborgar og Sunnu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet