22. apríl 2007
Af stígagerð, kosningum og tónlist ...
Alltaf gaman þegar maður þarf að viðurkenna að hafa haft rangt fyrir sér !!!
Ég hafði miklar efasemdir um nýja reiðstíginn undir Reykjafjalli og breytinguna sem hann hefði í för með sér. Þetta er líka ein vinsælasta og fallegasta gönguleiðin sem völ er á hér í kring. En nú gekk ég þessa leið í tvígang um helgina og verð að játa að breytingin er virkilega vel heppnuð og ef eitthvað er hefur gönguleiðin batnað við færsluna. Nú hlykkjast hún um hlíðina, heldur erfiðari en það er bara betra. Þarna hafa myndast flott rjóður og nýjir útsýnisstaðir. Ný brú komin yfir læk sem þarna er og stígarnir báðir svo vel gerðir að það er til hreinnar fyrirmyndar. Guðni Tómasson á heiður skilinn fyrir frábærlega vel unnið verk.
Síðan er rétt að geta þess að göngumaðurinn mikli hann Eyþór á heiðurinn af myndinni...
Nú er búið að opna kosningaskrifstofuna formlega og því er mannskapurinn allur tekinn til starfa. Það er margt sem þarf að undirbúa í aðdraganda kosninga og því gott þegar hópurinn er bæði stór og samstilltur eins og hér er reyndin. Var á skrifstofunni megnið af laugardeginum, þónokkuð margir litu inn og var stemningnin lífleg.Nú verður skrifstofan opin alla daga til kosninga. Virka daga frá kl. 15-18 og 20-22. En frá kl. 11-18 um helgar.
Í dag sunnudag fórum við Lárus til Kópavogs á útskriftartónleika Listaháskóla Íslands. Þar flutti hópur ungmenna úr Grunnskólanum í Hveragerði frumsaminn söngleik undir stjórn Heiðu Guðmundsdóttur en þetta var útskriftarverkefnið hennar í LÍ. Virkilega vel gert hjá þeim og án vafa mikil upplifun að fá að sýna í Salnum þar sem hljómburður er eins og best verður á kosið.
Það var skemmtilegur bónus að eitt útskriftarverkefnið var tónlistarflutningur eldri borgara í Þorlákshöfn. Mjög skemmtilegt verkefni þar sem unnið var með söng og hin ýmsu hljóðfæri. Það má því segja að Sunnlenskir flytjendur hafi átt daginn í Salnum.
Verð síðan að tilkynna lesendum að á föstudag var horft á sjónvarp, aldrei þessu vant. Taggart snilld eins og alltaf en hápunkturinn var nú samt þegar ég mundi skyndilega eftir Evróvisjón undankeppnisþættinum norræna. Reyndi af veikum mætti að fá syni mína til að njóta stundarinnar með mér en sá eldri neytti aflsmunar og harðneitaði, sá yngri er greinilega hlýðnari. Ég skemmti mér konunglega yfir frábærum athugasemdum þátttakenda sem voru að ég held ekki hrifnir af nema tveim lögum, annað þeirra danskt þar á ofan! ! ! Danir reyndar oft gert betur en þetta. Rollo og King til dæmis eitt besta dæmið. Við hjónin fengum síðan nett áfall þegar við sáum gömlu súperstjörnuna frá Noregstímanum, Jan Theigen. Hvað í veröldinni ætli hafi komið fyrir manninn? Aldrei verið fríður en fyrr má nú eldast illa!! Ætli lífernið sé að taka þennan toll? Hann hefði getað tekið að sér hlutverk Jim Carrey í "Þegar Trölli stal jólunum" án þess að mæta til sminkunnar ..... En þessir norrænu þættir eru frábærir. Annar góður var Kontrapunktur, hvað ætli hafi orðið um hann? En talandi um norræn sambönd. Það gladdi mig mjög, verandi meðlimur í hinu konunglega sérrí félagi, að sjá að prinsessa er loksins fædd í Danmörku. Þetta hlýtur að kalla á hátíðarfund, stelpur! ! !
Alltaf gaman þegar maður þarf að viðurkenna að hafa haft rangt fyrir sér !!!
Ég hafði miklar efasemdir um nýja reiðstíginn undir Reykjafjalli og breytinguna sem hann hefði í för með sér. Þetta er líka ein vinsælasta og fallegasta gönguleiðin sem völ er á hér í kring. En nú gekk ég þessa leið í tvígang um helgina og verð að játa að breytingin er virkilega vel heppnuð og ef eitthvað er hefur gönguleiðin batnað við færsluna. Nú hlykkjast hún um hlíðina, heldur erfiðari en það er bara betra. Þarna hafa myndast flott rjóður og nýjir útsýnisstaðir. Ný brú komin yfir læk sem þarna er og stígarnir báðir svo vel gerðir að það er til hreinnar fyrirmyndar. Guðni Tómasson á heiður skilinn fyrir frábærlega vel unnið verk.
Síðan er rétt að geta þess að göngumaðurinn mikli hann Eyþór á heiðurinn af myndinni...
Nú er búið að opna kosningaskrifstofuna formlega og því er mannskapurinn allur tekinn til starfa. Það er margt sem þarf að undirbúa í aðdraganda kosninga og því gott þegar hópurinn er bæði stór og samstilltur eins og hér er reyndin. Var á skrifstofunni megnið af laugardeginum, þónokkuð margir litu inn og var stemningnin lífleg.Nú verður skrifstofan opin alla daga til kosninga. Virka daga frá kl. 15-18 og 20-22. En frá kl. 11-18 um helgar.
Í dag sunnudag fórum við Lárus til Kópavogs á útskriftartónleika Listaháskóla Íslands. Þar flutti hópur ungmenna úr Grunnskólanum í Hveragerði frumsaminn söngleik undir stjórn Heiðu Guðmundsdóttur en þetta var útskriftarverkefnið hennar í LÍ. Virkilega vel gert hjá þeim og án vafa mikil upplifun að fá að sýna í Salnum þar sem hljómburður er eins og best verður á kosið.
Það var skemmtilegur bónus að eitt útskriftarverkefnið var tónlistarflutningur eldri borgara í Þorlákshöfn. Mjög skemmtilegt verkefni þar sem unnið var með söng og hin ýmsu hljóðfæri. Það má því segja að Sunnlenskir flytjendur hafi átt daginn í Salnum.
Verð síðan að tilkynna lesendum að á föstudag var horft á sjónvarp, aldrei þessu vant. Taggart snilld eins og alltaf en hápunkturinn var nú samt þegar ég mundi skyndilega eftir Evróvisjón undankeppnisþættinum norræna. Reyndi af veikum mætti að fá syni mína til að njóta stundarinnar með mér en sá eldri neytti aflsmunar og harðneitaði, sá yngri er greinilega hlýðnari. Ég skemmti mér konunglega yfir frábærum athugasemdum þátttakenda sem voru að ég held ekki hrifnir af nema tveim lögum, annað þeirra danskt þar á ofan! ! ! Danir reyndar oft gert betur en þetta. Rollo og King til dæmis eitt besta dæmið. Við hjónin fengum síðan nett áfall þegar við sáum gömlu súperstjörnuna frá Noregstímanum, Jan Theigen. Hvað í veröldinni ætli hafi komið fyrir manninn? Aldrei verið fríður en fyrr má nú eldast illa!! Ætli lífernið sé að taka þennan toll? Hann hefði getað tekið að sér hlutverk Jim Carrey í "Þegar Trölli stal jólunum" án þess að mæta til sminkunnar ..... En þessir norrænu þættir eru frábærir. Annar góður var Kontrapunktur, hvað ætli hafi orðið um hann? En talandi um norræn sambönd. Það gladdi mig mjög, verandi meðlimur í hinu konunglega sérrí félagi, að sjá að prinsessa er loksins fædd í Danmörku. Þetta hlýtur að kalla á hátíðarfund, stelpur! ! !
Comments:
Skrifa ummæli