<$BlogRSDUrl$>

22. apríl 2007

Af stígagerð, kosningum og tónlist ...

Alltaf gaman þegar maður þarf að viðurkenna að hafa haft rangt fyrir sér !!!
Ég hafði miklar efasemdir um nýja reiðstíginn undir Reykjafjalli og breytinguna sem hann hefði í för með sér. Þetta er líka ein vinsælasta og fallegasta gönguleiðin sem völ er á hér í kring. En nú gekk ég þessa leið í tvígang um helgina og verð að játa að breytingin er virkilega vel heppnuð og ef eitthvað er hefur gönguleiðin batnað við færsluna. Nú hlykkjast hún um hlíðina, heldur erfiðari en það er bara betra. Þarna hafa myndast flott rjóður og nýjir útsýnisstaðir. Ný brú komin yfir læk sem þarna er og stígarnir báðir svo vel gerðir að það er til hreinnar fyrirmyndar. Guðni Tómasson á heiður skilinn fyrir frábærlega vel unnið verk.
Síðan er rétt að geta þess að göngumaðurinn mikli hann Eyþór á heiðurinn af myndinni...

Nú er búið að opna kosningaskrifstofuna formlega og því er mannskapurinn allur tekinn til starfa. Það er margt sem þarf að undirbúa í aðdraganda kosninga og því gott þegar hópurinn er bæði stór og samstilltur eins og hér er reyndin. Var á skrifstofunni megnið af laugardeginum, þónokkuð margir litu inn og var stemningnin lífleg.Nú verður skrifstofan opin alla daga til kosninga. Virka daga frá kl. 15-18 og 20-22. En frá kl. 11-18 um helgar.

Í dag sunnudag fórum við Lárus til Kópavogs á útskriftartónleika Listaháskóla Íslands. Þar flutti hópur ungmenna úr Grunnskólanum í Hveragerði frumsaminn söngleik undir stjórn Heiðu Guðmundsdóttur en þetta var útskriftarverkefnið hennar í LÍ. Virkilega vel gert hjá þeim og án vafa mikil upplifun að fá að sýna í Salnum þar sem hljómburður er eins og best verður á kosið.
Það var skemmtilegur bónus að eitt útskriftarverkefnið var tónlistarflutningur eldri borgara í Þorlákshöfn. Mjög skemmtilegt verkefni þar sem unnið var með söng og hin ýmsu hljóðfæri. Það má því segja að Sunnlenskir flytjendur hafi átt daginn í Salnum.

Verð síðan að tilkynna lesendum að á föstudag var horft á sjónvarp, aldrei þessu vant. Taggart snilld eins og alltaf en hápunkturinn var nú samt þegar ég mundi skyndilega eftir Evróvisjón undankeppnisþættinum norræna. Reyndi af veikum mætti að fá syni mína til að njóta stundarinnar með mér en sá eldri neytti aflsmunar og harðneitaði, sá yngri er greinilega hlýðnari. Ég skemmti mér konunglega yfir frábærum athugasemdum þátttakenda sem voru að ég held ekki hrifnir af nema tveim lögum, annað þeirra danskt þar á ofan! ! ! Danir reyndar oft gert betur en þetta. Rollo og King til dæmis eitt besta dæmið. Við hjónin fengum síðan nett áfall þegar við sáum gömlu súperstjörnuna frá Noregstímanum, Jan Theigen. Hvað í veröldinni ætli hafi komið fyrir manninn? Aldrei verið fríður en fyrr má nú eldast illa!! Ætli lífernið sé að taka þennan toll? Hann hefði getað tekið að sér hlutverk Jim Carrey í "Þegar Trölli stal jólunum" án þess að mæta til sminkunnar ..... En þessir norrænu þættir eru frábærir. Annar góður var Kontrapunktur, hvað ætli hafi orðið um hann? En talandi um norræn sambönd. Það gladdi mig mjög, verandi meðlimur í hinu konunglega sérrí félagi, að sjá að prinsessa er loksins fædd í Danmörku. Þetta hlýtur að kalla á hátíðarfund, stelpur! ! !

20. apríl 2007

Kosningabaráttan og uppbygging atvinnulífs á Suðurlandi

Fékk dulin skilaboð frá einkadótturinni í gegnum bloggið . Hún hefur greinilega brugðið sér á skemmtun með Samfylkingunni og ekki verið hrifin, að mér skildist !!! Reyndar er lyklaborðið á eðal tölvunni greinilega eitthvað að stríða henni þannig að erfitt er að geta í eyðurnar, spurning hvort þetta þýði tölvukaupastyrk svo ég geti lesið hvernig Samfylkingin hagar hlutunum .....
Reyndar hef ég grun um að það væri nær að styrkja námsmanninn til bílakaupa þar sem ég held að stjörnum prýddur Hafliði sé langt frá því að vera öruggur fararskjóti fyrir skvísuna. Við skoðun á heimasíðum bar þetta fyrir augu. Má vera að svona lagað virki í kosningabaráttunni ...

Fundur í stjórn SASS í gær. Þar samþykkti stjórnin svohljóðandi ályktun með 5 atkvæðum en fulltrúi Árborgar sá sér ekki fært að styðja við ályktunina:

,,Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vekja athygli á breyttum aðstæðum sem hafa skapast í orkumálum á Íslandi vegna niðurstöðu nýafstaðinnar kosningar í Hafnarfirði sem hefur stöðvað frekari stækkunaráform Alcan í Straumsvík og þar með fyrirhugaða aukna orkusölu Landsvirkjunar til fyrirtækisins.

Í ljósi þessa telja samtökin eðlilegt að raforka frá virkjunum sem kunna að verða reistar á Suðurlandi verði nýtt til orkufreks iðnaðar á Suðurlandi, en þú þegar eru uppi áform um slíka atvinnustarfsemi. Til þess liggja margvísleg rök. Langstærstur hluti þeirrar raforku sem framleidd hefur verið á Íslandi hefur komið frá virkjunum á Suðurlandi en orkan hefur hingað til verið nýtt til atvinnuuppbyggingar í öðrum landshlutum. Því er eðlilegt og rétt að grípa tækifærið sem nú gefst til að nýta orkuna í héraði. Þá benda samtökin á að með því að nýta orkuna sem næst virkjunum verða flutningslínur styttri og ódýrari. Styttri flutningslínur leiða einnig til minna orkutaps og minni sjónmengunar sem hvort tveggja er æskilegt vegna umhverfissjónarmiða.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja því mikla áherslu á að sú orka sem kann að verða virkjuð á Suðurlandi á næstu árum verði nýtt í héraði.”

Fulltrúi Árborgar, Margrét Katrín Erlingsdóttir, greiddi atkvæði á móti og lagði fram eftirfarandi bókun:

,, Ég tel ótímabært og óvarlegt að stjórn SASS álykti um nýtingu á raforku frá hugsanlegum virkjunum á Suðurlandi á þessari stundu. Afstaða sveitarfélaga á samstarfssvæði SASS um þær virkjanir sem eru í umræðunni liggur ekki fyrir og er málið á mjög viðkvæmu stigi í umræðunni. Þau sveitarfélög sem koma að virkjanasvæðum í neðri hluta Þjórsár, Ásahreppur, Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eiga ekki fulltrúa í stjórn SASS og tel ég skyldu stjórnar SASS að kanna vilja þessara sveitarfélaga nánar áður en ályktun af þessu tagi verði afgreidd. Í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var meðal Sunnlendinga um virkjanir í neðri hluta Þjórsár kom fram að 57% aðspurðra voru á móti virkjunaráformum.
Í samstarfssamningi meirihlutaflokkanna í sveitarfélaginu Árborg kemur fram; Fulltrúar meirihlutaflokkanna í bæjarstjórnar Árborgar telja samstarf sveitarfélaga á Suðurlandi mikilvægt og að Árborg gegni veigamiklu hlutverki sem stærsta sveitarfélagið í héraðinu. Ég tel það skyldu okkar í stjórn SASS að líta til alls svæðisins þess vegna get ég sem varaformaður SASS alls ekki stutt þessa ályktun. “

Aðrir stjórnarmenn lögðu þá fram eftirfarandi bókun:

,,Framkomin ályktun er í fullu samræmi við ítrekaðar ályktanir aðalfundar SASS. Stjórn SASS ber að framfylgja vilja aðalfundar. Í umræddri ályktun stjórnar SASS er hvergi getið um virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Ein stærsta virkjun Íslands er aftur á móti þegar staðreynd á Hellisheiði og frekari áform eru þar um stækkun. Það er skýlaus og sjálfsögð krafa Sunnlendinga að sunnlensk orka sé nýtt svæðinu. “

Já, það er víðar tekist á en á fundum bæjarstjórnar í Hveragerði...
En það er óneitanlega sérstakt að meirihluti bæjarstjórnar Árborgar skuli ekki vilja styðja við ályktun sem byggir á margframkomnum og samþykktum ályktunum aðalfundar SASS um vilja sveitarstjórnarmanna til uppbyggingar atvinnulífs á Suðurlandi.

19. apríl 2007

SUMARKVEÐJUR TIL YKKAR ALLRA ....

Dagskrá sumardagsins fyrsta tókst með ágætum. Garðyrkjunemar sáu um opið hús á Garðyrkjuskólanum en sá viðburður markar upphaf sumarkomu á ansi mörgum bæjum.

Árni Math., ráðherra, heimsótti Hveragerði í gær og byrjuðum við heimsóknina á Heilsustofnun NLFÍ þar sem við fengum dýrindis hádegisverð. Skoðuðum síðan baðhúsið og íbúðirnar sem ÍAV er að byggja við Heilsustofnun. Nú eru þær til sölu öllum, óháð aldri, þannig að maður gæti flutt þangað niður eftir með krakkana ef þannig háttaði til :-) Eins og einhver gaukaði að mér þá yrði fólk nú ekki í vandræðum með barnapössun á þeim staðnum...
Það er alltaf gaman að heimsækja HNLFÍ enda á fáum stöðum boðið uppá jafn skemmtilega og metnaðarfulla þjónustu á heilsusviðinu.
Handverksmarkaður í Sunnumörkinni var næstur á dagskrá en þar voru hagleiksmenn úr Hveragerði með markað.
Komum við í Minjasafni Kristjáns Runólfssonar en þar afhenti Árni Hveragerðisbæ styrk sem eyrnamerktur er safninu. Kristján er mikill fróðleiksbrunnur og margt merkra muna á safninu. Nú eru Hvergerðingar farnir að gefa þangað muni í auknum mæli og er gaman að sjá þar ýmislegt sem tengist sögu bæjarins.

Hátíðardagskrá Garðyrkjuskólans var vel lukkuð, Guðni Ágústsson afhenti garðyrkjuviðurkenningar ársins 2007 og skrifaði undir samninga um skógrækt. Árni afhenti síðan umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar. Þau hlaut í ár Ólafur Steinsson fyrir mikið og gott starf í þágu umhverfis og ræktunar í Hveragerði. Ólafur er mikill höfðingi sem sett hefur svip sinn á bæjarlífið í tugi ára. Nú er hann fluttur í Kópavog en hjartað slær nú hér í Hveragerði held ég. Fimm ungar stelpurfluttu atriði úr söngleik sem Félagsmiðstöðin setti upp og stjórnað var af Heiðu Guðmundsdóttur. Þær voru alveg frábærar. Ekki nóg með að þær syngju eins og englar heldur voru þær alveg ótrúlega heillandi. Miklir hæfileikar þarna á ferð. Hef frétt að þær muni sýna í Salnum Kópavogi á sunnudag kl. 14. Þangað ætla ég að mæta til að sjá sýninguna sem ég missti af hér í skólanum. Hvet Hvergerðinga og aðra lesendur til að fjölmenna í Salinn....

Sjálfstæðismenn í Hveragerði opnuðu kosningaskrifstofuna síðdegis í gær. Fjöldi manns mætti við opnunina og átti saman skemmtilega stund. Virkilega vel lukkað og markaði góða byrjun á kosningabaráttunni. Eðlilega er mikil stemmning í hópnum enda staða flokksins góð. Skoðanakannanir sýna fylgið vera rétt rúmlega 40% og undrar mig það ekki. Ég held að þegar landsmenn setjast niður og kanna stöðu sína og ekki síst samfélagsins alls þá muni niðurstaðan verða sú að Sjálfstæðisflokknum er lang best treystandi fyrir þjóðarskútunni. Auðvitað er ýmislegt sem má bæta en það er ekki hægt að fara í þær úrbætur nema að ríkið sé vel rekið að öllu leyti. Sjálfstæðismenn hafa staðið sig vel í rekstrinum og því er núna lag til að bæta enn frekar kjör þeirra sem helst þurfa á því að halda eins og Geir boðaði á landsfundinum.

Hálfgert ættarmót Hreiðursættarinnar var hér í gær. Valgerður, Fjóla og Árdís Dögg mættu með börnin og Ingibjörg, Albert og Óskar. Við eyddum deginum saman að Reykjum og skemmtum okkur vel. Síðan sátum við frænkur langt frameftir kvöldi og spjölluðum. Sibba meira að segja í fjarsambandi í gegnum símann :-)

17. apríl 2007

Frábær Landsfundur 2007

Hef fengið þónokkrar athugasemdir við síðustu færslu sem ekki var öllum að skapi :-)
En allra hörðustu aðdáendur aldis.is fundu nú samt færslurnar undir linknum hér til vinstri "Ítalía 2007". Það var nú reyndar þrautin yngri að blogga á Ítalíu þar sem internet staðir eru ekki á hverju horni og furðulegar reglur í gangi um notkun netsins. Ferðin til Ítalíu var mögnuð en það var ekki úthvíld fjölskylda sem kom heim, langt í frá... Bæti einhverju inná Ítalíu vefinn innan skamms. Mest eru þær færslur samt fyrir mig sjálfa því með þeim er tryggt að ferðin og það sem við upplifðum gleymist ekki svo glatt.

En svo til um leið og komið var að utan var haldið til fundar við Sjálfstæðismenn á Landsfundi. Óvanalega góður fundur og hafa þeir nú samt allir verið eftirminnilegir. Andinn meðal fundarmanna var sérstaklega góður og held ég að þar hafi breytt fundarform skipt miklu máli. Núna þurftu tillögur að koma fram í nefndum til að fást ræddar á landsfundinum sjálfum. Þetta tryggði gríðarlega þátttöku í nefndarstarfi sem reyndar var ærið fyrir og mjög markviss vinnubrögð fundarmanna. Ég tók þátt í starfi fjölskyldunefndar og kom þar á framfæri breytingum sem rötuðu alla leið. Ánægð með það. Annars leið tíminn hratt enda nóg að gera. Nefndarstörf eins og áður sagði tóku drjúgan tíma. Ég var líka einn af fundarstjórum landsfundar og hafði gaman af. Sólveig Pétursdóttir var aðal fundarstýran en ég, Hanna Birna og Sigrún Jakobsdóttir á Akureyri aðstoðuðum. Ég stýrði líka landsfundi síðast þá með Halldóri Blöndal og Sólveigu. Þetta var þónokkuð ólíkt enda höfðu breytt fundarsköp í för með sér öðruvísi vinnu fyrir fundarstjórana. Ég var mjög ánægð með ályktanir fundarins, þær eru skýrar og sína vel þá breidd sem flokkurinn býr yfir. Framvarðasveitin er líka afar öflug og málefnaleg og ég efast ekki um að við Sjálfstæðismenn munum fá góða kosningu í vor. Enda kom það á daginn að í fyrstu könnun eftir fund þá mælast Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi með 40% fylgi. Það er frábær árangur og nú er Unnur í baráttusætinu ! ! !

En Landsfundur er ekki bara fundahöld og samþykkt ályktana. Þarna hittast vinir víða að og gera sér glaðan dag. Ekki bara eitt kvöld heldur þrjú í röð. Á fimmtudagskvöldinu hittust konur í flokknum, á föstudagskvöldinu Sjálfstæðismenn í suðurkjördæmi en á laugardagskvöldinu var lokahófið haldið í Broadway. Því reyndar sleppti ég og fór austur í sextugs afmæli Bjarna og Brynju. Það var glæsileg skemmtun sem Hara systur toppuðu í lokin.

Verð síðan að minnast á glæstan árangur Sjálfstæðiskvenna í Suðurkjördæmi í miðstjórnarkjörinu. Þar fengu glæsilega kosningu þær, Unnur Brá Konráðsdóttir, Helga Þorbergsdóttir og Þórunn Jóna Hauksdóttir. Til hamingju með árangurinn stelpur ! ! !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet