1. ágúst 2005
Nú söfnum við fyrir augnmús handa MND teyminu.
Eftirfarandi er bréf/fréttatilkynning sem fór til fjölmiðla og fjölmargra einstaklinga í dag. Nú treystum við á velvilja ykkar allra og minnum á að margt smátt gerir eitt stórt. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Endilega klippið þetta út og sendið á vini og vandamenn!!
-----------------------------------------------------------
MND félagið hefur ákveðið að kaupa augnmús og gefa MND teyminu á LSH.
Áhugahópur hefur hrundið af stað söfnun fyrir augnmúsinni vegna aðstæðna Magneu Karlsdóttur (Maggýjar) í Hveragerði sem greindist með MND fyrir rúmum þremur árum síðan.
Einkenni MND hafa ágerst hratt hjá Maggý en fjölmargir hafa fylgst með hetjulegri baráttu hennar og fjölskyldu hennar við sjúkdóminn í gegnum skrif Maggýjar á heimasíðu hennar. Þar höfum við fengið innsýn í þróun sjúkdómsins en einnig orðið vitni að því gríðarlega æðruleysi sem Magnea og hennar nánustu hafa sýnt.
Það er aðdáunarvert og okkur öðrum til eftirbreytni.
Undanfarið hafa öll samskipti Maggýjar verið undir því komin að hún gæti skrifað á tölvuna með mús sem stjórnað er með höfuðhreyfingum. Nú er svo komið að hún getur ekki notað höfuðmúsina lengur. Þróuð hefur verið sérstök mús sem stjórnað er með augnhreyfingum og vitum við af reynslu erlendis frá að hún myndi gagnast Maggý. Búnaðurinn kostar, hingað kominn, um hálfa milljón króna.
Við viljum með söfnuninni tryggja það að Maggý geti áfram, sem hingað til, haft samband við okkur sem njótum skrifa hennar á blogginu og ekki síður að hún átt innihaldsrík samskipti við sína nánustu. Það er brýnt að söfnunin gangi hratt og vel fyrir sig og að búnaðurinn verði kominn upp hjá Maggý hið allra fyrsta.
Landsbankinn á Selfossi hefur tekið að sér vörslu fjár til þessa sérstaka verkefnis. Reikningsnúmerið er: 0152-26-9220, Kt. 081065 3499.
Við leitum til ykkar um stuðning, munum að margt smátt gerir eitt stórt og því eru öll framlög vel þegin.
------------------------------------------------------
Eftirfarandi er bréf/fréttatilkynning sem fór til fjölmiðla og fjölmargra einstaklinga í dag. Nú treystum við á velvilja ykkar allra og minnum á að margt smátt gerir eitt stórt. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Endilega klippið þetta út og sendið á vini og vandamenn!!
-----------------------------------------------------------
MND félagið hefur ákveðið að kaupa augnmús og gefa MND teyminu á LSH.
Áhugahópur hefur hrundið af stað söfnun fyrir augnmúsinni vegna aðstæðna Magneu Karlsdóttur (Maggýjar) í Hveragerði sem greindist með MND fyrir rúmum þremur árum síðan.
Einkenni MND hafa ágerst hratt hjá Maggý en fjölmargir hafa fylgst með hetjulegri baráttu hennar og fjölskyldu hennar við sjúkdóminn í gegnum skrif Maggýjar á heimasíðu hennar. Þar höfum við fengið innsýn í þróun sjúkdómsins en einnig orðið vitni að því gríðarlega æðruleysi sem Magnea og hennar nánustu hafa sýnt.
Það er aðdáunarvert og okkur öðrum til eftirbreytni.
Undanfarið hafa öll samskipti Maggýjar verið undir því komin að hún gæti skrifað á tölvuna með mús sem stjórnað er með höfuðhreyfingum. Nú er svo komið að hún getur ekki notað höfuðmúsina lengur. Þróuð hefur verið sérstök mús sem stjórnað er með augnhreyfingum og vitum við af reynslu erlendis frá að hún myndi gagnast Maggý. Búnaðurinn kostar, hingað kominn, um hálfa milljón króna.
Við viljum með söfnuninni tryggja það að Maggý geti áfram, sem hingað til, haft samband við okkur sem njótum skrifa hennar á blogginu og ekki síður að hún átt innihaldsrík samskipti við sína nánustu. Það er brýnt að söfnunin gangi hratt og vel fyrir sig og að búnaðurinn verði kominn upp hjá Maggý hið allra fyrsta.
Landsbankinn á Selfossi hefur tekið að sér vörslu fjár til þessa sérstaka verkefnis. Reikningsnúmerið er: 0152-26-9220, Kt. 081065 3499.
Við leitum til ykkar um stuðning, munum að margt smátt gerir eitt stórt og því eru öll framlög vel þegin.
------------------------------------------------------
Comments:
Skrifa ummæli