<$BlogRSDUrl$>

7. ágúst 2005

Er í sumarfríi bæði frá vinnu og bæjarstjórnarstörfum og munu skrif á síðuna að mestu liggja niðri á meðan.
Vonandi verður eitthvað úr reisubókinni" sett inn hér á meðan.
Fylgist með !!

3. ágúst 2005

Ný heimasíða og afmæli Byggðasafnsins

Vegna sumarfría liggur vinna í flestum nefndum og ráðum niðri, en þrátt fyrir það funda bæjarráð og nefndir eins og skipulags- og bygginganefndin enda mikið um að vera í byggingaframkvæmdum og nýtt aðalskipulag í bígerð.
Sameiningarkosningar verða hér sem annarsstaðar 8. október og sameiningarnefndin heldur dampi í sumar þrátt fyrir sumarfrí, heyskap og annað sem dreifir huga nefndarmanna. Nú hefur verið opnuð heimasíða vegna kosninganna, og er full ástæða til að hvetja alla til að fylgjast vel með síðunni en þar er stefnt að mikilli upplýsingagjöf og lifandi umræðu.
--------------------
Í dag var haldið hátíðlegt 10 ára afmæli Byggðsafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka. Þar ræður ríkjum Lýður Pálsson, sagnfræðingur, og ferst honum það vel úr hendi. Eggjaskúrinn margfrægi er risinn og hýsir hann nú sýningu á villtum fuglum og eggjum þeirra, sem hlýtur að teljast vel til fundið. Kom mér á óvart hversu rúmgóður hann er miðað við hvað húsið lætur lítið yfir sér, utan frá séð.
Mikið fjölmenni var við hátíðahöldin en þar fluttu þau Guðrún Ásmundsdóttir, Karl Guðmundsson og Guðríður Júlíusdóttir dagskrá helgaða íbúum og sögu Hússins.
Sól skein í heiði á Eyrarbakka í dag en mikið óskaplega var drungalegt að líta til Uppsveitanna og þrumurnar þaðan drundu á Bakkanum seinnipartinn.
---------------------
Í dag heimsóttu fréttamenn Stöðvar 2 Maggý og fjölskyldu í tilefni af söfnuninni. Gaman að sjá hve þeir gáfu sér góðan tíma en greinilegt er að þeir þekkja vel til en þeir félagarnir hafa heimsótt fjölskylduna áður bæði í sambandi við fréttir og eins vegna heimildamyndar sem er í vinnslu. Umfjöllunin verður væntanlega í fréttum á morgun fimmtudag.

2. ágúst 2005

Af söfnun, Stuðmönnum og Framsóknarmönnum

Söfnunin fyrir augnmúsinni handa Maggý fer vel af stað. Það er greinilegt að margir vilja leggja hönd á plóginn til að tryggja það að Maggý geti áfram átt eðlileg samskipti við umheiminn. Endilega látið söfnunarnúmerið hér fyrir neðan berast til allra sem þið þekkið. Þannig náum við markmiðinu fljótt og vel.
Reikningsnúmerið er: 0152-26-9220, Kt. 081065 3499

-------------------------------

Fórum að sjá Stuðmenn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um helgina. Frábær skemmtun og mikið líf í áheyrendum. Okkur til mikillar furðu mætti á sviðið góður Hvergerðingur og tróð upp með "Frummönnum". Var þar mættur Gylfi Kristinsson sem greinilega var í fyrstu útgáfu Stuðmanna. Fólk leynir á sér, ég segi nú ekki annað...
-----------------------------------

Pólitíkin getur tekið á sig hinar undarlegustu myndir.
Lenti í furðulegu atviki nú nýlega. Var að vinna að leiðréttingu á virðisaukaskatti fyrir Sjálfstæðisfélagið og sendi pappírana á Skattstofuna á Hellu. Ekki hefur mér farist þetta vel úr hendi því þaðan hringdi kona um hæl til að láta mig vita að ég þyrfti að fylla út einhver leiðréttingarblöð sem ég fyndi á netinu. Útskýrði hún í löngu máli hvernig fara ætti að þessu. Allt í lagi með það svo sem. Nema hvað hún segir síðan: "ég var að hugsa um að gera þetta bara fyrir þig en þar sem ég er svo mikil Framsóknarkona gat ég ekki hugsað mér að gera þetta fyrir Sjálfstæðisfélagið (mikið hlegið)". Ég gat ekki dregið aðra niðurstöðu en þá að ef ég hefði verið í forsvari fyrir Framsókn hefði ekki einu sinni verið hringt, þetta hefði bara verið lagað ! ! ! !
Svona eftir á að hyggja finnst mér þetta ekki einu sinni fyndið.
----------------------------------------------

1. ágúst 2005

Nú söfnum við fyrir augnmús handa MND teyminu.

Eftirfarandi er bréf/fréttatilkynning sem fór til fjölmiðla og fjölmargra einstaklinga í dag. Nú treystum við á velvilja ykkar allra og minnum á að margt smátt gerir eitt stórt. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Endilega klippið þetta út og sendið á vini og vandamenn!!

-----------------------------------------------------------

MND félagið hefur ákveðið að kaupa augnmús og gefa MND teyminu á LSH.

Áhugahópur hefur hrundið af stað söfnun fyrir augnmúsinni vegna aðstæðna Magneu Karlsdóttur (Maggýjar) í Hveragerði sem greindist með MND fyrir rúmum þremur árum síðan.

Einkenni MND hafa ágerst hratt hjá Maggý en fjölmargir hafa fylgst með hetjulegri baráttu hennar og fjölskyldu hennar við sjúkdóminn í gegnum skrif Maggýjar á heimasíðu hennar. Þar höfum við fengið innsýn í þróun sjúkdómsins en einnig orðið vitni að því gríðarlega æðruleysi sem Magnea og hennar nánustu hafa sýnt.
Það er aðdáunarvert og okkur öðrum til eftirbreytni.

Undanfarið hafa öll samskipti Maggýjar verið undir því komin að hún gæti skrifað á tölvuna með mús sem stjórnað er með höfuðhreyfingum. Nú er svo komið að hún getur ekki notað höfuðmúsina lengur. Þróuð hefur verið sérstök mús sem stjórnað er með augnhreyfingum og vitum við af reynslu erlendis frá að hún myndi gagnast Maggý. Búnaðurinn kostar, hingað kominn, um hálfa milljón króna.

Við viljum með söfnuninni tryggja það að Maggý geti áfram, sem hingað til, haft samband við okkur sem njótum skrifa hennar á blogginu og ekki síður að hún átt innihaldsrík samskipti við sína nánustu. Það er brýnt að söfnunin gangi hratt og vel fyrir sig og að búnaðurinn verði kominn upp hjá Maggý hið allra fyrsta.

Landsbankinn á Selfossi hefur tekið að sér vörslu fjár til þessa sérstaka verkefnis. Reikningsnúmerið er: 0152-26-9220, Kt. 081065 3499.

Við leitum til ykkar um stuðning, munum að margt smátt gerir eitt stórt og því eru öll framlög vel þegin.
------------------------------------------------------

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet