<$BlogRSDUrl$>

22. júní 2007

Sumarsólstöður ....

... og af því tilefni fór ég í miðnæturgöngu með Guðrúnu systur. Gerði ekki sömu mistökin og í fyrra að gabba Albert með mér sem lak síðan niður af þreytu og syfju á miðri leið. Nei núna sá ég til þess að allir væru farnir að sofa og stakk síðan af.
Var reyndar ansi napurt en ótrúlega fallegt veður. Fórum niður gilið hjá Knúti Bruun þar sem hann rekur gistiheimilið Frost og funa. Þetta hefur nú alltaf verið smekklegt og flott en eftir nýjustu viðbætur er þetta öldungis meiriháttar staður. Í kvöld var reyndar ekki harmonikkuleikari á svölunum og útlendingar á hverjum steini einsog fyrr í vikunni enda þeir væntanlega flestir farnir að sofa á þessum ókristilega tíma.


Fékk þessa flottu mynd af sundlauginni okkar og Garðyrkjuskólanum lánaða af vef Frost og funa, svona í tilefni af HSK mótinu í sundi sem fram fór síðdegis í Laugaskarði. Þar unnu Hamarskrakkarnir frækilegan sigur og hömpuðu bikarnum sem HSK meistarar 2007. Albert, Hafsteinn, Dagný og Guðbjörg voru öll að keppa og stóðu sig vel eins og reyndar hópurinn allur. Það var sól og blíða eins og reyndar er búið að vera allan júní mánuð, 7.9.13 ...

Ég og Guðmundur Baldursson áttum fund í Þorlákshöfn í dag með Ólafi Áka, Sigurði og Birnu. Þau voru nú tæplega viðræðuhæf vegna spenningsins sem þar ríkir í kringum Alcan. Það er reyndar skiljanlegt því um er að ræða eitt stærsta mál sem komið hefur á borð Sunnlendinga. SASS hefur ályktað um málið og sveitarstjórnarmenn á svæðinu styðja Ölfusinga af heilum hug. Enda ekki efi að tilkoma álvers í Þorlákshöfn mun verða mikil lyftistöng fyrir svæðið í heild sinni. Það verður spennandi að fylgjast með hverjar lyktir máls verða. Það er alltaf ánægjulegra þegar sveitarstjórnarmönnum auðnast að standa saman frekar en að hver skari eld að eigin köku óháð öllu öðru. Mér fannst ekki smekklegt að lesa um áhuga Ísólfs Gylfa á því að Garðyrkjuskólinn verði fluttur að Flúðum. Hann er að Reykjum í dag og sveitarstjórnarmenn og þingmenn hafa verið einhuga um að berjast fyrir tilvist hans þar. Sá róður hefur ekki verið léttur og því er það ekki skynsamlegt að sveitarstjórnarmenn á svæðinu spili núna sóló með það fyrir augum að ná til sín starfsemi sem til áratuga hefur verið í öðru sunnlensku sveitarfélagi.

Bæjarráðs fundur í dag þar sem meðal annars var ákveðið að Hveragerðisbær myndi bjóða Hvergerðingum endurvinnslutunnur. Við höfum náð mjög góðum samningi við Íslenska Gámafélagið og getum því boðið íbúum tunnurnar fyrir rétt tæplega 400 kr á mánuði. Margir hafa haft samband undanfarið og lýst áhuga á aukinni flokkun sorps og þar skipar endurvinnslutunnan lykilhlutverk.

Ég var ánægð með sjálfa mig í dag.
Daginn sem Saddam Hussein var tekinn af lífi þá gekk ég í Amnesty International.
Hef síðan fengið dreifipósta frá þeim en ekki tekið þátt í neinu átaki. Í gær var aftur á móti fram af mér gengið en þá fékk ég ákall vegna pars sem grýta átti til dauða í Íran vegna þess að þau eignuðust barn utan hjónabands. Fyrir þær "sakir" hafa þau þegar setið í fangelsi í 11 ár. Ég sendi sem sagt tölvupóst til Ayatollans sem ríkir yfir dómsmálum í landinu þar sem ég mótmælti þessum gjörningi. Í dag fékk ég síðan bréf frá Amnesty þar sem tilkynnt var að aftökunni hefði verið frestað vegna mikilla alþjóðlegra mótmæla. Skyndilega fannst mér eins og bréfið mitt hefði skipt máli þó að það hafi bara verið eitt af mörg þúsund.
Það var góð tilfinning.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet