4. júlí 2006
Vinabæjamót og umhverfið
Ég er hér með hætt að reyna að afsaka ritstífluna sem ríkir þessa dagana ...
Síðastliðna helgi var haldið hér vinabæjamót með þátttöku almennings og bæjarfulltrúa frá vinabæjum Hveragerðis, Brande í Danmörku, Sigdal í Noregi, Äänekoski í Finnlandi og Örnskjöldsvik í Svíþjóð. Mótið tókst með miklum ágætum og sannaðist þarna enn og aftur að Íslendingar vinna best undir pressu og það mikilli.
Mótið hófst formlega á laugardagsmorgni en gestir komu til Hveragerðis á föstudeginum. Við Lárus buðum bæjarfulltrúum vinabæjanna með mökum til kvöldverðar hér heima á föstudeginum. Þetta varð hið besta samkvæmi enda þekkjast margir í þessum hóp nokkuð vel eftir að hafa verið á vinabæjamótum reglulega.
Stanslaus dagskrá var síðan um helgina en farið var í gönguferð um bæinn, skoðunarferð um nágrennið, fundað, haldin norræn guðsþjónusta, kvöldskemmtanir voru á laugardag og sunnudag og áfram mætti telja. Gestir okkar voru mjög ánægðir með viðurgjörning allan og ekki spillti fyrir að það stytti upp og sást til sólar um helgina. Hvergerðingar eiga heiður skilinn fyrir móttökurnar og ekki síst fyrir að opna heimili sín fyrir ríflega 100 erlendum gestum, slíkt er ekki sjálfsagt og ber að þakka.
Gestir okkar Lárusar voru hjón frá Brande í Danmörku, afskaplega ljúfir og þægilegir gestir sem þurfti lítið að hafa fyrir. Frúin er leiðtogi Social demokrata í bæjarfélaginu og hefur setið í bæjarstjórn í 21 ár. Við höfðum um nóg að spjalla eins og gefur að skilja.
------------------
Um helgina var byrjað að gefa öllum ungmennum yngri en 18 ára frítt í sund. Aðsókn að lauginni var með mesta móti, margir sóttu kortin sín og ætla að keppast við að ná sem flestum stimplum til að fá gjöfina sem Hveragerðisbær gefur þeim sem fara 30 sinnum í laugina.
-------------
Nú er verið að lagfæra gangstéttar við Breiðumörkina, setja á þær niðurtektir til að auðvelda vegfarendum að fara um. Þetta er til mikilla bóta og var löngu tímabær framkvæmd.
------------------
Elías Óskarsson hóf störf sem forstöðumaður áhaldahúss í gær. Hann er garðyrkjumenntaður og bind ég miklar vonir við hans störf í framtíðinni. Ekki veitir af að taka til hendinni. Við skoðuðum m.a. hverasvæðið en þar þarf að hefja hreinsun og snyrtingu nú þegar. Með í ferð var forseti bæjarstjórnar en við heimsóttum einnig gæsluvöllinn þar sem ríflega 10 börn voru við leik undir vökulum augum Margrétar Svanborgar og Sunnu.
Ég er hér með hætt að reyna að afsaka ritstífluna sem ríkir þessa dagana ...
Síðastliðna helgi var haldið hér vinabæjamót með þátttöku almennings og bæjarfulltrúa frá vinabæjum Hveragerðis, Brande í Danmörku, Sigdal í Noregi, Äänekoski í Finnlandi og Örnskjöldsvik í Svíþjóð. Mótið tókst með miklum ágætum og sannaðist þarna enn og aftur að Íslendingar vinna best undir pressu og það mikilli.
Mótið hófst formlega á laugardagsmorgni en gestir komu til Hveragerðis á föstudeginum. Við Lárus buðum bæjarfulltrúum vinabæjanna með mökum til kvöldverðar hér heima á föstudeginum. Þetta varð hið besta samkvæmi enda þekkjast margir í þessum hóp nokkuð vel eftir að hafa verið á vinabæjamótum reglulega.
Stanslaus dagskrá var síðan um helgina en farið var í gönguferð um bæinn, skoðunarferð um nágrennið, fundað, haldin norræn guðsþjónusta, kvöldskemmtanir voru á laugardag og sunnudag og áfram mætti telja. Gestir okkar voru mjög ánægðir með viðurgjörning allan og ekki spillti fyrir að það stytti upp og sást til sólar um helgina. Hvergerðingar eiga heiður skilinn fyrir móttökurnar og ekki síst fyrir að opna heimili sín fyrir ríflega 100 erlendum gestum, slíkt er ekki sjálfsagt og ber að þakka.
Gestir okkar Lárusar voru hjón frá Brande í Danmörku, afskaplega ljúfir og þægilegir gestir sem þurfti lítið að hafa fyrir. Frúin er leiðtogi Social demokrata í bæjarfélaginu og hefur setið í bæjarstjórn í 21 ár. Við höfðum um nóg að spjalla eins og gefur að skilja.
------------------
Um helgina var byrjað að gefa öllum ungmennum yngri en 18 ára frítt í sund. Aðsókn að lauginni var með mesta móti, margir sóttu kortin sín og ætla að keppast við að ná sem flestum stimplum til að fá gjöfina sem Hveragerðisbær gefur þeim sem fara 30 sinnum í laugina.
-------------
Nú er verið að lagfæra gangstéttar við Breiðumörkina, setja á þær niðurtektir til að auðvelda vegfarendum að fara um. Þetta er til mikilla bóta og var löngu tímabær framkvæmd.
------------------
Elías Óskarsson hóf störf sem forstöðumaður áhaldahúss í gær. Hann er garðyrkjumenntaður og bind ég miklar vonir við hans störf í framtíðinni. Ekki veitir af að taka til hendinni. Við skoðuðum m.a. hverasvæðið en þar þarf að hefja hreinsun og snyrtingu nú þegar. Með í ferð var forseti bæjarstjórnar en við heimsóttum einnig gæsluvöllinn þar sem ríflega 10 börn voru við leik undir vökulum augum Margrétar Svanborgar og Sunnu.
Comments:
Skrifa ummæli