3. ágúst 2005
Ný heimasíða og afmæli Byggðasafnsins
Vegna sumarfría liggur vinna í flestum nefndum og ráðum niðri, en þrátt fyrir það funda bæjarráð og nefndir eins og skipulags- og bygginganefndin enda mikið um að vera í byggingaframkvæmdum og nýtt aðalskipulag í bígerð.
Sameiningarkosningar verða hér sem annarsstaðar 8. október og sameiningarnefndin heldur dampi í sumar þrátt fyrir sumarfrí, heyskap og annað sem dreifir huga nefndarmanna. Nú hefur verið opnuð heimasíða vegna kosninganna, og er full ástæða til að hvetja alla til að fylgjast vel með síðunni en þar er stefnt að mikilli upplýsingagjöf og lifandi umræðu.
--------------------
Í dag var haldið hátíðlegt 10 ára afmæli Byggðsafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka. Þar ræður ríkjum Lýður Pálsson, sagnfræðingur, og ferst honum það vel úr hendi. Eggjaskúrinn margfrægi er risinn og hýsir hann nú sýningu á villtum fuglum og eggjum þeirra, sem hlýtur að teljast vel til fundið. Kom mér á óvart hversu rúmgóður hann er miðað við hvað húsið lætur lítið yfir sér, utan frá séð.
Mikið fjölmenni var við hátíðahöldin en þar fluttu þau Guðrún Ásmundsdóttir, Karl Guðmundsson og Guðríður Júlíusdóttir dagskrá helgaða íbúum og sögu Hússins.
Sól skein í heiði á Eyrarbakka í dag en mikið óskaplega var drungalegt að líta til Uppsveitanna og þrumurnar þaðan drundu á Bakkanum seinnipartinn.
---------------------
Í dag heimsóttu fréttamenn Stöðvar 2 Maggý og fjölskyldu í tilefni af söfnuninni. Gaman að sjá hve þeir gáfu sér góðan tíma en greinilegt er að þeir þekkja vel til en þeir félagarnir hafa heimsótt fjölskylduna áður bæði í sambandi við fréttir og eins vegna heimildamyndar sem er í vinnslu. Umfjöllunin verður væntanlega í fréttum á morgun fimmtudag.
Vegna sumarfría liggur vinna í flestum nefndum og ráðum niðri, en þrátt fyrir það funda bæjarráð og nefndir eins og skipulags- og bygginganefndin enda mikið um að vera í byggingaframkvæmdum og nýtt aðalskipulag í bígerð.
Sameiningarkosningar verða hér sem annarsstaðar 8. október og sameiningarnefndin heldur dampi í sumar þrátt fyrir sumarfrí, heyskap og annað sem dreifir huga nefndarmanna. Nú hefur verið opnuð heimasíða vegna kosninganna, og er full ástæða til að hvetja alla til að fylgjast vel með síðunni en þar er stefnt að mikilli upplýsingagjöf og lifandi umræðu.
--------------------
Í dag var haldið hátíðlegt 10 ára afmæli Byggðsafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka. Þar ræður ríkjum Lýður Pálsson, sagnfræðingur, og ferst honum það vel úr hendi. Eggjaskúrinn margfrægi er risinn og hýsir hann nú sýningu á villtum fuglum og eggjum þeirra, sem hlýtur að teljast vel til fundið. Kom mér á óvart hversu rúmgóður hann er miðað við hvað húsið lætur lítið yfir sér, utan frá séð.
Mikið fjölmenni var við hátíðahöldin en þar fluttu þau Guðrún Ásmundsdóttir, Karl Guðmundsson og Guðríður Júlíusdóttir dagskrá helgaða íbúum og sögu Hússins.
Sól skein í heiði á Eyrarbakka í dag en mikið óskaplega var drungalegt að líta til Uppsveitanna og þrumurnar þaðan drundu á Bakkanum seinnipartinn.
---------------------
Í dag heimsóttu fréttamenn Stöðvar 2 Maggý og fjölskyldu í tilefni af söfnuninni. Gaman að sjá hve þeir gáfu sér góðan tíma en greinilegt er að þeir þekkja vel til en þeir félagarnir hafa heimsótt fjölskylduna áður bæði í sambandi við fréttir og eins vegna heimildamyndar sem er í vinnslu. Umfjöllunin verður væntanlega í fréttum á morgun fimmtudag.
Comments:
Skrifa ummæli