24. júní 2007
Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka ...
... á laugardag kom á óvart. Ætluðum reyndar bara í Veiðsafnið en renndum í gegnum Eyrarbakka svona í leiðinni. Hittum þar Lýð Pálsson sem sagði frá opnum heimahúsum sem væru svo sniðug og við prófuðum að sjálfsögðu. Mjög skemmtilegt hittum fullt af góðu fólki sem var gaman að spjalla við og meira að segja nokkra sem þekktu og mundu eftir langafa og ömmu sem bjuggu í Frambæjarhúsinu snemma á síðustu öld. Ótrúlegt.
Heimsóttum líka Húsið úr því við vorum nú komin á Bakkann á annað borð. þar gengu konur um beina í íslenskum búningi og buðu kaffi og upprúllaðar pönnukörku á meðan gestir horfðu á þjóðdansa á túninu fyrir utan. Hvort ómannblendni enski gesturinn okkar hafði nokkuð gaman af þessu veit ég ekki en tengdamömmu þótti þetta góður dagur. Rétt náðum í Veiðihúsið og það brást ekki frekar en fyrri daginn. Þetta er með skemmtilegri söfnum og enn hafa bæst við dýr eftir að byggt var við húsið. Ljónapar og sebrahestur eru auðvitað aðaldýrgripirnir og svo eðlileg að sumum þótti nóg um ! ! ! ! Held reyndar að það séu eftirköst myndarinnar "Night at the museum" en þar lifnuðu öll uppstoppuðu dýrin við á nóttunni. Hef reyndar ekki trú á að það gerist á Stokkseyri en maður getur ekki verið viss og sérstaklega ekki með Drauga og álfa í næsta húsi...
... á laugardag kom á óvart. Ætluðum reyndar bara í Veiðsafnið en renndum í gegnum Eyrarbakka svona í leiðinni. Hittum þar Lýð Pálsson sem sagði frá opnum heimahúsum sem væru svo sniðug og við prófuðum að sjálfsögðu. Mjög skemmtilegt hittum fullt af góðu fólki sem var gaman að spjalla við og meira að segja nokkra sem þekktu og mundu eftir langafa og ömmu sem bjuggu í Frambæjarhúsinu snemma á síðustu öld. Ótrúlegt.
Heimsóttum líka Húsið úr því við vorum nú komin á Bakkann á annað borð. þar gengu konur um beina í íslenskum búningi og buðu kaffi og upprúllaðar pönnukörku á meðan gestir horfðu á þjóðdansa á túninu fyrir utan. Hvort ómannblendni enski gesturinn okkar hafði nokkuð gaman af þessu veit ég ekki en tengdamömmu þótti þetta góður dagur. Rétt náðum í Veiðihúsið og það brást ekki frekar en fyrri daginn. Þetta er með skemmtilegri söfnum og enn hafa bæst við dýr eftir að byggt var við húsið. Ljónapar og sebrahestur eru auðvitað aðaldýrgripirnir og svo eðlileg að sumum þótti nóg um ! ! ! ! Held reyndar að það séu eftirköst myndarinnar "Night at the museum" en þar lifnuðu öll uppstoppuðu dýrin við á nóttunni. Hef reyndar ekki trú á að það gerist á Stokkseyri en maður getur ekki verið viss og sérstaklega ekki með Drauga og álfa í næsta húsi...
22. júní 2007
Af fundum, umferð og gestum ...
Fundur í samráðsnefnd ráðuneytanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga um EES mál í morgun en þar erum ég og Smári Geirsson, fulltrúar sveitarfélaganna. Strax að honum loknum fundur í stjórn Sambandsins. Þar sat ég minn fyrsta fund sem varamaður fyrir Björk Guðjónsdóttur, Reykjanesbæ. Það verða miklar breytingar á stjórninni í kjölfar Alþingiskosninga en 5 stjórnarmenn eru orðnir þingmenn. Steinunn Valdís og Ragnheiður Ríkharðs hættu formlega í dag og voru kvaddar með virktum. Eftirsjá að jafn öflugum konum, en kraftar þeirra munu nýtast vel á Alþingi.
Tengdamamma er í heimsókn og Dave frá Bretlandi líka. Það var síðan fjölmenni í föstudagspizzunni þar sem Magnús mágur, Steinunn, Jenný og litli Kristján ásamt ömmu í Hveragerði voru boðin. Þar sem ég stóð í eldhúsinu og hnoðaði deigið, öll í hveiti og komin úr skrifstofugallanum hringdi Magnús Hlynur og vildi fá mig í viðtal fyrir sjónvarpið niður við þjóðveg eftir 5 mínútur. Ástæðan var umferðarteppa sem myndaðist niður Kambana en það tók vegfarendur allt að 20 mínútur að aka niður Kamba og að hringtorginu. Það var ótrúlegt að sjá hvernig umferðin silaðist eftir veginum en enn og aftur verðum við vitni að því að Suðurlandsvegur annar engan veginn þeirri umferð sem um hann fer. Úr því verður að bæta eins fljótt og auðið er.
Fundur í samráðsnefnd ráðuneytanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga um EES mál í morgun en þar erum ég og Smári Geirsson, fulltrúar sveitarfélaganna. Strax að honum loknum fundur í stjórn Sambandsins. Þar sat ég minn fyrsta fund sem varamaður fyrir Björk Guðjónsdóttur, Reykjanesbæ. Það verða miklar breytingar á stjórninni í kjölfar Alþingiskosninga en 5 stjórnarmenn eru orðnir þingmenn. Steinunn Valdís og Ragnheiður Ríkharðs hættu formlega í dag og voru kvaddar með virktum. Eftirsjá að jafn öflugum konum, en kraftar þeirra munu nýtast vel á Alþingi.
Tengdamamma er í heimsókn og Dave frá Bretlandi líka. Það var síðan fjölmenni í föstudagspizzunni þar sem Magnús mágur, Steinunn, Jenný og litli Kristján ásamt ömmu í Hveragerði voru boðin. Þar sem ég stóð í eldhúsinu og hnoðaði deigið, öll í hveiti og komin úr skrifstofugallanum hringdi Magnús Hlynur og vildi fá mig í viðtal fyrir sjónvarpið niður við þjóðveg eftir 5 mínútur. Ástæðan var umferðarteppa sem myndaðist niður Kambana en það tók vegfarendur allt að 20 mínútur að aka niður Kamba og að hringtorginu. Það var ótrúlegt að sjá hvernig umferðin silaðist eftir veginum en enn og aftur verðum við vitni að því að Suðurlandsvegur annar engan veginn þeirri umferð sem um hann fer. Úr því verður að bæta eins fljótt og auðið er.
17. júní 2007
Kiddi Rót tekur mikið að skemmtilegum og flottum myndum. Hann var svo almennilegur að láta bæjarskrifstofuna hafa fjölmargar myndir sem hann tók á 17. júní. Ég leyfi mér að birta nokkrar sem sýna stórkostleg tilþrif liðs körfuboltadeildar í Laugargríninu en þar fóru karlarnir á kostum og þá ekki síst minn betri helmningur eins og hans var von og vísa.
Laugargrín hefur verið ósmissandi hluti af hátíðahöldum bæjarbúa á þjóðhátíðardaginn eins lengi og ég man og það er alltaf skemmtilegast ef hægt er að fá eldra fólkið í liðin.
Kiddi Rót tekur mikið að skemmtilegum og flottum myndum. Hann var svo almennilegur að láta bæjarskrifstofuna hafa fjölmargar myndir sem hann tók á 17. júní. Ég leyfi mér að birta nokkrar sem sýna stórkostleg tilþrif liðs körfuboltadeildar í Laugargríninu en þar fóru karlarnir á kostum og þá ekki síst minn betri helmningur eins og hans var von og vísa.
Laugargrín hefur verið ósmissandi hluti af hátíðahöldum bæjarbúa á þjóðhátíðardaginn eins lengi og ég man og það er alltaf skemmtilegast ef hægt er að fá eldra fólkið í liðin.
Sumarsólstöður ....
... og af því tilefni fór ég í miðnæturgöngu með Guðrúnu systur. Gerði ekki sömu mistökin og í fyrra að gabba Albert með mér sem lak síðan niður af þreytu og syfju á miðri leið. Nei núna sá ég til þess að allir væru farnir að sofa og stakk síðan af.
Var reyndar ansi napurt en ótrúlega fallegt veður. Fórum niður gilið hjá Knúti Bruun þar sem hann rekur gistiheimilið Frost og funa. Þetta hefur nú alltaf verið smekklegt og flott en eftir nýjustu viðbætur er þetta öldungis meiriháttar staður. Í kvöld var reyndar ekki harmonikkuleikari á svölunum og útlendingar á hverjum steini einsog fyrr í vikunni enda þeir væntanlega flestir farnir að sofa á þessum ókristilega tíma.
Fékk þessa flottu mynd af sundlauginni okkar og Garðyrkjuskólanum lánaða af vef Frost og funa, svona í tilefni af HSK mótinu í sundi sem fram fór síðdegis í Laugaskarði. Þar unnu Hamarskrakkarnir frækilegan sigur og hömpuðu bikarnum sem HSK meistarar 2007. Albert, Hafsteinn, Dagný og Guðbjörg voru öll að keppa og stóðu sig vel eins og reyndar hópurinn allur. Það var sól og blíða eins og reyndar er búið að vera allan júní mánuð, 7.9.13 ...
Ég og Guðmundur Baldursson áttum fund í Þorlákshöfn í dag með Ólafi Áka, Sigurði og Birnu. Þau voru nú tæplega viðræðuhæf vegna spenningsins sem þar ríkir í kringum Alcan. Það er reyndar skiljanlegt því um er að ræða eitt stærsta mál sem komið hefur á borð Sunnlendinga. SASS hefur ályktað um málið og sveitarstjórnarmenn á svæðinu styðja Ölfusinga af heilum hug. Enda ekki efi að tilkoma álvers í Þorlákshöfn mun verða mikil lyftistöng fyrir svæðið í heild sinni. Það verður spennandi að fylgjast með hverjar lyktir máls verða. Það er alltaf ánægjulegra þegar sveitarstjórnarmönnum auðnast að standa saman frekar en að hver skari eld að eigin köku óháð öllu öðru. Mér fannst ekki smekklegt að lesa um áhuga Ísólfs Gylfa á því að Garðyrkjuskólinn verði fluttur að Flúðum. Hann er að Reykjum í dag og sveitarstjórnarmenn og þingmenn hafa verið einhuga um að berjast fyrir tilvist hans þar. Sá róður hefur ekki verið léttur og því er það ekki skynsamlegt að sveitarstjórnarmenn á svæðinu spili núna sóló með það fyrir augum að ná til sín starfsemi sem til áratuga hefur verið í öðru sunnlensku sveitarfélagi.
Bæjarráðs fundur í dag þar sem meðal annars var ákveðið að Hveragerðisbær myndi bjóða Hvergerðingum endurvinnslutunnur. Við höfum náð mjög góðum samningi við Íslenska Gámafélagið og getum því boðið íbúum tunnurnar fyrir rétt tæplega 400 kr á mánuði. Margir hafa haft samband undanfarið og lýst áhuga á aukinni flokkun sorps og þar skipar endurvinnslutunnan lykilhlutverk.
Ég var ánægð með sjálfa mig í dag.
Daginn sem Saddam Hussein var tekinn af lífi þá gekk ég í Amnesty International.
Hef síðan fengið dreifipósta frá þeim en ekki tekið þátt í neinu átaki. Í gær var aftur á móti fram af mér gengið en þá fékk ég ákall vegna pars sem grýta átti til dauða í Íran vegna þess að þau eignuðust barn utan hjónabands. Fyrir þær "sakir" hafa þau þegar setið í fangelsi í 11 ár. Ég sendi sem sagt tölvupóst til Ayatollans sem ríkir yfir dómsmálum í landinu þar sem ég mótmælti þessum gjörningi. Í dag fékk ég síðan bréf frá Amnesty þar sem tilkynnt var að aftökunni hefði verið frestað vegna mikilla alþjóðlegra mótmæla. Skyndilega fannst mér eins og bréfið mitt hefði skipt máli þó að það hafi bara verið eitt af mörg þúsund.
Það var góð tilfinning.
... og af því tilefni fór ég í miðnæturgöngu með Guðrúnu systur. Gerði ekki sömu mistökin og í fyrra að gabba Albert með mér sem lak síðan niður af þreytu og syfju á miðri leið. Nei núna sá ég til þess að allir væru farnir að sofa og stakk síðan af.
Var reyndar ansi napurt en ótrúlega fallegt veður. Fórum niður gilið hjá Knúti Bruun þar sem hann rekur gistiheimilið Frost og funa. Þetta hefur nú alltaf verið smekklegt og flott en eftir nýjustu viðbætur er þetta öldungis meiriháttar staður. Í kvöld var reyndar ekki harmonikkuleikari á svölunum og útlendingar á hverjum steini einsog fyrr í vikunni enda þeir væntanlega flestir farnir að sofa á þessum ókristilega tíma.
Fékk þessa flottu mynd af sundlauginni okkar og Garðyrkjuskólanum lánaða af vef Frost og funa, svona í tilefni af HSK mótinu í sundi sem fram fór síðdegis í Laugaskarði. Þar unnu Hamarskrakkarnir frækilegan sigur og hömpuðu bikarnum sem HSK meistarar 2007. Albert, Hafsteinn, Dagný og Guðbjörg voru öll að keppa og stóðu sig vel eins og reyndar hópurinn allur. Það var sól og blíða eins og reyndar er búið að vera allan júní mánuð, 7.9.13 ...
Ég og Guðmundur Baldursson áttum fund í Þorlákshöfn í dag með Ólafi Áka, Sigurði og Birnu. Þau voru nú tæplega viðræðuhæf vegna spenningsins sem þar ríkir í kringum Alcan. Það er reyndar skiljanlegt því um er að ræða eitt stærsta mál sem komið hefur á borð Sunnlendinga. SASS hefur ályktað um málið og sveitarstjórnarmenn á svæðinu styðja Ölfusinga af heilum hug. Enda ekki efi að tilkoma álvers í Þorlákshöfn mun verða mikil lyftistöng fyrir svæðið í heild sinni. Það verður spennandi að fylgjast með hverjar lyktir máls verða. Það er alltaf ánægjulegra þegar sveitarstjórnarmönnum auðnast að standa saman frekar en að hver skari eld að eigin köku óháð öllu öðru. Mér fannst ekki smekklegt að lesa um áhuga Ísólfs Gylfa á því að Garðyrkjuskólinn verði fluttur að Flúðum. Hann er að Reykjum í dag og sveitarstjórnarmenn og þingmenn hafa verið einhuga um að berjast fyrir tilvist hans þar. Sá róður hefur ekki verið léttur og því er það ekki skynsamlegt að sveitarstjórnarmenn á svæðinu spili núna sóló með það fyrir augum að ná til sín starfsemi sem til áratuga hefur verið í öðru sunnlensku sveitarfélagi.
Bæjarráðs fundur í dag þar sem meðal annars var ákveðið að Hveragerðisbær myndi bjóða Hvergerðingum endurvinnslutunnur. Við höfum náð mjög góðum samningi við Íslenska Gámafélagið og getum því boðið íbúum tunnurnar fyrir rétt tæplega 400 kr á mánuði. Margir hafa haft samband undanfarið og lýst áhuga á aukinni flokkun sorps og þar skipar endurvinnslutunnan lykilhlutverk.
Ég var ánægð með sjálfa mig í dag.
Daginn sem Saddam Hussein var tekinn af lífi þá gekk ég í Amnesty International.
Hef síðan fengið dreifipósta frá þeim en ekki tekið þátt í neinu átaki. Í gær var aftur á móti fram af mér gengið en þá fékk ég ákall vegna pars sem grýta átti til dauða í Íran vegna þess að þau eignuðust barn utan hjónabands. Fyrir þær "sakir" hafa þau þegar setið í fangelsi í 11 ár. Ég sendi sem sagt tölvupóst til Ayatollans sem ríkir yfir dómsmálum í landinu þar sem ég mótmælti þessum gjörningi. Í dag fékk ég síðan bréf frá Amnesty þar sem tilkynnt var að aftökunni hefði verið frestað vegna mikilla alþjóðlegra mótmæla. Skyndilega fannst mér eins og bréfið mitt hefði skipt máli þó að það hafi bara verið eitt af mörg þúsund.
Það var góð tilfinning.